Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Logi Sigurðarson logis@mbl.is Smári Geirsson rithöfundur af- henti fyrstu eintökin af Fáskrúðs- fjarðarsögu í útgáfuhófi á fimmtu- dag, sem haldið var í félagsheim- ilinu Skrúði á Fáskrúðsfirði. Bókin er gefin út í þremur bindum og er um 1.800 síður. Um 850 myndir og kort setja sinn svip á bókina en í henni er saga Fáskrúðsfjarðar rakin frá landnámi til ársins 2003. „Þá verða þau tímamót að Búða- hreppur sameinast Stöðvarhreppi og sveitarfélagið Austurbyggð verður til og það eru þau tímamót sem stoppað er við,“ segir Smári í samtali við Morgunblaðið. Skrifin hófust árið 2015 Smári segir tilfinninguna af- skaplega góða að klára svona verk. Skrifin hófust árið 2015 og að hans sögn fór drjúgur tími í heimildasöfnun. „Þetta var erfitt verkefni en jafnframt mjög skemmtilegt. Erf- iðleikar fólust fyrst og fremst í því að það fór mikill tími í að finna heimildir til þess að byggja á. Ég fékk líka góða aðstoð, annars veg- ar hvað varðar heimildaleitina og hins vegar varðandi myndefni. Þetta verkefni er stórt í sniðum, þetta eru á milli 1700-1800 blað- síður í þremur bindum. Í þessu eru 850 myndir þannig það eru ansi margir sem komu við sögu og eiga þakkir skildar.“ -Hverjir eru hátindar Fá- skrúðsfjarðarsögu? „Það er erfitt að tína út. Það er auðvitað eitt sem kemur upp í hugann hjá mörgum og það er þáttur Frans- manna á sínum tíma. Fáskrúðs- fjörður var helsta miðstöð Frans- manna á Austurlandi þegar þeir sinntu fiskveiðum hér við land,“ segir Smári og bætir við að aðrir erlendir menn, bæði Færeyingar og Norðmenn, hafi einnig haft mikil áhrif á líf fólks þarna. „Menn lærðu af þeim fiskveiðar, bæði síldveiðar og þorskveiðar. Síðan var þarna þýsk hval- veiðistöð um tíma þannig að það er af mörgu að taka. Þessi er- lendu áhrif eru að mörgu leyti áhugaverð. En síðan er auðvitað útgerðarsagan eins og hún leggur sig og landbúnaðurinn. Iðn- aðarsagan er stórmerkileg, sér- staklega bátasmíðin, en einnig fé- lagsmálin og skólasagan og svona má lengi áfram telja.“ Saga Fáskrúðsfjarðar rakin frá landnámi - Bókin ríflega 1.700 blaðsíður og er gefin út í þremur bindum - Heimildasöfnun tók drjúgan tíma - Fáskrúðsfjörður var helsta miðstöð Fransmanna á Austfjörðum - Austurbyggð varð til 2003 Morgunblaðið/Albert Kemp Höfundur Smári Geirsson heldur hér á bindunum þremur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sagan rakin Fáskrúðsfjörður var helsta miðstöð Fransmanna á Aust- fjörðum en Norðmenn og Færeyingar höfðu einnig áhrif á bæjarfélagið. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Verið velkomin á útgáfuhóf þar sem orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja hefur sjaldan átt betur við,“ sagði söng- og tónlistarkonan Guð- rún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, við þá gesti sem lögðu leið sína í Reykjavík Record Shop á föstudaginn, en þar fögnuðu þau Magnús Jóhann Ragnarsson, tón- listarmaður og píanisti, útgáfu nýrr- ar breiðskífu. Platan ber nafnið Tíu íslensk sönglög og samanstendur af tíu perlum íslenskrar dægurtón- listar. Upptökurnar samstanda af píanóundirspili og röddinni einni saman, teknu upp samtímis, og er því platan lágstemmdari en gengur og gerist í poppheiminum. Var því vel við hæfi að útgáfuhófið væri í hinni rúmlitlu en notalegu plötubúð Reykjavík Record Shop á Klappar- stíg. „Við vildum hafa tímaleysið bak við eyrað,“ sagði Magnús Jóhann við blaðamann sem mætti og fylgd- ist með. „Já, það er mikið verið að líta til fortíðar og fá þennan mjúka, nostalgíska hljóm,“ bætti GDRN við en lögin eru frá mismunandi tímum 20. og 21. aldar. „Í gamla daga voru titlarnir á plötunum frekar inni- haldslýsingar en titlar,“ sagði Magnús. Því hafi þau farið þá leið að nefna plötuna einfaldlega hinu lýsandi nafni: Tíu íslensk sönglög. Von er á útgáfutónleikum 11. febrúar á næsta ári. Tíu sönglög í tutt- ugu fermetrum Morgunblaðið/Ari Páll Sungið GDRN og Magnús Jóhann stigu á stokk í tvígang í útgáfuhófinu, vopn- uð aðeins hljóðnema og Wurlitzer. Tvíeykið hefur unnið saman í mörg ár. - Tímalaus plata titluð því sem hún er Morgunblaðið/Ari Páll Horft Góð stemning var þegar tvíeykið steig á svið þrátt fyrir að plássið væri í minna lagi. Platan var til sölu og áritunar í útgáfuhófinu. Senn líður að því að síðasti steinninn verði settur í hluta snjóflóðavarnar- garðs á Patreksfirði, sem hefur út- línur er svipa til V á hvolfi. Snjóflóða- varnagarðarnir eru staðsettir í hlíðum Brellna, ofan við íbúabyggð á Patreksfirði. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á næsta ári. Starfsmenn Suðurverks, sem er verktakinn sem reisir varnarmann- virkin, hafa unnið hörðum höndum síðastliðna mánuði á Mýragarði vest- anverðum. Austari hluti garðsins mun verja íbúðarhús við göturnar Mýrar og Hóla. Verkið komið vel á veg - Ljúka brátt við hluta snjóflóðavarna- garðs á Patreksfirði Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Snjóflóðavarnir Varnargarðurinn á Patreksfirði er að taka á sig mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.