Morgunblaðið - 19.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2022
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, rifjar upp á blog.is
þegar vinstri stjórnin, sem hann
sat í, sótti um inn-
göngu í Evrópu-
sambandið. Hann
var andsnúinn um-
sókninni og minnir
nú á þær blekk-
ingar sem við-
hafðar voru um að
undanþágur frá til-
teknu regluverki væru mögu-
legar. Svo var vitaskuld ekki, eins
og stækkunarstjóri ESB benti á.
- - -
Jón segir frá því að hann, sem
sjávarútvegsráðherra, hafi
neitað að samþykkja afsal á for-
ræði fiskimiðanna til ESB og ekki
heldur samþykkt að færa íslensk-
an landbúnað undir ESB. „ESB
neitaði þá að opna á viðræður á
kaflann um sjávarútveg fyrr en
Íslendingar hefðu samþykkt að
forræði fiskimiðanna færi óskor-
að til Brussel eins og umsóknin
kvað á um. Ég sagði þeim í Bruss-
el að það yrði aldrei gert meðan
ég væri ráðherra málaflokksins.
„Til hvers voruð þið þá að sækja
um“ spurðu kommissararnir hjá
ESB. Og þeim var vorkunn,“
skrifar Jón, því að fyrirvari um
þetta hefði ekki verið í umsókn-
inni. Jón minnir á að aðlögunar-
viðræðurnar hafi endanlega runn-
ið út í sandinn á árunum
2012-2013 og að flokkarnir sem
að umsókninni stóðu hafi misst
trúverðugleikann. Samfylkingin
velti fyrir sér að skipta um nafn
til að breiða yfir hrakfarirnar.
- - -
Þrátt fyrir þetta sé komin fram
þingsályktunartillaga um
þjóðaratkvæðagreiðslu um fram-
hald viðræðnanna við ESB. Fyrir
henni standa samfylkingarflokk-
arnir þrír, Viðreisn, Samfylking
og Píratar. Ekki er ofmælt hjá
Jóni að þar sé verið að bjóða
þjóðinni upp í nýjan blekkingar-
leik.
Jón Bjarnason
Boðið upp í
blekkingarleik
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hrafn Jökulsson, rit-
höfundur og skákmað-
ur, er látinn, 56 ára að
aldri. Hrafn fæddist 1.
nóvember 1965, en for-
eldrar hans voru Jó-
hanna Kristjónsdóttir,
rithöfundur og blaða-
maður (f. 14. febrúar
1940, d. 11. maí 2017),
og Jökull Jakobsson,
rithöfundur og útvarps-
maður (f. 14. september
1933, d. 25. apríl 1978).
Hrafn var yngstur
þriggja alsystkina, en
fyrir áttu þau Jóhanna og Jökull
þau Elísabetu Kristínu, skáld, (f. 16.
apríl 1958) og Illuga, rithöfund og
útvarpsmann (f. 13. apríl 1960).
Einnig átti Hrafn systkinin Unni
Þóru (f. 7. júní 1955), Magnús Hauk
(f. 20. júní 1971) og Kolbrá (f. 20.
október 1971).
Hrafn átti langan feril við ritstörf
og blaðamennsku. Hann hóf feril
sinn á Tímanum 1980, þá 15 ára að
aldri. Hrafn var ritstjóri Alþýðu-
blaðsins á árunum 1994-1996 og rit-
stjóri tímaritsins Mannlífs um hríð
eftir það. Eftir Hrafn liggur fjöldi
bóka og greina og nokkrar bækur af
ýmsu tagi. T.d. ritaði hann ásamt
Illuga bróður sínum bókina Íslensk-
ir nasistar, sem kom út árið 1988,
og árið 2007 gaf hann
út bókina Þar sem veg-
urinn endar. Í henni
rifjaði hann upp end-
urminningar sínar,
m.a. frá Árneshreppi á
Ströndum, borgara-
stríðinu í fyrrum Júgó-
slavíuríkjum o.fl. Þá
sendi hann frá sér
nokkrar ljóðabækur.
Hrafn hafði alla tíð
mikinn áhuga á skák-
listinni og stofnaði
hann Skákfélagið
Hrókinn 12. september
1998. Náði félagið miklum árangri á
Íslandsmóti skákfélaga, auk þess
sem það stóð að fjölda skákmóta
hér á landi. Hrafn nýtti einnig
Hrókinn til þess að auka hróður
skáklistarinnar meðal yngri kyn-
slóðarinnar, og fór Hrókurinn með-
al annars í alla grunnskóla landsins
og stóð að aukinni skákkennslu á
Grænlandi. Þá sinnti Hrókurinn
góðgerðarstarfsemi allt þar til skák-
félagið hætti störfum sumarið 2020.
