Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Krampar sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu 3. sept- ember síðastliðinn og ber hún tit- ilinn Seizures. Alda Music sér um drefingu. Magnús Þór Magnússon er helsti laga- og textahöfundur sveit- arinnar sem hann smalaði saman til plötugerðar í hljóðveri. Magnús leikur á gítar og syngur, Svanberg Þór Sigurðsson sér um trommu- leik, Oddur Sigmundsson plokkar bassa og Luis Diogo leikur á gítar. Platan var tekin upp í hljóðveri FÍH, Stúdíó helvíti og Studio Bambus og voru upptökustjórar þeir Luis Diogo og Helgi Durhuus. Um annan hljóðfæraleik sáu Gísli Þór Ingólfsson sem lék á píanó og hljómborð og Sigursteinn Ingvar Rúnarsson sem lék einnig á hljóm- borð og söng auk þess bakraddir. Seizures er sex laga plata, textar allir á ensku nema einn og meginþemað uppgjör við erfiðan tíma. Magnús greindist með æða- flækju í heila, var með krampa í líkamanum og þurfti að gangast undir 14 tíma laseraðgerð á heila í London árið 2014. Hafði það mikil áhrif á líf Magnúsar og þurfti hann að byggja sig upp eftir aðgerðina og fara tvisvar í endurhæfingu. Í dag er hann laus við flækjuna og heppnaðist aðgerðin því vel. Lækkaði gítarinn í D Blaðamaður sló á þráðinn til Magnúsar og spurði hann fyrst út í tónlistina sem við fyrstu hlustun virðist einfaldlega falla í flokkinn rokk. Magnús var á árum áður í hljómsveitinni Morgan Kane en segist eftir hana hafa ákveðið að lækka gítarinn niður í D og fara að spila rokk. Um tónlist Krampa segir hann hana meira „mood“, eitt lagið pönkað, tvö eða þrjú rokkuð og eitt poppað, svo dæmi séu nefnd. „Við erum bara rokk- hljómsveit,“ bætir hann við til ein- földunar. Magnús hefur ekki tónlistina að aðalstarfi heldur starfar hann sem rennismiður en tónlistin er þó hans mesta ástríða og áhugamál. Og platan Seizures tók sinn tíma, um eitt og hálft ár, að sögn Magnúsar. Var sagt að hann gæti mögulega dáið eða lamast „Þetta var með því versta sem hefur komið fyrir mig í lífinu, mjög líklega það versta,“ segir Magnús um æðaflækjuna, aðgerðina og óvissuna í kjölfar hennar og eft- irköstin. „Allar lagasmíðarnar eru út frá þessari aðgerð og öllu sem gerðist fyrir og eftir hana. Ég hef þarna þrjú ár þar sem mér er sagt að ég geti mögulega dáið eða lam- ast. Mér var líka sagt að ég myndi kannski lamast á hægri hlið lík- amans eftir þrjú ár,“ segir Magn- ús. Við minnsta höfuðverk hafi kvíðinn því læst klónum í hann og tíminn liðið löturhægt. Segist Magnús hafa fundið sálarró við tónsmíðar og textaskrif og platan smám saman orðið til. Reiði og sjálfsvorkunn Magnús segir mikla reiði hafa kraumað í sér á þessum óvissu- tíma sem hafi skilað sér út í tón- listina og einnig sjálfsvorkunn. En á plötunni má líka finna fallegri lög og rólegri, segir hann. „Síðasta lagið er fallegt, skila- boð til dætra minna. Maður vissi ekkert hvað myndi gerast á þess- um þremur árum og ég man að ég samdi þann texta á þessum tíma. Þessi þrjú ár voru rosalega erfiið- ur tími í mínu lífi,“ segir Magnús og að hann hafi tekið þá ákvörðun að láta óttann ekki ná tökum á sér og stjórna lífi sínu. Hann er spurður að því hvort fleiri plötur muni koma frá Krömpum og segist hann ekki geta svarað því að svo stöddu, tíminn verði að leiða það í ljós. Þeir fé- lagar hafi skilað plötunni frá sér sáttir og mikil vinna að baki. „Það verður einhver spilamennska á næstunni,“ segir hann um fram- haldið hjá Krömpum og útgáfu- tónleikar eru fyrirhugaðir þótt ekki sé kominn tíma- eða staðsetn- ing. Magnús nefnir að lokum að hon- um líði vel í dag. „Ég er kominn út úr þessu öllu saman, þetta heppn- aðist