Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 6
„Að sjálfsögðu viljum við sýna ábyrgð og taka á móti
flóttamönnum. Slíku þurfa þó að fylgja þeir fjármunir
frá ríkinu sem þarf svo þjónustan sé í samræmi við
kröfur,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjar-
stjóri í Árborg. Í febrúar á sl. ári var undirritaður
samningur milli ríkisins og Árborgar um að sveitarfé-
lagið væri eitt þeirra á landinu sem önnuðust móttöku
flóttamanna. Síðan þá hafa um 30 manns á flótta sest
að í sveitarfélaginu, sumir á eigin vegum.
„Mismunandi er hve mikla þörf þetta fólk hefur á
velferðarþjónustu sveitarfélagsins, en þar er þessum
málum ætlað eitt stöðugildi. Stuðningur ríkisins er
samkvæmt því vinnuframlagi auk þess sem útlagður kostnaður er greidd-
ur. Og núna viljum við nýjan samning við ríkið vegna flóttafólks, því
straumur þess er ekkert í rénun og aðstæður breytast hratt.“
Aðstæður breytast hratt
VILJA NÝJAN SAMNING VIÐ RÍKIÐ
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Íbúum höfuðborgarsvæðisins, 60 ára
og eldri, er nú boðið upp á fjórða
skammtinn við Covid-19. Auk þess
verður boðið upp á bólusetningu við
inflúensu í nýju bólusetningarátaki.
„Það er opið hús næstu tvær vikur
í Laugardalshöll. Allir 60 ára og eldri
eru velkomnir,“ segir Ragnheiður
Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Fólk 60 ára
og eldra sem ekki hefur fengið fjórðu
bólusetningu gegn Covid-19 mun fá
boð. Þeir sem búnir eru að fá fjórða
skammtinn og ætla að fá inflúensu-
sprautu fá ekki boð en þeim er vel-
komið að mæta.
Bólusett verður í anddyri gömlu
Laugardalshallar klukkan 11 til 15
alla virka daga til föstudagsins 7.
október. Heilsugæsla höfuðborgar-
svæðisins hvetur alla sem geta til að
mæta. Um 30 starfsmenn heilsu-
gæslunnar vinna við bólusetninguna
á hverjum tíma.
Fjórir mánuðir þurfa að hafa liðið
frá því einstaklingur fékk síðast
bóluefni gegn nýju kórónuveirunni
þar til gefa má örvunarskammt. Nú
verður notast við nýja útgáfu af bólu-
efni við Covid-19. Þess vegna verður
ekki boðið upp á grunnbólusetningu
fyrir þá sem ekki hafa verið bólusett-
ir áður. Fólk er vinsamlegast beðið
um að mæta í stuttermabol innst
klæða til að auðvelda bólusetningu.
Heilbrigðisstofnanir utan höfuð-
borgarsvæðisins munu annast bólu-
setningar fyrir sína skjólstæðinga.
Þegar bólusetningarátaki 60 ára
og eldri verður lokið er stefnt að því
að bjóða yngri en 60 ára sem vilja
örvunarskammt á heilsugæslustöðv-
um. Þar verður einnig boðið upp á
bólusetningu við inflúensu á sama
tíma fyrir þau sem það vilja, sam-
kvæmt tilkynningu. gudni@mbl.is
Bólusett við
Covid-19 og flensu
- Bólusetningar í
Laugardalshöll næstu
tvær vikurnar
Morgunblaðið/Eggert
Laugardalshöll Bólusetningar gegn
Covid-19 og inflúensu hefjast í dag.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Aðstreymi flóttafólks hingað til
lands er jafnt og stöðugt. Reynsla
undanfarinna vikna er sú að í viku
hverri koma hingað til lands um 100
manns og starfið hér miðast við
það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson,
aðgerðastjóri stjórnvalda við mót-
töku flóttafólks. Móttökustöð fyrir
fólkið er í húsi
Domus Medica
við Egilsgötu í
Reykjavík og þar
er því veitt fyrsta
þjónusta.
Alls hafa 2.865
flóttamenn komið
til landsins í ár,
þar af 1.722 frá
Úkraínu. All-
margir eru sömu-
leiðis frá Vene-
súela. Gangurinn í málum þeirra er
sá að við komuna til landsins gefur
fólk sig fram við lögregluna á Kefla-
víkurflugvelli – sem kemur því inn til
Reykjavíkur þá strax í kjölfarið.
Læknisskoðun, pappírar
og leiðin greidd
Í móttökunni fer fram lækn-
isskoðun og svo eru pappírar fólks-
ins og mál yfirfarin. Þetta er á könnu
lögreglunnar sem er með aðsetur í
húsinu en því næst tekur starfsfólk
Fjölmenningarseturs og þjónustu-
teymi Vinnumálastofnunar við.
