Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
✝
Sr. Tómas Guð-
mundsson
fæddist 28. apríl
1926 á Uppsölum í
Norðurárdal í
Mýrasýslu. Hann
lést í faðmi ástvina
17. september 2022
á LSH á Hring-
braut.
Foreldrar Tóm-
asar voru Guð-
mundur Tómasson,
f. 14.9. 1891, d. 13.9. 1980, smið-
ur og bóndi í Tandraseli í Borg-
arfirði, og Ólöf Jónsdóttir, f,
13.11. 1887, d. 15.8. 1955 hús-
freyja.
Systur Tómasar voru Fjóla, f.
12.10. 1912, d. 26.12. 2008, hús-
freyja í Stóru-Skógum, Hall-
dóra, f. 8.10. 1917, d. 19.7. 2006,
hjúkrunarfræðingur, Margrét,
f. 10.4. 1921, d. 3.11. 2002, hús-
móðir, og eftirlifandi systir
hans er Ásta, f. 28.10. 1930, hús-
móðir.
Eiginkona Tómasar er Anna
Ólöf Sveinbjörnsdóttir, f. 13.6.
1931, iðjuþjálfi. Tómas og Anna
gengu í hjónaband hinn 20.10.
1951. Foreldrar Önnu Ólafar
voru Sveinbjörn Sigurðsson, f.
17.11. 1901, d. 30.11. 1940, loft-
skeytamaður og Ólafía Þuríður
Pálsdóttir, f. 3.7. 1900, d. 28.12.
1988, húsmóðir.
Börn Tómasar og Önnu Ólaf-
ar eru: 1) Sveinbjörn Sigurður,
f. 5.4. 1952, eiginkona hans er
Dagmar Ásgeirsdóttir, f. 25.2.
Jón Andri, f. 24.5. 1987, í sam-
búð með Heiðrúnu Hörpu Bær-
ingsdóttur, f. 30.6. 1987, og eru
börn þeirra Máni Blær, f. 21.9.
2018, og Bríet Nótt, f. 7.11.
2019. b) Anna Helen, f. 5.12.
1991 í sambúð með Guðmundi
Benjamínssyni, f. 29.10. 1987,
og eru börn þeirra Andrea
Mjöll, f. 5.7. 2019, og drengur, f.
25.9. 2022. c) Kristrún Lóa, f.
9.10. 1995, í sambúð með Lúðvík
Ingiberg Elmarssyni, f. 1.5.
1992, og er sonur þeirra Heiðar
Móberg, f. 11.2. 2021.
Tómas ólst upp í Tandraseli í
Borgarfirði. Hann stundaði nám
við Héraðsskólann í Reykholti
1942-1944, Héraðsskólann á
Laugarvatni 1945-1946, lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1950,
cand.theol.-prófi í guðfræði frá
HÍ 1955, stundaði framhalds-
nám í sjúkrahúsþjónustu og
kirkjulegu félagsstarfi við St.
Lukas stiftelsen í Stokkhólmi
1969-1970. Þá sótti hann nám-
skeið við Lögregluskólann í
Reykjavík 1953, námskeið í sál-
argæslu og félagsráðgjöf í Sví-
þjóð 1967-68.
Tómas stundaði ýmis sum-
arstörf á námsárum sínum, m.a.
við skógrækt, trésmíðar, múr-
verk og raflagnir. Einnig starf-
aði hann sem lögregluþjónn í
Reykjavík árin 1952-1955.
Tómas var sóknarprestur í
Patreksfjarðarprestakalli árin
1956-70 og gegndi aukaþjón-
ustu í Bíldudals-, Sauðlauksdals-
og Brjánslækjarprestaköllum á
þeim árum. Árið 1970 varð
Tómas sóknarprestur í Hvera-
gerðis- og Kotstrandarsókn og
þjónaði hann sókninni í tæpan
aldarfjórðung og varð prófastur
í Ársnesprófastsdæmi árið 1986.
Fyrir utan Hveragerði og Kot-
strönd þjónaði Tómas Hjalla,
Þorlákshöfn og Strandarkirkju
í Selvogi. Eftir að hann lét af
störfum í Hveragerðissókn
sinnti hann afleysingum og
aðstoðarprestsþjónustu í Ísa-
fjarðarprestakalli árið 1995,
Garðaprestakalli 1999 og var
sóknarprestur við Langholts-
kirkju 1996-97.
