Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 Stífluþjónusta Íslenska gámafélagsins Íslenska gámafélagið býður upp á stífluþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Losun fitu-, sand-og olíuskilja, hreinsun niðurfalla og stíflulosun. www.gamafelagid.is sími: 577 5757 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég varð að skrá þessar sögur,“ segir Þórir Guðmundsson frétta- maður og nú starfsmaður fjöl- þjóðaliðs Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi. Nýlega er komin út bókin Í návígi við fólkið á jörðinni þar sem Þórir segir frá fólki í óvenju- legum aðstæðum sem hann hefur kynnst á ferðum sínum víða um veröldina. „Mín von er að Íslendingar, sem velta oft fyrir sér atburðum sem gerast í öðrum löndum, fái í gegnum þetta fólk innsýn í líf þess og aðstæður sem fæst ekki með því að fylgjast með almennum fjöl- miðlum,“ segir Þórir sem í áratugi hefur sitt á hvað verið fréttamaður og sinnt hjálpar- og mannúðar- störfum, meðal annars fyrir Rauða krossinn. „Ég hef í báðum hlutverkum haft þau einstöku forréttindi að tala við og kynnast fólki á alveg sérstakan hátt. Það hefur boðið mér inn á heimili sín. Það hefur tal- að við mig um sársauka, þrár og vonir, viljað koma sögu sinni á framfæri, gripið feginshendi að ræða við útlending með minnisbók og penna. Slíkt gefur manni smám saman skilning og samhengi.“ Áhugi á fólki og kringumstæðum Í formála segist Þórir hallast helst að því að mannsandinn sé allt- af samur í raun, óháð landamærum. Þetta sé þrá fólks eftir einhverju meira en er, von um að bæta líf sitt og sinna, leitin að lífsfyllingu. Þessi andi komi fram með ýmsum hætti hjá ólíku fólki eins og segir frá í bókinni, svo sem í Afganistan, Víet- nam, Indlandi, Malaví, Líbíu, Ísrael, Palestínu, Armeníu og Úsbekistan. Sögur þessa fólks séu sér hug- stæðar, fylgi sér og móti. „Allt þetta fólk á sameiginlegt að vera eftirminnilegt og sumt miklu meira en það,“ segir Þórir sem telur merkilegt hvað störf við fjölmiðlun og mannúðaraðstoð kallist sterkt á. Bæði störfin kalla á forvitni, ástríðu fyrir því að skilja það sem kann að vera framandi, og áhuga á bæði fólki og kringum- stæðum. Sjálfur hafi hann alltaf verið áfram um að vita og þekkja hvaða undirliggjandi straumar móta mannlífið og alla framvindu þess. Miðlalæsi er mikilvægt Þórir minnist þess að þegar hann fór fyrst að sinna hjálp- arstarfi hafi hann verið beðinn um að skrifa kafla í árbók Alþjóða Rauða krossins um flóð í Kína og hvort loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þau. „Þetta var 1996 og mér fannst á þessum tíma langsótt að tengja saman flóð og loftslagsbreytingar. En ég viðaði að mér gögnum og tal- aði við fólk. Sannfærðist brátt um að jú, það gæti bara vel verið að hlýnun jarðar hefði sitt að segja um hvað flóð voru að verða tíð og um- fangsmikil. Þarna kom sér vel að hafa reynslu úr fréttamennsku, og reyndar akademíunni, bæði við að viða að sér gögnum og vinna úr þeim og jafnframt koma þeim á framfæri á skýran og aðgengileg- an hátt,“ segir Þórir. Oft er sagt, sem kannski hljómar sem klisja, að sannleik- urinn falli fljótt í stríði. Því er sagt að fréttum, til dæmis af styrjöldum, beri að taka með fyrirvara, rétt eins og Þórir tekur undir. Í dag fái fólk