Eiginkona Hrafns er Oddný Hall-
dórsdóttir en þau giftust 22. ágúst á
þessu ári. Hrafn skilur eftir sig
fjögur börn, þau Þorstein Mána, (f.
1984) Örnólf Hrafn (f. 1996), Þór-
hildi Helgu (f. 1999) og Jóhönnu
Engilráð (f. 2009).
Andlát
Hrafn Jökulsson,
rithöfundur
Hin úkraínska Marína Voinova hef-
ur hlotið sérstaka viðurkenningu
Konunglegu Gústafs Adolfs-stofn-
unarinnar í Uppsölum í Svíþjóð fyr-
ir nýja þýðingu sína á Eddukvæð-
unum úr forníslensku yfir á
úkraínsku.
Marina er dósent í eðlisfræði við
Chalmers-tækniháskólann í Gauta-
borg og jafnframt meðlimur í forn-
norrænni málstofu við Gautaborg-
arháskóla.
Eddukvæði eru fornnorræn
kvæði sem skiptast í goðakvæði og
hetjukvæði. Talið er að þau hafi
verið ort á tímabilinu frá síðari
hluta 9. aldar til upphafs 12. aldar.
Þeirra þekktust eru Völuspá og
Hávamál. Lars Lönnroth, prófessor
við Gautaborgarháskóla, greinir frá
viðurkenningunni í færslu á Face-
book-síðu sinni og segist hann von-
ast til þess að þetta merkilega af-
rek Marínu fái góðar viðtökur í
Úkraínu eftir að stríðinu lýkur þar í
landi.
Þetta mikla verk tók afar langan
tíma að sögn Lönnroths. Það var
gefið út í borginni Karkív í Úkra-
ínu, skömmu áður en sprengjur
tóku að falla á borgina.
karlottalif@mbl.is
Þýddi Eddukvæðin á úkraínsku
Morgunblaðið/Hari
Handrit Marína Voinova þýddi
Eddukvæðin úr forníslensku.
- Prófessor vonar að verkið fái góðar
viðtökur í Úkraínu eftir að stríði lýkur
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Fjöldinn allur af fólki og fé var í
Dalsrétt í Þistilfirði fyrir viku þar
sem einstök veðurblíða jók á
gleðina og fjörið sem jafnan fylgir
réttardeginum. Um Dalsrétt fara
2.500 til 3.000 fjár, sögðu bænd-
urnir í Laxárdal og Holti en fé
kemur þangað einnig frá fleiri bæj-
um.
Réttardagsins er jafnan beðið
með eftirvæntingu og brottfluttir
ættingjar skipuleggja ferð í Þistil-
fjörðinn tímanlega til að taka þátt í
þessum árvissu sveitastörfum, bæði
þeir sem búsettir eru hér á landi,
sem og erlendis. Veðrið hefur leikið
við fólk og fénað í Dalsrétt gegnum
tíðina að sögn viðstaddra: „Það hef-
ur nánast alltaf verið blíða á réttar-
deginum hér. Ég minnist eins rign-
ingardags fyrir löngu,“ sagði brott-
fluttur Þistilfirðingur sem sleit
barnsskónum í Laxárdal, hæst-
ánægður með að vera á heimaslóð-
um og taka þátt í fjárraginu. Hús-
freyjurnar í Laxárdal og Holti láta
ekki sitt eftir liggja þegar kemur að
veitingum því slegið er upp lang-
borði við réttina, hlaðið kræsingum
að hætti rausnarkvenna í Þistilfirði
og snætt var af góðri lyst í móun-
um.
Að sögn bændanna er féð þó ekki
eins vel fram gengið og í fyrrahaust
og fallþungi minni. Kemur þar til
bæði kalt sumar og vor, ekkert líkt
sumarblíðunni í fyrra. Féð fór ekki
heldur jafn langt inn á heiði og áð-
ur en hélt sig nær byggðinni.
Réttardagur er hátíðisdagur
- Fjölmennt í Dalsrétt í Þistilfirði - Mikil eftirvænting
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Réttardagur Það var dugnaðarfólk sem sinnti réttunum í Dalsrétt en um 2.500-3.000 fjár fara um réttina.