Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Svo Ísland standi í framtíðinni bet- ur af sér þau efnahagslegu áföll sem alltaf má búast við, þarf sterkt at- vinnulíf og fjölbreyttan útflutning,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, tækni og nýsköp- unar hjá Íslandsstofu. „Möguleik- arnir til verðmætasköpunar með hefðbundinni auðlindanýtingu eru takmarkaðir eins og oft hefur verið reynt. Hugvitið og þekkingin til þess að skapa eitthvað nýtt er hins vegar lind sem aldrei tæmist – enda skilar slík starfsemi Íslendingum æ meiri tekjum. Möguleikarnir eru enda- lausir.“ Hindrunum rutt úr vegi Á dögunum var í Reykjavík haldin ráðstefna á vegum fjármálaráðu- neytisins sem bar yfirskriftina Tengjum ríkið. Þar var fjallað um ýmsar þær stafrænu þjónustu- lausnir sem innleiddar hafa verið í samskiptum almennings við ríki og sveitarfélög. Raunar er miðað við að í næstu framtíð geti almenningur fengið úrlausn flestra sinna mála og erinda yfir netið, enda bjóði tæknin upp á slíkt. „Innviðir þessa umhverfis hafa verið styrktir að mun á síðustu ár- um. Ferlar hafa verið einfaldaðir og hindrunum rutt úr vegi. Verkefnið Stafrænt Ísland styður vegferð at- vinnulífsins þar sem hugvitsgreinar eru í mikilli sókn,“ segir Jarþrúður. Hjá Íslandsstofu heldur Jar- þrúður utan um mál um 250 fyrir- tækja á sviði hugvits og tækni, sem skilgreind eru sem vaxtarfyrirtæki. Starfsemi þeirra byggist á tækni, hugviti og þróun og þau eru í sókn út á erlenda markaði. Starfsemi í hug- búnaðargerð hverskonar er þarna áberandi, til dæmis tölvuleikjagerð en einnig fjártækni, nýmæli í mat- vælavinnslu, lyfjaframleiðslu, hönn- un og sjávarútvegi, sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og fleira slíkt. Þarna er í öllum tilvikum starfsemi í þróun og áhugaverð framvinda þar sem hugvit, þekking og útsjónarsemi er eldsneyti og súr- efni. Ný útflutningsstefna Fyrir tveimur árum kynnti Ís- landsstofa nýja útflutningsstefnu þar sem greinar sem byggjast á öðru en hefðbundinni nýtingu nátt- úrunnar voru settar ofar á blað. Þetta var gert í krafti samráðs við atvinnulífið, fjárfesta, háskóla og fleiri. Jarþrúður minnir einnig á að fyrirtækjum í þróunarstarfsemi bjóðist í dag margvíslegur stuðn- ingur hins opinbera, svo sem endur- greiðslur frá ríkinu af tilteknu hlut- falli þeirra fjármuna sem varið er til þróunarstarfs. Sömuleiðis bjóðist at- fylgi til dæmis frá Rannís, sem auð- veldi frumkvöðlum leiðir að settu marki. Nýlega var á vegum Íslandsstofu gerð könnun á rekstri og starfsum- hverfi fyrirtækja í tækni og hugviti á Íslandi. Um 240 fyrirtæki voru í úr- takinu og um 100 svör bárust. Í þeim fyrirtækjum starfa nú liðlega 2.100 manns og samanlögð velta þeirra í ár er um 75 milljarðar króna. Áætl- anir stjórnenda gera hins vegar ráð fyrir jöfnum vexti og fjölgun starfa. Samkvæmt því má reikna með að starfsmenn í þessum geira atvinnu- lífsins verði orðnir um 16 þúsund ár- ið 2027 ef fjölgunin heldur áfram á sama hraða og nú. Sérstaklega er þörf fyrir fólk með sérfræði- og tæknimenntun. Rúmlega 70% fyrir- tækjanna reikna með vexti á næstu mánuðum og í flestum tilvikum gekk starfsemin í fyrra betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Raunar gerði liðlega þriðjungur þátttakenda ráð fyrir því að tvöfalda veltu fyrirtækja sinna á líðandi ári eða rúmlega það. „Vöxtur fyrirtækjanna er talsvert undir því komið að geta ráðið til sín sérmenntað starfsfólk, en þau þurfa líka að hluta að sækja sérfræðinga til útlanda. Þess vegna var við mót- un nýrrar útflutningsstefnu horft til þess að kynna erlendis að hér á landi séu öflugir háskólar í sterku nútíma- legu samfélagi. Að hér starfi öflug framsækin fyrirtæki sem bjóða spennandi störf á samkeppnis- hæfum launum. Víða erlendis virðist lítil þekking á því, enda þótt flestir líti á Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna. Félagslegt umhverfi á Íslandi er líka sterkt. Frumkvöðlar þurfa tæplega að fórna öllu þótt verkefnin sem þeir hefjast handa við gangi kannski ekki upp í fyrstu lotu.