og ég lifi bara góðu lífi,“ seg- ir hann og að hann sé mjög stoltur af plötunni sem Krampar bjuggu til. Krampar Frá vinstri Magnús Þór Magnússon, Svanberg Þór Sigurðsson, Luis Diogo og Oddur Sigmundsson. Þriggja ára óvissa - Seizures nefnist fyrsta plata Krampa - Laga- og textahöfundur sveitarinnar greindist með æðaflækju í heila og er platan uppgjör við erfiðan tíma veikinda Bandaríska leikkonan Louise Fletcher, sem skapaði eina eftir- minnilegustu persónu bandarískra kvikmynda, hjúkrunarkonuna Ratched í Gaukshreiðrinu (One Flew Over the Cuckoo’s Nest), er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var fertug en lítið þekkt þegar hún var ráðin í eitt aðal- hlutverka þessarar þekktu kvik- myndar leikstjórans Milos Forman frá 1975. Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn, eins og aðalkarlleik- arinn, Jack Nicholson, og leikstjór- inn, Forman. Þá hreppti myndin Óskar sem sú besta það árið. Bandaríska kvikmyndastofnunin hefur valið Ratched eitt versta ill- menni kvik- myndasögunnar og næstgrimm- ustu kven- persónuna, á eft- ir norninni í Galdrakarlinum frá Oz. Fletcher lék í fjölmörgum kvikmyndum og vinsælum sjónvarpsþáttum. Meðal kvikmynda þar sem hún fór með stórt hlutverk má nefna Thieves Like Us í leikstjórn Roberts Alt- mans, Exorcist II: The Heretic, The Cheap Detective, Brainstorm og Flowers in the Attic. Aðalleikkonan í Gaukshreiðrinu öll Louise Fletcher Tónlistarmaðurinn breski Elton John hélt tónleika á grasflötinni við Hvíta húsið í Washington-borg á föstudaginn var, fyrir forsetahjónin og um 2.000 gesti. John komst við þegar forsetahjónin stigu upp á svið til hans og Biden forseti kom honum á óvart með því að afhenda honum virta heiðursorðu fyrir bar- áttu hans við að binda enda á al- næmisfaraldurinn. Meðal gesta á tónleikunum var baráttufólk fyrir réttindum hinseg- in fólks, kennarar, nemendur og fólk sem vinnur að geðheilbrigðis- málum. John flutti mörg af sínum þekktustu lögum en hann er orðinn 75 ára og er á kveðjutónleikaferð um heiminn. Fyrir 30 árum hratt John af stað stofnun sem hefur fjár- magnað þróun lyfja og stutt ein- staklinga sem eru veikir af eyðni. Elton John heiðraður af Joe Biden AFP/Brendan Smialowski Klökkur Elton John komst við þegar Joe Biden afhenti honum heiðursorðuna. Hinn þekkti bandaríski saxófón- leikari Pharoah Sanders er látinn 81 árs að aldri. Hann var einn áhrifamesti djassleikari sinnar kyn- slóðar, blásari með einstakan stíl. Sanders varð ekki síst þekktur fyrir þær slóðir sem hann fetaði inn í frídjass og andlega leit sína í tón- listinni en hann sló fyrst í gegn sem framúrskarandi meðleikari Johns Coltranes auk þess sem hann var um nokkurra ára skeið meðlimur hljómsveitar Suns Ras. Seinna starfrækti Sanders eigin hljómsveitir og hljóðritaði ýmiss konar djass um dagana; síðasta plata hans var hljóðrituð með Sin- fóníuhljómsveit Lundúna og kom út í fyrra við mikið lof. Saxófónleikarinn Sanders látinn Ljósmynd/Dmitry Scherbie Saxistinn Pharoah Sanders árið 2006. Fyrrverandi meðlimur Pink Floyd, Roger Waters, hefur af- lýst tvennum tón- leikum sem hann hugðist halda í Kraków í Pól- landi í apríl næstkomandi. Ástæðan er að ummæli sem Waters viðhafði um stríðið í Úkraínu hafa vakið reiði víða, meðal annars í Kraków. Á dögunum skrifaði Waters opið bréf stílað á forsetafrúna í Úkraínu þar sem hann kennir öfgafullum þjóð- ernissinnum í Úkraínu um að hafa hrundið þjóð hennar út í þetta hræðilega stríð. Waters hefur einn- ig fordæmt NATÓ fyrir að hafa ögrað Rússum. Waters aflýsir tón- leikum í Póllandi Roger Waters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.