Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
50 ÁRA Sigríður er Reykvíkingur,
ólst upp í Efra-Breiðholti og býr í
Seljahverfi. Hún er leikskólakennari
að mennt, með MBA-gráðu frá HÍ og
er leikskólastjóri í leikskólanum
Hraunborg í Efra-Breiðholti. Sigríður
er liðsstjóri hjá landsliði U19 kvenna í
knattspyrnu, en Sigríður er marg-
faldur Íslandsmeistari með KR og fv.
landsliðskona. Áhugamál hennar eru
alls konar íþróttir.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Sigríðar
er Árni Böðvarsson, f. 1971, viðskipta-
fræðingur og vinnur hjá Fasteigna-
félaginu Eik. Dætur þeirra eru Þór-
unn Ásta, f. 2001, Guðrún Pála, f. 2004,
og Arna Fanney, f. 2011. Foreldrar
Sigríðar: Ásta Jónsdóttir, f. 1943, fv. leikskólastjóri, búsett í Reykjavík, og
Páll Guðmundsson, f. 1941, d. 2021, vélstjóri.
Sigríður Fanney Pálsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er í lagi að láta sig dreyma svo
framarlega sem þið velkist ekki í vafa um
hvað er draumur og hvað raunveruleiki.
Traust er best í hófi.
20. apríl - 20. maí +
Naut Fylgdu eðlisávísun þinni jafnvel þótt
aðrir eigi bágt með að skilja gjörðir þínar.
Velgengni getur verið einföld.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Ekki láta segjast þótt þú eigir erfitt
með einbeitinguna. Nú er komið að því eftir
langa mæðu að menn sjái hve mjög þú hefur
lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er eitt og annað sem þú þarft
að velta fyrir þér og hugsa til enda. Stundum
kemur í ljós að hlutirnir eru allt aðrir en á
yfirborðinu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Vinur þinn mun ekki bregðast eins við
og þú býst við af honum. Sinntu hugðar-
efnum þínum og leggðu þig fram um að
rækta líkama og sál.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert manneskjan sem heldur von-
inni lifandi. Líttu í kringum þig og sjáðu að
margur er verr staddur en þú svo þú hefur
ástæðu til þess að una glaður við þitt.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni
hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga.
Reyndu að breyta þeim aðstæðum sem þú
ert ósáttur við.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Veröldin þarf á draumóra-
mönnum að halda og hið sama gildir um þá
sem skapa raunveruleikann. Stattu með
sjálfum þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Starfsferillinn er að taka spenn-
andi stefnu. Vertu opinn fyrir nýjum leiðum
og það mun koma þér á óvart hversu vel
þær reynast.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú átt skilið að öðlast það sem
þú þráir – ekki nokkurn veginn, heldur akk-
úrat. Gefðu þér tíma til þess að njóta slíkra
stunda, þótt þér finnist annað liggja við.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þig langar að fagna því að hafa
lokið stóru verkefni. Nú ríður á miklu um
framhaldið og þá máttu láta tillitssemina
ráða ferðinni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Reyndu að koma skikki á hlutina og
skila því starfi sem þér er ætlað. Allt sem þú
þarft er innan seilingar nú þegar.
lagsliðum, Þrótti Neskaupstað,
Þrótti Reykjavík og KA, og í heildina
hefur hún unnið 17 meistaraflokks-
titla. Hún byrjaði A-landsliðsferil 17
ára gömul og fór í sitt síðasta verk-
efni árið 2019. „Minn landsliðsferill
spannaði því 20 ár en með löngum
pásum inn á milli. Ég ætlaði mér að
taka fram blakskóna í vetur til að ná
tímabili með dóttur minni sem er að
inn í, sem er bara gaman.“ Elma er
formaður velferðarráðs og situr í
fræðslu- og lýðheilsuráði.
