Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning ERTU ÁSKRIFANDI Í C-HRFLOKKI? Heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugarneskirkju verð- ur afþökkuð á komandi aðventu vegna þeirrar andstöðu og sundr- ungu (sic) sem heim- sóknirnar hafa skapað. Þetta kemur fram í til- kynningu frá kirkjunni sem Davíð Þór Jónsson sóknarprestur skrifar undir. Að mínu mati er sundrung sem heimsóknirnar hafa skapað ekki næg ástæða til að svipta foreldra og börn þeirra sem eru annars sinnis (kristin) trúfrelsi sínu. Fjarri því. Ég hvet því sóknarprestinn til að standa vörð um trúfrelsi sóknar- barna sinna. Og galopna kirkjudyrn- ar á aðventunni fyrir unga sem aldna til að fagna fæðingu frels- arans. Trúfrelsi er mannréttindi Það er miður að sundrung skuli nú ríkja í sókn sér Davíðs. Vonandi er hún ekki umfram þá sem jafnan rík- ir. En honum ber sem presti heilög skylda til að taka slaginn eða víkja. „Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sannfæringu skal ein- ungis háð þeim tak- mörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna al- mannaheilla, til verndar allsherjar- reglu, heilsu manna eða siðgæði eða rétti og frelsi.“ – Sem sé; sundrung nema andstæðingar Krists ráði ferð- inni. Því skulu „börnin ekki fá að koma til þín“, séra Davíð. Og raunar hefur presturinn ekki verið þekktur að viðkvæmni fyrir afstöðu annarra. Sum orð verða ekki öðruvísi skilin en hann álíti okkur sem höfum aðra pólitíska afstöðu en hann vera bandamenn hins illa. Verður næst fermingarbann? Þetta trúfrelsi ber kirkjunni ekki bara stjórnarskrárbundin heldur heilög skylda til að verja. Trúfrelsi innifelur ekki einungis rétt til trúar- sannfæringarinnar, heldur einkum til trúariðkunar. Annars er það meiningarlaust hugtak. Fyrir börn er bann við trúariðkun á skólatíma bann við kristinni trú. Svo einfalt er það. Það kapp sem örfáir þeirra sem heiðnir eru leggja á að koma í veg fyrir að kristið fólk fái að tilbiðja Jesúm Krist er óskiljanlegt. Fólk sem er annarrar trúar vill nefnilega oftast virða rétt annarra til til- beiðslu. Megum við ekki bara fá að vera í friði með okkar gjörðir og aðr- ir með sínar? Svo er þetta sama fólk alveg ofboðslega umburðarlynt þeg- ar að öðrum trúarbrögðum kemur. M.a.s. kúgun kvenna verður allt í einu ásættanleg vegna „menningar- legs fjölbreytileika“. – Nú bíður maður eftir að einhver prestur hætti við fermingar af tillitssemi við Sið- mennt og Vantrú. Laugarneskirkja leggur af kirkjuheimsóknir á aðventunni Einar S. Hálfdánarson » Trúfrelsi innifelur rétt til trúarsann- færingarinnar, en einkum til trúar- iðkunar. Annars er það meiningarlaust hugtak. – Verða ferm- ingar næst bannaðar? Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ljóðið hennar Huldu (Unnar Benedikts- dóttur Bjarklind), Hver á sér fegra föðurland, er okkur Íslendingum kært. Hver á sér fegra föður- land, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls – við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í, svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Okkur sem erum fædd um miðja síðustu öld var kennt að elska Ísland og vinna því allt til heilla. Sjálfstæð- ishugsjónin í ljóði Huldu: „Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóð- um háð“ var og er grundvallarhugsjón okkar. Í kosningum 1956 fylgdi ég ömmu og afa á kjörstað í Miðbæj- arskólanum. Ég var stoppaður af við inn- ganginn af lögreglu- manni sem brosandi bað mig um að setja fálkann, merki Sjálf- stæðisflokksins, aftan við kragann svo hann sæist ekki meðan ég væri inni á kjör- staðnum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 42,4% atkvæða í þessum kosningum og var Ragnhildur Helgadóttir yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri, 26 ára. Það var eitthvað svo sjálfsagt í mín- um augum að styðja Sjálfstæðisflokk- inn. Hans helsta stefnumál var að Ís- lands byggð yrði aldrei öðrum þjóðum háð. