Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
✝
Guðný Erla
Guðmunds-
dóttir fæddist 22.
desember 1954 í
Keflavík. Hún lést
á gjörgæsludeild
sjúkrahússins á
Akureyri 5. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Frímannsson
húsasmiður, f. 25.
apríl 1929, d. 3. apríl 2015, og
kona hans Sigurlaug Guð-
mundsdóttir verkakona, f. 8.
mars 1934, d. 3. ágúst 2007.
Guðný Erla var næstelst í
sex systkina hópi.
Systkini hennar
þau eru Guð-
laugur, f. 25. des-
ember 1952,
Brynjar, f. 7. októ-
ber 1956, Rúnar, f.
21. febrúar 1962,
Sigurlaug, f. 11.
nóvember 1966, og
Elva Björk, f. 1.
apríl 1969.
Fyrrverandi
eiginmaður Guðnýjar Erlu er
Eyjólfur Finnsson og börn
þeirra eru: 1) Eyrún Halla, f.
24. maí 1976, m. Örvar Sigur-
geirsson, börn þeirra eru a)
Eyþór Mar Skúlason, maki
Unnur Árnadóttir, börn þeirra
Atlas Birnir og Aron Ernir, b)
Ingvar Ari, c) Edda Guðný
Aspar. 2) Ingunn Eir, f. 30.
apríl 1978, m. Jón Arnar Em-
ilsson, börn þeirra eru: a)
Viktor Bjarkar, b) Egill Örn,
c) Katrín Sara. 3) Guðmundur
Finnur, f. 23. apríl 1979, m.
Hólmfríður Hulda Pálm-
arsdóttir, börn þeirra eru: a)
Kristín Erla, b) Ásdís Emma.
Guðný Erla ólst upp í Kefla-
vík og kláraði þar gagnfræði-
próf ásamt því að læra á pí-
anó. Hún starfaði alla sína tíð
sem píanókennari, undirleik-
ari og var virk í kórastarfi.
Útförin fer frá Akureyrar-
kirkju í dag, 19. september
2022, klukkan 13. Útförinni
verður streymt á Facebook-
síðunni Jarðarfarir í Akureyr-
arkirkju – beinar útsendingar.
Í dag fylgjum við mömmu síð-
asta spölinn og erfitt er að setja í
orð hversu þungbært það er okk-
ur systkinunum að kveðja.
Við minnumst þín með þakk-
læti, ástúð og kærleika.
Það er huggun að vita að þú
ert laus undan öllum veraldleg-
um þrautum og veiki kroppurinn
hefur fengið hvíld.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blindna hryggðar-tár.
Elsku mamma, sorgin sára
sviftir okkur gleði og ró.
Hvar var meiri hjartahlýja
hönd er græddi, og hvílu bjó
þreyttu barni og bjó um sárin
bar á smyrsl, svo verk úr dró.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernsku frá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin
aftur mætumst himnum á.
(Höf. ók.)
Góða nótt elsku mamma og
Guð geymi þig,
Eyrún, Ingunn,
Guðmundur (Gummi)
og fjölskyldur.
Ég hafði ekki þekkt hann
Gumma þinn lengi þegar ég hitti
þig fyrst. Það var smá stress að
hitta „mömmu nýja kærastans“ í
fyrsta sinn en það var algjörlega
óþarft því þú tókst mér svo inni-
lega vel, alveg um leið, og mér
leið strax eins og hluta af fjöl-
skyldunni.
Ég hafði sjálf misst móður
mína ung og þú fékkst oft það
hlutverk að hlusta á mig viðra
skoðanir mínar og hugsanir sem
mamma hefði annars hlustað á.
Það var alltaf svo gott að tala við
þig um allt og ekkert. Þú varst
alltaf til í spjall. Þó við værum
hvor í sínum landshlutanum þá
breytti það engu. Þá var símtæk-
ið notað eða myndsímtöl á Mes-
senger. Þegar þú komst suður
eða við norður þá var oftar en
ekki vakað fram eftir og spjallað
lengi, lengi.
Þú dýrkaðir og dáðir ömmu-
börnin þín og þau þig. Þegar
Kristín Erla fæddist varstu
mætt suður með strætó daginn
eftir til að hitta nýjasta ömmu-
barnið þitt. Kristínu Erlu og Ás-
dísi Emmu fannst best að koma
til ömmu Erlu á Akureyri og fá
saltstangir og endalaust af ís,
það var það skemmtilegasta við
Akureyrarferðirnar.
