Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun | aprilskor.is kuldaskór ints fást kur oTen P 29.990 kr. 29.990 kr. Að minnsta kosti 15 manns létust, þar af ellefu börn, eftir að maður hóf skothríð á skóla í rússnesku borg- inni Izhevsk í gær. Maðurinn mun hafa sótt skólann í æsku, en hann mun hafa tekið eigið líf eftir árásina, en hann myrti einnig tvo öryggis- verði og tvo kennara í árásinni. Rannsóknarlögreglumenn sögðu að maðurinn hefði fundist í bol með nasistamerkjum á, auk þess sem hann var með skíðahettu á höfði. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fordæmdi árásina í gær og kallaði hana ómannúðlegt hryðjuverk. Sagði Pútín að svo virtist sem mað- urinn hefði tilheyrt „nýfasistahóp“. Lögreglan gerði húsleit á heimili árásarmannsins í gær og mun hún einnig vera að kanna tengsl hans við „nýfasisma“. Rússar hafa orðið fyrir barðinu á nokkrum skotárásum við skóla á síð- ustu tveimur árum, en árið 2021 urðu skotárásir í borgunum Perm og Kazan til þess að rússnesk byssu- löggjöf var hert. RÚSSLAND Ellefu börn dáin eft- ir skotárás á skóla AFP/Maria Baklanova Árás Lögreglumenn sjást hér kanna að- stæður við árásarstaðinn í Izhevsk. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu eftir að flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, hlaut um 26% at- kvæða í þingkosningunum þar í landi á sunnudaginn. Talningu atkvæða var ekki lokið í gær, en flest benti til að kosningabandalag hægri flokka fengi meirihluta í báðum deildum þingsins. Forza Italia, flokkur Silvios Ber- lusconis, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, og Bandalagið, flokkur Matteos Salvinis, fyrrverandi innan- ríkisráðherra, eru með Bræðralag- inu í því bandalagi. Ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að kosningarnar mörkuðu tímamót í ítalskri stjórnmálasögu, þar sem þetta er í fyrsta sinn frá stríðslokum sem bandalag hægriflokka nær meirihluta á ítalska þinginu. Meloni hét því í gær að hún myndi verða forsætisráðherra fyrir „alla Ítali“, og lagði áherslu á einingu. „Við ætlum að stjórna með því mark- miði að sameina fólk, að styrkja það sem sameinar það frekar en sundr- ar,“ sagði Meloni. Geti stjórnað næstu fimm árin Árangur Bræðralagsins þykir merkilegur í ljósi þess að flokkurinn fékk einungis um 2% atkvæða árið 2013 og um 4,4% árið 2018, þegar síðast var kosið til þings. Meloni ákvað hins vegar að ganga ekki til liðs við þjóðstjórn Marios Draghis í febrúar 2021 og varð Bræðralagið því eini stjórnarandstöðuflokkurinn. Bandalagið, sem leiddi bandalag hægri flokkanna 2018, en klauf það til þess að mynda stjórn með Fimm- stjörnuhreyfingunni, missti hins vegar nær helming fylgis síns, fór úr um 17% fylgi niður í um 9%. Sagði Salvini, leiðtogi flokksins, að fylgis- hrunið mætti rekja beint til þátttöku Bandalagsins í þjóðstjórninni. Salvini tilkynnti hins vegar í gær að flokkur hans myndi taka þátt í hægri stjórn, og að hann vonaðist til þess að hún gæti stjórnað út kjör- tímabilið, sem er fimm ár á Ítalíu. Blendin viðbrögð í Evrópu Úrslitin vöktu mismikla ánægju meðal leiðtoga í öðrum ríkjum Evr- ópu. Talsmaður Olafs Scholz Þýska- landskanslara sagði að Ítalía væri mjög Evrópusinnað land með Evr- ópusinnuðu fólki, og að trú Þjóðverja væri sú að það hefði ekki breyst, en hægriflokkarnir þrír hafa löngum lýst efasemdum gagnvart Evrópu- sambandinu. Bæði Salvini og Meloni hafa hins vegar lýst því yfir að þau telji að Ítalía eigi að vera áfram inn- an Evrusvæðisins. Mateusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, óskaði hins vegar Meloni innilega til hamingju, en flokkar þeirra vinna saman á Evr- ópuþinginu. Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði að hann virti lýðræð- islegt val ítölsku þjóðarinnar. Hann lagði áherslu á að Frakkar og Ítalir yrðu að vinna áfram saman sem ná- granna- og vinaþjóðir. Elisabeth Borne, forsætisráð- herra Frakka, lýsti hins vegar áhyggjum sínum af því að hægri- stjórn Melonis gæti reynt að vega að réttindum kvenna til fóstureyðinga á Ítalíu. Sagði Borne að Evrópusam- bandið myndi fylgjast vel með að þau réttindi yrðu áfram virt. Meloni líklega forsætisráðherra - Bandalag hægriflokka líklegast með meirihluta á ítalska þinginu - Bræðralag Ítalíu jók fylgið um 22 prósentustig - Vill reyna að sameina Ítali frekar en að sundra - Morawiecki sendir hamingjuóskir AFP/Andreas Solaro Kosningasigur Meloni fagnar hér stuðningsmönnum sínum á kosninganótt. Úkraínskir hermenn sjást hér skjóta með sprengjuvörpu við víglínuna í Donetsk-héraði í gær. Átökin héldu áfram í gær í skugga „atkvæða- greiðslu“ sem leppstjórnir Rússa hafa lýst yfir í fjórum héruðum Úkraínu, en tilgangur hennar er að veita innlimun héraðanna falskt lögmæti. Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu sett 92 rússneska einstak- linga og stofnanir á svartan lista vegna „atkvæðagreiðslunnar“. Sagði James Cleverly, utanríkisráðherra Breta, að þeir myndu aldrei viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslu sem knúin væri fram undir byssukjöftum. Munu aldrei viðurkenna „atkvæðagreiðslurnar“ AFP/Anatolii Stepanov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.