Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á þessum
stað var því
spáð að
ítölsku kosning-
arnar á sunnudag
færu þannig að
foringi Bræðra Ítalíu færi
ásamt Norður-Fylkingu og
flokki Berlusconis með sigur
af hólmi. Ekki sýndi það neina
spádómsgáfu því að þetta virt-
ist ljóst síðustu mánuðina.
Seinustu heimiluðu kannanir
um fylgi flokka sem leyfðar
voru, frá 9. september sl., voru
á þessu róli. Segja má að Fylk-
ing Matteos Salvinis hafi ekki
heimt allt sitt í hús. Fyrir-
tækin sem könnuðu voru nán-
ast samdóma um að flokkur
Berlusconis fengi 7-8% fylgi
og tapaði verulega frá sein-
ustu kosningum. Það gekk eft-
ir. Georgia Meloni, sem var
spáð stórsigri, vann hann og
margfaldaði fylgi sitt. Hún
fékk raunar meira fylgi en
spámenn sáu fyrir. Fylgi Mat-
teos Salvinis varð á hinn bóg-
inn undir væntingum spánna
og tap frá seinustu kosn-
ingum.
Salvini bar sig vel og sagði
réttilega að öllu skipti að
bandalagið sem var opinbert
fyrir kosningar ynni stórsigur
og að honum fylgdi prýðilegur
meirihluti í báðum deildum
þjóðþingsins. Í fyrsta sinn í 14
ár yrði nú skipaður forsætis-
ráðherra fyrir atbeina lýðræð-
islega kjörins þingmeirihluta
og með þjóðarvilja á bak við
sig.
Tvívegis hefur ESB sent
eina af helstu efnahagsspírum
sambandsins, Mario Monti og
Mario Draghi, í stól forsætis-
ráðherra í Róm. Hvorugum
tókst að vinna sér traust hjá
ítölskum almenningi, sem ekki
hefur endilega ólýðræðislega
kommissara hæst á lista yfir
dáða menn. Fáeinum dögum
fyrir kosningarnar nú var Von
der Leyen, toppspíra ESB,
spurð um það hvernig henni
litist á ef kosningarnar færu
eins og spár sögðu. Von der
Leyen sagði efnislega að ætl-
aði ný ríkisstjórn í Róm að
sveigja af markaðri leið þá
hefðu yfirvöld í Brussel öflug
tól til að bregðast við slíku.
Ýmsir töldu ekki við hæfi að
láta glitta í hótanir af hálfu
ESB örfáum dögum fyrir kjör-
dag. Breytingin er þó aðallega
sú að hrokafullir komissarar
ESB láta iðulega eftir sér að
tala niður til litlu ríkjanna í
sambandinu sem njóta tak-
markaðrar virðingar og spara
þá ekki yfirlætið. En hitt er
rétt að þeir Mario-menn,
Monti og Draghi, hafa komið
því þannig fyrir að Ítalía á sí-
fellt meira undir ESB og
Seðlabanka evrunnar að fleyta
áfram erlendum
skuldum landsins,
sem berst sífellt
við erfitt vaxtaá-
lag á þær og á ekki
í önnur hús að
venda.
Annað í umhverfi þessara
kosninga nú er kunnuglegt.
Evrópskir fréttamenn og
þungi bandarískra frétta-
veitna telja almennt að kosn-
ingar fari illa ef sósíalistar eða
öfl hið næsta þeim komast
ekki vel frá þeim. Þyki „hin“
fylkingin fara með sigur af
hólmi þá er það undan-
tekningarlítið skilgreint svo
að þar fari hægri öfgaflokkar
fremst. Og fæstir þeirra hafa
verið nefndir í meira en 30
sekúndur eða svo þegar því er
bætt við að þeir eigi „rætur í
nasisma“.
Fáir þekktu til Georgia Mel-
oni norðan megin Alpa eða
vestan Atlantshafs, en svokall-
aðir „fréttamenn“ voru þó
ekki lengi að koma því til skila
að Meloni væri öfgahægrimað-
ur og með „rætur í nasisma“.
Því var svo bætt við að Matteo
Salvini, leiðtogi Fylking-
arinnar, væri þó mun lengra
úti á hægri kantinum en Mel-
oni, sem sakleysingjum þótti
erfitt að sjá að væri hægt. En
á meðan íslenskir hlustendur
voru að melta þetta var upp-
lýst að Meloni hefði verið höll
undir Mussolini. Meloni er 45
ára gömul og fædd 32 árum
eftir að Mussolini, gamli sósí-
alistinn, var hengdur upp á
löppunum ásamt ástkonu
sinni. En fullyrt er að frúin
hafi sagt á fundi 19 ára gömul
að Mussolini hafi ekki verið al-
vondur! Allir gáfuðustu Ís-
lendingarnir sem fylltu Aust-
urbæjarbíó til að gráta
fjöldamorðingjann Stalín tóku
fæstir krók á sig til biðja
heiminn afsökunar á því, sem
þeir gerðu flestir gegn betri
vitund áratugum saman.
