Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI 27. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 143.45 Sterlingspund 158.65 Kanadadalur 106.18 Dönsk króna 18.813 Norsk króna 13.671 Sænsk króna 12.792 Svissn. franki 146.24 Japanskt jen 1.0034 SDR 183.74 Evra 139.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.7154 « Tekjur sex stærstu sveitarfélaga landsins hækkuðu um 13% á milli ára á fyrri helmingi ársins. Þá hækkuðu skatttekjur um 9% en útgjöld um 9,2%. Þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæp 7%. Þetta kemur fram í samantekt Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á árs- hlutauppgjörum sex stærstu sveitar- félaganna, sem eru Reykjavík, Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Akureyri og Garðabær. Í þeim búa um 260 þúsund manns eða tæplega 70% landsmanna. Heildartekjur sveitarfélaganna námu um 144,4 milljörðum króna og hækk- uðu sem fyrr segir um 13% á milli ára. Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hækkuðu um rúm 16% á milli ára. Laun og launatengd gjöld námu um 82,3 milljörðum króna. Heildarrekstrarniðurstaða felur í sér 11,5 milljarða króna tap af rekstri, sem er litlu minna tap en á sama tímabili í fyrra. Garðabær er eina sveitarfélagið sem ekki var rekið með halla en bær- inn seldi frá sér byggingarrétt fyrir um þrjá milljarða á tímabilinu. Líkt og fyrri ár var hallinn hlut- fallslega mestur hjá Reykjavíkurborg, um 11,9% af tekjum. Veltufé frá rekstri Reykjavíkurborgar var neikvætt um 3,4 milljarða króna, sem er sambærilegt því sem það var á sama tíma í fyrra. Af þessum sex sveitarfélögum var hallinn minnstur hjá Reykjanesbæ, um 4,7% af tekjum, en var á sama tíma í fyrra 14,4%. Í tilfellum Kópavogsbæjar, Hafn- arfjarðar og Akureyrar eykst hallinn lít- illega á milli ára. Mikið tap af rekstri sex stærstu sveitarfélaganna Hallinn er sem fyrr mestur í Reykjavík. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Arctic Therapeutics hefur flýtt þróun lyfs við heilahrörnun um marga mánuði með nýjum leyfis- samningi við bandaríska lyfjafyrir- tækið Nacuity Pharmaceuticals. Hákon Hákonarson læknir, for- stjóri erfðarannsóknamiðstöðvar barnaháskólasjúkrahússins í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum og stofnandi Arctic, segir í samtali við Morgun- blaðið að lyfjaþróunarferli krefjist margra tímafrekra eiturefnapróf- ana í frumum og dýramódelum. Þær séu nauðsynlegar áður en farið er út í prófanir á mönnum. „Nacuity var búið að gera þessar athuganir á mjög hliðstæðu lyfi og við vorum að þróa. Við fengum einkaleyfi á að nota þeirra prófanir fyrir okkar áherslur sem eru sjúk- dómar með próteinútfellingar í heila og æðum og valda tauga- og hrörn- unarsjúkdómum,“ segir Hákon. Arfgeng heilablæðing Arctic hyggst framleiða lyf fyrir fólk með arfgenga heilablæðingu og skylda sjúkdóma um allan heim. „Þetta sparar okkur sennilega átján mánuði í þróun og mikinn upphafs- kostnað í ferlinu. Samningurinn er að öllu leyti mjög hagstæður fyrir okkur og okkar samstarf við Na- cuity lítur afar vel út,“ segir Hákon. Aðspurður segir hann að fyrir- tækið hafi ekki þurft að reiða fram fjármuni vegna leyfisins heldur muni Nacuity fá greiðslur þegar og ef lyf verði sett á markað sem bygg- ist á prófununum. Hákon segir að þessa dagana sé unnið að umsókn til Evrópsku lyfja- stofnunarinnar. Hún sé forsenda þess að hægt sé að fara af stað með rannsókn á lyfinu „Við stefnum á að fara af stað með fasa IIB/III rann- sókn á lyfinu í apríl-maí nk.