Morgunblaðið - 19.09.2022, Side 15

Morgunblaðið - 19.09.2022, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022 Önd í Elliðaárdal Það getur verið gaman að fara í Elliðaárdalinn, sér í lagi að hausti til þegar trén fara að skipta litum. Þessi önd hefur þó líklega aðra sýn á dalinn en við mannfólkið. Eggert Framkvæmdapakki borgarlínudraumsins, það er borgarlínan sjálf og þétting byggð- ar, er ónothæfur vegna þess að hann er hugs- aður út frá því meg- inmarkmiði að fækka bílum í umferð. Þetta markmið má ekki setja sér en það var ein nið- urstaðan úr hring- borðsumræðum sér- fræðinga á vegum ITF-OECD1). Í Reykjavík hefur það lengi verið meginmarkmið að fækka bílum, þess vegna eru áætlanir borg- arinnar um umferð og skipulag í molum og Samgöngusáttmáli rík- isins og sveitarfélaga höfuðborgar- svæðisins illa framkvæmanlegur. Þegar fólk velur fararmáta í dag- legum ferðum sinum, t.d. til og frá vinnu, fer það val fram á sama hátt og þegar fólk verslar, nema hvað hér er ekki spurt um krónur og aura heldur tíma, mínútur á hverja ferð. Fólk velur þann fararmáta sem skil- ar því fyrst á áfangastað. Enn frem- ur, þegar fólk kaupir bíl er það þeirra eigin efnahagur sem oftast ræður mestu um þá ákvörðun, síður það hvort bíllinn er nauðsynlegur til að komast í vinnu eða ekki. Í þessu ljósi verður þróun umferðarmála á Vesturlöndum fremur auðskilin. Fyrir daga bílsins eru hús reist við götur sem þjóna að- dráttum og flutningum ásamt gangandi um- ferð. Járnbrautir sáu um lengri ferðalög þar sem þær voru, en með bílnum kom líka strætó sem var mikið notaður. Þróun á bílaöld má skipta í þrjú stig: 1. Eftir því sem efnahagur fólks batnaði og bílar lækkuðu í verði fjölgaði einkabílum en farþegum strætó fækkaði á móti. Vegpláss fyrir bílinn nægði vel og var um- fram eftirspurn. 2. Umferð einkabíla fór vaxandi og umferðartafir urðu tilfinnan- legar. Megináherslan í umferðar- málum var að breikka vegi og gera annað til að greiða fyrir umferð. Vegabætur urðu sífellt dýrari. Fjöldi farþega í strætó hélst nokkuð stöðugur en var áfram í lægð. 3. Frekari vegabætur eru orðnar svo dýrar að þær borga sig tæpast. Umferðartafir hafa vaxið svo að ferðir með einkabíl taka lengri tíma en með strætó. Farþegum með strætó og lestum fjölgar aftur en ferðir einkabílsins standa í stað, lækka hlutfallslega. Áherslur yfir- valda færast frá umferðarbótum fyrir bíla í það að gera borgir fýsi- legri til búsetu og íveru með öðrum hætti (urbanismi). Á höfuðborgarsvæðinu ríkir víð- ast hvar stig 2 en í Reykjavík tóku menn þá stefnu, meðan enn ríkti stig 1, að færa áherslur í umferðar- málum sem fyrst í það horf sem nú hæfir stigi 3. Þannig var þegar ákveðið fyrir aldamót að standa í vegi fyrir fleiri mislægum gatna- mótum, sem eru í dag hagkvæmustu umferðarbætur sem völ er á. And- staðan gegn flugvellinum í Vatns- mýri er af sömu rótum runnin, en þar er mest horft til þess að íbúar svæðisins hafa meiri möguleika til að ganga eða hjóla til vinnu í mið- borginni. Það er hin gagnslausa andstaða við einkabílinn sem hér ræður ferðinni en óskir íbúanna og flutningsþarfir þeirra sem í borginni búa og starfa eru sniðgengnar. Þar með verða áætlanir um bæði skipu- lag og umferð lélegar. Leiðin að lífvænlegri borg sem gott er að búa í og starfa liggur í gegn um vandaða áætlanagerð. Þessu hafa borgir Evrópu áttað sig á, nema Reykjavík, og eru að breyta áætlanagerð sinni í samræmi við það. Meginstefið í því er að spá um hugsanlegan vöxt með hliðsjón af samkeppnishæfni borganna og við ýmsar sviðsmyndir um þróun al- þjóðamála. Síðan er áætluð flutn- ingsþörf íbúa og fyrirtækja og síðan gerð áætlun um hve miklum flutn- ingum borgin treystir sér til að standa undir. Þessi áætlun um bæra flutningsgetu (e. „sustainable mobi- lity“) er grunnurinn að áframhald- andi vinnu við skipulag byggðar og umferðar. Á vegum ESB er ákveðið prógramm í gangi (CREATE) til að aðstoða borgir við að koma á slíkri áætlunargerð. Ekki er vitað til að slík áætlun hafi verið gerð hér, hvorki fyrir höfuðborgarsvæðið né Reykjavík, hvað þá fyrir Vatnsmýr- ina. Á vegum ESB er einnig verið að skoða járnbrautakerfið, en það get- ur keppt við einkabílinn á lengri vegalengdum, sparar bæði eldsneyti og CO2. Þá eru borgir á lykilstöðum í járnbrautakerfinu skyldaðar til að gera áðurnefnda áætlun um bæra flutningsgetu. Hér er það flugið sem tekur við af einkabílnum á lengri vegalengdum og einsýnt að við verð- um að hafa allt landið undir þegar áætlanir fyrir höfuðborgarsvæðið eru gerðar. Menn eru þegar farnir að velta fyrir sér hvernig stig 4 í umferð- armálum mun líta út. Þá er m.a. horft til hinnar nýju flutningsleiðar sem felst í stafrænum flutningi gagna og talið að áhrif hennar verði seint ofmetin. Þótt þau áhrif séu enn ekki að fullu komin í ljós er séð að þau geta aukið búsetuval margra verulega. Áætlunargerðin bak við borgar- línudrauminn er verulega langt frá þeim gæðum sem þurfa að vera. Ekki nóg með að þar sé ekki litið til þarfa íbúa og fyrirtækja um flutn- inga, heldur eru nauðsynleg tengsl höfuðborgarsvæðisins við lands- byggðina sniðgengin. Þetta er í sterkri mótsögn við það sem er að gerast í Evrópu og viðamikil upp- færsla er nauðsyn áður en lengra er haldið með framkvæmdir. Heimild: http://mbl.is/go/v3hfi 2019. Elías Elíasson » Áætlunargerðin bak við borgarlínu- drauminn er verulega langt frá þeim gæðum sem þurfa að vera. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Borgarlínudraumur og umferðaráætlanir í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.