Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 18
✝
Guðríður Guð-
mundsdóttir
(Didda) fæddist í
Reykjavík 16. októ-
ber 1930. Hún lést á
Landakoti 17. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Hall-
dórsson og Gróa
Ólafsdóttir Thorla-
cius.
Bræður hennar voru Gunnar
og Ólafur báðir látnir og Þor-
geir.
Eiginmaður Guðríðar er
Ragnvald Larsen f. 5 júní 1931.
Börn þeirra eru Garðar, Gróa
Erla, Anna María og Kristín
Ragnhild. Barna- og barna-
barnabörn eru 14 talsins.
Guðríður var
fædd og uppalin í
Vesturbæ Reykja-
víkur.
Hún giftist
Ragnvaldi 25. júní
1955. Þau bjuggu
mestan sinn bú-
skap í Kópavogi.
Hún stundaði nám
við Kvennaskólann
og Húsmæðraskól-
ann í Reykjavík.
Sem ung kona vann hún hjá
Ó. Johnsson og Kaaber. Þegar
barnauppeldi sleppti hóf hún
strörf hjá Skóverslun Þórðar
Péturssonar og seinna hjá Toll-
stjóra Reykjavíkur.
Útför Guðríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
27. september 2022, klukkan 13.
Í dag verður mín yndislega
Didda, tengdamamma og kær vin-
kona kvödd hinstu kveðju.
Fyrir tæplega 40 árum þegar
ég kom með Garðari mínum inn á
heimili fjölskyldu hans á Nýbýla-
veginum var mér strax tekið opn-
um örmum af Diddu og Ragn-
valdi. Heimili þeirra var oft
gestkvænt og margar gleðistundir
áttum við þar. Didda var mikil
fjölskyldumanneskja og var ætíð
boðin og búin að hjálpa til. Hún
fylgdist vel með framgangi fjöl-
skyldunnar og var annt um hag
allra. Dætur okkar Garðars nutu
góðs af umhyggju ömmu sinnar og
voru þær hændar að henni og afa
sínum enda voru þau einstaklega
samhent í hlutverkum sínum.
Á árunum þegar við fjölskyldan
bjuggum í Kaupmannahöfn voru
Didda og Ragnvald dugleg að
fljúga yfir til okkar með töskurnar
fullar af fiski og fleiru íslensku
góðgæti sem kom sér vel. Þá var
nú hátíð í bæ og góðar minningar
frá þessum tíma.
Didda var kraftmikil og virk
kona, alltaf til í allt, ferðalög innan
lands og utan og hvers kyns
mannamót. Og gat brugðið á leik,
eftirminnilegt er þegar hún brá
sér í hlutverk undirleikara hjá
bræðrum sínum þegar þeir sungu
Kattadúettinn á ættarmóti stór-
fjölskyldunnar.
Ég er innilega þakklát Diddu
fyrir samfylgdina, vináttuna og
hjálpsemi hennar.
Sæunn Lilja.
Elsku amma. Við systurnar
eigum svo margar góðar minning-
ar um góðar stundir með þér og
afa. Ferðalögin skemmtilegu sem
við fórum í með ykkur afa, þar
sem ferðirnar til Þingvalla og á
veitingahúsið Hafið bláa standa
upp úr. Og öll jólin sem við héldum
með þér og afa, það voru alltaf
bestu jólin. Við bökuðum líka oft
saman fyrir jólin og kökurnar
voru alltaf gómsætar sem við
fengum hjá ykkur á Nýbýlaveg-
inum.
Þú varst alltaf til staðar og
tilbúin að hjálpa okkur og fyrir
það erum við mjög þakklátar.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman elsku amma
Didda.
Íris, Hrefna Guðríður og
María Aldís.
Elsku amma Didda.
Hrein í máli, hlý í svörum
hugljúf orð af þínum vörum.
góðvild þína í anda örum
alltaf mátti heyra og sjá,
gott var þér að gista hjá.
(Guðrún Jóhannesdóttir)
Takk fyrir allt.
Dagbjört, Haukur,
Írena Líf og
Lovísa Metta.
Guðríður
Guðmundsdóttir
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
✝
Rut Friðfinns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. sept-
ember 1958. Hún
lést á Landspít-
alanum 7. sept-
ember 2022.
