Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ísland er í fimmta sæti af 169 þjóð- um í árlegri mælingu Social Pro- gress Imperative á vísitölu fé- lagslegra framfara sem birt var í gær. Vísitalan mælir velmegun og lífsgæði þjóða en við mælingu henn- ar er horft til félagslegra og um- hverfislegra þátta. Mælingin hefur verið gerð síðan 2011 og hefur Ís- land jafnan verið meðal efstu þjóða. Í fyrra var Ísland í fjórða sæti. Ísland þykir leiðandi á ýmsum sviðum þegar vísitala félagslegra framfara, SPI, er reiknuð út. Þar á meðal eru þættir er lúta að aðgengi að vatni, mat og hreinlæti. Hér eru lífslíkur ungbarna mestar og gott aðgengi að menntun. Þá þykir hér á landi vera áberandi lítið um ofbeldi gegn minnihlutahópum, hátt hlut- fall farsímaáskrifta og greitt að- gengi að upplýsingum og sam- skiptum. Eins búa Íslendingar við einna minnstu loftmengun allra og sem fyrr skörum við fram úr í nýt- ingu hreinna orkugjafa. Afturför í 52 löndum í ár Eins og síðustu ár eru það Norð- menn sem tróna á toppi SPI- listans. Á eftir þeim koma Danir, þá Finnar og Svisslendingar eru í fjórða sæti á undan Íslendingum. Svíar og Hollendingar feta svo í fót- spor okkar. Suður-Súdan situr á botni listans. Þegar horft er á heildarniður- stöður mælingarinnar má sjá að heilt yfir hefur vísitalan hækkað um 0,37% milli ára. Hins vegar máttu 52 þjóðir horfa upp á afturför og er Ísland þar á meðal. Í fyrra mældist vísitalan hér á landi 89,57% miðað við uppfærða tölu SPI en í ár er hún 89,54%. Blikur á lofti fyrir næsta ár Í samantekt Social Progress Im- perative segir að þó niðurstöður þessa árs sýni að þjóðir heims séu heilt yfir á uppleið, þegar kemur að velmegun og lífsgæðum, hafi hægt á framförum. Fari sem horfi muni vísitalan í fyrsta sinn lækka á næsta ári. Auk þess eigi áhrif kór- ónuveirufaraldursins enn eftir að skila sér að fullu inn í þessar mæl- ingar sem auki enn á óvissuna um framhaldið. Ísland í 5. sæti á velferð- arlista í ár - Vísitala félagslegra framfara mæld - Niður um eitt sæti á milli ára 90,44 Vísitala félagslegra framfara á Íslandi Þróun vísitölu félagslegra framfara á Íslandi 2011-2022 92 90 88 86 84 82 80 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 Staða Íslands 2022 og sæti á lista 89,54 5. sæti á lista 169 þjóða Vísitala félagslegra framfara 91,18 7. sæti á lista 169 þjóða Grunnþarfir 90,44 3. sæti á lista 169 þjóða Grunnstoðir velferðar 87,00 10. sæti á lista 169 þjóða Tækifæri Heimild: Árleg úttekt SPI, Social Progress Imperative 89,54 91,18 87,00 Heildarvísitala Vísitala félagslegra framfara (heildarvísitala) Grunnþarfir Grunnstoðir velferðar Tækifæri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólarstemning Ísland þykir standa framarlega í jafnréttismálum. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Skólahald í Ármúla á vegum Haga- skóla fer fram með öðruvísi hætti í dag þar sem húsnæðið verður tvíset- ið. Árgangarnir tveir sem sækja þar kennslu þurfa að skiptast á að nota rýmið þar sem ekki verður hægt að hýsa þá báða samtímis þar sem brunavörnum er ábótavant. Vífill Harðarson, formaður for- eldrafélags Hagaskóla, segir ekki um framtíðarlausn að ræða. Samtal- inu við skólann sé ekki lokið en mik- ilvægt hafi verið að finna lausn svo ekki hafi þurft að fella skólastarf niður. Hann kvaðst þó ekki geta sagt til um hversu lengi þetta fyrir- komulag yrði í gildi. Húsnæðið ekki yfirfarið Húsnæði í Ármúla sem notað er undir kennslu nemenda í 8. og 9. bekk í Hagaskóla fór ekki í sam- þykktarferli hjá byggingarfulltrúa og var þess vegna ekki yfirfarið af slökkviliðinu áður en kennsla hófst þar. Húsráðendum hefur verið gef- inn frestur til 12. október til þess að bæta úr þeim vanköntum sem þegar eru til staðar á brunavörnum. Á sunnudaginn kom í ljós að kennsla í Ármúla yrði felld niður á mánudaginn. Í ályktun stjórnar for- eldrafélags Hagaskóla var mikilli óánægju lýst vegna þess. „Í kjölfar þess að mygla uppgötv- aðist í Hagaskóla á liðnum vetri hafa nemendur mátt þola margvíslegar raskanir á skólastarfi. Líkt og oft gerist hafa þær raskanir bitnað verst á þeim sem síst skyldi. Nú bætist við að skólastarf mánudaginn 26. september hefur verið fellt nið- ur,“ segir þar. Skólastjórnendur í Hagaskóla boðuðu til fundar með foreldrafélag- inu, skólaráði, borgaryfirvöldum og slökkviliðinu vegna málsins og fór hann fram í gær. Uppbyggilegur fundur Að sögn Vífils var fundurinn mjög uppbyggilegur. „Ég upplifði ekki annað en að allir væru í sama liði og væru með sama markmiðið. Það er uppi staða sem er mjög óheppileg, svo ekki sé annað sagt, en það er verið að reyna að finna lausn á mál- inu.“ Að sögn Vífils hefur slökkviliðið ekki gert neinar verulegar athuga- semdir við neðstu hæðina og heldur ekki hluta af annarri hæðinni svo skólahald getur haldið áfram þar. „Svo þarf að sjá hvaða tíma það tekur að koma húsnæðinu í meiri nýtingu.“ Vífill kvaðst þó ekki vilja fara nán- ar út í þá möguleika sem voru rædd- ir á fundinum. Ekki rætt um umferðaröryggi Í ályktun stjórnar foreldrafélags- ins kom einnig fram að áhyggjur foreldra hefðu meðal annars beinst að öryggi í tengslum við rútuferðir og umferðaröryggi á svæðinu í Ár- múla, sem ekki værið vel fallið til skólastarfs. Aðspurður segir Vífill umferðar- öryggi ekki hafa verið rætt á fund- inum. Það liggi þó fyrir að fram- kvæmdir séu nauðsynlegar en þær muni taka tíma. Skólabekk- urinn tvíset- inn í Ármúla - Ekki rými fyrir báða árganga - Fundurinn í gær uppbyggilegur Morgunblaðið/Eggert Hagaskóli Vífill Harðarson, formaður foreldrafélagsins, segir fundinn hafa verið uppbyggilegan. Morgunblaðið/Eggert Fundað Skólastjórnendur boðuðu til fundar með foreldrafélaginu, skólaráði, borgaryfirvöldum og slökkviliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.