Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
✝
Magnús Norð-
dahl fæddist í
Reykjavík 20. febr-
úar 1928. Hann lést
á heimili sínu,
Naustavör 50 í
Kópavogi, 8. sept-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðmundsson
Norðdahl, f. 26.
apríl 1880, d. 26.
ágúst 1963, ráðsmaður á Úlf-
ljótsvatni og síðan trésmiður í
Reykjavík, og Guðrún Karólína
Pálsdóttir, f. 4. apríl 1899, d. 29.
nóvember 1991, ráðskona á Úlf-
ljótsvatni og síðar húsfreyja í
Reykjavík.
Systir hans var Anna Elísabet
Norðdahl, f. 6. júní 1933, d. 2.
febrúar 2013. Hálfsystkini hans
voru Guðrún Guðmundsdóttir, f.
12. júlí 1909, d. 2. júní 1988, og
Brúnó Guðmundsson, f. 14. des-
ember 1905, d. 2. október 1907.
Hann giftist Maríu Sigurð-
ardóttur Norðdahl 16. október
1953 í Beirút. Hún fæddist á
Álfgeirsvöllum í Skagafirði 25.
apríl 1932 og lést 7. maí 2017.
Þau bjuggu í Amman í Jórdaníu
frá 1952 til 1954 þar sem hann
vann sem flugmaður hjá Arab
Airways og síðan hjá BOAC.
ágúst 1962. Eiginkona hans er
María Másdóttir og eiga þau
þrjú börn, þau eru: Magnús, f.
22. desember 1986, eiginkona
hans Heiðrún Hafliðadóttir og
eiga þau tvö börn. Bjarki Þór, f.
16. október 1989, í sambúð með
Alexander De Luka. Thelma
Björk, f. 14. mars 1993, og á hún
einn son, í sambúð með Kjartani
Erni Yeoman.
5) Jóna María, f. 17. júní
1967. Fv. maður hennar er
Magnús Steinþór Pálmarsson
og eiga þau tvö börn, þau eru:
Heiðrún María, f. 12. mars 1993,
og Daníel Steinþór, f. 20. febr-
úar 1995.
Magnús hélt til Englands með
togara 1946 í flugskóla í South-
ampton og síðar í Cambridge.
Útskrifaðist sem flugmaður í
júní 1947. Ráðinn til reynslu hjá
Loftleiðum og fram á haustið en
sumarið eftir fastráðinn hjá
Loftleiðum og síðar Flugleiðum
lengst af sem flugstjóri til árs-
ins 1991. Hann stundaði listflug
með atvinnufluginu en það hefst
ekki hér á landi fyrir alvöru
fyrr en 1965. Keppni í listflugi
hófst hér á landi 1996 og hefur
Magnús orðið Íslandsmeistari í
listflugi í fimm skipti, síðast ár-
ið 2001. Sýndi hann síðast list-
flug á flugdeginum vorið 2017.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Hjallakirkju í Kópavogi í
dag, 27. september 2022, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Fluttu þau til Ís-
land síðla árs 1954
og í Kópavog 1955
þar sem þau
bjuggu til 1999 en
aldamótaárið sett-
ust þau að í Mos-
fellsbæ og fluttist
hann aftur í Kópa-
vog í febrúar 2022.
Þau eignuðust
fimm börn:
1) Sigurður, f.
22. nóvember 1952. Eiginkona
hans er Sigríður Þorsteinsdóttir
og eiga þau þrjú börn, þau eru:
María, f. 23. janúar 1978, maður
hennar Helgi Benediktsson og
eiga þau þrjú börn. Sigrún
Jóna, f. 28. febrúar 1981.
Snorri, f. 19. júní 1985 í sambúð
með Hörpu Dís Hákonardóttur.
2) Guðrún, f. 22. september
1956. Fv. maður hennar er Árni
Þór Helgason og eiga þau tvö
börn, þau eru: Helga Dís, f. 6.
nóvember 1981, maður hennar
Brynjar Sigurðsson og eiga þau
tvö börn. Árný Rún, f. 30. jan-
úar 1989, maður hennar Steinar
Sveinsson. Núverandi maður
Guðrúnar er Grímur Hann-
esson.
3) Guðmundur, f. 10. sept-
ember 1960.
4) Magnús Steinarr, f. 27.
Í dag kveð ég kæran tengda-
föður og minnist hans með virð-
ingu og hlýju.
Mörg minningabrot koma upp í
hugann eftir tæplega fimmtíu ára
kynni.