Meðfram preststörfum lét
Tómas til sín taka í samfélag-
inu. Hann var vanur að ganga í
þau störf sem þurfti og á Pat-
reksfirði var hann skólastjóri
Iðnskólans 1957-69, kennari við
barna- og unglingaskólann á
Patreksfirði 1961-63, var endur-
skoðandi Kaupfélags Patreks-
fjarðar 1956-62, í skattanefnd
Patrekshrepps 1956-62, í stjórn
Prestafélags Vestfjarða 1958-
69, sat í stjórn Sjúkrasamlags
Patrekshrepps 1958-65, var í
stjórn Héraðsbókasafns Vestur-
Barðastrandarsýslu og var
bókavörður þess 1958-69 ásamt
því að aðstoða á sjúkrahúsinu á
Patreksfirði við svæfingar. Þeg-
ar til Hveragerðis var komið ár-
ið 1970 kenndi hann við Hlíðar-
dalsskóla í Ölfusi árið 1971-72
og við Iðnskólann á Selfossi
1973-83. Hann sat í stjórn vinnu-
heimilisins á Litla-Hrauni 1972-
88, sat í barnaverndarnefnd
Hveragerðis 1972-78, var í
stjórn Tónlistarskóla Árnes-
sýslu 1972-77, sat í elli-
málanefnd þjóðkirkjunnar
1981-84 og var í stjórn
hjúkrunarheimilisins Skjóls frá
1986-2001.
Útför hans fer fram í dag, 27.
september 2022, í Langholts-
kirkju klukkan 13.
1954. Dætur þeirra
eru: a) Anna Ólöf, f.
21.4. 1972, gift
Ragnari Þór Óla-
syni, f. 7.6. 1962 og
eru börn þeirra
Arnór Gauti, f. 4.2.
1997, og Brynja
Rögn, f. 1.8. 2000.
b) Fanney Sjöfn, f.
17.6. 1976, gift Þor-
valdi Borgari
Haukssyni, f. 7.6.
1974, og eru börn þeirra Andr-
ea Rún, f. 30.1. 2000, og Haukur
Helgi, f. 22.9. 2006. c) Erla Snæ-
dís, f. 27.7. 1986, gift Andra Mar
Björgvinssyni, f. 4.8. 1982, og
eru börn þeirra Áslaug Agla, f.
14.12. 2017, og Sveinbjörn Mar,
f. 9.2. 2021. 2) Ólöf Elín, f. 18.11.
1958, eiginmaður hennar er Ís-
leifur Sveinsson, f. 22.1. 1958.
Börn þeirra eru: a) Díana, f. 8.5.
1981, í sambúð með Tómasi Óla
Matthíassyni, f. 2.9. 1985, og eru
synir þeirra Kári Grétar, f.
24.12. 2002, Dagur Óli, f. 10.10.
2012, og Darri Fannar, f. 6.8.
2014. b) Sveinn, f. 27.5. 1990, í
sambúð með Róbertu Rivolta, f.
28.6. 1993. c) Tómas, f. 14.5.
1993, giftur Guðríði Margréti
Jóhannsdóttur, f. 24.3. 1997, og
eru synir þeirra Hilmar Andri,
f. 8.1. 2014, Hákon Ingi, f. 5.1.
2016, Jóhann Ísak, f. 1.1. 2018,
og Gunnar Þór, f. 13.10. 2019. 3)
Guðmundur, f. 19.4. 1964, eig-
inkona hans er Fríða Jónsdóttir,
f. 15.1. 1962. Börn þeirra eru: a)
Elsku pabbi. Minningarnar
eru svo margar að erfitt er að
gera þeim skil í stuttri minningu.
Þú varst okkur mjög dýrmætur,
eins var fjölskyldan þér ákaflega
dýrmæt. Þú varst stoltur af okk-
ur öllum. Allir þeir sem nutu
þeirra forréttinda að kynnast
þér, jafnvel bara hitta á þig á
förnum vegi, búa að því. Mann-
kostir þínir voru miklir, forvitinn
um líðan annarra, þú settir þig
ekki í fyrsta sæti, það voru aðrir
og þá sérstaklega við fjölskylda
þín. Þú elskaðir að bjóða okkur
öllum í mat með öllum okkar lát-
um og hávaða. Það gat verið erf-
itt að spila spurningaspil þegar
þú varst nálægt þar sem þú
varst búinn að svara rétt sama
hverjir voru með þér í liði. Pabbi
var samt mjög hógvær maður
sem tranaði sér aldrei fram en
hann var einstaklega góður
hlustandi og mikill dýravinur.
