Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í gær um heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni. Benti Berglind á að aðgengi að slíkri þjónustu á landsbyggðinni væri verra en á höfuðborg- arsvæðinu og að lausn- in á því gæti verið að auka hlut einkaaðila. - - - Hún nefndi að á Akureyri hefði einkafyrirtæki tekið við rekstri tveggja hjúkrunarheimila og að tekist hefði að snúa rekstrinum við, auk þess sem ánægja íbúa, aðstandenda og starfsfólks hefði aukist. - - - Hið sama hefur verið upp á ten- ingnum þegar bornar eru sam- an einkareknar og ríkisreknar heilsu- gæslur. Meiri ánægja er með einka- reknu stöðvarnar en þær ríkisreknu. - - - Berglind benti á að rekstur ann- arrar tveggja heilsugæslustöð- va í Reykjanesbæ hefði verið boðinn út í sumar eftir að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefði lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. - - - Nú hefur Berglind lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að önnur heilsugæslustöðin á Akureyri sem til stendur að opna verði boðin út. - - - Það er rétt sem Berglind bendir á, val fólks eykst þegar einkaað- ilar fá aukið svigrúm og þjónustan batnar auk þess yfirleitt við að fá slíkan samanburð. Sterkar vísbend- ingar eru einnig um að þjónustan batni, þannig að vandséð er að fyr- irstaða ætti að vera við þessa hug- mynd hjá heilbrigðisráðherra. Berglind Ósk Guðmundsdóttir Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu STAKSTEINAR Willum Þór Þórsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Leikar á WDF Evrópumótinu í pílukasti, sem fer fram í Gandia á Spáni, hefjast í dag. Landslið Íslands í kvenna- og karlaflokki munu taka þátt en mótið stendur yfir til 1. októ- ber. Alls er 41 þjóð skráð til leiks í flokki karla og 35 þjóðir í flokki kvenna. Keppendur leika í liðakeppni, einmenning 501 og svo tvímenning en allir leikmenn safna stig- um jafnframt fyrir Ísland í hverjum leik í heildarkeppni þjóða. Liðin eru skipuð fjórum leikmönnum í karla- og kvennaflokki en það voru þau Kristján Sig- urðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir sem völdu keppendurna sem munu taka þátt fyrir Íslands hönd. Landslið kvenna skipa Árdís Guðjónsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Svana Hammer. Landslið karla skipa Hörður Guðjónsson, Karl Helgi Jónsson, Pétur Rúrik Guðmundsson og Vi- tor Charrua Leikar á EM í pílu hefjast í dag - Átta keppendur fóru út fyrir Íslands hönd - Mótið stendur yfir til 1. október Ljósmynd/Aðsend EM Þau sem fara út fyrir Íslands hönd. Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, fer fram hér- lendis næstu daga og af því tilefni eru um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum staddir hér á landi. Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim. Þarna gefst sprengjusérfræðingum tækifæri til þess að samhæfa aðgerðir og miðla reynslu og þekkingu sín á milli. Æfingin fer að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavík- urflugvelli en einnig í Helguvík og í Hafnarfirði. Sérhæfð stjórnstöð hefur jafn- framt verið sett upp á öryggissvæð- inu vegna æfingarinnar en það er í samræmi við alþjóðlegt vinnulag Atlantshafsbandalagsins. Northern Challenge er alþjóðleg æfing Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæsl- unnar skipuleggur og er hún haldin í tuttugasta og fyrsta sinn. ragnheidurb@mbl.is 400 manns æfa viðbrögð við hryðjuverkum Ljósmynd/Landhelgisgæslan Æfing Sérstakir sprengjusérfræðingar eru við æfingar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.