Þú varst litríkur persónuleiki,
skarpgreindur, nýjungagjarn og
hafðir auga fyrir fallegum hlut-
um. Barst þig vel, varst hár og
spengilegur, einkennisklæðnað-
urinn var leðurjakki og derhúfa.
Þú varst fljótur að taka ákvarð-
anir, framkvæmdir það sem þér
datt í hug og fórst alltaf þínar eig-
in leiðir. Umfram allt varstu hlýr
og góður maður, sáttasemjari
sem sást alltaf það góða og já-
kvæða í öllu. Fylgdist með frétt-
um og hafðir skoðanir alveg fram
á síðasta dag.
Þú lagðir áherslu á það við
börnin þín og barnabörn að láta
drauma sína rætast og áttir á
vissan hátt ævintýralegt líf. Þú
varst átta ára þegar þú ákvaðst að
verða flugmaður. Flugið var þín
ástríða og lagðir þú mikið á þig til
að draumar þínir yrðu að veru-
leika. Þannig varstu þeim fyrir-
mynd á margan hátt. Þú fórst 18
ára til Englands í flugnám sem þú
fjármagnaðir sjálfur, þá voru ekki
námslán eða styrkir sem hægt var
að sækja í. Þú varst flugmaður í
Amman í Jórdaníu og þar bjugg-
uð þið María í tæp tvö ár. Heimilið
var stórt, börnin fimm og þú oft að
heiman vegna vinnu sem flug-
stjóri. Þá tóku ferðirnar oft
nokkra daga og reyndi þá á Maríu
að annast stórt heimili.
Þú varst brautryðjandi í list-
flugi á Íslandi og margfaldur Ís-
landsmeistari. Sannkallaður kon-
ungur háloftanna, upplifðir þig
frjálsan eins og fuglinn í listflug-
inu sem þú stundaðir til 91 árs
aldurs.
Þegar þið María hættuð að
vinna keyptuð þið ykkur hús í
Melbourne í Flórída og dvölduð
þar yfir vetrartímann. Á sumrin
ferðuðust þið um landið í húsbíl og
nutuð þannig lífsins eins og ykkur
var einum lagið. Þú hafðir oft á
orði að árin í Melbourne hefðu
verið ykkar allra bestu ár.
Þú vildir alltaf hafa fjör í kring-
um þig, þoldir ekki uppgerð,
sýndarmennsku. Á áttatíu ára af-
mæli þínu fórum við Siggi til ykk-
ar til Melbourne að fagna með
ykkur. Þú vildir hafa fjör og harð-
neitaðir að fara á fínan veitinga-
stað þar sem allt væri „stíft og
leiðinlegt“. Þú valdir í staðinn krá
þar sem var danshljómsveit með
kántrí og gömlu dönsunum. Þar
voru ekki dúkuð borð en góður
matur og mikið fjör, við dönsuð-
um fram á kvöld. Það var yndis-
legt að sjá ykkur Maríu dansa
saman og njóta stundarinnar með
ykkur.
Árin eftir að María veiktist
voru þér erfið, þú sýndir henni
umhyggju og hlýju á þinn ein-
staka hátt. Þú elskaðir fjölskyld-
una mest af öllu og nefndir oft
hvað þú værir stoltur af öllum þín-
um afkomendum.
Þér fannst ekki gaman að
verða gamall, „ekkert að gerast“
eins og þú orðaðir það. Þú hafðir
góða heilsu fram á það síðasta.
Milli okkar ríkti vinátta og voru
samskiptin nær dagleg síðustu ár,
við fjölskyldan munum sakna
samverunnar. Þú bjóst á þínu
fallega heimili og sofnaðir í sóf-
anum eins þú hafðir óskað eftir,
varst löngu tilbúinn þegar kallið
kom.
Elsku Magnús, takk fyrir vin-
áttu, hlýju og stuðning í gegnum
árin.
Ég mun varðveita minningu
þína og hlýjan faðminn sem þú
umvafðir alla með.
Sigríður Þorsteinsdóttir.
Elsku afi.
Nú kveð ég þig í síðasta sinn.
Það er svo stutt síðan við hitt-
umst en það var kvöldið áður en
þú kvaddir. Fyrir tilviljun rák-
umst við Harpa á þig og Gumma.
Þið tveir voruð á leiðinni út að
borða og vilduð endilega fá okkur
með. Það var ekki að sjá á þér að
það væri stutt eftir. Brosmildur
og kátur. En þannig varstu. Sel-
skapsmaður, lífsglaður og hrókur
alls fagnaðar. Vildir hafa þitt fólk
hjá þér og leiddist að vera einn.