“ Ná til sem flestra Rannsóknin verður gerð á Íslend- ingum með arfgenga heilablæðingu og segir Hákon að mikilvægt sé að ná til sem flestra sjúklinga. „Í síðustu rannsókn fengum við tuttugu sjúklinga til samstarfs við okkur. Eftir það hafa töluvert marg- ir aðrir haft samband og óskað eftir að komast í greiningarpróf hjá okk- ur og fá aðgang að lyfinu. Ég á von á að í næstu rannsókn muni þýðið stækka og við náum að prófa lyfið á a.m.k. 40 manns,“ segir Hákon en arfgeng heilablæðing er sjaldgæfur sjúkdómur sem engin lækning hefur fundist á. Hákon segir að í rannsókninni muni allir sjúklingar fá virkt lyf. Þegar rannsóknin hætti geti fólk fengið aðgang að lyfinu áfram þar til það verður skráð að fengnu leyfi Lyfjastofnunar, sem Hákon reiknar fastlega með að nái fram að ganga. Annar mikilvægur áfangi náðist hjá Arctic á dögunum þegar rann- sóknarstofa fyrirtækisins á Akur- eyri fékk gæðavottun sem klínísk rannsóknarstofa. Hún er forsenda þess að Arctic geti unnið að klín- ískum prófunum. Sækja um skráningu Spurður um tímalínu í verkefninu býst Hákon við að eftir rannsóknina í apríl-maí verði haldið áfram að rannsaka og fylgjast með sjúkling- unum í rúmt eitt ár í viðbót. „Ef það skilar jákvæðum niðurstöðum för- um við beint í að sækja um skrán- ingu fyrir lyfið á Íslandi. Samhliða erum við að undirbúa klínískar rannsóknir í Hollandi, Bretlandi og fleiri löndum. Þar eru aðrar tegund- ir af útfellingarsjúkdómum en á Ís- landi.“ Hákon segir að það stærsta í þessu ferli sé möguleikinn á með- ferð við alzheimer-hrörnunarsjúk- dómnum. „40-50% af alzheimer- sjúklingum eru með hliðstæðar út- fellingar og þeir sem eru með arfgenga heilabilun.“ Hákon segir aðspurður að ef allt gangi samkvæmt áætlun og niður- stöður verði jákvæðar sé engin spurning að lyfjarisar komi til með að taka upp viðræður við Arctic. „Þá munum við gera samstarfs- samning við eitthvert lyfjafyrirtæki sem rannsakar alzheimer-sjúkdóm- inn. Það eru kannski 2-3 ár í það, ekki lengra.“ Tólf starfsmenn vinna hjá Arctic og eru flestir á Akureyri. Fyrir- tækið hefur fengið nokkra styrki frá Rannís og er alfarið fjármagnað frá Íslandi fyrir utan hlutafjárframlag frá eigendum, sem ásamt Hákoni eru búsettir í Bandaríkjunum. Sjálfstæð heilsumiðstöð Rannsóknir á lyfi gegn heilabilun eru þó ekki það eina sem Arctic leggur stund á. Fyrirtækið var atkvæðamikið í Covid-prófunum meðan á faraldrinum stóð og segir Hákon að félagið vilji setja upp sjálfstæða heilsumiðstöð sem snúi að forvörnum. Henni verði ætlað að skanna og greina ýmsa sjúkdóma á frumstigi, mun fyrr en nú er hægt að gera. Þar nefnir Hákon krabba- mein, hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma og sjálfsof- næmi ásamt tauga- og hrörnunar- sjúkdómum. Spurður frekar um fjármögnun fyrirtækisins segir Hákon að við- ræður hafi staðið yfir við fjárfesta á Íslandi. Hann finni fyrir miklum áhuga, þó hann hafi aðeins minnkað vegna stöðu markaða þessi misser- in. „Framvindan er mjög hröð hjá okkur og ég er bjartsýnn á að ná inn frekara fjármagni til að koma þess- um verkefnum áfram sem hraðast,“ segir Hákon að lokum. Flýtir lyfjaþróun um 18 mánuði Lyf Hákon Hákonarson segir 2-3 ár í samstarfssamning við lyfjafyrirtæki sem rannsakar alzheimer-sjúkdóminn. - Fengu einkaleyfi á að nota prófanir Nacuity Pharmaceuticals - Hagstæður samningur gerður - Prófa lyfið á 40 manns - Fjármagnað á Íslandi - Unnið að umsókn til Evrópsku lyfjastofnunarinnar « Skiptafundur í þrotabúi Milstone verður haldinn 7. október nk. Sam- kvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu mun Grímur Sigurðsson hrl., skipta- stjóri búsins, leggja til úthlutun sem nemur 0,3% af fjárhæð samþykktra krafna á grundvelli laga um gjald- þrotaskipti. Þá verður staða skiptanna kynnt, upplýst verður um þau mál sem enn hafa ekki verið til lykta leidd og niðurstöður dómsmála kynntar. Boðað til skiptafundar í Milestone í október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.