Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Laugarnar í Reykjavík w w w. i t r. i s Frá og með 1. ágúst verður frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla – það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára Sverrir Geirmundsson og Áskell Þórisson sýna olíumálverk og ljós- myndir á efri hæðinni í Gallery Grá- steini, Skólavörðustíg 4, dagana 30. september til 11. október. Sýningin verður formlega opnuð kl. 14 næstkomandi föstudag, fyrsta sýningardaginn, og verður svo opin alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 18 út sýningartímann. Þeir félagar ákváðu að slá saman í sýningu þar sem í verkum sínum eru báðir að horfa til þess smáa í nátt- úrunni sem fæstir veita athygli, ann- ar málar olíumyndir en hinn tekur ljósmyndir. Slóðir Áskels og Sverris lágu sam- an fyrir margt löngu. Þá var Sverrir sölumaður hjá Vélaborg og Lely Center en Áskell ritstjóri Bænda- blaðsins. Báðir hafa sýnt verk sín víða um land en fannst nú hið besta mál að gamlir þjónar landbúnaðar- ins tækju höndum saman, því segja má að ákveðnir þræðir tengi saman verkin þeirra. Þeir félagar hafa úr mikilli lífsreynslu að moða sem nýt- ist þeim vel í sköpuninni, Sverrir er sjötugur en Áskell ári yngri. Myndirnar á sýningunni sem ber yfirskriftina „Hið smáa og lífræna“ eru í ýmsum stærðum og eru allar til sölu á hóflegu verði, segir í frétta- tilkynningu frá félögunum. Hið smáa og líf- ræna í Grásteini - Gamlir þjónar landbúnaðarins sýna Félagar Áskell Þórisson og Sverrir Geirmundsson sýna í Grásteini. Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Á einu ári hefur Sólheimajökull í Mýrdal hopað um alls 37 metra. Þetta kom í ljós í leiðangri sem Hvolsskóli á Hvolsvelli gerði út í fyrri viku til þess að mæla jökulinn og stöðu hans. Slíkt hefur verið gert síðastliðin tólf ár og er hluti af þeirri kennslu sem nemendur í 7. bekk skólans fá í náttúrufræði. Til þessa nutu nemendurnir meðal annars lið- sinnis félaga úr björgunarsveit- inni Dagrenningu á Hvolsvelli sem voru á staðnum með bát til þess að sigla út á lónið framan við jökulinn. Fyrsta mæling Hvolsskólanem- enda var gerð árið 2010. Síðan hef- ur Sólheimajökull gefið eftir um alls 445 metra. Lengi var verkefni þessu stýrt af Jóni heitnum Stefánssyni, kennara við skólann. Framtak hans vakti athygli margra og víða og má þess geta að árið 2019 fékk hann fyrir svonefnda Náttúruverndar- viðurkenningu Sigríðar í Brattholti sem umhverfisráðherra veitir. Misjafnt hefur verið milli ára hve mikið Sólheimajökull hefur hopað. Milli áranna 2017 og 2018 var eft- irgjöfin 11 metrar en 110 metrar næsta ár. Mælingar þessar fara fram með GPS-tækni og eru býsna nákvæmar. Andri Gunnarsson er verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun og formað- ur Jöklarannsóknarfélags Íslands. Hann fylgist vel með stöðu jökla landsins og segir niðurstöðu mæl- inga á Sólheimajökli nú vera í sam- ræmi við veðráttu að undanförnu. Sumarið hafi verið blautt og kalt og 110 metra hop á jöklinum yfir eitt ár komi ekki á óvart. Óvarlegt sé þó að draga miklar ályktanir af þessari einu mælingu. Vísindamenn fari á næstunni til athugana og mælinga á stóru jöklunum á sunnanverðu land- inu, það er Lang-, Hofs-, Eyja- fjalla-, Mýrdals- og Vatnajökli. Nið- urstöður þeirra rannsókna gætu legið fyrir eftir um mánuð héðan í frá. Þá verði meira hægt að segja um síðustu mánuði með tilliti til