Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aftakaveður var um helgina á Norð-
urlandi vestra, Norðurlandi eystra
og á Austurlandi.
Tjón upp á tugi ef ekki hundruð
milljóna króna hefur orðið á eignum
og innviðum víðsvegar um landið
vegna þessa. Rafmagnsleysi hrjáði
auk þess stóran hluta Norðurlands á
meðan veðrið gekk yfir. Þá var einn-
ig rafmagnslaust á Austurlandi.
Karen Ósk Lárusdóttir, verkefna-
stjóri hjá Landsbjörg, sagði í sam-
tali við mbl.is í gær að í það minnsta
hefðu útköll björgunarsveita verið
um 200 yfir helgina og þá voru um
350 björgunarsveitarmenn að störf-
um á landinu öllu í gær og í fyrra-
dag.
Austurland verst úti
Miklar skemmdir urðu á íbúðar-
húsnæði og ökutækjum á Reyðar-
firði. Foktjón varð víða, bílrúður og
gluggar brotnuðu og þakskemmdir
eru umfangsmiklar, einkum á iðn-
aðarhúsnæði.
Meðan á óveðrinu stóð fór Ragnar
Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Reyðar-
firði, út til að taka myndir og kanna
ástandið og sagði hann í samtali við
mbl.is í fyrradag að svæðið væri al-
gert hamfarasvæði.
„Það er aftakaveður hérna, einn
bragginn á Stríðsminjasafninu
hrundi, mikið tjón hefur orðið á
Bykoskemmunni í miðbænum. Þá
eru miklar skemmdir á Mjóeyrar-
höfninni og slökkvistöðinni. Sama
gildir um húsnæði Eimskips.“
Á Seyðisfirði hrundi Angró, sögu-
frægt bryggjuhús á svæði Tækni-
minjasafns Austurlands, í fyrradag.
Helgi Haraldsson, formaður björg-
unarsveitarinnar Ísólfs, taldi hrun
Angró vera stærsta tjónið sem
veðurofsinn olli þann daginn, en að
auki var mikið um brotnar bílrúður
og ýmiss konar foktjón auk þess sem
bátur hafði losnað frá bryggju.
Þá urðu miklar skemmdir á
slökkvistöðinni á Hrauni í Fjarða-
byggð er vindhviða skall á stöðinni.
Sigurjón Valmundsson, slökkviliðs-
stjóri slökkviliðs Fjarðabyggðar,
sagði í samtali við mbl.is í gær að
sem betur fer slasaðist enginn.
„Það kom einhver hvellur þarna
og það fóru nokkrar hurðir af ann-
arri hliðinni og þær skutust inn í
hús. Út af þrýstingnum sprakk
veggurinn út hinum megin í húsinu.“
Sjávarflóð á Akureyri
Ástandið á Norðurlandi eystra var
slæmt þann daginn sem óveðrið
geisaði á landinu vegna mikils
sjávarflóðs inn í húseignir á svæð-
inu.
Greint var frá því á mbl.is í fyrra-
dag um hálfþrjúleytið að sjór hefði
gengið á land á Akureyri og flæddi
yfir götur og inn í hús á Eyrinni. Þar
sem staðan var hvað verst var um 15
til 20 sentimetra djúpt vatn inni í
húsunum sem að sögn Aðalsteins
Júlíussonar, aðalvarðstjóra hjá lög-
reglunni á Akureyri, voru aðallega
atvinnuhúsnæði.
„Það eru fiskvinnslur þarna niður
frá, vélsmiðjur, söluaðilar með bú-
vélar og það er allur fjárinn þarna
niður frá, þannig að það eru mikil
verðmæti undir,“ sagði hann í sam-
tali við mbl.is í fyrradag.
Þá skemmdust bílar á Möðrudals-
öræfum en Friðrik Árnason, sem
kom að bílunum er hann átti leið hjá,
lýsti aðstæðum þar sem sláandi.
Sagði hann alla bílana vera
skemmda.
Mikil mildi að ekki
varð manntjón
- Mikið tjón á Norður- og Austurlandi - Yfir 200 útköll
Morgunblaðið/Þorgeir
Sjávarflóð Sjór gekk á land á Akureyri og flæddi yfir götur og inn í hús.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Stefnt er að því að hið sögufræga
bryggjuhús Angró á Seyðisfirði, sem
féll saman í óveðrinu sem geisaði á
Austurlandi um helgina, verði tekið í
sundur, því bjargað sem bjargað
verður og það að endingu reist á nýj-
um stað í bænum.
Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri
hjá Minjastofnun, sagði í samtali við
Morgunblaðið að unnið væri að því
að gera áætlun um hvernig ætti að
taka húsið niður. „Húsið verður tek-
ið niður og allt heillegt efni verður
sett í gáma og geymt þar til húsið
verður endurbyggt á ný. Það er ljóst
að það þarf að hafa hraðar hendur
því það getur orðið foktjón.“
Vegna veðurofsans sem enn lét til
sín taka í gær höfðu menn á vegum
Minjastofnunar ekki skoðað tjónið
gaumgæfilega á vettvangi heldur
helst stuðst við ljósmyndir af
skemmdunum.
„Af myndum að ráða virðist húsið
hafa fallið undan eigin þunga,“ segir
Pétur og bendir á að tjón sem varð á
Angró í skriðunni á Seyðisfirði í des-
ember 2020 hafi að hans mati verið
undanfari þessa hruns. Húsið hafi
kiknað undan eigin þunga en ekki
fokið, sem bendi til þess að burðar-
grindin hafi verið veik fyrir.