Mér þótti vænt um að á hverjum
degi þegar ég kom úr vinnu sem
kennari spurði hann „hvernig
voru börnin í dag?“ þótt hann
þekkti ekkert þeirra. Pabbi elsk-
aði veiði, lestur og bækur en af
öllu þessu kunni ég best af öllu
við nærveru þína. Pabbi og
mamma voru áberandi hávaxin
og bein í baki, falleg saman.
Tignarleg. Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Ólöf Elín.
Það eru næstum 37 ár síðan
ég gekk inn í Bröttuhlíðina í
Hveragerði að sækja prinsinn
minn, ég bað þig auðvitað um
hönd hans og þú sagðir strax já.
Já var alla tíð orðið þitt, passa
börnin, baka pönnukökur, múra
veggi, flísaleggja, færa tré, elda
karrífiskinn fyrir stelpurnar, það
var eiginlega sama hvað það var,
óeigingjarn, ósérhlífinn og
rausnarlegur. Vinir okkar köll-
uðu ykkur hjónin Amish-fólkið
og það átti bara vel við.
Áramótin 1992 flutti ég með
Jón Andra fimm ára og Önnu
Helen eins árs í Bröttuhlíðina og
bjó þar fram í maí. Gummi var í
Eyjum að vinna. Þetta var ein-
stakur tími, þú varst alltaf að
koma með eitthvað sniðugt heim
handa systkinunum, eitt sinn
komstu með heilan haug af
pappakössum, sem sló svo ræki-
lega í gegn, ómæld gleði og ham-
ingja stóð í marga daga. Þú
gerðir allt til að gleðja börnin og
ég er svo óendanlega þakklát
fyrir það. Ég var dugleg að
spreyta mig í eldhúsinu þennan
tíma, alltaf heitt í hádeginu.
Einu sinni baðstu mig að hafa
hafragraut í hádegismat, ég hélt
það nú, það gat ekki verið flókið,
haframjöl og vatn! Það var ekki
nokkur leið að fá börnin mín til
að borða þetta, sem var skrítið
því þau hámuðu alltaf í sig
grautinn sem þú eða Anna eld-
uðuð, ég horfði á þig og svip-
urinn á þér var mjög skrítinn,
jafnvel sorgmæddur, en þú sagð-
ir ekki orð, þú sem varst alltaf
svo ræðinn við matarborðið.
Þegar ég gekk frá ákvað ég að
smakka grautinn og ólystugri
graut hafði ég aldrei inn fyrir
mínar varir sett! Ég var hissa á
að þú skyldir ekki afþakka bless-
aðan grautinn, en það var ekki í
þínum anda að hugsanlega særa.
Ég var aldrei beðin aftur að elda
hafragraut.
Þegar þið fluttuð síðast var
ekki mikið pláss á nýja staðnum
fyrir allt bókasafnið þitt, þú
varst duglegur að gefa barna-
börnunum bækur, mér gafstu
stóran hluta af biblíusafninu
þínu og lokaritgerðina þína úr
guðfræðinni, ég varð mjög snort-
in að fá þessa einstöku gjöf. Eft-
ir að hafa lesið ritgerðina átta ég
mig á hver fyrirmynd þín hlýtur
að hafa verið, Páll postuli hefur
fengið þann heiður.
Hvíl í friði kæri Tómas.
Kveðja,
Fríða.
Elsku afi minn, takk fyrir allt
– allan tímann sem þú gafst mér,
allan kærleikann, allar stundirn-
ar og síðast en ekki síst takk fyr-
ir að vera góð fyrirmynd. Það er
erfitt að kveðja þig en um leið
svo gott að rifja upp og líta yfir
farinn veg, við fjölskyldan höfum
átt góðar stundir við það og ein-
beitum okkur í sorginni að fagna
því fallega og viðburðaríka lífi
sem þú lifðir.
Þú snertir hjörtu margra í
þinni jarðvist, þú hafðir einlæg-
an áhuga á öðru fólki og gerðir
aldrei mannamun. Það var aðdá-
unarvert hversu vel þú hlustaðir
á aðra, þú tókst eftir því góða í
öllum og talaðir alltaf af virðingu
um aðra – þetta eru eftirsókn-
arverðir eiginleikar sem ég hef
reynt að tileinka mér í mínu lífi.
