Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Síðustu daga hefur verið kallað eftir því að leikmenn úr A- landsliði karla í fótbolta verði færðir yfir í 21-árs landsliðið fyrir seinni umspilsleikinn gegn Tékk- um í dag, í stað þess að spila með A-liðinu gegn Albaníu. Þar með aukist möguleikarnir á því að 21-árs liðið komist í lokakeppni EM í annað skiptið í röð sem yrði sannarlega glæsi- legur árangur. En hafa þeir sem kallað hafa eftir þessu hugsað málið alla leið? Strákarnir sem hafa spilað þessa undankeppni með 21-árs liðinu og staðið sig frábærlega, eiga þeir allt í einu að víkja í síð- asta leiknum fyrir mönnum sem hafa alls ekki verið í liðinu eða hópnum? Og hvað ætti þá að gera á næsta ári ef leikurinn ynnist og Ísland kæmist í lokakeppnina? Ættu þá A-landsliðsmennirnir að halda áfram og fara þangað í stað strákanna sem unnu að langmestu leyti fyrir keppnis- réttinum á mótinu? Og ættu þá viðkomandi A- landsliðsmenn að vera „lækkaðir í tign“ í heilt ár? Taka skref til baka á ferlinum eftir tvö ár í A- landsliði og vera allt í einu leik- menn 21-árs liðsins? Á sama tíma og aðalverkefni A-landsliðsins stendur yfir, und- ankeppni EM 2024, sem er öll leikin á árinu 2023? Ljóst er að þeir sem færu með 21-árs liðinu í lokakeppnina myndu detta út úr A-landsliðinu á meðan og þar með draga úr möguleikum þess. Staðan hefur verið borin saman við framgöngu „gullaldar- liðsins“ sem fór fyrst á EM 21- árs liða árið 2011 og síðan í loka- keppni EM 2016 og á HM 2018. En þetta er ekki alveg eins. „Gullaldarstrákarnir“ spiluðu flestir mestalla undankeppnina með 21-árs liðinu og fóru í fram- haldi af því á EM. Umdeild ákvörðun sem tekin var haustið 2010, um að 21-árs liðið hefði forgang á A-landsliðið, snerist meira um að halda leikmönn- unum og sleppa því að senda þá í einn leik með A-landsliðinu í staðinn. Engir leikmenn voru sendir á milli í þetta sinn og það var að mínu mati hárrétt ákvörðun. Vonandi vinnast báðir leikirnir í dag, í Tékklandi og Tirana. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Karatemaðurinn efnilegi, Hugi Halldórsson úr Karatefélagi Reykjavíkur, sigraði í flokki ung- menna í kumite á Opna skoska bikarmeistaramótinu sem fram fór um helgina. Hann sigraði Scott Anderson frá Skotlandi í úrslitavið- ureigninni en Anderson er í átt- unda sæti heimslistans í flokki 16- 17 ára og Hugi í 91. sæti. Auk þess fékk Hugi tvenn silfur- verðlaun á mótinu, í +76 kg flokki í kumite 16-17 ára og í kata ung- menna. Hugi hefur æft í Skotlandi að undanförnu. Varð skoskur bikarmeistari Ljósmynd/KAI.is Skotland Hugi Halldórsson varð skoskur bikarmeistari um helgina. Bandaríkin áttu ekki í neinum vandræðum með Suður-Kóreu er liðin mættust á HM kvenna í körfu- bolta í Ástralíu í gær. Urðu lokatöl- ur 145:69, Bandaríkjunum í vil. Með sigrinum sló bandaríska lið- ið 32 ára mótsmet yfir flest stig í einum leik á heimsmeistaramóti. Brasilía átti metið fyrir en bras- ilíska liðið skoraði 143 stig gegn Malasíu á HM 1990. Bandaríska liðið var sterkara all- an tímann og varð 76 stiga sigur raunin. Liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína á HM með yfirburðum. Slógu 32 ára gamalt met AFP/Brendon Thorne 24 Brionna Jones var stigahæst Bandaríkjakvenna með 24 stig. EVRÓPUBIKAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Þór frá Þorlákshöfn verður á meðal liða sem taka þátt í Evrópubikar karla í körfubolta í ár. Liðið leikur við AEK Larnaca frá Kýpur í átta liða úrslitum síns riðils klukkan 15 í dag. Leikið er í Mitrovica í Kósóvó. Takist Þór