Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 Fyrir skemmstu sýndi sjónvarpið þætti sem gengu undir nafninu Hringfarinn og greindu m.a. frá ferðalagi Kristjáns Gíslasonar um Afríku. Held að ég hafi séð alla þættina og haft bæði gagn og gaman af. Þrátt fyrir að þeir væru allir góðir höfðu þeir sem fjölluðu um ferðalagið um Afríku mest áhrif á mig. Mér fannst þeir sýna okkur afar vel þá djúpstæðu gjá sem virðist vera milli lifnaðarhátta þess fólks sem þar býr og okkar hinna; þ.e. hins upplýsta og dannaða heims sem hefur allt og hinna sem ekkert hafa. Ekkert af þeim þægindum sem nútíminn telur nauðsynleg. Hjá þessu fólki er ekki boðið upp á neitt af því sem við teljum alveg bráðnauðsynlegt til að við getum dregið fram lífið á sómasamlegan hátt. Vöktun nótt sem nýtan dag Við þurfum heilbrigðiskerfi sem býður upp á þjónustu af öllu mögu- legu tagi, helst allan sólarhringinn, og við þurfum lækna með sérþekk- ingu helst á hverjum og einum hluta líkamans, helst niður í litlutá hvers manns. Enda leitum við læknis af minnsta tilefni, hvött til þess af heilsugætendum sem eru á hverju strái, okkur til ráðgjafar. Minnstu vindverkir eru tilefni til þess að láta líta á sig og ef lækn- irinn finnur ekkert að viðkomandi og sendir hann ekki heim með ávís- un á pillur er hann vanhæfur að okkar mati. Hann hefur einfaldlega ekki skoðað sjúklinginn nógu vel. Minnist þess að eitt sinn á fundi í rótarýklúbbnum mínum hélt virt- ur geðlæknir erindi, sagði okkur frá því hvernig allar greiningarnar sem við mörg hver göngumst undir fara fram. Í lokin var hann spurður hvernig hinn svokallaði normal maður liti út í greiningu. Já, norm- al maður sagði hann, það er bara ekki búið að greina hann nógu mik- ið! Þ.e. það er enginn normal. Trú- lega rétt. Við þurfum ljós- mæður með sex ára háskólamenntun til að taka á móti börnunum okkar og veita ráðgjöf fyrstu vikurnar a.m.k. Við þurfum einnig og ekki síður fæðingar- lækna ásamt fæðing- ardeildum á spítöl- unum sem búnar eru öllu því nýjasta og besta á þessu sviði. Að lokinni fæðingu þurf- um við svo barnaheim- ili sem helst taka við börnunum ársgömlum því mamman þarf að fara út á vinnumarkaðinn til þess að afla heimilinu tekna til að standa nú undir kröfunum sem gerðar eru til heimilishalds í dag. Allir út að vinna Einnig hitt og kannski ekki síður þá þarf mamman að fara út á vinnumarkaðinn til þess að nýta alla sína hæfni og oft á tíðum menntun til sérhæfðra verka sem hún hefur numið í heimsþekktum universitetum í fjarlægum löndum sem mörg hver taka ekki við nem- um nema með mestu mögulega hæfni til að stúdera við þessar virtu stofnanir sem daglega eru að breyta heiminum til hins betra, a.m.k. að eigin mati. Við þurfum hagfræðistofnanir sem segja okkur, helst daglega, á hvaða rölti hagvöxturinn er ásamt upplýsingum um hamingjustig okkar í tölum, helst með þremur aukastöfum. En er þessi heimur, sem við vilj- um að hinar svokölluðu vanþróuðu þjóðir taki upp að okkar fyr- irmynd, til sérstakrar eftirbreytni? Ekki viss. Fyrir skemmstu var það t.d. í fréttum að algengasta dán- arorsök breskra karlmanna undir fimmtugu væri sjálfsvíg. Getur samfélag þar sem sjálfsvíg er al- gengasta dánarorsök karla verið öðrum til eftirbreytni? Það finnst mér a.m.k. að hljóti að vera um- deilanlegt svo ekki sé meira sagt. Erum við góð fyrirmynd? Geta samfélög þar sem sífellt fleiri verða þrælar eiturlyfja vegna sjálfsfirringar sömuleiðis verið til eftirbreytni? Tæpast, finnst mér