Hún var fimmta
barn þeirra Frið-
finns Júlíusar Guð-
jónssonar, 7. maí
1929, d. 19. ágúst
2004, og Rutar Gísl-
ínu Gunnlaugsdóttur, f. 21. sept-
ember 1928, d. 28. september
1970, af alls átta börnum þeirra
saman, en fyrir hafði Rut Gíslína
eignast tvö börn.
Tómas Kristinn Sigurðsson, f. 5.
desember 1958, frá Eyjum 2 í
Kjós. Síðar giftu þau sig og voru
lífsförunautar í alls 49 ár eða þar
til Rut kvaddi þennan heim.
Hjónunum varð þriggja barna
auðið: 1) Guðrún Ólafía, f. 11. júlí
1977, sonur hennar er Alexander
Orri, f. 2013. 2) Friðfinnur Júlíus,
f. 13. nóvember 1979. Hann er
kvæntur Elínu Ósk Ómarsdóttur
og eru börn þeirra fimm: Róbert
Andri, f. 1998, Viktor Kári, f.
2003, Tómas Ingi, f. 2008, Emilía
Rut, f. 2011, og Hörður Bjarni, f.
2013. Þá eiga þau tvö barnabörn
en Róbert Andri á Ismael Jón, f.
2015, og Ástrós Eyju, f. 2020. 3)
Kristín María, f. 9. júní 1991.
Útförin fer fram frá Guðríð-
arkirkju í dag, 27. september
2022, klukkan 13.
Eldri systkini
Rutar voru Sævar
Bjarni, f. 1951, d.
2004, Hörður
Trausti, f. 1953, d.
2002, Garðar Borg,
f. 1955, d. 2014,
Ólafur Guðjón, f.
1957, d. 1993, þá var
Rut en yngri en hún
eru Björk, f. 1960,
d. 2017, Viðar Már,
f. 1963, og Jökull
Ægir, f. 1964, d. 1999. Sam-
mæðra systkin þeirra eru Brand-
ur Ágúst, f. 1948, d. 2001, og
Hilmar Hlíðberg, f. 1949.
Árið 1973 kynntust Rut og
Elsku besta mamma mín. Það
er erfitt að trúa því að þú sért
ekki lengur hér með okkur. Það
er svo mikið tómarúm í lífi okkar
allra, sorg og söknuður. Þú varst
límið okkar, þungamiðja fjöl-
skyldunnar.
Elsku mamma, þú varst ekki
bara mamma mín heldur líka mín
besta vinkona. Við gerðum allt
saman. Mikið fannst mér
skemmtilegt þegar við fórum
saman á búðarölt. Rúmfatalager-
inn var í uppáhaldi hjá okkur þó
svo að við færum þar inn vitandi
að við værum ekki að fara að
kaupa neitt. Þú varst mér allt og
þú vildir allt fyrir mig gera. Þegar
ég var veik varst þú mætt til að
hjúkra mér. Ef ég var að fara að
halda saumaklúbb varst þú tilbú-
in að fara í búð með mér og hjálpa
mér að taka til. Þú varst alltaf til
taks, elsku mamma mín. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
að og fyrir að finna svona góða
vinkonu í þér. Öll kvöldin þar sem
við lágum í sófanum að horfa á
þætti saman, settum á okkur
maska, lituðum okkur og plokk-
uðum og allir þeir göngutúrar
sem við fórum í í hverfinu og í
kringum Reynisvatn. Þeirra á ég
eftir að sakna mest. Hversdags-
legu hlutanna og samverustund-
anna sem við fáum ekki aftur.
Á uppvaxtarárunum mínum er
mér minnisstætt að vinkonur
mínar vildu oft koma og vera
heima hjá mér því ég átti svo góða
mömmu. Þú komst og bankaðir á
hurðina á herberginu mínu og
bauðst okkur að borða og drekka.
Þú varst alltaf mætt að hugsa um
að öllum liði vel. Þetta átti líka við
þegar við fengum gesti. Ég veit
ekki um betri gestgjafa en þig og
vonast ég til þess að ég komist
með tærnar þar sem þú varst með
hælana í þeim málum. Þú galdr-
aðir fram kökur, brauð og kex
með kaffinu í hvert skipti sem þið
pabbi fenguð gesti eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Kanaríferðirnar okkar með
pabba eru mér einnig minnis-
stæðar. Þú elskaðir að vera í sól
og ég erfi það beint frá þér. Það
er sárt að hugsa til þess að við
komumst ekki saman í fjölskyldu-
ferð til Kanarí með öll barnabörn-
in þín eins og þig dreymdi um.