“ Nýlega efndu Íslandsstofa, CCP og sendiráðið í London ásamt fulltrúum Icelandic Gaming Ind- ustry, sem eru hagsmunasamtök tölvuleikjaframleiðenda og deild innan Samtaka iðnaðarins, til fjár- festakynningar í Lundúnum. Jar- þrúður kom að skipulagningu við- burðarins sem hún segir hafa verið mjög vel sóttan af erlendum sjóðum en 12 íslenskir leikjaframleiðendur komu frá Íslandi. Í Bretlandi eru starfræktir margir sérhæfðir fjár- festingarsjóðir og fundur með fulltrúum þeirra var því mjög mikil- vægur. Íslensku nýsköpunarfyrir- tækin gætu því vænst góðs sam- starfs við þessa sjóði og þá sem sóttu viðburðinn. Stuðningur til vaxtar og viðgangs Svipull er sjávarafli segir mál- tækið og í heimsfaraldri lagðist ferðaþjónustan á Íslandi nánast af um skeið. Af þessu segir Jarþrúður að draga megi mikinn lærdóm og staðfesta mikilvægi þess að greinar sem tengjast hugviti og tækni innan atvinnulífsins séu studdar til vaxtar og viðgangs. „Covid hafði ekki nándar nærri sömu áhrif á hugvitsgreinar og mörg önnur svið atvinnulífsins. Þetta er því atvinnuvegur sem við þurfum að gefa meiri gaum, slíkir eru mögu- leikarnir,“ segir Jarþrúður. Hún getur þess að helstu viðskiptavinir þessara íslensku fyrirtækja eru í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýskalandi og Frakk- landi. Það séu einmitt þau markaðs- svæði sem Íslandsstofa skilgreinir sem lykilmarkaði í sinni stefnu. Standa af sér áföll auðlinda „Hugvits- og tæknifyrirtækin eru ekki að fjármagna sig í gegnum bankakerfið. Slíkt vekur spurningar um þátttöku bankanna í framþróun fyrirtækjanna. Rannís gegnir mikil- vægu hlutverki við að koma þeim á legg og svo taka fjárfestingarsjóðir við. Almennt út frá okkar rann- sóknum á rekstrarumhverfi vaxtar- fyrirtækja á sviði hugvits má álykta að fyrirtæki á þessu sviði standi af sér áföll sem snúa að auðlindum og ferðamannastraumi,“ segir Jar- þrúður og að síðustu: „Með því að stuðla að hagfelldu umhverfi þessara fyrirtækja, ryðja úr vegi hindrunum við að fá hingað til lands erlenda sérfræðinga og fjármagn, þá mun hér líta dagsins ljós öflug útflutningsgrein. Hún mun styrkja stoðir hagkerfis og efla lífs- gæði hér á landi til lengri tíma. Vaxtarmöguleikar íslensks hag- kerfis þarna eru miklir.“ Hugvitið er lind sem aldrei tæmist - Þekkingargreinar vaxandi útflutningur - Áherslumál hjá Íslandsstofu - Tölvuleikir, fjártækni, hönnun og grænar lausnir - Vaxandi velta hjá flestum fyrirtækjum - Þörf á erlendri fjárfestingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framtíð Ný útflutningsgrein mun styrkja stoðir hagkerfis og efla lífsgæði hér á landi til lengri tíma. Vaxtar- möguleikar íslensks hagkerfis þarna eru miklir,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hjá Íslandsstofu. Morgunblaðið/Eggert Skjáir Sjávarútvegssýningin sem var í síðustu viku gaf góða innsýn í atvinnugrein hugvits og tæknimála. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Straumur Orkuskipti bílaflotans kalla á tæknilegar lausnir og í þeim efnum hafa Íslendingar forystu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.