Ég er svo þakklát fyrir tím-
ann sem við fengum saman núna
í ágúst, hann er mér mjög dýr-
mætur.
Hvíldu í friði elsku Erla og
takk fyrir allt. Við hittumst aftur
síðar og fáum okkur kaffi saman,
þú cappuchino og ég Swiss
mokka.
Þótt ég sé látinn,
harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri,
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur,
þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur.
Og ég, þó látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf.ók)
Þín tengdadóttir og kaffivin-
kona,
Hólmfríður.
Guðný Erla fór ekki um með
hávaða eða látum. Hreint ekki.
Hún var hógvær, lét ekki mikið
yfir sér en hafði yndislega nær-
veru, dásamlegan húmor og var
með hjarta úr gulli. Hún var ein
liðskvenna í félaginu okkar
„Hinu íslenska brussufélagi“, af-
skaplega tryggum en óformleg-
um félagsskap kvenna sem
myndaðist þegar við áttum sam-
leið ýmist sem nemendur eða
kennarar á síðasta áratug síð-
ustu aldar í Tónlistarskólanum á
Akureyri. Kátína og gleði réð
ríkjum á fundum okkar og oft
hlegið af hjartans lyst í takt við
heiti félagsins. Af minnsta tilefni
var sest með góðan kaffibolla og
meðlæti í heimahúsum eða kaffi-
húsum Akureyrarbæjar og
stundum meira að segja kíkt í
bolla. Svo var hvert tækifæri
notað til að syngja og sprella og
oftar en ekki leiddi þessi elska
okkur áfram með sínu mjúka en
trausta undirspili. Henni fannst
nú ekki leiðinlegt að telja í
„Hrausta menn“ á gleðistundum.
Þó við hefðum síðar sumar farið
út um hvippinn og hvappinn þá
slitnuðu tengslin aldrei og ég
veit að ég tala fyrir munn okkar
vinkvennanna allra þegar ég
þakka fyrir þessar dýrmætu
samverustundir.
Píanókennsla varð ævistarf
Guðnýjar Erlu. Þar fann ég að
hún bjó yfir mildilegum aga og
uppörvandi hvatningu gagnvart
nemendum sínum. Eftir að hún
minnkaði kennsluna vakti hún
yfir bókasafni skólans og bóka-
kosturinn þar naut reglusemi og
skipulags hennar. Hún hafði
ákaflega fallega söngrödd og var
auðvitað þrælmúsíkölsk, lagviss
og söng lengi með Kammerkór
Norðurlands.
Um nokkurra missera skeið
kenndi Guðný Erla systur minni
Herborgu söng við Tónlistar-
skólann á Akureyri. Það var
áskorun í sjálfu sér þar sem
Herborg er fötluð og fór yfirleitt
aðrar leiðir að verkefninu en
ófatlaðir hefðu gert. Guðný Erla
var svo þolinmóð og næm gagn-
vart henni og aðdáunarvert að
fylgjast með hve miklum árangri
hún náði. Ógleymanlegir eru
tónleikar sem þær stöllur héldu í
tónleikasal Tónlistarskólans fyr-
ir okkur fjölskyldu og vini þar
sem þær fluttu okkur afrakstur
vinnu sinnar. Það mátti vart á
milli sjá hvor þeirra var stoltari.
Svo kom að því að kennslunni
lauk, en ekki slitnaði strengurinn
á milli þeirra við það. Guðný
Erla kom í afmæli og jólaboð í
Snægili og reyndist Herborgu
trygg og góð vinkona.
Guðný Erla var mikil fjöl-
skyldumanneskja. Börnin henn-
ar og fjölskyldur þeirra voru
hennar stærsti fjársjóður í lífinu
og hún vildi alltaf vera til staðar
fyrir þau. Þeirra missir er mikill
og ótímabær. Fyrir hönd okkar
vinkvennanna sendi ég þeim
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur svo og öllum sem sakna Guð-
nýjar Erlu. Hún var eðalkona
sem sárt verður saknað.
Þuríður Vilhjálmsdóttir.