Sem ungur drengur var ávallt
gaman að heimsækja þig og
ömmu í Holtagerðið. Heimilið fal-
legt og garðurinn glæsilegur. Það
var alltaf eitthvað framandi hægt
að finna hjá ykkur, enda voruð þið
víðförul og veraldarvön. Fram-
andi munir hér og þar, erlent
nammi í skúffunum á ganginum
eða inni í saumaherbergi. Kex,
möndlur, hnetur og rúsínur í eld-
hússkúffunum. Gulrætur og rósir
í gróðurhúsinu.
Stundum fannst mér þú ögn
sérvitur en mér er minnisstætt
eitt skipti þegar við hittumst að
þú varst með purusteik í brjóst-
vasanum í svarta leðurjakkanum
þínum, alsæll. Það var alltaf mjög
spennandi að fá að fara með þér
upp á flugvöll og skoða flugvél-
arnar og þá sérstaklega að fá að
fljúga með þér. Þar varstu á
heimavelli.
Já, þú lifðir lífinu og það skein
af þér lífsorkan og lífsgleðin. Þú
hafðir sögur að segja og samræð-
ur okkar fóru ávallt um víðan völl.
Ég gleymi aldrei sögunum sem þú
sagðir mér frá lífi þínu sem ungur
maður, hvernig fólk þurfti að hafa
fyrir lífinu. Öllum sögunum úr
fluginu og ferðalögum ykkar
ömmu. Sögur þínar og lífsviðhorf
hafa veitt mér innblástur inn í líf-
ið. Þú sagðir mér einu sinni að lífið
væri leikur og lýsir það þér vel.
Þú varst stór og mikill maður
með stórt hjarta og óhræddur að
vera þú. Ég man þegar við vorum
að kveðja ömmu og hvernig þú
talaðir við hana undir það síðasta.
Yfirvegaður, auðmjúkur og stolt-
ur. Það var fallegt og stillt vor-
veður, sólin skein, gróðurinn ört
að taka við sér og þú hallaðir þér
yfir til hennar og lýstir því öllu
fyrir henni af næmni. Það var eins
og þið væruð ein í herberginu
þrátt fyrir að við vorum þarna
mörg. Ástfangnir unglingar. Það
sást hvað ást ykkar var sterk.
Amma, fjölskyldan og flugið var
þér allt.
Eftir að þú fluttir í Naustavör-
ina lá leið okkar saman í meira
mæli. Við elduðum saman, drukk-
um kaffi saman og fórum í bíó
með Gumma. Það eru dýrmætar
minningar. Þú varst ávallt hrein-
skilinn og tókst lífinu létt. Þú
sagðir mér hvað þér leiddist að
vera orðinn gamall maður og
finna kraftinn dvína. Enda varstu
ávallt orkumikill og vildir vera á
ferð og flugi, upplifa heiminn og
lífið. Þú kvaddir okkur á þann
hátt sem þú vildir. Skyndilega,
heima hjá þér.
Ég mun minnast þín sem
manns sem lifði lífinu til fulls og
með reisn.
Ég hefði verið til í að hafa þig
hjá okkur ögn lengur en nú kveð
ég þig í síðasta sinn, heim til
ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Snorri Norðdahl.
Magnús Norðdahl
✝
Margrét Jó-
hannsdóttir
fæddist í Þurra-
nesi í Saurbæjar-
hreppi 13. júní
1939. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 17. sept-
ember 2022.
Margrét var
dóttir hjónanna
Maríu Guðmundu
Guðbjargar Ólafsdóttur, f.
1916, d. 2016, og Jóhanns
Jónssonar, f. 1912, d. 1986,
sem bjuggu fyrst í Þurranesi,
svo á Staðarhóli og síðan á
Þverfelli í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu.
Bræður Margrétar eru Jón,
Thor, f. 2014. Steingrímur er
kvæntur Sigrúnu Önnu Ólafs-
dóttur, f. 1973, og þau eiga
Ragnheiði Ólöfu, f. 1999, Sig-
rúnu Maríu, f. 2004, Ingunni
Þóreyju, f. 2006, og Margréti
Brynju, f. 2012.
Margrét gekk í barnaskóla á
Kjarlaksvöllum í Saurbæ en
fór svo í húsmæðraskólann á
Laugalandi. Hún starfaði
lengst af við saumaskap.
Margrét og Þorgeir byrjuðu
búskap sinn í Reykjavík en
fluttu síðan með syni sína
unga í Saurbæinn, að Stórholti
og síðan að Tjaldanesi. Þaðan
lá leiðin til Raufarhafnar þar
sem þau bjuggu í átta ár en
fluttu svo aftur til Reykjavík-
ur.