mikið af sínum upplýsingum og fréttum í gegnum samfélags- miðla og spjallþræði – og uppruni þeirra upplýsinga geti verið afar mismunandi. „Áður lásu menn Morgun- blaðið og hlustuðu á Ríkisútvarpið til að vita nokkurn veginn hvað væri að gerast í heiminum. Nú er upplýsingaflóðið svo mikið og úr svo mörgum áttum að það er bráð- nauðsynlegt að koma sér upp leið- um til að greina hverju beri að taka mark á og hverju ekki. Ég er sann- færður um að eitt af stóru verkefn- breska blaðsins Guardian, að lík- legt væri að órói ykist víða um heim vegna verðbólgu, hækkunar orkuverðs og áhrifa loftslags- breytinga á uppskeru. Ástandinu er líkt við púðurtunnur og mest er hættan sögð vera í Evrópuríkjum. Spásögn þessi segir Þórir að geti reynst rétt, nema hvað Evrópu- búar hafi sameinast gegn innrás Rússa í Úkraínu. Við þeirri ein- ingu, sem hefur myndast, hafi Pút- ín ekki búist. Vanmeta ekki samhug „Fólki hefur ofboðið þessi ömurlegi stríðsrekstur. Ég held að miklu fleiri en greinendur ætla séu reiðubúnir að ganga í gegnum tímabundnar þrengingar, ef það er það sem þarf. Þetta á auðvitað eft- ir að koma í ljós þegar veturinn gengur í garð en við skulum ekki vanmeta samhug almennings með Úkraínumönnum. Ég finn þetta mjög þar sem ég starfa núna, í Eistlandi,“ segir Þórir Guðmunds- son, sem ytra sinnir verkefnum á vegum utanríkisráðuneytisins og Atlantshafsbandalagsins við borg- araleg störf á sviði upplýsinga- miðlunar. unum í menntun upprennandi kyn- slóða sé að örva miðlalæsi. Það á við bæði í stríði og friði – og á þess- um spennu- og óvissutímum sem mynda grátt svæði þarna á milli og við búum nú við.“ Nýlega sagði í fréttum á Ís- landi, sem voru byggðar á frásögn Þórir Guðmundsson á vettvangi frétta og hjálparstarfs í nýrri bók sinni, Í návígi við fólkið á jörðinni AFP Veröld Sögusviðið í frásögnum Þóris er m.a. Indland; heimur ótrúlegra andstæðna og fjölbreytni í mannlífi. Mannsandinn er alltaf samur Höfundur Merkilegt hve störf við fjölmiðlun og mannúðaraðstoð kallast sterkt á, segir Þórir Guðmundsson, hér með bókina sem var að koma út. „Þetta var mjög skemmtilegt, en þetta voru fyrstu leikirnir okkar frá því að heimsfaraldurinn byrj- aði,“ segir Birnir Orri Pétursson, forseti Rugbyfélags Reykjavíkur, en félagið atti kappi við sjóliða af breska herskipinu HMS Enterprise á gervigrasinu við KR-heimilið í gærkvöldi. Léku liðin tvo leiki og skiptust þau á að sigra. Birnir Orri segir að Rugbyfélag Reykjavíkur hafi áður keppt við sjóliða af herskipum sem hingað hafi komið. Hefur félagið m.a. keppt við franska, kanadíska og breska sjóliða. „Sendiráð þess- ara ríkja vita af okkur og láta þá áhafnirnar vita ef áhugi er á því að keppa,“ segir Birnir Orri. „Þetta var góð reynsla og vin- áttan í fyrirrúmi. Bæði liðin tefldu fram nýjum leikmönnum sem fengu að kynnast íþróttinni,“ segir Birnir. Þá hafi veðrið einnig spilað inn í, en það rigndi hressilega meðan leikirnir fóru fram. „En það gerir hlutina bara skemmtilegri,“ segir Birnir Orri. sgs@mbl.is Hressilegt Rugby í rigningunni Morgunblaðið/Óttar Geirsson Rugby Leikirnir einkenndust af mikilli vináttu, þótt yfirbragð íþróttarinnar gefi eflaust annað til kynna. Skiptust liðin á að sigra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.