„Húsmæðraorlof“ til Erlu á
Akureyri var nokkuð reglulegt
hjá mér þegar ég var í námi við
Háskólann á Akureyri 2018-
2022. Ég bjó í Reykjavík og
þurfti að sækja viku langar lotur
norður fjórum sinnum yfir skóla-
árið. Í fyrstu þekkti ég engann á
Akureyri en var svo lánsöm að
Erla leyfði mér að dvelja hjá sér
þessar vikur. Ég blótaði því út á
við að þurfa að fara norður, frá
fjölskyldunni í Reykjavík, en
innst inni gat ég ekki beðið. Það
var svo gott að koma og vera hjá
Erlu.
Við ræddum saman um heima
og geima langt fram á kvöld og á
tímabili fannst ég mér vita meira
um fjölskylduna hennar Erlu en
mína eigin. Við hlógum mikið og
elduðum fyrir hvor aðra, aðal-
lega eitthvert fiskmeti og að
gramsa í skápunum hennar eftir
kryddi var ævintýri út af fyrir
sig. Spjallið við eldhúsborðið var
oftar en ekki tekið yfir harðfiski
með smjöri. Í bakgrunni ómaði
alltaf útvarpið, sama hvað klukk-
an var.
Það var svo gott að vera hjá
Erlu að ég valdi frekar að vera
með henni en að taka þátt í fé-
lagslífinu í skólanum. Ef það
segir ekki eitthvað um hennar
góðu nærveru og góðmennsku
þá veit ég ekki hvað.
Hvíldu í friði elsku Erla, við
hittumst seinna á öðrum stað og
tökum spjallið yfir harðfisk.
Sigfríður Arna
Pálmarsdóttir.
Guðný Erla
Guðmundsdóttir ✝
Sæunn Hall-
dóra Axels-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 25. febr-
úar 1942. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Siglufirði 12. sept-
ember 2022.
Sæunn var dóttir
hjónanna Péturs
Axels Péturssonar,
sjómanns í Ólafs-
firði, f. 4.1. 1912, d.
23.4. 1960, og Petreu Aðal-
heiðar Rögnvaldsdóttur, hús-
móður og fiskverkakonu, f.
16.11. 1908, d. 15.3. 2008. Sæunn
átti átta systkin, en þau voru í
aldursröð: Rögnvaldur Kristinn
(dó tæplega tveggja mánaða),
Ragnar Guðbjörn, Rögnvaldur
Kristinn, Ásta Bjarnheiður,
Sveinbjörn Haraldur, Sigurrós,
Lára Sigurbjörg og Hanna
Brynja.
Sæunn var gift Ásgeiri Sig-
urði Ásgeirssyni sem lést að
heimili þeirra 24. nóvember
2015. Ásgeiri og Sæunni varð
fjögurra sona auðið. Þeir eru:
Ásgeir Logi, f. 3. júní 1963, Axel
Pétur, f. 18. maí 1965, Sigurgeir
Frímann, f. 18. mars 1967, og
Kristján Ragnar, f. 16. nóvem-
ber 1977.
Sæunn nam við
húsmæðraskólann
á Laugalandi. Eftir
nám starfaði hún
m.a. hjá kaupfélag-
inu og við bíóið í
Ólafsfirði áður en
fjölskyldan lét
smíða trilluna
Kristján ÓF 51 sem
hún gerði út frá
árinu 1980. Árið
1982 var fjárfest í Sæunni ÓF 7,
tíu tonna afturbyggðum plast-
bát frá Akranesi. Fóru þá eldri
synir að róa með og hófst mikið
útgerðarævintýri. Í kjölfarið
var byggt sjóhús í Ólafsfirði og
saltaður fiskur á Spán í fyrstu.
Síðar var farið að þurrka salt-
fisk til Brasilíu. Útgerðarfyr-
irtækið Valeik ehf. var stofnað
um útflutning fiskafurða eftir
að Sæunn klauf sig út úr SÍF ár-
ið 1992. Fjölskyldan keypti síð-
an Hótel Ólafsfjörð 1997 og
byggðu þau hjónin átta bjálka-
hús þar fyrir framan, við Ólafs-
fjarðarvatn.