Útför Margrétar verður
gerð frá Staðarhólskirkju í
Saurbæ í dag, 27. september
2022. Athöfnin hefst klukkan
14.
Hlekk á streymi er að finna
á: www.mbl.is/andlat
f. 18. apríl 1941,
og Ólafur Þór, f.
18. október, d. 14.
febrúar 2018.
Margrét giftist
árið 1964 Þorgeiri
Ólafssyni, f. 27.
mars 1943. Hann
er sonur Karolínu
Steingrímsdóttur,
f. 1922, d. 1969, og
Ólafs Péturssonar,
f. 1921, d. 1992.
Synir Margrétar og Þor-
geirs eru Jóhann, f. 9. ágúst
1966, og Steingrímur, f. 30.
janúar 1968. Jóhann er kvænt-
ur Beatriz Rosario, f. 1969,
þau búa á Púertó Ríkó og eiga
Margréti Beatriz, f. 2000, Jo-
hann Luis, f. 2004, og Johann
Fuglar sýna umhyggju með
því að breiða vængina yfir un-
gaskarann sinn. Þannig var
Maddý föðursystir mín, með
stærsta vænghafið sem náði ekki
bara utan um hennar nánustu af-
komendur heldur líka okkur hin
sem vorum aðeins lengra frá í
ættboganum. Hún var sannköll-
uð ættmóðir, frændrækin, trygg
og hjartahlý. Hún hélt vel og þétt
utan um fólkið sitt og manni
fannst maður alltaf umfaðmaður
og velkominn og aldrei, aldrei
skilinn út undan.
Þegar dóttir mín var pínulítil
tók Maddý upp þá hefð á aðvent-
unni að bjóða henni að koma með
frænkum sínum að mála pipar-
kökur fyrir jólin. Fyrst voru
þrjár litlar stelpuskottur á Háa-
leitisbrautinni en undir lokin
fyllti barnaskarinn upp í eldhús-
krókinn á Kjalarnesinu. Svo fóru
allir stoltir heim með skreyttar
kökur í boxi og alltaf fengu þau
litla gjöf þegar búið var að mála
allar kökurnar. Mér þótti rosa-
lega vænt um að fá að vera partur
af þessari jólahefð.
Síðustu árin hlakkaði ég líka
alltaf til jólaboðsins á jóladag. Það
var bæði svo hátíðlegt að fá heitt
súkkulaði borið fram í postulíns-
könnu og drukkið úr bolla með
undirskál og líka notalegt að fá að
vera umvafinn fjölskyldu í stað
þess að vera ein heima á meðan
börnin voru í sínum jólaboðum
annars staðar.
Einu sinni bað Maddý foreldra
mína, sem staddir voru í heim-
sókn hjá henni, fyrir sendingu til
mín. Það var ekkert sérstakt til-
efni heldur fannst henni hún bara
aldrei gera neitt fyrir mig svo
hana langaði til að gefa mér smá
ábrystir sem hún átti í frysti. Mér
er þetta svo minnisstætt því ég
varð svo yfir mig hissa, mér sem
fannst hún alltaf vera að gera eitt-
hvað fyrir mig og börnin mín.
Og auðvitað vissi hún að mér
þóttu ábrystir góðar alveg eins og
hún vissi hver elskaði karamellu-
kökuna hennar í afmælum eða
kossana og mömmukökurnar um
jólin. Alltaf var hún að hugsa um
fólkið sitt og gera vel við það. Það
eru mörg ár síðan hún hringdi í
mig bara til að kenna mér upp-
skriftina að karamellusósunni
sem pabba finnst svo góð og bað
mig að taka við að útbúa hana
þegar hún gæti það ekki lengur.
Nú er sá tími víst kominn.
Af og til bað Maddý mig að
koma við hjá sér því hún átti við
mig erindi. Oftar en ekki dróst
það þó hjá mér enda er ég með
eindæmum léleg að fara í heim-
sóknir, finnst alltaf að ég hljóti að
vera að ónáða. Maddý kunni hins
vegar á mér lagið, hún hringdi
bara aftur eftir ákveðinn tíma og
sagði: „Jæja, hvenær ætlarðu að
koma?“ og þá ákváðum við tíma.
Ég kunni að meta að hún léti mig
ekki komast upp með að draga
lappirnar og fannst það sýna
ákveðna væntumþykju.
