Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Flórens
Borgdraumanna...
17.nóvember
í3nætur
119.000
Flug & hótel frá
Frábært verð
á mann
„Nokkrum klukkustundum áður
en mjaldrarnir áttu að flytja í víkina
tók starfslið Sæheima eftir því að kaf-
báturinn hafði sokkið snemma dags,
sunnudaginn 14. ágúst,“ segir í yfir-
lýsingu þekkingarsetursins. Olía
hafði lekið úr bátnum og þurfti því að
endurskipuleggja hluta sjókvíar-
innar. „Því er ekki öruggt fyrir
mjaldrana að snúa aftur í sjókvína.
Óljóst er hve langan tíma viðgerðar-
ferlið mun taka,“ segir í yfirlýsing-
unni. Strangt aðlögunarferli hefur
staðið yfir hjá mjöldrunum allt síðan
þeir komu til landsins, enda aðstæður
í kvínni ólíkar því sem mjaldrarnir
hafa þurft að venjast; þar má nefna
hitastig í sjónum og aðstæður er
reyna á líkamlegt úthald og hreysti
mjaldranna.
flutningavélinni Cargolux til Íslands,
alla leið frá Japan. Mjaldrarnir voru
fangaðir við Rússland árið 2011 og
þeim komið fyrir í sædýragarðinum
Changfeng Ocean World í Sjanghæ,
hvar þeir skemmtu almenningi við
bágar aðstæður. Þar voru þeir hafðir
í steypukerjum sem svipar lítið til
þeirra náttúrulegu heimkynna. Dýra-
verndunarsamtökin Whale and Dolp-
hin Conservation fluttu mjaldrana
hingað til lands í samstarfi við góð-
gerðarsamtökin Sea Life Trust. Var
hugsunin sú að veita mjöldrunum
nýtt líf í afmarkaðri sjókví þar sem
mjaldrarnir gætu dvalist með aðstoð
fagfólks. Eftir nokkurra ára veru í
skemmtigarði er þykir ólíklegt að
mjaldrarnir geti spjarað sig sjálfir í
náttúrunni án aðstoðar.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Þjónustubátur Sea Life Trust í Vest-
mannaeyjum sökk í Klettsvík, sem
olli olíuleka. Því geta mjaldrarnir,
Litla-Hvít og Litla Grá, ekki flutt í
víkina fyrir veturinn. Munu þær því
dvelja í umönnunarlaug í þekkingar-
setri Vestmannaeyja þar til í vor, að
því er segir í yfirlýsingu frá Sea Life
Trust.
Báturinn sökk nokkrum klukku-
stundum áður en mjaldrarnir áttu að
flytja í víkina. Um er að ræða um tíu
tonna bát sem kafarar notuðu í þágu
verkefnisins.
„Eftir vandlegan, margra mánaða
undirbúning er starfslið þekkingar-
setursins miður sín vegna þessa.
Okkur langar að þakka nærsamfélag-
inu fyrir að sýna okkur stuðning og
hjálpa okkur að láta þetta einstaka
verkefni verða að veruleika,“ segir í
yfirlýsingunni. Næst á dagskrá er
rannsókn á tildrögum óhappsins.
Segjast samtökin munu vinna náið
með yfirvöldum til þess að komast til
botns í málinu.
Mjaldrarnir eru við góða heilsu, að
sögn forsvarsfólks verkefnisins,
þeirra Audrey Padgetts fram-
kvæmdastjóra þekkingarseturs Sea
Life Trust í Vestmannaeyjum og
Grahams McGraths, forstjóra Sea
Life Trust.
Bjargað úr ómannúð-
legum aðstæðum
Það var í júní 2019 sem mjaldrarnir
Litla-Hvít og Litla-Grá komu með
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Spenntar Litla-Hvít og Litla-Grá hlakka til að komast í Klettsvík í vor. Öruggast er fyrir þær að halda kyrru fyrir.
Olíuleki í heim-
kynnum mjaldranna
- Ekki öruggt að fara í Klettsvík fyrr en í vor - Vonbrigði
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Heimkynnin. Kvíin var dregin af tveimur bátum inn til hafnar í apríl. Vegna
olíulekans er ekki öruggt fyrir mjaldrana að dvelja þar enn.
Ísland er öruggasta landið sem býð-
ur upp á dvalarleyfi fyrir fólk í fjar-
vinnu, samkvæmt vefsíðunni
lemon.io. sem sérhæfir sig í mál-
efnum frumkvöðla. Þar er byggt á
tölum frá Global
Peace Index.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir, háskóla-,
iðnaðar- og ný-
sköpunarráð-
herra, sem
gegndi embætti
dómsmálaráð-
herra þegar til-
laga um þessi
efni var lögð
fram, segir verkefnið hafa heppn-
ast vel. „Þetta er eitt af því sem ég
tel mikilvægt að skoða áfram og
mögulega bjóða upp á dvöl til
lengri tíma en nú er gert ráð fyrir.
