Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
MEÐ SJÁLFBÆRNI
AÐ LEIÐARLJÓSI
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EKKI GERA NEITT UPP VIÐ ÞIG STRAX…
NOTAÐU HANN FYRST Í TVÆR VIKUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... mæðgnasamband.
ER ÞETTA
EKKI NÓG?
ÞAÐ VERÐUR
AÐ VIRÐA
ÁSTINA
ÉG TRÚI ÞESSU VARLA!
ÉG VEIT…
LITLA STÚLKANOKKARORÐIN NÓGU STÓR
TIL AÐ VELJA SÉR SINN EIGINÓNYTJUNG!
„LÁRA, ÉG ER LAUS VIÐ HIKSTANN EN NÚ
ER EYRNASUÐIÐ BYRJAÐ AFTUR.“
20.9. 1949, myndmenntakennari.
Börn Sigga og Fjólu eru 1) Rögn-
valdur Freyr Sigurðsson, f. 26.7.
1968, garðyrkjumaður, búsettur í
Ósló; 2) Ari Sigurðsson, f. 16.10. 1972,
búsettur á Kýpur. Sonur Ara með fv.
sambýliskonu sinni, Lilju Líndal Sig-
urðardóttur, f. 29.12. 1977, er Hrafn-
kell Líndal Arason, f. 7.9. 1995, bú-
settur á Íslandi. Sonur Ara með fv.
eiginkonu sinni, Yoönnu Tsvetanovu
Berkovu, f. 3.3. 1974, er Arnar Luboz-
ar Arason Bekov, f. 19.2. 2012; 3)
Helga Sigurðardóttir, f. 1.2. 1979,
kennari, búsett í Reykjavík. Eigin-
maður hennar er Hilmar Friðrik
Árnason, f. 5.8. 1976. Synir þeirra eru
Huginn Hilmarsson, f. 23.5. 2017, og
Heiður Hilmarsdóttir, f. 23.9. 2019.
Sonur Sigga og Liiviu er 4) Tindur
Hugo Sigurðsson Leskin, f. 19.9.
2001, háskólanemi í Viljandi.
Systkini Sigurðar: Eiríkur Brynj-
ólfsson, f. 19.5. 1951, d. 3.8. 2020,
kennari í Reykjavík; Ívar Brynjólfs-
son, f. 13.5. 1960, ljósmyndari í
Reykjavík, og Guðrún Brynjólfs-
dóttir, f. 13.5. 1960, félagsráðgjafi í
Reykjavík.
Foreldrar Sigga voru hjónin
Brynjólfur Eirikur Ingólfsson, f. 10.5.
1920, á Vakurstöðum í Vopnafirði, d.
3.10. 1991 í Reykjavík, ráðuneytis-
stjóri, og Helga Sigurðardóttir, f.
31.7. 1924 í Reykjavík, d. 20.12. 2015 í
Reykjavík, skrifstofukona.
Sigurður Örn
Brynjólfsson
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Norður-Gröf,
f. á Þorláksstöðum í Kjós
Einar Jónsson
bóndi í Norður-Gröf á Kjalarnesi,
f. í Norður-Gröf
Jórunn Jóhanna Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Kristmann Pálsson
verkstjóri í Reykjavík
Helga Sigurðardóttir
skrifstofukona, bjó í
Garðabæ og Reykjavík
Helga Loftsdóttir
húsfreyja á Máskeldu, f. í
Stóru-Tungu á Fellsströnd, Dal.
Páll Sigurðsson
bóndi á Máskeldu í Saurbæ, Dal.,
f. í Mýrarhúsum í Eyrarsveit, Snæf.
Jónína Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Hnefilsdal og á Áslaugarstöðum,
f. á Hriflu í Ljósavatnshreppi, S-Þing.
Eiríkur Þorsteinsson
bóndi í Hnefilsdal á Jökuldal
og Áslaugarstöðum í
Vopnafirði, f. í Þórisdal í Lóni
Guðrún Eiríksdóttir
húsfreyja á Vakursstöðum og Seyðisfirði
Ingólfur Hrólfsson
bóndi á Vakursstöðum í Vopnafirði,
síðar verkamaður á Seyðisfirði
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
húskona víða í Eyjafirði, síðar í
Hafnarfirði, f. í Öxnafelli í Eyjafirði
Hrólfur Hrólfsson
bóndi í Hvammsgerði í Vopnafirði,
f. í Hvammsgerði
Ætt Sigurðar Arnar Brynjólfssonar
Brynjólfur Eiríkur Ingólfsson
ráðuneytisstjóri, bjó í
Garðabæ og Reykjavík
Þessi limra, Mælirinn fullur,
fylgdi lausn Helga R. Ein-
arssonar á laugardagsgátunni:
Er Hlín eftir því hjó
að Hannes ýsur dró
og hrúta skar
hér og þar
af honum fékk ’ún nóg.
Pétur Stefánsson gaukaði þess-
um þrem vísum að mér á miðviku-
daginn:
Þessi varð til á fallegum haust-
morgni:
Geislar sól á sérhvern tind,
sést ei fugl í mónum.
Drottinn er að mála mynd
í mildum haustsins tónum.
Þessi varð til þegar ég hugleiddi
lífið og tilveruna:
Svo ég öðlist andans frið,
eitt verð ég að segja;
ævi manns er aðeins bið
eftir því að deyja.
Að lokum þessi:
Ef eitthvað sækir að mér hér
og vill hefta sporið,
þá er ráðið þykir mér
að þylja faðirvorið.
Það er gott að fá svona bréf. Þau
mættu vera fleiri!
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir á Feisbók:
Hringar makkann hófaknör
höfuð frakkur reisir.
Vakur Blakkur frár í för
fróns um slakka þeysir.
Skeifnabrjótur býsna knár
barði hnjótur ungur.
Skrefafljótur yfir ár
eggjagrjót og klungur.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði:
Stríðnispúki (sléttubönd, hring-
hent)
Gunna lengi blóma bar,
bærði strengi þýða,
nunna engin vífið var,
vildi drengjum stríða.
Öfugt
Stríða drengjum vildi, var
vífið engin nunna,
þýða strengi bærði, bar
blóma lengi Gunna.
Maðurinn með hattinn kveður:
Misjafn er sauður í mörgu fé,
margir sem troða á frelsi.
Sagt er í Flokki fólksins sé
fjölþreifni og kvennahelsi.
Girndin sterk vill guma seiða
til glapræða þarna norðan heiða.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir:
Atli var illkvittinn sauður,
ófrómur, lyginn og blauður.
Umbreyttist hann
í öndvegismann
í útfararræðunni dauður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur um eitt og annað