að vinna kýpverska liðið bíður þeirra belgíska liðið Antwerp Giants í undanúrslitum. Tap í dag þýðir að þátttöku liðsins í ár er lok- ið, en liðið sem vinnur riðilinn fer í aðalkeppnina í vetur. „Við komum hingað í gær (á sunnudag). Við þurftum að milli- lenda í Luton á Englandi í fjóra tíma eða svo og svo flugum við til Kósóvó yfir nóttina. Við fengum svo hvíld- ardag í kjölfarið, þar sem við náðum að leggja okkur og skoða okkur að- eins um. Nú erum við vel hvíldir og klárir í þetta,“ sagði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, í samtali við Morgunblaðið. Emil er uppalinn Þórsari og hefur lifað tímana tvenna með félaginu. Liðið var um miðja næstefstu deild þegar hann kom upp í meistaraflokk á sínum tíma. Á síðustu árum hefur Þór hins vegar verið á meðal bestu liða landsins. Liðið endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði í bikarúrslitum fyr- ir Stjörnunni. Þá mátti liðið þola tap fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum Íslandsmóts- ins, eftir að hafa orðið Íslandsmeist- ari á síðasta ári. Nú keppir liðið í Evrópukeppni í fyrsta skipti og Emil viðurkennir að hann hafi ekki endilega séð það fyrir þegar hann kom upp í meistaraflokk í Þorlákshöfn. „Þetta er skemmtilegt ævintýri og maður bjóst ekki við að maður færi í þetta þegar maður var að byrja. Árið 2008 vorum við um miðja 1. deild og núna erum við að fara að keppa í Evrópu. Ég gat ekki séð það fyrir,“ sagði hann. Ekki miklu dýrara en æfingaferð Þátttaka í Evrópukeppni er dýr og hafa forráðamenn félagsins unnið hörðum höndum við að gera Evr- ópudrauminn að veruleika. „Þetta var kannski ekki mikið vesen fyrir okkur leikmenn en stjórnin er búin að standa sig mjög vel í að ná í styrktaraðila til að hjálpa okkur. Við fórum svo í fjár- öflun sem hjálpaði. Ég talaði við for- manninn og hún sagði að þetta væri ekki miklu dýrara en að fara í æf- ingaferð og lið eru byrjuð að fara í svoleiðis ferðir aftur núna,“ bendir Emil á. Þór var í fjórða og neðsta styrk- leikaflokki þegar dregið var í riðla í Evrópubikarnum og fær liðið verð- ugt verkefni gegn silfurliðinu frá Kýpur. Leikmannahópur kýpverska liðsins er töluvert dýrari en hjá Þórsurum. Sterkt kýpverskt lið „Þeir eru í þriðja styrkleikaflokki og við í neðsta. Íslensku liðin fara sjaldan í Evrópukeppni og því erum við í neðsta styrkleikaflokki. Þeir eru með tvo mjög góða boltabak- verði sem eru sterkir og góðir á boltanum. Svo eru þeir með tvo framherja sem eru líka mjög öflugir. Þetta á að vera mjög gott lið, sem er með gott fjármagn á bak við sig líka. Á pappír eiga þeir að vera sterkari,“ útskýrði hann. Takist Þór að leggja AEK að velli bíður liðsins leikur gegn Antwerp Giants frá Belgíu. Elvar Már Frið- riksson, einn fremsti körfubolta- maður landsins og lykilmaður í landsliðinu, lék með Antwerp í tæp- lega eitt tímabil, áður en hann fór til Derthrona Tortona á Ítalíu síðast- liðið vor. „Það verður spennandi verkefni, ef úr verður. Þeir koma ferskir inn á meðan við spiluðum leik daginn áð- ur, það getur verið skemmtileg þraut. Við tæklum það verkefni þeg- ar að því kemur.