Þú varst mikill gleðigjafi, elsku
mamma. Þú varst mikið hörkutól
og í veikindunum hélstu alltaf
gleðinni, jafnvel fram á þitt síð-
asta. Við vorum búnar að ná að
horfa saman á sex seríur af
Grey’s Anatomy áður en þú fórst
inn á spítalann. Einn daginn var
læknirinn nýbúinn að tala við þig
þegar þú segir: „Kristín, við erum
búnar að horfa á svo mikið af
Grey’s Anatomy, af hverju ertu
ekki byrjuð að skera?“ eins og ég
væri orðin skurðlæknir af því að
horfa á alla þessa þætti.
Ég gæti skrifað endalaust um
þig, elsku mamma, um hversu
góðhjörtuð, traust, hlý, skemmti-
leg, dugleg og ósérhlífin þú varst.
Þú varst tekin allt of snemma frá
okkur og ég á eftir að sakna þín
um ókomna framtíð. Ég trúi því
að þú sért núna í sumarlandinu
með systkinum þínum, mömmu
þinni, ömmu og öllum englunum
okkar að hafa það gott í sólinni
með hvítvínsglas. Ég trúi því líka
að við munum hittast þar á ný
þegar minn tími kemur og mikið
verður gott að fá að knúsa þig aft-
ur. Ég elska þig meira en orð fá
lýst, elsku mamma. Love you eða
eins og þú myndir segja – lúlú.
Minning þín lifir í hjarta mínu að
eilífu.
Þín dóttir,
Kristín María Tómasdóttir.
Það haustar og lífið breytir um
lit, sumarblómin kveðja og trén
skarta laufkórónu með litadýrð
og lofsyngja þannig lífið sem var.
Þannig er hringrás lífsins og á
einni svipan var kippt í burtu frá
okkur Rut Friðfinnsdóttur mág-
konu minni eftir stutta en snarpa
baráttu við illvígan gest. Sá gest-
ur kom óboðinn og hafði sest að í
laumi.
Rut og Tómas bróðir kynntust
ung og því kom Rut snemma að
Eyjum og var fljót að taka til
hendinni bæði úti og inni. Hún
var mömmu mikil hjálp í inni-
verkunum á stóru sveitaheimili
og gekk óhikað í öll störf úti við.
Enginn stóð henni á sporði í að
tína egg eða raða í bakka, svo
handfljót var hún ávallt. Rut var
líka alltaf ákaflega ósérhlífin og
kaffi- og matarpásur voru óþarfi.
Rut og Tómas voru bæði lag-
hent og aðstoðuðu foreldra mína
á ýmsan hátt. Rut málaði, snyrti,
fegraði og vildi hafa röð og reglu á
hlutunum. Tómas gerði við allar
vélar sem þurfti að lagfæra eða
smíðaði eða lagði lagnir eða hvað
annað sem þurfti. Þannig voru
þau miklar hjálparhellur fyrir
foreldra mína og fyrir það þakkar
pabbi í dag og ég veit að mömmu
þótti mjög vænt um Rut og var
henni mjög þakklát fyrir hjálpina.
Við bræður höfum starfað að
ýmsum verkefnum og hefur ekki
borið skugga á það samstarf. Rut
dró ekki af sér í þeim verkefnum
heldur. Hún var sú allra handfljó-
tasta að pakka osti eða öðru sem
þurfti. Eins var hún mjög listræn
og enginn útbjó fallegri ostakörf-
ur en hún. Rut hafði góða nær-
veru og gerði aldrei kröfur til
annarra, fyrst og fremst til sjálfr-
ar sín, snyrtimennska og góður
frágangur var hennar aðals-
merki.
Rut missti móður sína ung og
hún og systkini hennar upplifðu
miklar áskoranir ung að árum
sem setja mark sitt á alla sem
slíkt þurfa að reyna. En Rut var
alltaf dugleg og skapaði með
Tómasi sína eigin gæfu og fjöl-
skyldan, börnin og barnabörnin
voru henni allt. Það var gaman að
sjá hana í ríkidæmi sínu í ferm-
ingu Tómasar Inga í vor, umvafða
sínum bestu.
