Morgunblaðið - 19.09.2022, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Vaxandi umræða á sér stað um samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja; hvort fyrirtæki eigi að láta
sig tiltekna málaflokka varða og þá hvernig.
Var t.d. töluvert gert úr því í sumar að sum
íslensk fyrirtæki væru dugleg að skreyta sig
með regnbogafánum á hinsegin dögum og
birta sérstakar auglýsingar í tilefni hinsegin
daga en vanræktu að styðja
í verki við málstað hinsegin
fólks. Lýsti framkvæmda-
stjóri Samtakanna 7́8 þessu
sem „regnbogaþvotti“ og
vísaði þar til svokallaðs
„grænþvottar“ þar sem
fyrirtæki ráðast í yfirborðs-
kenndar aðgerðir til að
virðast umhverfisvænni en
þau eru í raun.
Eru Bandaríkin komin
hvað lengst á þessu sviði og
ekki óalgengt að bandarísk stórfyrirtæki hafi
fjölda fólks í vinnu við það eitt að framfylgja
metnaðarfullri stefnu á sviði t.d. kynja- og
kynþáttajöfnuðar eða umhverfismála. Sumum
gagnrýnendum þykir nóg um og telja að
fyrirtæki ættu eingöngu að sinna sinni
kjarnastarfsemi en láta samfélagsleg
úrlausnarefni í friði, og síst af öllu blanda sér
í pólitík. Aðrir gagnrýna fyrirtæki hins vegar
fyrir að sýna ekki nægileg heilindi heldur
nota málefni líðandi stundar sem markaðs-
tæki til að hampa eigin vöru og þjónustu.
Sýnileikinn ekki alltaf í
samræmi við áhuga fólks
Ingvar Örn Ingvarsson er framkvæmda-
stjóri og meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu
Cohn & Wolfe á Íslandi og segir hann að það
sé æskilegt að fyrirtæki sýni samfélagslega
ábyrgð, svo fremi að það sé gert með yfirveg-
uðum og markvissum hætti. Segir hann
stjórnendur þurfa að vanda sig alveg sér-
staklega í því umhverfi sem við búum við í
dag: „Við virðumst lifa á tímum eilífrar
hneysklunar, þar sem hitamálin koma í röð-
um, og stjórnendur upplifa þjóðfélags-
umræðuna þannig að bæði viðskiptavinir og
starfsfólk hljóti að brenna fyrir þessum mál-
efnum og kjósi með fótunum ef að fyrirtæki
tekur ekki rétta afstöðu. Þetta getur leitt til
þess að fyrirtækið stökkvi á einhvern mál-
efnavagn á kolröngum forsendum og án þess
að taka tillit til eigin stefnu og sinna helstu
hagaðila.“
Ingvar segir gott að staldra við og skoða
hve djúpt umræðan ristir áður en gripið er til
aðgerða: „Við höfum gert mælingar sem að
benda til þess að stundum sé umræðunni
stýrt af háværum minnihluta. Fer þá mikið
fyrir umfjöllun um tiltekið málefni í fjöl-
miðlum og fréttirnar fá ágætis lestur en al-
menningur gerir lítið af því að deila þessu efni
eða ræða málefnið á samfélagsmiðlum. Þetta
segir okkur að allur þorri fólks láti sig málið
ekki miklu varða.“
Varar Ingvar sérstaklega við því að sú
hneykslunarmenning sem einkennir tíðar-
andann sé ófyrirsjáanleg. „Að reyna að höfða
til þess hóps sem er hvað háværastur í sam-
félagsumræðunni er vandasamt. Eðli málsins
samkvæmt fara kröfur þessa hóps sívaxandi
ef árangur baráttunnar lætur á sér standa.
Fyrirtæki, sem hyggst stilla sér þannig upp
að það sé framsæknara en aðrir á mark-
aðnum, er kannski að hefja vegferð sem eyk-
ur líkurnar á einhvers konar orðsporsskaða
þegar fram í sækir.“
Fellur málefnið að starfseminni?
Finna má ótal dæmi um vel- og misheppn-
aðar tilraunir fyrirtækja til að hafa góð sam-
félagsleg áhrif eða vinna tilteknum málstað
brautargengi. Er t.d. frægt hvernig matvæla-
framleiðandinn Newman‘s Own lætur allan
hagnað renna til góðgerðarmála og lætur það
koma fram á umbúðum sínum. McDonalds er
líka þekkt fyrir að hafa um árabil stutt við
langveik börn. Nú síðast hefur Nike gert
lukku með auglýsingaherferðum þar sem
sjónum er beint að kynþáttafordómum. Ekki
fór eins vel fyrir Gilette þegar rakvélafram-
leiðandinn hugðist gera sig gildandi í um-
ræðunni um kynímyndir og karlmennsku
vestanhafs með herferð sem fór öfugt ofan í
stóran hluta viðskiptavina fyrirtækisins.