Þegar Elma var í fyrsta bekk í
framhaldsskóla fékk hún Hvatning-
arverðlaun Forseta Íslands fyrir
árangur sinn í íþróttum. „Íþróttir og
þá sérstaklega blak hafa alltaf átt
hug minn og hjarta.“ Hún hefur orð-
ið þrefaldur meistari með þremur fé-
H
ulda Elma Eysteins-
dóttir fæddist 27.
september 1982 í
Reykjavík en er alin
upp í Neskaupstað
þar sem hún var umvafin stórfjöl-
skyldunni.
„Ég fór mikið í sveitina til föður-
ömmu minnar en ég vildi ekki dvelja
of lengi í einu frá lífinu heima í Nes-
kaupstað. En ég á margar góðar
minningar úr sveitinni og ég elskaði
að vera úti í náttúrunni þar, þar sem
við frændsystkinin vorum með gulla-
bú og endalaust af skemmtilegum
stöðum til að leika á. Gullabú var
staður þar sem við söfnuðum
skemmtilegum og fallegum hlutum
eins og t.d. fallegum steinum, blóm-
um og gömlum dýrabeinum.“
Elma gekk í Nesskóla og svo
stundaði hún nám við Verkmennta-
skóla Austurlands. Hún lauk síðar
tölvu- og bókhaldsnámi frá Tölvu-
skólanum Þekkingu. „Ég starfaði
aldrei því tengt þar sem ég hef sjald-
an getað setið kyrr lengi í einu. Árið
2010 lauk ég einkaþjálfaranámi frá
ÍAK og hefur það nám nýst mér vel.
Árið 2018 fór ég í jóganám sem var
sennilega með betri ákvörðunum
sem ég hef tekið í lífinu.“ Á þessu ári
lauk Elma markþjálfanámi frá
Evolvía.
„Ég eignaðist þrjú börn á rétt
rúmum þremur árum, tók þriggja
ára pásu og þá kom „örverpið“. Ég
var þá komin með fjögur börn, 28 ára
gömul og kallinn mikið á sjó svo ég
var því meira og minna heimavinn-
andi á meðan þau voru lítil. Eftir að
þau eltust fór ég að bæta við mig
meiri og meiri þjálfun, styrktar-
þjálfun, mömmuleikfimi, blakþjálfun
og einkaþjálfun.“
Þjálfun hefur verið helsta starf
Elmu þar til hún fór í pólitíkina núna
í vor og situr hún í bæjarstjórn
Akureyrarbæjar. „Ég er samt ennþá
að þjálfa 60+-hópana á Bjargi sem
eru forréttindi að fá að þjálfa, ég
tímdi ekki að hætta með þau. Annars
lagði ég alla þjálfun til hliðar í vor.
Mér þykir nýja verkefnið mjög
spennandi. Það er ekki komin mikil
reynsla á þetta hjá mér. Eitt er víst
að það er nóg af hlutum að setja sig
spila með KA en ég fann fljótt að lík-
aminn var ekki alveg til í það sama
og hausinn og ákvað því að halda mig
við hlaupin sem ég hef algjörlega
kolfallið fyrir samhliða því að spila
öldungablak með Krákunum.“
Elma hefur stundað utanvega-
hlaup síðustu 2-3 árin, hún hefur
hlaupið Laugaveginn, Súlur Verti-
cal, Hengil og Austur Ultra, allt svo-
Hulda Elma Eysteinsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar – 40 ára
Fjölskyldan Elma, Styrmir Lár með Max, Sonja, Gimmi, Amelía og Sigurður þegar Sonja og Gimmi voru fermd 2020.
Landsliðsferillinn spannaði 20 ár
Íþróttakonan Elma að hlaupa í fjallinu Súlum 2020.
Íslandsmeistari Elma í búningi KA
sem varð þrefaldur meistari 2019.
Til hamingju með daginn
Akranes Lísbet Birta
Hafþórsdóttir fæddist
9. mars 2022 kl. 20.37
á Akranesi. Hún vó
3.386 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Drífa Sjöfn
Hákonardóttir og Haf-
þór Ingi Waage.
Nýr borgari
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!