Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 226. tölublað . 110. árgangur . VAXANDI ÚTFLUTN- INGUR Í ÞEKKING- ARGREINUM PLATAN SEIZURES UPP- GJÖR VIÐ ERFIÐAN TÍMA ÞÓR ÞORLÁKS- HÖFN Í EVRÓPU- KEPPNINA HLJÓMSVEITIN KRAMPAR 28 KÖRFUBOLTI 27JARÞRÚÐUR ÁSMUNDS 10 Umferð á Suðurlandsvegi um Lækjarbotnabrekku, skammt fyrir ofan Reykjavík, er nú og verður á næstunni beint um hjáleið norðan við veginn. Verið er að breikka hringveginn um þessar slóðir og því fylgir meðal annars gerð undirganga. Ætla má að framkvæmdir þessar standi yfir í fjórar til fimm vikur og á meðan er umferðarhraði á þessum slóðum lækk- aður niður í 50 km/klst. Slíkt ætti tæpast að trufla vegfar- endur því bráðum kemur betri vegur í þessari brekku auk þess sem breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi og undir Ingólfs- fjalli er langt komin. Allt miðar þetta svo að því að styrkja innviði samfélagsins og auka umferðaröryggi og takist slíkt má segja að til nokkurs sé unnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hægt skal ekið á hjáleiðinni í Lögbergsbrekku Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Jóhann Þórsson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, segir tryggingafélagið hafa fundið fyrir óveðri helgarinnar og að strax sé ljóst að tjónið nemi tugum milljóna. „Við fundum alveg fyrir veðrinu. Tilkynningar um tjón fóru að ber- ast á laugardeginum og staðsetn- ingar tilkynninganna fylgdu veðr- inu um landið. Þetta byrjaði hérna í borginni og fór svo austur eftir landinu.“ Töluverður fjöldi tilkynninga hafi borist, bæði í fyrradag og í gær, og í gær bárust flestar til- kynningar frá Austurlandi. Bæði hafi verið tilkynnt um tjón á hús- um og bílum. „Við getum ekki áætlað endan- legan tjónskostnað enn þá. Fólk hefur rúman tíma til að tilkynna og er að meta það hversu stórt tjónið er. En það er strax ljóst að þetta nemur tugum milljóna.“ Þá sagði hann að ekki væri farið að bera þetta saman við aðrar náttúruhamfarir eða óveður. Erla Tryggvadóttir, samskipta- stjóri hjá VÍS, sagði hins vegar að enn sem komið væri hefðu aðeins tíu tilkynningar borist félaginu í kjölfar óveðursins. Tilkynnt tjón nema tugum milljóna - Staðsetningar tilkynninga fylgdu veðrinu um helgina Ljósmynd/Helgi Haraldsson Seyðisfjörður Austurland fór sérstaklega illa út úr óveðrinu um helgina. MMikil mildi að ekki … »2 _ Ísland fellur um eitt sæti og er í fimmta sæti í 169 þjóða mælingu fyrirtækisins Social Progress Im- perative á vísitölu félagslegra framfara, Social Progress Index (SPI). Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Eins og síðustu ár eru það Norð- menn sem tróna á toppi SPI-listans. Ísland þykir leiðandi á ýmsum svið- um þegar vísitala félagslegra fram- fara er reiknuð út. Þar á meðal eru þættir er lúta að aðgengi að vatni, mat og hreinlæti, hér eru lífslíkur ungbarna mestar og gott aðgengi að menntun. Þá þykir hér á landi vera áberandi lítið um ofbeldi gegn minnihlutahópum, hátt hlutfall far- símaáskrifta og aðgengi að upplýs- ingum og samskiptum. Eins búa Ís- lendingar við einna minnstu loftmengun allra og sem fyrr skör- um við fram úr í nýtingu hreinna orkugjafa. »4 Morgunblaðið/Eggert Velsæld Íslendingar þykja hafa það gott. Ísland 5. besta landið samkvæmt SPI Íslenska lyfjaþró- unarfyrirtækið Arctic Therapeu- tics hefur flýtt þróun lyfs við heilahrörnun um átján mánuði með nýjum leyfis- samningi við bandaríska lyfja- fyrirtækið Na- cuity Pharma- ceuticals. Arctic vinnur að rannsókn á Ís- lendingum með arfgenga heilablæð- ingu. Síðast voru 20 einstaklingar rannsakaðir en Hákon á von á að 40 manns fái lyfið í næstu rannsókn. Hákon segir að það stærsta í þessu ferli sé möguleikinn á meðferð við alzheimer-hrörnunarsjúkdómn- um. „40-50% af alzheimer-sjúkling- um eru með hliðstæðar útfellingar og þeir sem eru með arfgenga heila- bilun.“ Hann segir mögulega 2-3 ár í við- ræður við lyfjarisa um lyfið. Lyfi við heilahrörn- un flýtt - Möguleiki á með- ferð við alzheimer Hákon Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.