Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is
„ENGAR ÁHYGGJUR, ÞETTA ER BARA
HÚÐFLIPI.“
„TEPPIÐ ER EKKI AÐ SKREPPA SAMAN…
GAURINN Í NÆSTU ÍBÚÐ ER AÐ TOGA Í ÞAÐ.
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera stundum
þrjóskufull.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐ GERA KETTIR ÞEGAR
ÞEIR HÆTTA AÐ VINNA?
EKKI SOFA ÞEIR
ALLAN DAGINN…
ÞAÐ VAR
VINNAN
ÞEIRRA! HUNSKASTU BURT
„LADDI“
VAKNAÐU! MIG VANTAR
VATNSGLAS!
BLÓMIN MÍN ERU ÞYRST!
kölluð últrahlaup. Þau hjónin fara
mikið á fjallaskíði og gönguskíði.
„Góðar fjallaskíðaferðir eru í miklu
uppáhaldi hjá okkur en sú ferð sem
stendur upp úr er ferð upp á
Hvannadalshnjúk sem við fórum
með vinafólki okkar árið 2020.
Krakkarnir eru öll á fullu í íþróttum,
fótbolta, handbolta og blaki, og ég
elska að fylgja þeim eftir í þeirra
verkefnum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Elmu er Sigurður
Grétar Guðmundsson, f. 21.8. 1981,
skipstjóri. Þau eru búsett í þorpinu á
Akureyri. Foreldrar Sigurðar eru
hjónin Guðmundur Friðrik Sigurðs-
son, f. 8.2. 1953, sjómaður, og Auður
Hansen, f. 15.9. 1954, bókari. Þau
eru búsett á Akureyri.
Börn Elmu og Sigurðar eru:
Amelía Ýr, f. 27.4. 2004; Sonja Björg,
f. 26.1. 2006, þær eru báðar í
Menntaskólanum á Akureyri; Guð-
mundur Steinn, f. 25.6. 2007, og
Styrmir Lár, f. 24.10. 2010, báðir í
Glerárskóla.
Bræður Elmu eru Atli Rúnar Ey-
steinsson, f. 3.2. 1985, stýrimaður,
búsettur í Kópavogi, og Jón Gunnar
Eysteinsson, f. 3.7. 1986, bygging-
arfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Elmu eru Petrún Björg
Jónsdóttir, f. 9.5. 1962, íþróttakenn-
ari, búsett í Reykjavík í dag og er
gift Sólrúnu Birnu Færseth, f. 19.11.
1958, og Eysteinn Gunnarsson, f.
23.3. 1960, sjómaður, búsettur í Nes-
kaupstað.
Hulda Elma
Eysteinsdóttir
Lars Sören Jónsson
bóndi á Útstekk
Ólöf Bergþóra Stefánsdóttir
húsmóðir á Útstekk
í Helgustaðahreppi
Gunnar Larsson
bóndi á Sigmundarhúsum og
póstburðarmaður í Helgustaðahreppi
Ólöf Guðný Ólafsdóttir
húsmóðir á Sigmundarhúsum
í Helgustaðahreppi, Reyðarfirði
Eysteinn Gunnarsson
sjómaður í Neskaupstað
Ólafur Helgason
bóndi á Helgustöðum
í Helgustaðahreppi
Anna Guðný Stefánsdóttir
húsmóðir á Helgustöðum
Jóhann Jónsson
verkamaður í Neskaupstað
Soffía Helgadóttir
matráðskona í
Neskaupstað
Jón Einar Jóhannsson
stýrimaður í Neskaupstað
Hulda Elma Guðmundsdóttir
blaðamaður og íþróttafrömuður
í Neskaupstað
Guðmundur Friðriksson
rafvirki í Neskaupstað
Oddný Sigurjónsdóttir
húsmóðir í Neskaupstað
Ætt Elmu Eysteinsdóttur
Petrún Björg Jónsdóttir
íþróttakennari í Reykjavík
Í Vísnahorni á föstudag var sagt
frá hinni nýju ljóðabók séra
Hjálmars Jónssonar „Stundum
verða stökur til“. Þar var vitlaust
farið með eina vísu sem nauðsyn-
legt er að leiðrétta. Þetta er réttur
texti:
„Eftir að Halldór Blöndal varð
ráðherra fyrsta sinnið breyttist fas-
ið og framgangan í þinginu:
Ábúðarmikill inni hér
athugar gögn og blöð.
Halldór í þungum þönkum
er þriðja daginn í röð.
Og Halldór svaraði:
Ýmsum finnst það ærugalli,
ekki er trúarþörfin rík:
Hlaupinn burt frá kjóli og kalli
klerkur lenti í pólitík.
Svo að áfram sé flett upp í bók
Hjálmars:
Einhverju sinni fór landbúnaðar-
nefnd Alþingis austur á land. Á
leiðinni í Sænautasel var degi tekið
að halla og tími fyrir smástopp á
kyrrlátum stað. Hjálmar orti:
Til byggða loks bifreiðin sneri,
að baki var jöklanna freri.
Sænautasel
Það sést orðið vel
Og í lestinni glamrar í gleri.
Á fyrstu árum prófkjaranna voru
kynjakvótar settir inn sem breyttu
stundum þeirri röð sem niður-
stöður prófkjaranna mörkuðu.
Hjálmar orti:
Nú er offramboð mætra manna
sem mörg nýleg dæmi sanna.
Fyrst er prófkjör og röðun,
síðan pólitísk böðun,
og svo grátur og gnístran tanna.
Eitt sinn gerði Hjálmar vorvísu
út frá vísu sem var svolítið tvíræð,
jafnvel ótvíræð, og var eftir Bjarna
frá Gröf:
Dansa sprundin dátt í nótt,
dilla lund með sanni.
Langar stundir líða fljótt,
lifnar undir manni.
Hjálmar breytti henni í há-
stemmda hringhendu um vorið:
Vorið skrifar vorljóð kátt,
vekur hrif með sanni.
Allt sem lifir laufgast brátt,
lifnar yfir manni.
Hjálmar hefur orð á því að gæði
vísna minna fari eftir því hve mikið
ég halli höfðinu þegar ég sem og
flyt vísur mínar:
Andinn svífur eins og fugl
upp til hæstu fjalla.
Þó eru ljóðin þvílíkt rugl
við 30° halla.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vel yrkir séra Hjálmar