a.m.k., og geta samfélög þar sem stór hluti eigna og náttúrugæða er í eigu örfárra útvalinna, sem telja aðeins lítið brot af þegnunum, ver- ið fyrirmynd? Þrátt fyrir að ástandið sé með þessum hætti í mörgum þeirra ríkja sem við telj- um þróuð og til eftirbreytni, en eru það ekki að mínu mati, þá viljum við alveg endilega neyða þennan lífsmáta upp á hin svokölluðu þró- unarríki þar sem að því er best verður séð ríkir meiri gleði hjá íbú- unum en hjá okkur þrátt fyrir að hin veraldlegu gæði séu fátæk- legri. Gleði og heiðarleiki Tók sérstaklega eftir því að hvar sem hringfarinn fór í Afríku á með- al fátæka og vanbúna fólksins var hann alls staðar boðinn velkominn, boðið að borða með heimamönnum þar sem setið var á gólfinu og mat- arins neytt með guðsgöfflunum einum; engin hnífapör, enginn dúk- ur, bara þunnar brauðkökur sem maturinn var fiskaður upp með. Þrátt fyrir fátæklega umgjörð voru allir glaðir og kátir og virtust njóta þess að gefa ferðamanninum að borða, gefa honum kost á að njóta alls þess sem þeir höfðu upp á að bjóða, og þrátt fyrir þessa frum- stæðu umgjörð um matreiðsluna fékk gesturinn bara einu sinni í magann að einhverju gagni. Aftur á móti ef við í hinum dann- aða heimi förum til sólarlanda er- um við flest nestuð með magapill- um til þess að koma í veg fyrir að við þurfum að dvelja langdvölum á salerninu, sem gerist þrátt fyrir allt heilbrigðiseftirlitið, gerilsneyð- inguna og fagmennskuna. Er kúrsinn réttur? Helgi Laxdal » Verða staðgöngu- mæður algengur kostur þeirra sem vilja eignast börn en losna undan erfiði og þrautum meðgöngu og fæð- ingar? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com s 6992558 Ætla að hafa eft- irfarandi grein í tvennu lagi og fyrst skal byrja á að mig rak í rogastans þegar ég las um og horfði á í sjónvarpi einhvers konar íslenskufræð- ing, Eirík Rögnvalds- son, og eftir honum er haft að honum finnist allt í lagi með öll út- lendu nöfnin sem eru heiti á fjöl- mörgum börum, matsölustöðum og öðrum samkomustöðum og hafi bara alls ekki slæm áhrif á okkar fallega og yndislega ylhýra mál ís- lenskuna. Í flestum tilfellum eru þessir staðir skírðir enskum nöfn- um þótt bregði fyrir annarra þjóða nöfnum. Þetta finnst mér algjör- lega ótækt og hafa róttæk áhrif á íslenskt málfar og veit ekki hvað svona nafngiftir eiga að þýða nema þá um ómælt snobb sé að ræða og dekur við útlendinga eða einhverja annars konar brenglun. Ég vil benda Eiríki og öðrum, sem telja að þessi útlendu nöfn hafi engin áhrif á okkar ylhýra yndislega mál íslenskuna, á að það læra börn og unglingar sem fyrir þeim er haft og „hvað ungur nem- ur gamall temur“ og hefur alla tíð verið. Að mínum dómi ætti að banna þessar útlendu nafngiftir og í staðinn setja alíslensk nöfn á ís- lensk fyrirtæki, hverju nafni sem þau kunna að nefnast, en t.d. eins og undirfyrirsögn mætti koma út- lenska nafnið ef endilega vill. Það sannast sagna fór fyrir brjóstið á mér er ég sá íslenskuséníið gleið- brosandi halda fyrrgreindri vit- leysu fram í sjónvarpinu. Um jarðgöng Mikið hefur verið rætt og ritað um jarðgangagerð á Íslandi og eins og alltaf sýnist sitt hverjum um legu þeirra og hvar næstu göng eigi að koma og öll jafn nauðsynleg, ekki er að að spyrja. Einn er sá maður sem hefur hvað mest haft sig í frammi um skrifin en það er ágætur maður, Guðmundur Karl Jónsson sem kallar sig farandverkamann, allt gott um það. Ágætur Guðmundur Karl hef- ur mjög sterkar og þungar skoðanir um hvar næstu