Þið amma voruð alveg ein-
stakt teymi, það er okkur afkom-
endum ykkar dýrmætt að hafa
svona góðar fyrirmyndir þegar
kemur að hjónabandi, fjölskyldu-
tengslum og virðingu í samskipt-
um. Þið hafið alla tíð leikið stórt
hlutverk í mínu lífi og fyrir það
er ég óendanlega þakklát.
Elsku afi, góða ferð.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Anna Ólöf
Sveinbjörnsdóttir.
Elsku afi minn, það er skrýtið
að hugsa sér veröld án þín. Ég
er búin að róta í öllum æsku-
minningum mínum og líta yfir
farinn veg síðan við vissum hvert
stefndi. Það sem sprettur upp í
hugann er Bröttuhlíðin, vatns-
melónur, spilin okkar endalausu,
ísköld mysa, yfirvegunin þín,
íspinnarnir í geymslunni, fífla-
tínslan, glettnin þín, pönnukök-
urnar, Derrick, kjötsúpan þín,
jólin, mysingur og kirkjuferðirn-
ar. En þegar ég hugsa um þig þá
er eitt orð sem stendur upp úr
og það er traust. Með þér var ég
alltaf örugg. Hvort sem það var í
hálsakoti þínu sem lítið barn eða
haldandi í mjúku stóru höndina
þína með skrýtna puttanum yfir
í bílferðirnar þar sem ég lærði að
njóta þagnarinnar með annarri
manneskju. Mjúka röddin þín að
segja mér sögur, gátur og vísur
og svo seinna börnunum mínum
hlýjar hjarta mínu og fyllir það
af þakklæti. Þakklæti fyrir natn-
ina, hlýjuna og áhugann sem þú
sýndir mér og mínum. Þú kennd-
ir mér að meta lestur og sögur
og fyrir það er ég þakklát. Þú
kenndir mér öll spil sem ég kann
og þegar ég hugsa til þín þá er
ég stundum alveg hissa á hversu
þolinmóður þú varst við mig. En
þarna varstu, traustur eins og
klettur. Alltaf. Hávaxinn, tign-
arlegur með hlýja brosið þitt.
Það sem ég er þó þakklátust fyr-
ir er að hafa fengið að sjá ástina
sem þú og elsku amma áttuð
saman, þvílík forréttindi sem það
er að hafa fengið ykkur sem fyr-
irmynd um hvernig alvöruhjóna-
band á að vera.
Takk fyrir allt og allt elsku
besti afi minn, mikið sem ég er
þakklát fyrir þig.
Þín
Díana.
Elsku afi. Þegar ég hugsa um
minningarnar sem ég á af þér er
eitt mér efst í huga. Bækur.
Við deildum þessari fallegu
ástríðu að elska bækur, þó að
smekkur okkar sé afar ólíkur.
Ég var næstum því búin að fá
þig til að lesa Harry Potter. Við
áttum þrátt fyrir þetta alltaf
samleið með bókum. Fyrsta bók-
in sem þú last fyrir mig var
Helgi skoðar heiminn. Þú last
hana aftur og aftur í rólegheit-
unum og varst aldrei að flýta
þér.
Þegar ég var unglingur í
Belgíu hafðir þú miklar áhyggj-
ur af íslenskunni minni og sendir
mér reglulega bækur. Þar féll
fyrsti dómínókubburinn og síðan
þá hef ég varla lagt frá mér bók.
Þú kynntir mér ljóðskáld, bæði
íslensk og erlend, sagðir mér
ævisögu þeirra og kenndir mér
að þylja ljóð með réttri hrynj-
andi. Þú gafst mér smásögur
Hemingways, þótt hann væri
ekki minn tebolli, og náðir samt
að sannfæra mig um að ég yrði
að heimsækja heimili hans í Key
West.
Nú lít ég yfir veglega bóka-
safnið mitt, safnið okkar, og
brosi. Þarna getur þú fundið
rómantísku bókaseríuna Out-
lander við hliðina á samantekt á
ljóðum Einars Benediktsonar,
bækur eftir Gunnar Dal deila
einnig hillu með Wifi-ljóðunum.
Neðst til vinstri er líka bók sem
ég les núna fyrir barnið mitt.
Hún er orðin gömul eftir öll
þessi ár en sagan af Helga litla
og hryssunni Flugu er alltaf
jafnskemmtileg.
Kristrún Lóa Guðmunds-
dóttir Vinther.