Mælir Ingvar með því að fyrirtæki taki
ekki afstöðu til hitamála eða fylki sér á bak
við tiltekinn málstað nema að vandlega athug-
uðu máli. Hann telur óráð að taka af skarið
nema að ljóst sé að það þjóni markmiðum
fyrirtækisins og lykilhagaðila. „Og ef málefnið
fellur vel að starfseminni, og stangast ekki á
við þarfir og óskir þeirra sem hagsmuna eiga
að gæta, þá þarf að meta hvort fyrirtækið sé
góður sendiboði, hvort fyrirtækið sé tilbúið til
að beita sér til lengri tíma, og loks hvers kon-
ar stuðningur geri fyrirtækinu og málstaðn-
um mest gagn.“
Bendir Ingvar á að það sé ekki hættulaust
að t.d. styðja við málefni sem nýtur nú þegar
velvildar í samfélaginu, ef rangt er að verki
staðið: „Við sáum þetta á umræðunni um
regnbogaþvottinn í sumar, að það fer öfugt of-
an í fólk ef stuðningur fyrirtækja við tiltekið
mál lítur út fyrir að snúast aðallega um að
vekja athygli á fyrirtækinu. Gerist fyrirtæki
uppvíst að slíku veldur það því að almenn-
ingur fer að efast um heilindi félagsins og orð-
sporið skaddast.“
Loks segir Ingvar að stjórnendur þurfi
ekki að skammast sín fyrir það að einbeita sér
alfarið að sjálfum rekstrinum og láta hin
ýmsu hita- og baráttumál í friði. „Það má
nefnilega halda því fram að það felist mikil
samfélagsleg ábyrgð í því að stunda venjulega
atvinnustarfsemi og selja vörur og þjónustu í
sátt við alla hópa samfélagsins. Með þvi að
einbeita sér að kjarnanum í rekstrinum er því
verið að vinna samfélaginu til góðs hvort eð
er, og engin ástæða fyrir stjórnandann til að
vera með einhverja minnimáttarkennd yfir
því að vera ekki að vinna að því að koma ein-
hverjum hlutum til leiðar sem varða ekki
sjálfan reksturinn. Kannski ættu þeir sem
finna þannig köllun frekar að vera á þingi.“
Veiti stuðning á réttum forsendum
AFP/ Ringo Chiu
Deila Mótmælandi liggur í polli af gerviblóði. Alls konar hitamál koma upp með reglulegu
millibili og finnst stjórnendum stundum eins og fyrirtæki þeirra verði að taka afstöðu.
- Stuðningur fyrirtækja við góð málefni má ekki stangast á við þeirra eigin hagsmuni - Ekkert að því
ef fyrirtæki láta hita- og baráttumál í friði - Vinna þarf af heilindum og varast sýndarmennsku
Ingvar Örn
Ingvarsson
Er markaðurinn svo líflegur að
25 annasömustu dagarnir á ál-
markaði, allt frá upphafi, hafa
verið á tímabilinu apríl til sept-
ember. Að meðaltali voru gerðir
um það bil 3.700 kaupsamningar
á dag í september, og að jafnaði
voru í kringum 1.000 opnar stöð-
ur daglega.
Verð á áli náði hámarki í mars
á þessu ári í kjölfar innrásar
Rússlandshers í Úkraínu. Hæst
fór það í 4.073,50 dali á tonnið að
sögn Reuters. Hafði álverð þá
verið á uppleið frá því í maí 2020
þegar tonnið kostaði rétt rúm-
lega 1.460 dali. Undanfarið hálft
ár hefur verð á áli lækkað skarpt
og í dag kostar tonnið, til afhend-
ingar eftir þrjá mánuði, 2.307,50
dali hjá málma-kauphöllinni í
Lundúnum. ai@mbl.is
Viðskipti með framvirka kaup-
samninga á áli hafa aukist mikið
samkvæmt mælingum banda-
ríska fjármálafyrirtækisins CME
Group. Var veltan á þriðja árs-
fjórðungi 359% meiri en á fyrsta
ársfjórðungi og var slegið met
þann 14. september síðastliðinn
þegar á einum degi voru gerðir
6.709 samningar um kaup og
sölu á áli.
Mikið líf á álmarkaði en verð á niðurleið
AFP/Pius Utomi Ekpei
Sveifla Álið hefur lækkað hratt.
19. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 138.94
Sterlingspund 158.24
Kanadadalur 104.57
Dönsk króna 18.597
Norsk króna 13.561
Sænsk króna 12.86
Svissn. franki 144.38
Japanskt jen 0.9703
SDR 179.73
Evra 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.7367