Útför Sæunnar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 19.
september 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Kannski er það þannig að ef
maður hefur eytt stórum hluta
ævi sinnar í gúmmístígvélum
og til sjós, þá stígur maður
mjög fast niður í hælana þegar
maður gengur um gólf. Þannig
var göngulag Sæunnar þegar
hún gekk um húsið sitt á Ólafs-
firði og þannig hljómaði göngu-
lagið þegar hún stikaði yfir
stofuna sína og tók þéttings-
fast utan um mig og bauð mig
velkomna í fjölskylduna. Ég
var með hjartslátt, búin að
kvíða augnablikinu, vissi ekki í
hverju ég ætti að vera, er of
glannalegt að vera í pilsi?
Kannski betra að vera í bux-
um? Tengsl mín við lands-
byggðina voru engin fram að
þessu og ég var óörugg með
mig. En þegar allt kom til alls,
skipti ekkert máli, linmælska
mín að sunnan skildist alveg í
harðri norðlensku Ólafsfjarðar.
Faðmurinn var útbreiddur þá
og alltaf eftir þetta.
Við Axel Pétur hófum bú-
skap á Spáni skömmu eftir að
ég hitti Sæunni fyrst. Þá varð
ekki aftur snúið, heimur Sæ-
unnar Axelsdóttur og fjöl-
skyldu varð heimurinn minn.
Yfirleitt var talað um fisk frá
morgni til kvölds, líka á jól-
unum. Áður en ég vissi af var
ég farin að leggja í pækil og
hefta saltfiskkassa í öllum
heimsóknum til Ólafsfjarðar.
Og það var bannað að kvarta,
allir áttu að leggja hönd á plóg,
einn fyrir alla og allir fyrir
einn. Þannig var þetta í fjöl-
skyldunni.
Oft komu Sæunn og Ásgeir
og heimsóttu okkur Axel til
Spánar í gegnum árin. Þá var
Sæunn í fríi frá vinnu, lang-
þráðu fríi því hún vann mikið.
Þá sat hún og heklaði og
reyndi að slaka á en talaði
samt um fisk og hringdi heim
og fékk aflafréttir. Hún og haf-
ið voru bundin svo sterkum
böndum.
Þegar árin líða tekur lífið
marga snúninga. Og snúning-
arnir urðu margir hjá fjölskyld-
unni. Frá Spáni fluttum við Ax-
el á Ólafsfjörð og bjuggum í
námunda við tengdaforeldra
mína. Þá urðu samskiptin tíð-
ari. Ég varð sérlegur hárskeri
Sæunnar, mætti með skærin og
klippti hana reglulega og á
meðan voru málin rædd. Í stað-
inn kenndi hún mér það sem ég
kann í hannyrðum, bæði að
hekla og prjóna. Hendurnar
hennar voru hendur konu sem
hafði unnið erfiðisvinnu frá
blautu barnsbeini, en þessar
vinnulúnu hendur léku sér með
heklunál og prjóna af mikilli
list.
Hún kenndi mér margt hún
tengdamóðir mín. Hún var
skapmikil kona sem lá ekki á
skoðunum sínum. Sumum líkaði
það vel og öðrum illa og það
var aldrei lognmolla í kringum
hana. Í mínum uppvexti var
farið varlega með orð og róm-
urinn ekki hækkaður. Það var
ekki samskiptaform sem Sæ-
unn notaði. Það var talað hátt
og snjallt um hlutina og ekki
beðið með að segja það sem
þurfti að segja fram á næsta
dag. Því þegar það er búið að
tala opinskátt um það óþægi-
lega, þá er það ekki lengur
óþægilegt.
Hún var mamma, tengda-
mamma og amma okkar. Hún
var félagi og það sem allt sner-
ist um. Allt varð betra við eld-
húsborðið hennar og fram á
það síðasta var hægt að hlæja
að orðbragðinu. Sæunnar verð-
ur sárt saknað í fjölskyldunni.
Auður Eggertsdóttir.
Sæunn Axelsdóttir
Halldór föður-
bróðir minn var ein-
stakur maður.
Hann var sendur
mjög ungur í fóstur frá foreldr-
um sínum til vinafólks föður síns
að Álftárósi, Mýrasýslu og ól þar
nær allan sinn aldur. Þar bjó
hann með fósturforeldrum sínum
og Axel bróður sínum félagsbúi.
Hann var bóndi. Og uppfyllti þar
með þann draum föður síns að
yrkja jörðina og búa. Axel faðir
hans hafði ávallt gengið með
þann draum að verða bóndi.