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn að fá rúm 20% í kosningum. Í borgar- stjórnarakosningunum 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60,4% at- kvæða. Hvað veldur? Ég er viss um að sjálfstæðishug- sjónin er flestum Íslendingum hug- leikin. Að Íslands ástkær byggð verði ei öðrum þjóðum háð. Háværar radd- ir eru því miður uppi sem dásama er- lend áhrif á Íslandi. Fólk sem vill að Ísland verði öðrum þjóðum háð. Þetta er ekkert nýtt. Það hafa alltaf verið til menn á Íslandi sem sjá tæki- færi í að færa vald úr landi. Fyrst til Noregs, Danmerkur og nú til Bruss- el. Því miður er áróðri þeirra ekki svarað af nægilegri sannfæringu. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki andmælt slíkum áróðri á nægi- lega sannfærandi hátt. Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annars veg- ar var því lýst yfir að undan- bragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sam- bandslögunum. Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði: „að vinna í innan- landsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Ég held að þessi meginatriði séu ennþá jafn brýn og þau voru fyrir nærri 100 árum þegar flokkurinn var stofnaður. Sjálfstæði fengum við árið 1918 og slitum síðan öllum valdatengslum við Dani 1944. En sjálfstæði smáþjóðar er ekki sjálfsagt. Það þarf stöðugt að vera á verði og gæta þess að ekkert sé gert sem stuðlar að valdaafsali. Við þurfum að sjálfsögðu að hafa góð samskipti við aðrar þjóðir, en við megum aldrei afsala okkur valdi til þeirra. Þetta þarf að vera í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum. Hitt meginmarkmið Sjálfstæðis- flokksins var að vinna að einstak- lingsfrelsi, atvinnufrelsi og hags- munum allra stétta. Frelsi einstak- lingsins þarf að vera sem mest, frelsi til athafna og tjáningar má ekki hefta nema algjöra nauðsyn beri til. Alllir Íslendingar eru eru jafn mikils virði, enginn er öðrum æðri. Öll eigum við að njóta lífsins og „lifa sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf“. Ég vona svo sannarlega að Sjálf- stæðisflokkurinn nái aftur vopnum sínum og sýni í verki að hann fylgi sinni grundvallarstefnu. Þá er ég viss um að fylgið mun aukast. Gísli Ragnarsson » Sjálfstæði smáþjóðar er ekki sjálfsagt. Það þarf stöðugt að vera á verði og gæta þess að ekkert sé gert sem stuðlar að valdaafsali. Gísli Ragnarsson Höfundur er fyrrverandi skólameistari. gisli.ragnarsson@decode.is Ísland og Sjálfstæðisflokkurinn Aðild að ESB er fyrir löngu orðin þráhyggja hjá Samfylkingarfólki. Kannski ætti allt þetta fólk í Sam- fylkingunni að fara að leita sér að- stoðar hvað þessa þráhyggju varðar. Kjósendur í síðustu þingkosningum sýndu hug sinn til Samfylkingar í kjörklefanum. Nýtt formannsefni Samfylkingarinnar fer mikinn í þjóðfélagsumræðu en Samfylkingin ætlar eins og fyrri daginn að gera allt fyrir alla. Mér verður hugsað til verka og efnda hjá Samfylkingunni þegar hún var komin í aðstöðu til að efna lof- orðin. Man fólk loforð Samfylking- arinnar í dagvistunarmálum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar? Hafa þau efnt þau loforð? Man fólk eftir því hvernig Sam- fylkingin hélt á málum er þau voru með völdin í ráðhúsinu eftir hrun? Þúsundir misstu íbúðir sínar á með- an forsætisráðuneytið var undir stjórn Samfylkingar. Er ekki fólk búið að fá nóg af sviknum loforðum Samfylkingarinnar í gegnum árin? Sigurður Guðjón Haraldsson. Samfylkingin Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.