Helg er komin stundin, heilög kveðju-
stund,
Herra og faðir lífsins kallar á sinn
fund.
Horfin burt af jörðu, horfin eigi mér,
himinn ávallt gæti, gleymum aldrei
þér.
Ljóssins englar áfram lýsi veginn þinn,
ljúfi og góði Jesú, tak í faðminn sinn.
Sárt er lífið án þín, sorg í hjarta mér,
sumarnóttin bjarta vaki yfir þér.
Það reyndi mikið á fjölskyldur
okkar sú óvægna og ósvífna aðför
sem stór keppinautur á markaðn-
um stóð að gegn fyrirtæki okkar.
Álagið hefur tekið sinn toll og haft
afgerandi áhrif bæði á líf og heilsu
okkar sem stóðum í fremstu víg-
línu. En Rut og Tómas stóðu þétt
saman og gátu á síðustu árum
notið þess að ferðast hér innan-
lands með börnum og barnabörn-
um.
Missir fjölskyldu Tómasar er
mikill og við biðjum þann sem yfir
öllu vakir að umvefja þau kær-
leika sínum og gef þeim styrk. Við
biðjum líka algóðan Guð að
tryggja Rut góða heimkomu og
taka hana í faðminn sinn. Við Sig-
rún, dætur og barnabörn, ásamt
föður mínum, sendum þeim okkar
einlægustu samúðarkveðjur um
leið og við þökkum Rut samfylgd-
ina og allt það góða sem hún stóð
fyrir og alla hjálpfýsi og sam-
vinnu á liðnum árum.
Ólafur Magnús Magnússon.
Rut Friðfinnsdóttir
Okkar ástkæra mamma, tengdamamma,
systir og mágkona,
INGVELDUR TRYGGVA
PETREUDÓTTIR
upplýsingafræðingur,
Akureyri,
lést á Akureyri þriðjudaginn 13. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Petrea K. Sigmundsdóttir Eyjólfur Guðjónsson
Björn Sigmundsson
Anna Bryndís Tryggvadóttir Hallgrímur Þórhallsson
Helgi Tryggvason Janice Tryggvason
Guðlaug Inga Tryggvadóttir Valur Fannar
Svandís T. Petreudóttir Sigurjón Már Manfreðsson
Tryggvi Pétur Tryggvason Jonna Lilly
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði,
frá Helgastöðum í Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
sunnudaginn 25. september.
Útför verður auglýst síðar.
Guðni Hermannsson Erla Sigríður Hermannsdóttir
Kristján K. Hermannsson Sjöfn Thorarensen
Valgerður Hermannsdóttir Halldór Bárðarson
Jóhanna S. Hermannsdóttir Sigurður Sævar Tryggvason
Níels Hermannsson Jo Clayton
Herdís Hermannsdóttir
börn þeirra og fjölskyldur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
áður til heimilis í Blásölum 13,
lést föstudaginn 23. september.
Að hennar ósk fer útförin fram í kyrrþey. Blóm og kransar eru
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Geðhjálp.
Hagerup Isaksen Guðríður Benediktsdóttir
Guðríður H. Haraldsdóttir Steinþór Haraldsson
Þorgrímur Isaksen Kristín Erla Gústafsdóttir
Margrét Haraldsdóttir Ágúst Heiðar Sigurðsson
Harald Isaksen Jónína S. Pálmadóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
FRIÐJÓN ÖRN FRIÐJÓNSSON HRL.,
Skógarvegi 12,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn
21. september. Útförin auglýst síðar.
Margrét Sigurðardóttir
Áslaug Íris Friðjónsdóttir Finnur Hákonarson
Tómas Sigurður Friðjónsson
Kristín Maríella Friðjónsd. Orri Helgason
Alexander Örn Friðjónsson Anni Skovgaard Tarbensen
barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA ÞÓRARINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi föstudaginn 23. september.
Einar H. Guðmundsson
Alda Guðmundsdóttir Kristófer V. Stefánsson
Eyjólfur Guðmundsson Nanna K. Guðmundsdóttir
Þórarinn G. Guðmundsson Kristín Jónsdóttir
Valborg Guðmundsdóttir Þór Þráinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á mbl.is.
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
Minningargreinar