Morgunblaðið - 27.09.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2022
Myndarlegur Það er ekki laust við að hann minni á skraut á jólatré, þessi myndarlegi auðnutittlingur sem ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu við að njóta sólargeisla.
Kristinn Magnússon
„Laugarneskirkja
lifandi kirkja í Laug-
arneshverfi“. Þannig
hljóðar yfirskrift á
heimasíðu Laugarnes-
kirkju í Reykjavík.
Hætt er hins vegar við
því að Laugarnes-
kirkja verði ekki eins
lifandi á komandi að-
ventu og verið hefur.
Ástæðan er ákvörðun
kirkjunnar um að afþakka heim-
sóknir grunnskólabarna á þeim
tíma sem flestir horfa
til kirkjunnar í aðdrag-
anda jólahátíðar. Und-
ir tilkynningu þess
efnis frá kirkjunni rit-
ar sóknarpresturinn,
sá hinn sami og vék
ómaklega að forsætis-
ráðherra á vormán-
uðum og dæmdi heilan
stjórnmálaflokk til hel-
vítisvistar.
Klerknum sýnist
mikið í mun að hans
verði minnst í sögu-
bókum. Honum mun væntanlega
verða að ósk sinni þar sem þess
þekkjast ekki dæmi í kirkjusögunni
að heimsóknir grunnskólabarna í
kirkjuna séu afþakkaðar. „Við vilj-
um að um okkar góða starf ríki sátt
og friður,“ segir jafnframt í tilkynn-
ingunni.
Ég fæ ekki betur séð af við-
brögðum á samfélagsmiðlum en
ákvörðunin hafi haft þveröfug áhrif,
prestinum hafi tekist að kveikja
nýtt ófriðarbál í kringum kirkjuna
með þessari vanhugsuðu ákvörðun.
Í umræðunni sá ég meðal annars
vangaveltur um hvað yrði næst og
eðlilegt er að spurt sé. Ísland er
kristið land og kristni hefur mótað
það samfélag sem við búum í. Saga
landsins og kristni eru að mörgu
leyti samofin. Tengslin eru menn-
ingarleg, söguleg og félagsleg.
Þjóðkirkjan nýtur verndar sam-
kvæmt stjórnarskrá og ríkisvaldið á
að styðja hana og styrkja. For-
sætisráðherra hefur sýnt það í
verki og fyrir það ber að þakka.
Kirkjan má ekki bregðast hlutverki
sínu þótt hún mæti andstöðu lítils
hóps. Ég skora hér með á sókn-
arnefnd Laugarneskirkju að falla
frá þessari ákvörðun. Standa vörð
um kristna trú. Standa vörð um að-
ventuna og mikilvægt hlutverk
barna í henni.
Ég leyfi mér að fullyrða að mikill
minnihluti foreldra er andstæður
kirkjuheimsóknum grunnskóla-
barna á aðventu. Það á ekki að
bitna á meirihlutanum. Lifandi
kirkja býður grunnskólabörn vel-
komin í kirkjuna á aðventu.
Birgir
Þórarinsson »Kirkjan má ekki
bregðast hlutverki
sínu þótt hún mæti and-
stöðu lítils hóps.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður.
birgirth@althingi.is
Höggvið í aðventuna
Fjórum dögum eftir
þingkosningarnar 2017
sagði Logi Már Ein-
arsson, þáverandi for-
maður Samfylking-
arinnar, að flokkur
hans myndi ekki setja
það sem skilyrði í
stjórnarmyndunar-
viðræðum að tekin
yrðu skref í áttina að
inngöngu í Evrópu-
sambandið þrátt fyrir
að hafa lagt áherzlu á það í aðdrag-
anda kosninganna. Fjórum dögum
síðar lýsti Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, formaður Viðreisnar, því
sama yfir.
Formlegar viðræður um myndun
nýrrar ríkisstjórnar voru þá enn
ekki hafnar og einungis þreifingar í
gangi. Formenn Samfylkingarinnar
og Viðreisnar hafa hins vegar ljós-
lega gert sér grein fyrir því að um
pólitískan ómöguleika væri að ræða.
Hvorki Framsóknarflokkurinn né
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
væru þannig líkleg til
þess að taka skref í átt-
ina að Evrópusam-
bandinu þvert á eigin
stefnu.