“ Meiðsli settu strik í reikninginn Undirbúningstímabil Þórsara var ekki eins og best verður á kosið vegna meiðsla nokkurra leikmanna, sem hafa nú jafnað sig. Liðið hefur ekki náð mörgum æfingum þar sem allir eru heilir heilsu. „Það voru menn í meiðslum í und- irbúningsleikjunum og við höfum ekki náð mörgum æfingum þar sem allir eru heilir. Það hefur gert und- irbúninginn erfiðari, en það eru allir orðnir góðir núna og enginn að glíma við meiðsli sem ætti að hafa áhrif á vellinum. Það ættu allir að vera klárir í slaginn,“ sagði Emil. Leikmannahópur Þórs er nokkuð breyttur á milli ára og mun það taka nokkurn tíma fyrir Þórsliðið að spila sig saman. „Hann er töluvert breyttur. Við erum komnir með sjö nýja leikmenn og svo eru sex farnir sem spiluðu á síðustu leiktíð. Það er mikil upp- stokkun á þessu liði hjá okkur núna. Það fer smá tími í að kenna nýju mönnunum hvað við stöndum fyrir og koma þeim almennilega inn í hlutina. Það tekur svo tíma hjá okk- ur að læra að spila saman og læra á styrkleika hvers annars,“ sagði Emil Karel. Sterkir leikmenn komnir og farnir Liðið hefur misst sterka leikmenn eftir síðustu leiktíð. Atvinnumenn- irnir Luciano Massarelli, Daniel Mortensen, Kyle Johnson, Ronaldas Rutkauskas og Glynn Watson eru horfnir á braut, eins og Ragnar Örn Bragason og Ísak Júlíus Perdue. Í þeirra stað eru Spánverjarnir Josep Pérez og Pablo Hernández komnir til Þorlákshafnar, ásamt Sví- anum Adam Rönnqvist, Kan- adamanninum Alonzo Walker og Grikkjanum Fotios Lampropoulos. Þá samdi Þór einnig við Daníel Ágúst Halldórsson, en hann er 18 ára strákur sem gerði góða hluti með Fjölni í 1. deild á síðustu leiktíð og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Hernández lék með Þór frá Akureyri við góðan orðstír tímabilið 2019/2020 og Lampropou- los var einn besti leikmaður Njarð- víkur á síðustu leiktíð. Leikmanna- hópurinn á komandi leiktíð virðist því litlu síðri en sterkur hópur liðs- ins á síðasta tímabili. Skemmtilegt ævintýri sem maður sá ekki fyrir - Þór frá Þorlákshöfn mætir sterku liði AEK frá Kýpur í Evrópubikarnum í dag Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Reyndur Emil Karel Einarsson hefur leikið með Þór frá Þorlákshöfn í fjór- tán ár og spilar fyrsta Evrópuleik liðsins í Kósóvó í dag. Þór úr Þorlákshöfn er aðeins annað íslenska karlaliðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í körfuknattleik í sextán ár. Eftir að Keflvíkingar fóru fjögur ár í röð í Evrópubikarinn á árunum 2003 til 2006 er KR eina íslenska félagið sem hefur sent karlalið til keppni, og það aðeins tvisvar. Fyrst árið 2007 þegar KR tapaði heima og heiman fyrir Banvit frá Tyrklandi og svo árið 2018 þegar Belfius-Mons frá Belgíu vann KR-inga í tveimur leikjum. Íslensk lið voru oft með í Evrópukeppni á árum áður. Flest árin frá 1964 til 1994 sendu Íslendingar lið til keppni. Hámarkinu var náð 1989 og 1993 þegar þrjú íslensk lið voru með hvort ár. Frá 1994 hefur þátttakan verið af- ar stopul. Auk áðurgreindra karlaliða hefur kvennalið Hauka leikið tvisvar í Evrópukeppni, árið 2006 og aftur haustið 2021. Þór er tólfta íslenska félagið til að fara í Evrópukeppni á eftir KR (11 sinnum), Keflavík (7), Haukum (4), Njarðvík (3), Val (3), ÍR (2), Ármanni (1), ÍS (1), Snæfelli (1), Grindavík (1) og ÍRB (Keflavík/Njarðvík 1). Þór annað íslenska karlaliðið í Evrópukeppni í sextán ár Viktor Gísli Hall- grímsson, lands- liðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Nan- tes í Frakklandi, verður frá keppni næstu tvær vikur vegna meiðsla á oln- boga sem hann varð fyrir á æf- ingu með liðinu. Þetta staðfesti Viktor við Handbolta.is. Hann hef- ur misst af einum leik í frönsku 1. deildinni og einum leik í Meistara- deildinni vegna meiðslanna. Viktor vonast til þess að verða klár í slaginn þegar íslenska lands- liðið mætir Ísrael á heimavelli og Eistlandi á útivelli í undankeppni EM um miðjan október. Viktor meidd- ist á olnboga Viktor Gísli Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.