Það var eitthvað sem ég átti í
Maddý sem ég get ekki beint út-
skýrt, einhver sameiginleg taug
tveggja stelpna sem ólust upp á
heimili með sömu konunni en með
40 ára millibili. Það er auðvitað
munur á að alast upp sem dóttir
eða sonardóttir en engu að síður
gat ég oft talað við Maddý um
ömmu og fundið nánd í því sem ég
fann ekki annars staðar og þess
mun ég sakna mikið.
Elsku Þorgeir, Jóhann, Stein-
grímur, Sigrún, Bea og barna-
börn Maddýjar, ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Kristín Björk.
Ég hitti Maddý fyrst í gamla
skólaeldhúsinu á Laugum. Ég
sníkti hjá henni kaffi að undirlagi
gamals vinar. Kaffið fékk ég auð-
vitað eftirtölulaust, ásamt spjalli
og nýbökuðum kleinum. Síðan er
liðin hálf öld.
Þá grunaði mig ekki hve oft ég
ætti eftir að setjast að borðum hjá
Maddý. Mig grunaði heldur ekki
að ég myndi ílengjast í Dölunum,
giftast bróður hennar, að foreldr-
ar hennar myndu búa hjá okkur
Jóni og að hún ætti ítrekað eftir
að koma í heimsókn til okkar alla
leið frá Raufarhöfn.
Mig grunaði heldur ekki að þau
Þorgeir myndu trúa okkur fyrir
drengjunum sínum aftur og aftur.
Það var gott að hafa strákana
þeirra á Þverfelli og síðan þá
finnst mér ég alltaf eiga heilmikið
í þeim.
Maddý var mjög artarleg kona,
greiðvikin og með eindæmum
gestrisin. Hún var fjölskyldu-
manneskja fram í fingurgóma og
dugleg að rækta tengsl við ætt-
ingja og vini. Hún var bæði ætt-
móðirin og límið í fjölskyldunni.
Maddý hélt á lofti minningu geng-
inna kynslóða, sögu litla sam-
félagsins okkar og safnaði kveð-
skap náinna ættmenna og
geymdi. Hún kunni ógrynnin öll
af vísum og kvæðum sem hún gat
þulið viðstöðulaust. Sjálf gat hún
ort góðar vísur en flíkaði þeim
ekki.
Maddý naut þess að búa í ná-
grenni við Steingrím og fjöl-
skyldu á Kjalarnesinu. Hún sakn-
aði þess alltaf að hafa Jóhann og
fólkið hans í Puerto Rico nær en í
heimsóknunum til þeirra urðu til
dýrmætar minningar sem hún
gat rifjað upp og yljað sér við.
Árum saman bakaði Maddý
piparkökur og bauð yngsta
frændfólkinu að koma og skreyta
þær. Ömmur og afar voru líka vel-
komin og dagurinn endaði á kaffi
og kökum sem hvergi sáust leng-
ur sunnan heiða nema hjá Maddý.
Við Maddý vorum mjög ólíkar
en áttum alltaf meira og meira
sameiginlegt eftir því sem árin
liðu. Okkur þótti til dæmis báðum
vænt um sveitina okkar og vini
svo ég tali nú ekki um fjölskyld-
una, fólkið okkar. Í heimsfaraldr-
inum heimsóttum við Jón nær
eingöngu Þorgeir og Maddý og
síðustu mánuðina talaði ég ekki
eins oft við neinn og hana. Við
ræddum það okkar á milli mág-
konurnar og kunnum því báðar
vel.
En nú er Maddý farin og ég er
strax farin að sakna hennar. Hún
var mér og mínu fólki ákaflega
góð og trygg og fyrir það og svo
margt annað er ég þakklát.
Elsku Þorgeir, Steingrímur,
Sigrún, Jóhann, Bea og bræðra-
börnin sjö, ég samhryggist ykkur
öllum.
Ykkar
Brynja.
Margrét
Jóhannsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts okkar ástkæru
GUÐBJARGAR ÖNNU
ÞORVARÐARDÓTTUR
dýralæknis.
Sérstakar þakkir til starfsfólks blóð- og
krabbameinsdeildar Landspítalans
og til Dýralæknafélags Íslands.
Fyrir hönd systkina og annarra ástvina,
Juliette Marion
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐNÝ SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Strandbergi,
myndlistarkona,
til heimilis í Reykjavík,
lést í svefni á Vífilsstöðum snemma
morguns 19. september. Útför hennar fer fram í
Fossvogskapellu fimmtudaginn 29. september klukkan 15.
Guðjón Bragi Benediktsson Clarivelle Rosento
Rafn Benediktsson
Erla Ósk Benediktsdóttir Garðar Gylfason Malmquist
og barnabörn