Hvað VG varðar hef-
ur flokkurinn þegar
brennt sig illa á því að
samþykkja að tekin
yrðu skref í átt að inn-
göngu í Evrópusam-
bandið og afar ólíklegt
að hann sé til í að taka
slíkan snúning aftur.
Reynt var á sínum tíma
að gera Framsókn-
arflokkinn að flokki hlynntum inn-
göngu í sambandið sem kostaði hann
mikið af landsbyggðarfylgi hans.
Yrði opnað á slíkt aftur yrði það að
öllum líkindum vatn á myllu Mið-
flokksins.
Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn
Með öðrum orðum er pólitíska
ómöguleikann víða að finna. Sjálft
hefur Evrópusambandið áréttað
mikilvægi þess að ríkisstjórn, sem
stendur að umsókn um inngöngu í
sambandið, sé samstiga um það að
halda í þá vegferð en ekki klofin
gagnvart málinu. Líkt og til dæmis
kom ítrekað fram í gögnum á vegum
utanríkismálanefndar þings Evr-
ópusambandsins um umsókn Sam-
fylkingarinnar og VG á sínum tíma.
Til að mynda segir þannig í þings-
ályktunartillögu dagsettri 13. nóv-
ember 2012 sem þingmaðurinn
Cristian Dan Preda ritaði sem
fulltrúi utanríkismálanefndarinnar
um framvindu umsóknarinnar og
samþykkt var með 56 atkvæðum
gegn einungis tveimur: „Þing Evr-
ópusambandsins ítrekar áhyggjur
sínar af pólitískum ágreiningi innan
ríkisstjórnarinnar og stjórn-
málaflokkanna varðandi inngönguna
í það.“
Vísað er í þingsályktunartillög-
unni einkum til þeirrar staðreyndar
að á meðan Samfylkingin var hlynnt
inngöngu í Evrópusambandið var
VG það ekki. Fyrir vikið var engin
samstaða um það á meðal ráðherra
ríkisstjórnarinnar þegar til dæmis
þurfti að samþykkja lokun einstakra
kafla umsóknarferlisins að sam-
bandinu. Voru til að mynda ítrekað
gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum
af hálfu einstakra ráðherra.
Hafa ekki umboð frá kjósendum
Viðreisn og Samfylkingin fengu
samanlagt minna fylgi í þingkosn-
ingunum síðasta haust en Sjálfstæð-
isflokkurinn einn. Sú staða hefur
ekki breytzt miðað við niðurstöður
nýjustu skoðanakannana þó að vart
þurfi að taka það fram að kannanir
eru ekki það sama og kosningar.
Þótt Pírötum sé bætt við, hvort sem
miðað er við kosningarnar eða kann-
anir, vantar mikið upp á það að
flokkarnir njóti meirihlutafylgis.
Flokkarnir þrír vilja nú að núver-
andi ríkisstjórnarflokkar hafi að
engu það sem þeir sögðu við kjós-
endur í aðdraganda þingkosning-
anna og setji inngöngu í Evrópu-
sambandið á dagskrá með
þjóðaratkvæðagreiðslu. Markmið
Viðreisnar, Samfylkingarinnar og
Pírata er ljóslega að reyna að kom-
ast þannig í kringum þá staðreynd
að þá sjálfa skortir umboð frá kjós-
endum til þess að setja málið á dag-
skrá.
Hins vegar hafa stjórnarflokk-
arnir skýrt umboð frá kjósendum
sínum til þess að framfylgja þeirri
stefnu sinni að Ísland standi áfram
utan Evrópusambandsins. Hvort
sem Viðreisn, Samfylkingunni og Pí-
rötum líkar betur eða verr er rík-
isstjórn samstiga um að ganga þar
inn, með þingmeirihluta að baki sér
kjörinn af íslenzkum kjósendum,
grundvallarforsenda í þeim efnum
og það að mati sambandsins sjálfs.
Hjörtur J.
Guðmundsson »Evrópusambandið
hefur áréttað mik-
ilvægi þess að ríkis-
stjórn, sem stendur að
umsókn um inngöngu í
sambandið, sé samstiga
um það að halda í þá
vegferð.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur og
alþjóðastjórnmálafræðingur
(MA í alþjóðasamskiptum með
áherzlu á Evrópufræði og
öryggis- og varnarmál).
hjortur@civis.is
Pólitíski ómöguleikinn