Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 26
AFP/Attila Kisbenedek Undanúrslit Ítölsku leikmennirnir fagna eftir að sigur í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA var í höfn með góðum sigri á Ungverjalandi í gærkvöld. Ítalía gerði góða ferð til Ungverja- lands og vann sterkan 2:0-sigur á heimamönnum í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla í Búdapest í gærkvöld. Með sigrinum tryggði Ítalía sér efsta sæti riðilsins og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar, en Ungverjar voru fyrir leikinn á toppnum og hefðu með jafntefli eða sigri unnið riðilinn. Giacomo Raspadori og Federico Dimarco skoruðu mörk Ítala. Í hinum leik riðilsins skildu Eng- land og Þýskaland jöfn, 3:3, í stór- skemmtilegum en þýðingarlausum leik. Eftir markalausan fyrri hálf- leik komst Þýskaland í 2:0-forystu með mörkum frá Ilkay Gündogan og Kai Havertz. Englendingar sneru taflinu við með mörkum frá Luke Shaw, Mason Mount og Harry Kane en Havertz jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. England var þegar fallið niður í B- deild og vann ekki leik í riðlinum. Ítalía vann dauðariðilinn en England vann ekki leik 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Besta deild kvenna Þór/KA – Stjarnan ................................... 0:4 Staðan: Valur 17 13 3 1 49:8 42 Stjarnan 17 10 4 3 40:15 34 Breiðablik 17 10 3 4 39:10 33 Þróttur R. 17 9 1 7 34:22 28 Selfoss 17 8 4 5 23:16 28 ÍBV 17 7 5 5 24:28 26 Þór/KA 17 5 2 10 23:44 17 Keflavík 17 5 1 11 21:35 16 Afturelding 17 4 0 13 17:47 12 KR 17 2 1 14 17:62 7 Bandaríkin Orlando Pride – San Diego Wave.......... 2:2 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando og skoraði seinna mark liðsins. _ Staðan fyrir lokaumferðina: Portland Thorns 38, Reign 37, Kansas City Current 36, San Diego Wave 35, Houston Dash 33, North Carolina Courage 31, Chicago 30, Angel City 29, Orlando Pride 22, Racing Louisville 20, Washington Spirit 19, Got- ham 12. _ Sex efstu liðin leika til úrslita um meist- aratitilinn. Þjóðadeild UEFA A-deild, 3. riðill: England – Þýskaland............................... 3:3 Ungverjaland – Ítalía............................... 0:2 _ Lokastaðan: Ítalía 11, Ungverjaland 10, Þýskaland 7, England 3. _ Ítalía fer í undanúrslit, England fellur í B-deild. B-deild, 3. riðill: Svartfjallaland – Finnland ...................... 0:2 Rúmenía – Bosnía..................................... 4:1 _ Lokastaðan: Bosnía 11, Finnland 8, Svartfjallaland 7, Rúmenía 7. _ Bosnía fer upp í A-deild, Rúmenía fellur í C-deild. C-deild, 4. riðill: Gíbraltar – Georgía .................................. 1:2 Norður-Makedónía – Búlgaría................ 0:1 _ Lokastaðan: Georgía 16, Búlgaría 9, Norður-Makedónía 7, Gíbraltar 1. _ Georgía fer upp í B-deild, Gíbraltar fellur í D-deild. D-deild, 2. riðill: San Marínó – Eistland ............................. 0:4 _ Lokastaðan: Eistland 12, Malta 6, San Marínó 0. _ Eistland fer upp í C-deild. >;(//24)3;( HM kvenna í Ástralíu A-riðill: Suður-Kórea – Bandaríkin ................ 69:145 Kína – Púertóríkó................................. 95:60 Belgía – Bosnía ..................................... 85:55 _ Bandaríkin 8 stig, Kína 6, Belgía 6, Pú- ertóríkó 2, Suður-Kórea 2, Bosnía 0. B-riðill: Serbía – Malí ......................................... 81:68 Frakkland – Japan ............................... 67:53 Kanada – Ástralía................................. 72:75 _ Kanada 6, Frakkland 6 stig, Ástralía 6, Serbía 4, Japan 2, Malí 0. >73G,&:=/D Landslið Íslands í karate tók þátt á 8. Smáþjóða- mótinu í karate í Liechtenstein um helgina. Íslensku keppendurnir náðu í fimm gull, tvö silfur og sex brons á mótinu. Þórður J. Henrysson og Ís- old K. Felixdóttir unnu tvö gull hvort og Una B. Garðarsdóttir vann einnig gull í sínum flokki. Þórður sigraði í fullorðinsflokki og U21 flokki. Ísold vann kumite bæði í -68 kg og -61 kg flokki. Una sigraði í Ca- det-flokki í kata. Auk þeirra fékk Móey M. Sigþórsdóttur McClure silf- ur í U21 árs flokki í kata og Samuel J. Ramos silfur í fullorðinsflokki í kumite í -67 kg og brons í kumite í U21 flokki -67 kg. Eydís M. Friðriks- dóttir fékk þá tvö brons og Adam Ó. Ómarsson eitt í kata og Davíð S. Ein- arsson og Daði Logason eitt brons hvor í kumite. Þórður Jökull Henrýsson Fimm íslensk gull á Smá- þjóðamótinu ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 19.45 Í KVÖLD! ÞÓR/KA – STJARNAN 0:4 0:1 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir 6. 0:2 Heiða Ragney Viðarsdóttir 26. 0:3 Katrín Ásbjörnsdóttir 39. 0:4 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 57. MM Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjörnunni) M Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Sandra María Jessen (Þór/KA) Audrey Baldwin (Stjörnunni) Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni) Ingibjörg Ragnarsdóttir (Stjörnunni) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjörnunni) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni) Dómari: Þórður Þ. Þórðarson – 9. Áhorfendur: 247. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. BESTA DEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Stjarnan steig stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sæti Bestu deildarinnar í knattspyrnu kvenna þegar liðið gerði góða ferð til Akur- eyrar í gær og vann heimakonur í Þór/KA 4:0 í Boganum í næstsíðustu umferð deildarinnar. Annað sætið gefur sæti í undankeppni Meistara- deildar Evrópu. Stjarnan fór með sigrinum upp fyrir Breiðablik og er með einu stigi meira en Blikar fyrir lokaumferðina, sem verður leikin í heild sinni næst- komandi laugardag, 1. október. Stjarnan fær þar Keflavík í heim- sókn og Breiðablik mætir Þrótti úr Reykjavík í Kópavoginum. Stjörnu- konur eiga því góða möguleika á að tryggja sér Meistaradeildarsætið um næstu helgi. Liðið er taplaust í deildinni í síð- ustu átta leikjum, þar sem fimm leikir hafa unnist og þremur lyktað með jafntefli. Síðasta deildartapið kom hinn 14. júní gegn andstæð- ingum næstu helgar, Keflavík. Í leiknum í gær varð strax ljóst í hvað stefndi þar sem Stjörnukonur voru staðráðnar í að sækja öll stigin þrjú. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Stjörnunni yfir snemma leiks og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir bættu svo við mörkum áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Staðan því 3:0 í leikhléi. Í síðari hálfleik bætti Aníta Ýr Þorvaldsdóttir við fjórða markinu og öruggur sigur því niðurstaðan. Athygli vakti að Audrey Baldwin, markvörður HK, stóð í marki Stjörnunnar í gær en félagið fékk undanþágu frá KSÍ til þess að fá hana að láni vegna meiðsla Chanté Sandiford aðalmarkvarðar. Stjarnan í annað sætið Morgunblaðið/Óttar Sigur Katrín Ásbjörnsdóttir, sem skoraði eitt marka Stjörnunnar í gær, í baráttu við Unni Stefánsdóttur úr Þór/KA í fyrri leik liðanna í sumar. - Hafði betur gegn Þór/KA - Með Meistaradeildarsæti í sínum höndum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti í kvöld tryggt sér annað sætið í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildar UEFA þegar það mætir Albaníu í Tirana í lokaleik keppninnar. Ísland hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum en Albanir eru með eitt stig eftir eitt jafntefli og tvo ósigra. Ísrael vann riðilinn eftir 2:1-sigur gegn Albaníu á föstudaginn. Rússar urðu neðstir og féllu niður í C-deild eftir að þeim var vikið úr keppni vegna innrás- arinnar í Úkraínu. Sigur eða jafntefli í kvöld gæti reynst íslenska liðinu dýrmætt þótt efsta sætið og A-deildin séu úr sög- unni. Góð úrslit gætu komið Íslandi í annan styrkleikaflokk áður en dregið er í riðla fyrir undankeppni EM 2024 í næsta mánuði, og eins gæti annað sætið í riðlinum gefið möguleika á umspili fyrir EM 2024, komist liðið ekki áfram úr undan- keppninni á næsta ári. Tíu þjóðir verða í 2. styrkleika- flokki. Þegar liggur fyrir að Aust- urríki, Bosnía, England, Frakk- land, Ísrael og Wales verða þar en átta þjóðir, Albanía, Finnland, Ís- land, Svartfjallaland, Noregur, Skotland, Serbía og Úkraína, eiga möguleika á hinum fjórum sæt- unum. Arnar Þór Viðarsson verður í kvöld með sama leikmannahóp og gegn Venesúela á fimmtudaginn en Ísland vann þá 1:0-sigur í vináttu- leik þjóðanna með marki frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni úr víta- spyrnu. Eini vafinn er með Arnór Sigurðsson sem fór meiddur af velli snemma leiks þegar hann fékk högg á sköflunginn. Fyrri leikur Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli endaði 1:1. Áður vann Ísland fjórar og Albanía þrjár af fyrstu sjö viðureignum þjóðanna. Mikilvæg stig í húfi í Tirana í kvöld Morgunblaðið/Eggert Mark Ísak B. Jóhannesson skoraði sigurmarkið gegn Venesúela. Seinni umspilsleikur Íslands og Tékklands um sæti í lokakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta fer fram í Ceské Budejo- vice í Tékklandi í dag. Tékkar standa vel að vígi eftir sigur í fyrri leiknum á Víkingsvell- inum, 2:1, á föstudaginn. Sævar Atli Magnússon sem skor- aði þá mark Íslands úr vítaspyrnu verður ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann. Í hans stað kemur Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í Hollandi, sem var í leikbanni í leiknum á föstudaginn. Kristian hefur verið lykilmaður hjá íslenska liðinu í keppninni og skor- aði fimm mörk í fjórum leikjum í röð á lokaspretti riðlakeppninnar. Þá komst Ísak Snær Þorvaldsson ekki með íslenska liðinu til Tékk- lands vegna sýkingar í tönn og Hilmir Rafn Mikaelsson, 18 ára gamall leikmaður Venezia á Ítalíu, kom í hans stað. Liðin leika um sæti í sextán liða lokakeppni EM sem fer fram í Rúm- eníu og Georgíu næsta sumar. Morgunblaðið/Eggert Tékkland Íslensku strákarnir fagna eftir að hafa náð forystunni í fyrri leiknum gegn Tékkum á Víkingsvellinum á föstudaginn. Strákarnir þurfa sig- ur í Tékklandi í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.