Síra Tómas fæddist að Upp-
sölum í Norðurárdal, sonur Ólaf-
ar Jónsdóttur og Guðmundar
Tómassonar, bónda og smiðs í
Tandraseli í Langavatnsdal,
seinna í Stóru-Skógum í Stafholt-
stungum. Guðmundur var ættað-
ur frá Hróarsholti í Villingaholts-
hreppi; foreldrar hans, Tómas
Guðmundsson og Ástrós Sumar-
liðadóttir, bjuggu á Einifelli í
Stafholtstungum. Fráafi síra
Tómasar í föðurætt var síra
Tómas Guðmundsson, prestur í
Villingaholti í Flóa, gáfumaður,
góður prédikari og söngmaður,
afbragðssmiður, verkmaður og
hagmæltur. Foreldrar Ólafar,
móður síra Tómasar, voru Gróa
Halldóra Jónsdóttir og Jón
Bjarnason, sem bjuggu á Ein-
ifelli.
Tómas ólst upp með foreldrum
og systkinum í Tandraseli í
Langavatnsdal; voru þau Guð-
mundur og Ólöf síðustu ábúend-
ur þar. Hann nam við héraðs-
skólana í Reykholti og á
Laugarvatni; lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1950.
Hann innritaðist í guðfræði-
deild Háskóla Íslands og útskrif-
aðist kandídat fimm árum síðar.
Prófessor í Gamla testamenti
fullvissaði hann um að hann
þyrfti ekki að lesa Jeremía spá-
mann; ekkert yrði spurt um hann
á lokaprófi. En sólarhring áður
en Tómas gekk upp til embættis-
prófs fékk hann hugboð um, að
þessari staðhæfingu væri vart
treystandi. Settist hann því við
og sökkti sér niður í spádómsbók
Jeremía þann dag allan og næstu
nótt. Og viti menn! Tómas kom
upp í Jeremía og stóðst prófið.
Á Patreksfirði kom síra Tóm-
as á fót skákfélagi og spilaklúbbi,
fjölgaði í kirkjukórnum og stofn-
aði karlakór. Þá setti hann á
laggirnar iðnskóla vestra. Hann
var, ásamt Gesti Einarssyni frá
Hæli, forgöngumaður um að
skóli hófst á Litla-Hrauni, þar
sem meðal lærifeðra var Sveinn
Ágústsson frá Ásum. Þá kenndi
síra Tómas við Iðnskólann á Sel-
fossi um 12 ára bil. Í prófasts-
embætti Árnesinga var hann
hvatamaður að kóramótum í
Skálholti og kallaði til fagmenn
að þjálfa söngfólkið.
Síra Tómas var reglumaður,
þótt tæki í nefið um hríð. Hann
var búinn hyggindum, sem í hag
mega koma. Varð þess einatt
vart í sálusorgun hans.
Til hans leituðu hjón, sem
hann hafði gefið saman. Þau
kváðust ekki ætla að skilja, en
sögðust vera orðin eitthvað svo
lifandis skelfing og heimsins
óttalega ósköp leið og einhvern
veginn. Þau ynnu til klukkan
fimm á daginn, ætu svo kvöld-
skattinn, gláptu á sjónvarpið og
færu að hátta.
Síra Tómas ráðlagði þeim að
koma sér upp kálgarði; fá að fara
í gamalt fjárhús, taka skánina,
mylja hana og bera í garðinn,
láta kartöflur spíra, pota þeim
niður, fylgjast með grösunum
koma upp, reyta arfann og gleðj-
ast yfir uppskerunni. Munu hjón
þessi hafa átt gullbrúðkaup á
dögunum.
Auðvelt átti síra Tómas með
að koma saman ferskeytlu, þótt
ekki reri hann oft út á sónarsvið.
Hann orti:
Boða orðið, grafa, gifta,
gömlum, jafnt sem ungum, sinna.
Skíra börn og sút burt svipta,
slíkt má teljast prestsins vinna.
Guð blessi minningu hins
trygga og velviljaða vinar. Hann
huggi og styrki fjölskyldu hans.
Felum síra Tómas Guðmundsson
orði Guðs náðar. Guð varðveiti
hann og ástvini hans, bæði þessa
heims og annars, í Jesú nafni.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Nú þegar kær vinur og starfs-
bróðir er fallinn frá langar mig
að minnast hans með fáeinum
orðum. Ég þekkti fyrst til hans
ungur maður á mínum árum í
lögreglunni í Reykjavík, þá
minntust lögregluþjónarnir
starfa hans þar að góðu einu.
