Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning 21x125mm, panill
10x85mm, pallaefni 21x145mm,
21x140, 90x21mm, útihurðir
5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl.
Eurotec skrúfur, Penofin og Arms-
trong Clark harðviðarolíur.
NÝKOMIÐ BANKIRAI
HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ
1.950 KR LENGDARMETERINN
slétt beggja megin fasað og
ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar
upp í 5,50 metrar.
Upplýsingar hjá Magnúsi á
magnus@vidur.is og í símum
6600230 og 5611122, og frá 10-14 á
Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Stærð 10-24
NETVERSLUN www.gina.is
Sími 588 8050
- vertu vinur
Bílar
Mazda MX-30 rafmagnsbíll.
6/2021. Sýningarbíll ekinn
aðeins 421 km.
35,5 kWh rafhlaða. Uppgefin drægni
200 km. 5 dyra.Makoto typa með
glertopplúgu og öllum fáanlegum
búnaði.
Hann er þinn fyrir aðeins
4.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:00 - Morgunspjall, heitt á
könnunni 9-11 - Jafnvægisæfingar kl.11:15 - Postulínsmálun kl.12:00 -
Tálgað í tré kl.13:00 - Prjónahittingur kl.13:30 - Lesið fyrir hund
kl.14:00 - Kaffi kl.14:30, ódýrasta kaffihúsið í bænum - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Verið velkomin
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl.
10.00. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Karlakórs-
æfing kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkj-
unnar kl 20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju Vesturbrún 30.
Bústaðakirkja Opið hús frá kl 13-16, miðvikudag. Spil handavinna
og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Séra María G. Ágústsdóttir verður
með bóka umfjöllun í hina frægu bók”Söngvar Satans” eftir Salman
Rusty. Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut 18-20 Dansleikfimi með Auði Hörpu kl.12.50, félagsvist
kl.13.30.
Fella- og Hólakirkja Eldriborgara starf í Fella- og Hólakirkju alla
þriðjudaga kl.12:00 - 16:00. Byrjum með helgistund í kirkjunni og eftir
hana er súpa og brauð. Eftir það er skemmtileg dagskrá, fáum góða
gesti í heimsókn, spilum, spjöllum og höfum gaman saman. Allir
hjartanlega velkomnir.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 9:00 QJ-Gong í Sjálandssk.
9.00-12.00Trésmíði í Smiðju 10.00 Ganga frá Jónsh. 11.00 Stóla-jóga í
Sjálandssk. 12.15 Leikfimi í Ásgarði 13.00-16.00Trésmíði í Smiðju
13.10 Boccia í Ásgarði 14.00 Kynning á trérennism. í Jónsh. 13.45-
15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 14.15 / 15.00 Línudans í Sjálandssk.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könn-
unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Núvitund með
Álfhildi frá kl. 11:00. Listaspírur kl. 13:00 – 16:00. Allir velkomnir
Grafarvogskirkja Haustferð eldri borgara í Grafarvogskirkju verður
farin þriðjudaginn 27. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl.
10:00 og frá Borgum kl. 10:15. Farið verður á Þingvelli. Þaðan austur á
Flúðir. Hádegisverður verður snæddur á Flúðum. Ferðin kostar kr.
6,500.- á mann. Innifalið er rúta, hádegismatur, kaffi og skoðunarferð.
Skráning er í síma 587 9070 eða á kristin@grafarvogskirkja.is
Gullsmári Myndlist kl. 9:00. Hreyfing: Virkni og vellíðan hefst kl.
13:00.Tréútskurður með Davíð kl. 13:00. Canasta kl. 13:00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9:00 - 12:00. Dansleikfimi með Auði
Hörpu kl. 10:30. Hádegismatur kl. 11:30. Sögustund kl. 12:20 – 14:00.
Félagsvist kl. 13:15. Kaffi kl. 14:15. Létt ganga með Jóhönnu kl. 14:00
Hraunsel Dansleikfimi kl. 9:00. Qi gong kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. .
Vatnsleikfimi í Ásvallalaug kl. 14:40. Ganga í Kaplakrika er alla daga
kl. 8:00-12:00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Bridge kl.
13:00. Helgistund kl. 14:00, prestur frá Grensáskirkju þjónar.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Listmálun kl. 9:00. Boccia kl. 10:00. Helgistund kl.
10:30. Spjallhópur í Borgum kl. 13:00. Línudans kl. 13:00. Sundleikfimi
í Grafarvogslaug kl. 14:00. Gleðin býr í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson heldur áfram að
fjalla um Davíð konung. Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45, kaffispjall
kl.10, hádegisverður kl.11, opin listasmiðja kl.8- 16, trésmiðja kl.8-16,
Fréttatími og samvera kl.12.15, hreyfing kl.13-14, síðdegiskaffi
kl.14.30-15, bónusbíll kl.15, boccia kl.15. Uppl. í s.4112760.
Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara í kvöld kl. 18. Guðrún Björt
Yngvadóttir, fyrrverandi alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar og
söngvarinn Jógvan Hansen sjá um dagskrána. Eftir stundina í kirkj-
unni verður að venju gengið til málsverðar að hætti Lárusar Lofts-
sonar. Verð fyrir matinn 2.000 kr.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.10. Kaffikrókur á Skólabraut frá kl.
9.00. Pútt kl. 10.30 á flötinni við Skólabraut . Í dag kl. 14.00 er stund
fyrir eldri borgara í kirkjunni. Björgvin Schram rifjar upp tíma í sveit-
inni í Öræfum. Sigurður J. Grétarsson og Sigurjón Á. Eyjólfsson leika
á gítar og saxafón. Ókeypis kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir.
Ath. nk. fimmtudag fellur jóga/leikfimi niður.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
með
morgun-
"&$#!%
✝
Guðný Krist-
jánsdóttir
fæddist 18. janúar
1941 í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést á hjúkrunar-
heimili Hrafnistu í
Kópavogi, 19. sept-
ember 2022.
Hún var elsta
dóttir hjónanna
Kristjáns Guð-
mundssonar, f. 2.
desember 1911, d. 16. apríl
1979, og Fjólu Gísladóttur, f. 5.
júlí 1918, d. 5. nóvember 1991.
Systkini Guðnýjar eru: Guð-
mundur, f. 14. september 1937,
d. 2. maí 1977, Jóhanna Guð-
rún, f. 11. maí 1943, Sig-
urbjörg, f. 18. apríl 1945, d. 27.
nóvember 2020, Jóna, f. 6. júlí
1948, d. 31. mars 2021, Gísli, f.
7. nóvember 1949, og Anna
Margrét, f. 16. júní 1952.
Guðný fluttist um 6 ára ald-
urinn með foreldrum sínum og
systkinum að Harrastöðum,
þar sem þau bjuggu þangað til
að þau fluttu að Háagerði þar
og t.d við þrif, að steikja klein-
ur o.fl. til að ná endum saman,
enda voru börnin henni allt.
Þar sem hún var einstæð móðir
þurfti hún að vinna stundum á
3 stöðum til að endar næðu
saman. Hún tók mjög virkan
þátt í starfi Félags einstæðra
foreldra um tíma og var m.a.
formaður þar. Hún starfaði
m.a. á Hagstofunni, hjá Hag-
tryggingu, hjá lögmönnunum
Ingvari Björnssyni og Pétri
Kjerúlf í mörg ár. Þá starfaði
hún hjá Húsameistara ríkisins,
á skrifstofu aðventista og víð-
ar. Guðný var einstaklega list-
ræn og handlagin og ætla má
að málverk og/eða teikningar
eftir hana séu á veggjum
flestra systkina hennar, barna,
barnabarna og systkinabarna.
Alveg sama hvað hún tók sér
fyrir hendur, tókst henni að
búa til listaverk úr því, hvort
sem það voru hannyrðir,
saumaskapur eða sköpun með
leir. Allt lék í höndunum á
henni. Einnig var hún góður
penni. Hún samdi fjölda ljóða
um systur sínar, börnin sín og
sjálfa sig. Þá hafði hún ein-
staklega fallega rithönd og var
snillingur við skrautskrift.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. sept-
ember 2022, klukkan 13.
sem fjölskyldan
bjó sér hlýlegt
heimili. Hún gekk í
barnaskóla Skaga-
strandar og þaðan
lá leið hennar í
Hlíðardalsskóla
þar sem hún tók
landspróf. Í Hlíð-
ardalsskóla kynnt-
ist Guðný fyrri
manni sínum,
Baldri F. Guðjóns-
syni, f. 7. mars 1942. Þau eign-
uðust 3 börn. Þau eru: Fjóla, f.
3. september 1961, Gefn, f. 13.
ágúst 1962, og Kristján Freyr,
f. 1. júlí 1965. Seinni eigin-
maður Guðnýjar var Guðjón
Sveinsson, f. 4. desember 1946.
Sonur þeirra er Guðjón Ásgeir,
f. 10. júní 1971. Barnabörn
Guðnýjar eru 11 og barna-
barnabörnin 13.
Guðný var dugnaðarforkur
og sannaðist þar viðkvæðið:
Margur er knár þó hann sé
smár. Hún vann aðallega við
skrifstofustörf þó hún starfaði
einnig við margt annað, eins
„Margur er knár þótt hann sé
smár.“
Þessi orð lýsa ömmu einstak-
lega vel. Amma var klár kona
sem alltaf var hægt að leita til.
Hún gaf sér alltaf tíma til að
spjalla og sýndi einlægan áhuga á
öllu því sem maður var að gera í
lífinu.