Samtímis er unnið að því að auð-
velda erlendum sérfræðingum að
koma hingað og starfa,“ segir Ás-
laug í samtali við Morgunblaðið.
Ráðherrann lagði fram minn-
isblað fyrir ríkisstjórn ásamt ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra og fjármálaráðherra um
aðgerðir til þess að gera erlendum
ríkisborgurum, utan EES-svæð-
isins, kleift að dvelja á Íslandi í allt
að sex mánuði og stunda vinnu sína
hjá erlendum fyrirtækjum í fjar-
vinnu, árið 2020.
Breytingin, sem lögð var til, ger-
ir það að verkum að ríkisborgurum,
sem undanþegnir eru áritunar-
skyldu, verður heimilt að sækja um
langtímavegabréfsáritun á Íslandi
fyrir sig og fjölskyldur sínar, starfi
þeir í fjarvinnu. Þá þurfi umsækj-
endur hvorki að flytja lögheimili
sitt til landsins né fá íslenska kenni-
tölu.
Ísland öruggasta
landið fyrir þá sem
stunda fjarvinnu
- Ráðherra hefur áhuga á að láta rétt-
indin gilda lengur - Fá leyfi í sex mánuði
Ljósmynd/Colourbox
Fjarvinna Ísland býður upp á fjar-
vinnuáritun til sex mánaða.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Rannsókn máls er varðar heima-
tilbúnar sprengjur á Selfossi
miðar vel, að sögn Odds Árna-
sonar, yfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á Suðurlandi.
Greint var frá því í síðustu
viku að embættinu hefði undan-
farna daga borist tilkynningar
um sprengingar á Selfossi.
Sprengjurnar sem um ræðir eru
gríðarlega hættulegar. Notuð
eru meðal annars ætandi efni við
gerð þeirra og geta þær sprung-
ið hvenær sem er.
Telur lögreglan fyrst og
fremst að unglingar á fram-
haldsskólaldri séu að verki. Sér-
sveitin var tvisvar kölluð á Sel-
foss í síðustu viku vegna
málsins.
Rannsókn á spreng-
ingunum miðar vel
Árleg ráðstefna Samtaka umboðs-
manna barna í Evrópu (ENOC)
hefst í dag og stendur fram á mið-
vikudag. Ráðstefnan er að þessu
sinni haldin í Hörpu. Flest embætti
umboðsmanna barna í Evrópu eru í
samtökunum og eru þau afar mik-
ilvægur vettvangur fyrir alþjóðlega
samræðu og samstarf um réttindi
barna, að því er segir í tilkynningu
frá ENOC.
Salvör Nordal, umboðsmaður
barna, tekur formlega við for-
mennsku samtakanna á ráðstefn-
unni. Hún hefur setið í stjórn sam-
takanna undanfarin ár. Tæplega 40
fulltrúar frá embættum umboðs-
manna barna víða um Evrópu sækja
ráðstefnuna. Búist er við að hundrað
manns leggi leið sína á ráðstefnuna.
Meginþema ráðstefnunnar í ár er
umhverfisréttlæti út frá réttindum
barna og er yfirskrift hennar Mót-
um framtíðina: Réttur barna í lofts-
lagskrísu. Áhersla er lögð á að fjalla
um rétt barna til þátttöku og
ákvarðanatöku í umhverfis- og lofts-
lagsmálum.
Fjölmargir fyrirlesarar ætla að
deila reynslu sinni og þekkingu á
ráðstefnunni og má þar nefna Dr.
Lauru Lundy en hún mun kynna
skýrslu sem unnin var fyrir sam-
tökin í tilefni ráðstefnunnar. Svandís
Svavarsdóttir, matvælaráðherra,
kynnir loftslagsstefnu ríkisstjórnar-
innar og ræðir við nokkur ungmenni
um mikilvægi þess að börn komi að
mótun stefnunnar og þess að þeirra
sjónarmið fái vægi, segir enn fremur
í tilkynningu frá samtökunum.
logis@mbl.is
Ráðstefna ENOC haldin í Hörpu
- Umboðsmenn barna í Evrópu halda ráðstefnu í Hörpu - Svandís Svavarsdóttir
kynnir loftslagsstefnu stjórnvalda- Salvör Nordal tekur við formennsku ENOC
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Ráðgert er að hundrað
manns sæki ráðstefnuna heim.