jarðgöng eigi að bora og svo í hvaða röð þau eigi að koma en þessar vangaveltur hans þekki ég ofurlítið frá því að ég átti, gaf út og rak í mörg ár það ágæta og tiltölulega víðlesna vikublað hér á Akureyri Vikudag. Nú að und- anförnu hefur Guðmundur fundið að Vaðlaheiðargöngum, þeim nauð- synlegu göngum sem m.a. tengja saman og gera að einu atvinnu- svæði Akureyri og Eyjafjörðinn allan ásamt Húsavík og Þingeyj- arsýslunum báðum, og ekki lítils virði að losna við mjög svo erfitt Víkurskarðið á vetrum. Svo er það önnur saga að því miður fóru nauð- synleg göng nokkuð langt fram úr áætlun fjárhagslega og hefur það farið mjög fyrir brjóstið á Guð- mundi Karli. Ég vil benda honum á að enginn mannlegur máttur ræð- ur við náttúruöflin sem gerðu mönnum erfitt fyrir og það sér- staklega vegna vatnselgs, sem meira að segja hvorki hann né ég réðum við. Vaðlaheiðargöng voru og eru bráðnauðsynleg fyrir stórt land- svæði og fjölmenn byggðarlög eins og fyrr er getið. Nú get ég ekki orða bundist Hjörleifur Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Sitt lítið af hverju en allt jafn nauð- synlegt. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Nágrannaþjóðir okkar eiga í erfið- leikum varðandi orku- kostnað, sérstaklega hvað snertir raf- magnsverð. Sam- kvæmt fréttum eru líkur á að rafmagns- verð hækki úr 2.000 pundum á ári í 3.500 pund á ári fyrir venju- legar fjölskyldur í Bretlandi. Samkvæmt gengi dagsins mun þetta vera um 333.000 kr. sem færu í 583.000 kr. á ári eða ef reiknað er á hvern mánuð þá færi mánaðarreikningurinn úr 28 þús. kr. á mánuði í 49 þús. kr. á mánuði. Gas hækkar hugsanlega enn meira og það getur haft þær afleiðingar að ekki verður unnt að vinna ál eins og verið hefur í Evr- ópu og þá einkum í Þýskalandi. Ef svo fer er ekki ólíklegt að álútflutningur frá Íslandi stöðvist að minnsta kosti tímabundið. Við þær aðstæður er erfitt að átta sig á til hvaða ráða álfyrirtæki muni grípa. Til skemmri tíma litið mundu álframleiðendur trúlega safna birgðum og leita annarra markaða. En hugsanlegt er að sum þeirra mundu huga að lokun álvera. Sér- staklega ætti það við um eldri álver sem starfað hafa um áratuga skeið. Þeim yrði einfaldlega lokað og mik- ilvægt er að átta sig á hvaða þýð- ingu það hefði fyrir raforkuverð á Íslandi. Kemur þá helst til álita að ál- verinu við Straumsvík yrði lokað með litlum fyrirvara. Ekki er auð- velt að átta sig á hver áhrif þess tekjumissis yrðu á rafmagnsverð ef þeim kostnaði yrði dreift á raforkunot- endur á Íslandi. En samkvæmt lauslegum athugunum gæti þetta þýtt að rafmagnsverð mundi 5- til 10-faldast. Fyrir venjulegt heimili gæti þetta þýtt að 4.000 kr. rafmagnsreikningur á mánuði færi í 20.000 kr. á mánuði eða jafnvel í 40.000 kr. á mánuði ef illa færi. Hér verður auðvitað að muna að mikil óvissa er um niðurstöðuna ef svo skyldi fara að Straumsvíkur- álveri yrði lokað, ekki er ljóst hvernig samningar standa en raf- magnsverð til álvera er leyndarmál eins og kunnugt er. Jafnframt er ekki ljóst hver yrðu viðbrögð Landsvirkjunar og hins opinbera í þessu efni. En það liggur í augum uppi að það yrði dýrt að milda höggið fyrir almenna neytendur. Svo gæti farið að ekki yrðu allir ánægðir með rafmagnsbíla sína. Rafmagnsverð Guðmundur Ólafsson Guðmundur Ólafsson »Rafmagnsreikningur gæti orðið 40.000 kr. á mánuði á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur og eldri borgari. gol@gol.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.