Það mætti segja að amma hafi
lifað fyrir systur sínar, börnin
sín, barnabörn og barnabarna-
börn. Það skein svo fallega úr
augunum á henni þegar hún hitti
barnabörnin, alveg eins og ég hef
alltaf fundið þegar hún hitti mig.
Amma hafði gaman af bókmennt-
um og var alltaf dugleg að lesa.
Það áttum við meðal annars sam-
eiginlegt. Það var gaman að ræða
um hinar ýmsu bækur og heyra
hvað amma hafði að segja um
söguna. Það var þó enginn mögu-
leiki að halda í við hana því hún
var oftast búin að lesa bókina
tvisvar ef ekki þrisvar þegar ég
var rétt svo hálfnuð.
Á síðustu árum höfum við fjöl-
skyldan nokkrum sinnum farið til
að kveðja ömmu. Baráttuamma
var þó ekki á því að kveðja þenn-
an heim strax og náði sér alltaf,
allavega að hluta. Síðustu veik-
indi settu þó strik í reikninginn
og var hennar tími kominn. Það
er sárt að kveðja þig, elsku
amma, en ég veit að hvíldin var
þér kærkomin. Ég elska þig og
þakka fyrir allt sem þú kenndir
okkur. Takk fyrir þinn einlæga
og ástríka kærleik, elsku amma.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
(Jóhann Sigurjónsson)
Megir þú hvíla í friði.
Erla Bogadóttir.
Elsku amma mín. Ég vildi óska
þess að ég gæti hringt í þig frekar
en að vera að skrifa þessi orð en
það er víst enginn sími á himnum.
Í staðinn fæ ég að hlýja mér við
minningar um heimsins bestu
ömmu sem gerði allt sem hún gat
til þess að okkur öllum liði vel.
Ég man þegar ég var yngri og
kom til þín á sumrin, alltaf þurftir
þú allra fyrst risaknús til þess að
fylla á bensínið þitt því þú varst
alveg að verða bensínlaus af því
þú hafðir ekki fengið Írisarknús
svo lengi. Mikið gæfi ég til þess
að fá að fylla á mitt bensín núna
með hlýju og góðu ömmuknúsi.
Ég ætlaði alltaf að vera alveg
eins og þú þegar ég yrði stór og
ég vona að mér takist að vera þó
ekki væri nema bara hálfur sá
dugnaðarforkur sem þú varst.
Ég er svo þakklát fyrir að
börnin mín fengu að kynnast þér
og ég mun vera dugleg að segja
þeim sögur af langömmu sem
elskaði þau svo heitt og var svo
stolt af þeim.
Engin orð fá því lýst hversu
mikilvæg þú varst mér en ég vona
að þú hafir vitað það.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
tilbúin til að vera til staðar fyrir
okkur, ég veit að lífið er ekki allt-
af dans á rósum en alltaf gerðir
þú allt þitt til að reyna að láta
mitt líf vera það.
Þín
Íris.
Ást þín
umvefur allt.
Mjúku orðin þín
hlýja heiminum.
Bros þitt
breytir stjörnu
í sól.
(Ástin – Hulda Ólafsdóttir)
Til langömmu
Eva Ásmundsdóttir.
Guðný
Kristjánsdóttir
Að skrifa
minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu
minningagreina. Þær eru einnig birtar á
www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.
Þú varst mér alltaf svo
ótrúlega dýrmæt.
Fannst ég vera svo hepp-
in ef ég fékk í gjöf handverk-
ið þitt, þú varst svo handlag-
in. Saumaðir meira að segja á dúkkurnar mínar.
Það var enginn eins og þú, fórst með mig og yngri
bróður minn á vélsleða og keyrðir í skurð langt úti á
túni í Hvítuhlíð og hlóst. Ég var aðeins 10 ára gömul.
Ef ég hugsa til þín man ég svo vel eftir hárinu þínu
og hvað þú varst mjúk. Það var svo oft sem ég náði í
hárbursta óumbeðið og settist á axlirnar á þér í sóf-
anum til að greiða þér. Eða bara sat á öxlunum í sóf-
anum og renndi fingrunum gegnum hárið þitt. Það
fannst mér svo gaman og þér svo notalegt.
Þér fannst svo gott þegar ég dekraði svona við þig
og mér fannst það líka skemmtilegt.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig elsku amma
mín, varst svo einstök kona.
Minning þín lifir í hjarta mínu og ég mun halda uppi
fallegri minningu þinni og tala um þig við framtíð-
arbarnabarnabörnin þín.
Hvíl þú í friði elsku amma.
Þorgerður Hlín Gunnlaugsdóttir.
✝
Gróa Bjarnadóttir
fæddist 11. maí 1958.
Hún lést 24. ágúst 2022.
Útför Gróu fór fram 5.
september 2022.
Gróa
Bjarnadóttir