hitafars, úrkomu og annars þess sem áhrif hefur á jökla landsins og stærð þeirra. Ævintýri Björgunarsveitarmenn sigldu með nema á lóni við Sólheimajökul upp að sporði þar sem jökullinn kelfir. Sólheimajökull hopaði um 110 metra á einu ári - Hvolsskólanemar mældu - Hratt undanhald frá 2010 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðamenn Margir að jökli til að fylgjast með framvindunni þar. Andri Gunnarsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru eflaust margar skýringar á þessu en meginskýringin er senni- lega Covid-19. Við teljum að það hafi mögulega haft áhrif á störf lögreglu og möguleika á að afgreiða kærur. Gjaldþrotabeiðnum hafi fækkað og fólk hafi hikað við að leggja mál fyrir dómstóla. Það hægði einfaldlega á öllu,“ segir Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólasýsl- unnar. Í nýbirtri ársskýrslu Dómstóla- sýslunnar fyrir síðasta ár kemur meðal annars fram að alls hafi 10.739 mál borist til héraðsdómstól- anna árið 2021 samanborið við 14.653 árið 2020. Talan fyrir árið 2020 er nálægt meðaltali áranna á undan svo ljóst er að árið í fyrra sker sig mjög úr. Nemur fækkunin milli ára tæpum 27%. Alls komu 1.427 ákærumál til meðferðar héraðsdómstólanna árið 2021. Að því er fram kemur í skýrsl- unni var í heildina 1.538 ákæru- málum lokið á árinu og 481 máli ólokið um áramót. Málsmeðferð- artími ákærumála, frá þingfestingu máls fram að lyktum þess, heldur áfram að lengjast. Hann var að með- altali 139 dagar á árinu 2021 en var að meðaltali 112 dagar á árinu 2020. Landsrétti bárust 805 ný mál í fyrra. Af þeim voru 273 áfrýjuð einkamál og 120 áfrýjuð sakamál. Kærð einkamál voru 188 og kærð sakamál 224. Til samanburðar bár- ust Landsrétti 754 ný mál árið 2020. Óafgreiddum málum fjölgar hjá réttinum milli ára. Þau voru í lok síð- asta árs 382 talsins en í lok 2020 voru óafgreidd mál 355. Landsréttur afgreiddi 409 kærð mál, 186 einkamál og 223 sakamál. Þar af voru kveðnir upp úrskurðir í 398 málum en 11 mál voru felld nið- ur. Niðurstaða héraðsdóms var stað- fest eða breytt að einhverju leyti í 299 málum en var breytt verulega eða snúið við í 55 málum. Málum fjölgaði hjá Hæstarétti á síðasta ári. Réttinum bárust 56 mál í fyrra, 15 fleiri en árið á undan, og bættust þau við 20 óafgreidd mál frá fyrra ári. Alls voru kveðnir upp 55 dómar í Hæstarétti en þeir voru 38 árið 2020. Málum fækkar mikið í héraðsdómi - Ársskýrsla Dómstólasýslunnar sýnir að málum sem bárust til héraðsdómstólanna fækkaði um 27% milli ára - Telja að áhrifa kórónuveirunnar gæti - Óafgreiddum málum í Landsrétti fjölgar Dómsmál og rannsóknarúrskurðir Heildarfjöldi dómsmála hjá héraðsdómstólunum 2011 til 2021 1.500 1.000 500 0 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 Héraðsdómstólarnir Landsréttur Hæstiréttur Dómstólasýslan2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Heimild: Dómstólasýslan 235 323 673 262 388 711 286 371 794 168 257 645 155 338 636 118 434 687 113 449 744 143 489 906 164 517 924 167 400 942 19.718 19.697 15.053 15.378 15.360 14.653 10.739 84 30 14 6 Rannsóknarúrskurðir hjá héraðsdómstólunum 2011 til 2021 Húsleit Gæsluvarðhald Aðrir rannsóknarúrskurðir 140 337 970 Óafgreiddmál í Landsrétti Skipting ársverka hjá dómstólum2021 Árslok 2020 og 2021 355 382 2020 2021 1.231 1.361 1.451 1.070 1.129 1.239 1.306 1.538 1.605 1.509 1.447 Alls 134 ársverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.