Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 32
ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum ! ! ! ! ! 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember – UPPSELT Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns- dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana- lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir barna- menningarhátíð í Árskógarskóla og félagsheimilinu Árskógi í dag frá kl. 8.30 til 13.30. Er hún ætluð grunn- skólabörnum í Dalvíkurbyggð og tileinkuð skáldkon- unni Látra-Björgu sem var uppi á 18. öld. 100 börn úr Árskógarskóla og Dalvíkurskóla taka virkan þátt í hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar hefst með listasmiðj- um og kl. 12.30 verður tónleikhússýningin Sjókonur og snillingar sýnd en í henni er fléttað saman ævisögu Bjargar og strengjakvartett eftir Maddalenu Lomb- ardini Sirmen við íslenska þjóðlagatónlist, kveðskap, nýjar texta- og tónsmíðar og raftónlist. Hátíð tileinkuð Látra-Björgu ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Stjarnan vann öruggan 4:0-sigur á Þór/KA í lokaleik 17. umferðar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Með sigrinum fór Stjarnan upp í annað sæti deild- arinnar, sem gefur sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og er það því í höndum Stjörnukvenna að tryggja sætið í lokaumferðinni á laugardag. »26 Meistaradeildarsæti er í höndum Stjörnunnar ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjóböð njóta vaxandi vinsælda og arkitektinn og heilsumarkþjálfinn Margrét Leifsdóttir er óþreytandi við að kynna kosti baðanna. Þær Guðrún Tinna Thorlacius, sem er líka heilsumarkþjálfi, byrjuðu með námskeiðið „Glaðari þú“ í Nauthóls- vík í nóvember 2020, þegar nánast allt snerist um kórónuveirufarald- urinn. „Við erum að frá september fram í lok apríl, en í maí tekur við ævintýranámskeið sem við höldum víða, eins og til dæmis á Álftanesi, í Hvalfirði og Kjalarnesi til að undir- búa sjálfstæð sjóböð þátttakenda um sumarið.“ Mikill áhugi Námskeiðin urðu að veruleika fyr- ir tilviljun. Margrét segir að Tinna hafi stungið upp á því að þær héldu saman námskeið um föstur. Hún hafi slegið til og lagt áherslu á að hafa sjóböð með. „Við byrjuðum með fyrirlestra og verkefni og sjóbað í gulri viðvörun í nóvember. Ætlunin var að hafa sjóbað einu sinni í viku, en eftir það fyrsta spurðu þátttak- endur hvort þeir ættu virkilega að bíða í heila viku eftir því að fara næst í sjóinn. Þá ákváðum við að vera með sjóbað þrisvar í viku.“ Dagskráin gekk ekki áfallalaust fyrir sig í byrjun. Margrét segir að veðrið hafi verið hryssingslegt og aðstaða til að skipta um föt verið lok- uð. „Fötin okkar fuku út um allt en það jók bara á skemmtunina. Í des- ember ákváðum við að vera bara með sjóbaðsnámskeið, því ekki er mikill áhugi fyrir því að fasta í jóla- mánuðinum. Við fengum um 15 þátt- takendur en í janúar 2021 voru þeir 70 og síðan hefur eiginlega verið uppselt.“ Upphitun og öndunaræfingar Boðið er upp á skipulagða tíma í Nauthólsvík fimm sinnum á þriðju- dögum og fimmtudögum, tvo tíma í hádeginu og þrjá tíma seinnipartinn, auk fjögurra tíma á laugardags- morgnum. Fólk getur keypt mán- aðaráskrift eða til lengri tíma. Næsta sjóbaðsnámskeið hefst 4. október og er skráning hafin (glad- ari.namskeid@gmail.com). „Þátttakendur mæta þegar þeir vilja og við erum með samtals um 80 manns á þessum námskeiðum,“ seg- ir Margrét og leggur áherslu á að hver tími hefjist á upphitun og önd- unaræfingum. „Núna erum við um fimm mínútur í sjónum og förum niður í tvær til þrjár mínútur, þegar sjórinn er sem kaldastur. Þegar við komum upp úr erum við sjúklega glöð, því líkaminn byrjar að spýta gleðihormónunum um sig allan. Þá dönsum við á ströndinni og leikum okkur aðeins ef veður leyfir, sem er reyndar oftast.“ Á sumrin er Margrét í fríi frá námskeiðunum og fer þá reglulega í sjóinn neðan við grásleppuskúrana við Ægisíðu. „Hérna er hverfis- aðstaðan okkar, stutt að fara og þægilegt.“ Nýlega byrjaði hún jafnframt að fara með vinum sínum þar í sjóinn klukkan tíu mínútur yfir sjö á mánu- dags- og miðvikudagsmorgnum. „Það er svo stórkostlegt að byrja daginn á þessu,“ segir Margrét, en vekur athygli á að dæling skolps í sjóinn að undanförnu hafi sett strik í reikninginn. „Í síðustu viku var um- ræða um að skolphreinsistöð í Faxa- skjóli væri á yfirfalli vegna viðgerða. Það er mjög miður þegar það gerist og mikilvægt að samskipti milli Veitna og þeirra sem stunda sjóböð séu skýr og góð. Heilbrigðiseftirlitið mælir reglulega sjógæði í Nauthóls- vík og við höfum hingað til ekki þurft að aflýsa tímum vegna mengunar,“ segir Margrét. Hún brýnir fyrir fólki að setja ekkert annað en líkamlegan úrgang og salernispappír í klósettið. „Mjög mikilvægt er að við áttum okkur á því að það sem við setjum í klósettið getur farið beint út í sjó.“ Hljómsveitin Á móti sól söng um Auðbjörn, sem fór í ljós þrisvar í viku og mætti reglulega í líkams- rækt. Margrét fer markvisst í sjóinn fimm daga í viku en hvað gerir hún á föstudögum og sunnudögum? „Þetta eru frjálsir dagar en ef sjórinn kallar fer ég út í.“ Í sjóbað nær daglega - Margrét og Guðrún Tinna með námskeið í Nauthólsvík - Ekki þurft að aflýsa tímum vegna dælingar skolps í sjó Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Nauthólsvík Tímarnir byrja á upphitun og öndunaræfingum. Á ströndinni Guðrún Tinna Thorla- cius og Margrét Leifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.