Það hafði staðið til í þónokkurn
tíma að flytja Angró á annan stað í
bænum og í þeirri vinnu hafði komið
í ljós að best væri að taka húsið í
sundur og byggja það upp á nýtt, að
hluta úr nýju efni. Því þarf að gera
nýja útgáfu af þeirri áætlun miðað
við ástand hússins eftir hrunið.
Pétur segir Angró hafa mikið
menningarsögulegt gildi fyrir Seyð-
isfjörð. „Þetta er annað af tveimur
húsum sem Ottó Wathne, sem kall-
aður er faðir Seyðisfjarðar, reisti.
Hann bjó í þessu húsi. Þetta er eitt
fárra atvinnuhúsa frá 19. öld sem
enn standa. Það er óvenjulegt að
gerð af því að það er byggt alveg út í
sjó. Þannig að þetta er mjög fágætt
og merkilegt hús.“
Ljósmynd/Helgi Haraldsson
Tjón Miklar skemmdir urðu þegar hið sögufræga bryggjuhús Angró á Seyð-
isfirði féll saman í óveðrinu sem geisaði á Austurlandi um helgina.
Verður endur-
reist á nýjum stað
- Varðveita allt heillegt efni úr Angró
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flest eða öll stéttarfélög iðnaðar-
manna fara fram á 32 tíma vinnuviku
í dagvinnu. Formaður VM segir að
einfalda þurfi vinnuvikuna. Sér hann
það fyrir sér að þegar krafan um 32
daga vinnuviku náist fram muni víða
verða fjögurra daga vinnuvika en út-
færslan geti þó farið eftir aðstæðum.
VM, félag vélstjóra og málm-
tæknimanna, lagði kröfugerð sína
um önnur atriði en launaliði fyrir við-
semjendur í Samtökum atvinnulífs-
ins í síðustu viku. Stéttarfélög iðn-
aðarmanna eru í samfloti við gerð
kjarasamninga.
Meðal helstu atriða í kröfugerð-
inni er krafan um að vinnuvikan
verði 32 virkar vinnustundir. Það
sama á við um önnur félög iðnaðar-
manna, eftir því sem best er vitað.
Sömu kröfur í Evrópu
Guðmundur Helgi Þórarinsson,
formaður VM, segir að menn geri
sér grein fyrir því að svona kröfur
náist stundum í áföngum. Minnir
hann á að það hafi tekið 7 eða 8 ár að
afnema dagvinnu á laugardögum og
það hafi náðst fram í nokkrum áföng-
um.
Vinnuvika félaga í VM er nú kom-
in niður í 36 stundir, samkvæmt gild-
andi kjarasamningum. Spurður um
rök fyrir frekari styttingu segir Guð-
mundur að kröfur af þessu tagi séu
uppi um alla Evrópu og félagsmenn
horfi einnig til þess.
Segir Guðmundur að síðasta
vinnutímastytting hafi verið útfærð
með ýmsum hætti. Margir vinni
áfram 8 stunda vinnudag en taki frí
annan hvern föstudag, eða hætti á
hádegi einn dag í viku. Fleiri út-
færslur séu í gangi.
Hann segir að nú séu uppi kröfur
um að vinnuvikan verði skipulögð
betur í þessu ljósi. Þegar gengið
verði lengra í vinnutímastyttingu
muni það hafa kostnað í för með sér.
Taka þurfi upp vaktir í verslunar- og
þjónustufyrirtækjum sem opin eru
alla daga vikunnar. Tekist hafi að
leysa þau mál á næturvöktum spít-
alanna.
Skipuleggja vikuna betur
Guðmundur sér fyrir sér að þegar
32 stunda markið náist reyni menn
að skipuleggja vinnuvikuna betur.
Einfaldast sé að taka frí einn virkan
dag, þannig að unnið verði 8 tíma í
fjóra daga. Þetta verði þó að fara eft-
ir aðstæðum í atvinnugreinum eða á
vinnustöðum.
Guðmundur segir einnig að ein-
falda þurfi yfirvinnu, vegna ákvæða
um mismunandi álag sem samið var
um í síðustu samningum. VM fer
fram á að yfirvinnuálag verði 1,15%
fyrir alla yfirvinnu sem þýði að föst
prósenta á dagvinnu verði 84%.
Þá eru gerðar kröfur um að að-
fangadagur og gamlársdagur verði
frídagar launamanna, ekki aðeins frá
hádegi eins og nú er. Þá fara VM og
önnur iðnaðarmannafélög fram á að
frídagar sem lenda á helgi færist yfir
á næsta virka dag. Þetta segir Guð-
mundur að sé gert í sumum löndum.
Tímabært sé orðið að setja það í
kröfugerð hér á landi.
Endar með fjögurra daga viku
- Stéttarfélög iðnaðarmanna krefjast þess að vinnuvikan verði 32 vinnustundir - Formaður VM segir
ekki víst að það náist í einum áfanga - Þegar markmiðið næst er einfaldast að hafa 4 vinnudaga
Morgunblaðið/Hari
Byggingarvinna Unnið við að byggja hús í Garðabæ. Kópavogskirkja, helsta tákn Kópavogs, sést í baksýn.