Síðar vígðist hann til Patreks-
fjarðar og meðal embættisverka
hans þar var að gefa tengdafor-
eldra mína saman.
Leiðir okkar lágu saman er ég
varð sóknarprestur í Eyrar-
bakkaprestakalli 1980. Þá hafði
sr. Tómas þjónað í áratug í
Hveragerði og Þorlákshöfn.
Hann hafði þar víðan verkahring
með fimm kirkjum, Náttúru-
lækningahælinu og eldri borgur-
um. Tómas var starfsamur og
viljugur til allra verka og var
jafnan í hópi þeirra presta sem
höfðu hvað flestar guðsþjónustur
yfir árið. Embættisfærsla hans
var skipulögð og öll til fyrir-
myndar. Hann varð prófastur
1986 og þar til hann lét af störf-
um 1995. Við áttum farsælt og
gjöfult samstarf sem ég er þakk-
látur fyrir. Tómas fylgdist vel
með sínum prestum og var boð-
inn og búinn að veita aðstoð ef
með þurfti. Ég minnist margra
stunda þar sem við prestar og
makar hittumst á heimili Tóm-
asar og Önnu konu hans í Hvera-
gerði. Voru það ánægjulegir
vinafundir og gestrisni þeirra
mikil en þau voru bæði samhent
og samtaka.
Tómas var alla tíð félagslynd-
ur og nú á síðari árum létu þau
hjón sig sjaldan vanta þegar
fyrrum þjónandi prestar og
makar þeirra hittust. Eftirminni-
legt var hvað Anna hugsaði vel
um hann alla tíð og ekki hvað
síst í ellinni þegar sjónin tók að
daprast. Tómas var næstelstur
prestvígðra nú þegar hann féll
frá.
Ég sendi mína hjartans sam-
úðarkveðju til Önnu og allrar
fjölskyldunnar. Guð blessi Tóm-
as Guðmundsson, minningu hans
og alla ástvini.
Úlfar Guðmundsson.
Séra Tómas Guðmundsson
prestur og prófastur hefur lokið
lífsgöngu sinni í hárri elli. Hann
skilur eftir skýra mynd af
traustum og farsælum leiðtoga í
kirkjunni, ekki aðeins sem sókn-
arprestur á Patreksfirði og í
Hveragerði og prófastur Ár-
nesprófastsdæmis heldur í allri
þjónustu sinni allt fram á síðasta
dag. Hann var einlægur og
hreinskiptinn í orðum og gerðum
og hafði djúp áhrif á samferða-
fólk sitt. Einnig eftir að hann
lauk formlega störfum sem
prestur og prófastur hélt hann
áfram að styðja og styrkja
kirkjulífið í sínu nærumhverfi
með ráðum og dáð. Hann var
ráðhollur leiðbeinandi í öllum
greinum mannlegra samskipta.
Persónulega kynntist ég honum
mest og best þegar gerðar voru
breytingar á starfsemi Skál-
holtsskóla 1992-1993. Það var
gott að eiga hann að sem prófast
og mikinn stuðning veitti hann
Skálholti, ekki síst þegar Odds-
stofa var byggð og flygillinn
keyptur. Hann var góðvinur
Skálholts og gagnrýninn eins og
sá vinur sem til vamms segir.
Gagnrýni hans var eftir orðanna
hljóðan rýni til gagns. Hann var
aldrei sá sem reif niður heldur
byggði upp og bætti.
Séra Tómas lét alltaf um sig
muna hvar og hvenær sem hann
kom. Sunnudaginn 21. ágúst
kom hann síðast til messu á
Grund með konu sinni frú Önnu
og sat með okkur í kirkjukaffinu
á eftir, eins og ævinlega skraf-
hreifinn, glettinn og víðsýnn. Við
þökkum samfylgdina og biðjum
frú Önnu og fjölskyldunni allri
blessunar Guðs. Ritað er: „Sælir
eru dánir, þeir sem í Drottni
deyja upp frá þessu. Já, segir
andinn, þeir skulu fá hvíld frá
erfiði sínu, því að verk þeirra
fylgja þeim.“ (Opb. 14.13)
Fyrir hönd Félags fyrrum
þjónandi presta og maka,
Kristján Valur
Ingólfsson.
Tómas
Guðmundsson