Strax á fyrstu stigum er reynt að
greiða leið fólks til vinnu, barna til
skólagöngu og svo framvegis. Sömu-
leiðis er reynt að útvega fólkinu hús-
næði. Fyrst skammtímaúrræði sem
er í sex til átta vikur og síðan varan-
legra skjól í allt að eitt ár.
„Okkur hefur, miðað við aðstæður,
tekist ótrúlega vel að greiða úr hús-
næðismálunum, en fyrir skamm-
tímadvöl höfum við sérstaklega leit-
að eftir húsum sem taka fimmtíu
manns eða fleiri. Nú fer hins vegar
að verða hörgull á slíku og þá þarf að
hugsa út fyrir kassann,“ segir Gylfi
Þór.
Samkvæmt samkomulagi við ríkið
taka Reykjavíkurborg, Hafnar-
fjörður, Reykjanesbær, Akureyri og
Árborg á móti flóttafólki – sem skráð
hefur verið inn í landið eins og að
framan er lýst. Sveitarfélögin fá
greitt fyrir frá ríkinu fyrir hvern og
einn, aukinheldur sem útsvarstekjur
þessa fólk eru fljótar að skila sér inn
í sveitarsjóð.
Húsin henti kröfum
„Við þurfum tilfinnanlega fleiri
sveitarfélög til þess að leggjast á ár-
arnar með okkur og taka á móti fleiri
flóttamönnum. Ég veit raunar að
viljann vantar ekki. Forsvarsmenn
sveitarfélaganna vita að fyrirtækin
vantar fólk, til dæmis í verka-
mannastörf, umönnun og ferðaþjón-
ustuna. Húsnæðismálin eru hins
vegar fyrirstaðan og þar þarf að
bregðast við. Byggingar, til dæmis
úr gámaeiningum sem skamman
tíma tæki að reisa, finnst mér koma
til greina. Víða úti um land vitum við
svo sem af húsum sem gætu nýst,
sbr. að nýlega var gamli heimavist-
arskólinn á Eiðum á Héraði gerður
að bústað flóttafólks,“ segir Gylfi
Þór Þorsteinsson.
„Við höfum fengið ýmsar ábend-
ingar um fleiri sambærilegar bygg-
ingar, en slíkt verður allt að skoðast í
samhengi við til dæmis almennings-
samgöngur, fræðslumál, heilbrigð-
isþjónustu og fleira slíkt. Húsin
þurfa að henta þörfum fólksins. Með
tilliti til þessara þátta finnur Vinnu-
málastofnun einnig út á hvaða stað
fólk og fjölskyldur gætu best fundið
sig og skapað sér framtíð. Skólar
sem henta börnunum þurfa einnig að
vera til staðar. Reyndar veit ég að
sveitarfélögin hafa kallað eftir meiri
stuðningi frá ríkinu, til dæmis vegna
skólamálanna, þar sem börn flótta-
fólksins þurfa margs með í stuðningi
sem kostar sitt. Þar veit ég að málin
hafa verið í skoðun hjá mennta-
málaráðuneytinu og samningur milli
ríkis og Sambands íslenskra sveitar-
félaga um greiðslur og nánari út-
færslur í þessu málum liggur fyrir.“
Alltaf ný viðfangsefni
Í móttökustöðina á Skólavörðu-
holti í Reykjavík kemur fólk ýmissa
erinda. Allt á það sameiginlegt að
hafa komið til Íslands á öldum ör-
laga. Þarf í ljósi breyttra aðstæðna
og vegna átaka á heimaslóð að skapa
sér nýja framtíð í framandi landi og
þarf því margs við.
„Hingað koma að jafnaði 10-15
manns á dag og straumurinn helst
jafn,“ segir Gylfi. „Við störfum sam-
kvæmt því; höfum tiltækt húsnæði
og aðrar bjargir sem duga nú eina til
tvær vikur fram í tímann. Hver ein-
asti dagur sem rennur upp færir
okkur ný viðfangsefni og þetta er
svolítið eins og að moka snjó í skaf-
renningi. Fljótt fennir í sporin. Und-
an þessu hjálpar- og mannúðarstarfi
verður þó ekki vikist; í samfélagi
þjóðanna hafa allir skyldur gagnvart
þeim sem hjálpar eru þurfi.“
Nær 3.000 flóttamenn komnir í ár
- Að jafnaði koma 100 manns í viku hverri - Atvinna býðst víða en húsnæði vantar - Fleiri taki
þátt í verkefninu - Sveitarfélög vilja meira frá ríkinu vegna skólamála - Börn þurfa að fá stuðning
AFP
Úkraína Stríðið dregst á langinn og neyðin vex, nú þegar haustið er komið. Í borginni Donetsk vakti brunninn bíll
athygli barnanna, en hjálparstarf um þessar mundir miðast ekki hvað síst við að tryggja betur öryggi þeirra.
Gylfi Þór
Þorsteinsson
Fjóla Steindóra
Kristinsdóttir