BBC tuggði að hægri öfga-
kona væri að verða forsætis-
ráðherra á Ítalíu, í mestu
hægri öfgastjórn sem komist
hefði til valda í landinu frá
seinustu heimsstyrjöld! BBC
taldi stærsta flokkinn á vinstri
kantinum vera „miðvinstri
flokk“. Sama og Sigurður Ingi
kallar sinn flokk. Enginn
flokkur vinstra megin við
ítalska vinstriflokkinn á miðj-
unni náði því að vera með
pínulitla og næstum ósýnilega
skuggamynd af öfgum, sem
sæjust hugsanlega í rafeinda-
smásjá. Öfgarnar eru bara
hægra megin. Hvenær átta
slíkir kappar nær og fjær sig á
því hvað þeir eru orðnir hlægi-
legir, hversu voðalega langt er
síðan langflestum varð það sí-
fellt meira ljóst?
Skyldi hún enn
vera handbendi
Mussolinis?}
Fór eins og spáð var
M
eð uppstokkun á stjórnarráði
Íslands og tilkomu nýs menn-
ingar- og viðskiptaráðuneytis
urðu tímabærar breytingar
að veruleika. Í fyrsta sinn
heyra þannig menning, ferðaþjónusta og við-
skipti undir einn og sama fagráðherrann.
Málaflokkarnir eru umsvifamiklir en tugþús-
undir starfa við menningu, skapandi greinar
og ferðaþjónustu sem fléttast saman með
ýmsu móti, auka aðdráttarafl Íslands og skapa
gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Þannig
nemur heildarumfang málaflokka ráðuneyt-
isins rúmum 40% af landsframleiðslu.
Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim með
markvissum hætti um allt land í samstarfi við
heimamenn á hverju svæði fyrir sig. Í liðinni
viku heimsótti ég Austurland þar sem ég
fundaði með fulltrúum sveitarfélaga og landshluta-
samtakanna ásamt forystufólki í menningarlífi og ferða-
þjónustu og atvinnulífi á svæðinu.
Heimsóknin var frábær í alla staði og ómetanleg fyrir
mig sem ráðherra til að fá beint í æð hvernig landslagið
horfir við fólki sem starfar í þessum greinum hvað lengst
frá Reykjavík og hvaða tækifæri eru til þess að styrkja
umgjörð þeirra. Ferðaþjónustan er stærsta sjálfsprottna
byggðaaðgerð Íslandssögunnar en með henni hefur
skapast fjöldi starfa umhverfis landið. Greinin hefur átt
stóran þátt í að auka lífsgæði okkar með ríkulegra mann-
lífi, nýstárlegu framboði af afþreyingu og góðum mat. Til
þess að tryggja vöxt hennar á landsbyggðunum utan há-
annar þurfa stjórnvöld að halda áfram að styrkja um-
gjörð hennar og stuðla að betri dreifingu
ferðamanna.
Ákveðinn árangur náðist af aðgerðum
stjórnvalda í þá veru fyrr á þessu ári þegar
þýska flugfélagið Condor tilkynnti beint áætl-
unarflug til Egilsstaða og Akureyrar á næsta
ári. Það er eitt jákvætt skref af nokkrum sem
þarf að taka. Tryggja þarf greiðar vega-
samgöngur að helstu náttúruperlum lands-
byggðarinnar yfir vetrartímann með nægjan-
legri vetrarþjónustu. Stjórnvöld í samstarfi
við Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu þurfa
að leiða samtal við fjármálafyrirtækin um að-
gengi að lánsfjármagni í ferðaþjónustu utan
höfuðborgarsvæðisins. Skortur á slíku að-
gengi virðist landlægur vandi, meðal annars
hjá rótgrónum ferðaþjónustuaðilum, sem
vert er að skoða betur. Halda þarf áfram að
byggja upp innviði og gera Akureyrar- og Egilsstaða-
flugvöll betur í stakk búna til að taka á móti alþjóðlegu
flugi ásamt því að huga ávallt að því að landið allt sé und-
ir í alþjóðlegu markaðsstarfi á Íslandi sem áfangastað.
Öflug menning á landsbyggðunum styður við ferðaþjón-
ustuna og öfugt og þar eru fjölmörg tækifæri sem hægt
er að virkja, meðal annars með auknum stuðningi í kynn-
ingu á söfnum og menningarstofnunum. Hef ég þegar
óskað eftir að þeirri vinnu verði ýtt úr vör.