Keypti sér jörðina Þverholt á
Halldór
Thorsteinson
✝
Halldór Thor-
steinson fædd-
ist 4. febrúar 1930.
Hann lést 14. sept-
ember 2022.
Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk
hins látna.
Mýrunum og réði
ráðsmann. En al-
vörubóndi varð fað-
ir hans aldrei. Það
kom í hlut sonanna
að uppfylla þann
draum. Þeir stund-
uðu allir búskap.
Mér eru minnis-
stæðar heimsóknir
Halldórs til foreldra
minna í Skipholtið.
Hann var einhver
fegursti maður sem ég hafði
nokkru sinni séð. Með hrafnsvart
hár, fallegt litaraft og fagureygð-
ur. Hávaxinn og með yfirbragð
hins látlausa heimsmanns í mín-
um augum. Ég gerði mér enga
grein fyrir því þá, en Halldór var
alla ævi mjög feiminn og hlé-
drægur. En honum fylgdi ein-
semdin. Halldór stamaði og
þurfti þjálfun til að vinna bug á
því. Því voru heimsóknir hans í
bæinn fremur tíðar um það
skeið. Hann talaði því hægt og
yfirvegað. Íhugaði vandlega
hverja setningu áður en hún var
borin fram. Vandaður til orðs og
æðis. Ætíð tilbúinn að leggja
bágstöddum lið. Mjög trúaður og
bænheitur.
Þegar ég fæddi mitt fyrsta
barn, vart af barnsaldri sjálf, var
komið í heimsókn og mér færð
dágóð peningaupphæð frá þeim
bræðrum. Hún dugði fyrir glæ-
nýjum barnavagni sem móður-
systir mín sótti til Edinborgar í
Skotlandi. Ég kemst enn við þeg-
ar ég minnist þessa góðverks. En
seinna átti drengurinn minn því
láni að fagna að hitta þá bræður í
sveitinni og kynnast þeim lítil-
lega. Og þá kannski við skál í
réttunum. Axel eldri bróðirinn
góðglaður og reifur, Halldór
hljóður og prúður. Þeir seldu
jörðina árið 1980. Fluttu í bæinn,
fóru að vinna ýmis störf. Bjuggu
fyrst hvor í sinni íbúðinni en
fluttu seinna saman og ráku
heimili sitt í Stúfholti í Reykjavík
þar til Axel lést í hárri elli. Hall-
dór flutti í Brákarhlíð í Borgar-
nesi og átti þar ánægjulegt ævi-
kvöld með gömlum sveitungum
sínum.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvernig það hafi verið að
vera sendur að heiman, barnung-
ur og mállaus því móðurmál á
heimilinu var enska. Fara með
föður sínum í rútu í Borgarnes
og hitta þar ókunnan mann, vera
settur fyrir framan hann á hest
og ríða þaðan að Álftárósi. Það
var þó sárabót að Axel bróðir
hans var þar líka í sveit. Á sama
tíma var elsti bróðirinn, Harry, í
sveit á Urriðaá. Þegar þeir bræð-
urnir hittust var töluð enska,
fósturforeldrunum til mæðu.
Hvorugur þeirra bræðra kvænt-
ist og létust báðir barnlausir.
Halldór lést 14.8. sl. á hjúkrunar-
heimilinu Brákarhlíð í Borgar-
nesi. Útförin var gerð í kyrrþey,
að hans ósk. Duftker þeirra
bræðra beggja var jarðsett í
duftreit móður þeirra, Jeanne, í
Fossvogskirkjugarði 13.9. 2022 á
hundrað ára afmælisdegi Axels
bróður hans.
Hvíl í Guðsfriði kæri föður-
bróðir og hafðu þökk fyrir kær-
leiksverkin þín öll.
Jóhanna Thorsteinson.
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
bróðir, tengdasonur, frændi og vinur,
SÆVAR REYKJALÍN,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
mánudagsmorguninn 5. september.
Útförin fer fram fimmtudaginn
22. september klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en góðfúslega er
bent á styrktarreikning fyrir drengina hans þrjá.
Rkn. 0526-14-603828, kt. 030282-3459.
Halla Björk Grímsdóttir
Lúkas Blær Sævarsson Róbert Logi Sævarsson
Benedikt Sævarsson
og aðrir aðstandendur