Ég er bjartsýn fyrir hönd þessara greina og ég hlakka
til að vinna með öllum landshlutum að vexti þeirra.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Menning og ferðaþjónusta um allt land
Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra
og varaformaður Framsóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
H
afrannsóknastofnun og
Matvælastofnun vekja
athygli á því að áform
Hábrúnar ehf. um ný
eldissvæði fyrir regnbogasilung í
Ísafjarðardjúpi stangist á við ákvæði
reglugerðar um að fimm kílómetrar
skuli vera á milli eldissvæða. Fyrir
eru til staðar eða í ferli fjöldi kvía-
bóla annarra fyrirtækja í Djúpinu.
Skipulagsstofnun segir að taka þurfi
á því máli og fjölda annarra í um-
hverfismatsskýrslu.
Hábrún hefur alið þorsk og silung
í sjókvíum í Skutulsfirði í tuttugu ár
og hefur nú fengið leyfi fyrir fram-
leiðslu á 700 tonnum af regnbogasil-
ungi og þorski. Hábrún hyggst auka
eldi sitt og áætlar að hefja eldi á
11.500 tonnum af regnbogasilungi í
kvíum á fjórum stöðum í Ísafjarð-
ardjúpi, þ.e. í Hestfirði, Hnífsdal og
Naustavík og Drangsvík á Snæ-
fjallaströnd. Hefur fyrirtækið kynnt
matsáætlun fyrir þessi áform.
Skipulagsstofnun hefur, að fengnum
umsögnum, lagt fram ábendingar í
19 liðum sem hún segir að fyrirtækið
þurfi að taka tillit til við vinnslu og
framsetningu umhverfismats-
skýrslu.
Fjarlægðarmörk verði virt
Í umsögn Hafrannsóknastofnunar
kemur fram að fjarlægð milli eld-
issvæða ótengdra aðila í Ísafjarð-
ardjúpi sé allt of lítil og í raun ekki
gerð grein fyrir nákvæmri fjarlægð
milli svæða í matsáætlun. Fram
kemur að krafan um 5 kílómetra lág-
marksfjarlægð milli eldissvæða sé
gerð vegna hættu á því að sjúkdóm-
ar dreifist á milli eldissvæðanna.
Nefnir Hafró að laxa- og fiskilús geti
borist á milli svæða sem og ISA-
veiran sem getur valdið blóðþorra.
Matvælastofnun bendir sömuleiðis á
ákvæði um lágmarksfjarlægð á milli
eldissvæða.
Í svörum Hábrúnar kemur fram
að til þess að auðvelda úrlausn mála
vegna fjarlægðar á milli óskyldra að-
ila muni Hábrún leggja fram val-
kosti um fjögur ný sjókvíaeldissvæði
auk þess sem núverandi eldissvæði
félagsins í Skutulsfirði verði stækk-
að. Félagið bendir jafnframt á að
umsóknir Arctic Fish og Arnarlax
geri ráð fyrir því að kvíar fyrirtækj-
anna verði innan 5 km frá eldissvæði
Hábrúnar í Skutulsfirði. Matvæla-
stofnun geti því hafnað umsóknum
fyrirtækjanna um þessi svæði og
myndi það tryggja Hábrún fullnægj-
andi athafnarými við Skutulsfjörð og
næsta nágrenni.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er
sú að Hábrún þurfi í umhverfismati
að gera grein fyrir og leggja mat á
samlegðaráhrif núverandi og fyr-
irhugaðs fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
Hafa þurfi í huga forsendur til að
víkja frá meginreglunni um 5 km
fjarlægð milli eldissvæða, áhrif á
botndýralíf, smitsjúkdóma, laxa- og
fiskilús, villta stofna og aðrar sjáv-
arnytjar. Leggja þurfi fram spá um
líklega dreifingu smitsjúkdóma og
fiski- og laxalúsar frá eldissvæðum
fyrirhugaðs eldis, byggt á niður-
stöðum mælinga á yfirborðs-
straumum. Meta þurfi áhættu af
þeim þáttum fyrir villta laxfiska í
Ísafjarðardjúpi og á Vestfjörðum,
svo og möguleg áhrif á eldi annarra
fyrirtækja. Jafnframt þurfi að gera
grein fyrir því hvernig Hábrún
hyggst koma í veg fyrir að smit ber-
ist í sjó þegar eldisfiski er slátrað.
Eins og fyrr segir lagði Skipulags-
stofnun fram átján ábendingar eða
athugasemdir, til viðbótar þessari,
sem Hábrún þarf að athuga við gerð
umhverfismatsskýrslu.
Telja að sjúkdómar
geti borist milli kvía
Morgunblaðið/Hákon Pálsson
Sjóeldi Ísafjarðardjúp er mjög stórt. Þar hafa fyrirtækin þó raðað sér upp þannig að erfitt er að finna ný pláss