Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 1
SMARTLAND Hólmsteinn Eiður Guðrúnarson byrjaði að mála sig ogganga í kvenmannsfötum fyrir tveimur og hálfu Orðinn fimmtugur oghefur engu að tapa F Ö S T U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 235. tölublað . 110. árgangur . Stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar í 16 ár HVAÐ ER MÓÐINS NÚNA? HÓLMSTEINN EIÐUR SÝNIR KJÓLANA OG VARALITASAFNIÐ SMARTLAND 56 SÍÐUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumvarpi dómsmálaráðherra til breytingar á lögum um útlendinga (alþjóðlega vernd) er m.a. ætlað að „samræma löggjöf og framkvæmd þessara mála við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkum annarra Norð- urlanda,“ segir í greinargerð. Þar kemur m.a. fram að fjöldi um- sókna um vernd hér á landi frá ein- staklingum sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki eigi sér ekki neina hliðstæðu í álfunni. Þetta má m.a. rekja til séríslenskra reglna. Þá segir í greinargerðinni að hátt hlutfall umsókna á Íslandi frá fólki með vernd í öðru Evrópuríki hafi ver- ið notað sem dæmi innan Schengen og hjá stofnunum ESB um þær hætt- ur sem geta komið upp þegar ríki setja sér sérstakar málsmeðferðar- og undanþágureglur. Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári voru orðnar 2.894 þann 28. september síðastliðinn og hafa aldrei verið fleiri. Stríðið í Úkraínu hefur valdið þungum straumi flóttafólks hingað til lands. Það sem af er þessu ári bárust langflestar umsóknir í mars, í byrjun stríðsins, og voru þær 678. Frá byrj- un ársins 2022 og til 28. september sóttu 1.719 Úkraínumenn um vernd á Íslandi. Næstfjölmennasti hópur um- sækjenda var fólk með ríkisfang í Venesúela. Engin hliðstæða sögð í Evrópu - Ísland sagt dæmi um hættur sem stafi af því þegar ríki setji sér sérstakar reglur um alþjóðlega vernd MUmsóknir flóttafólks … »4 Fjölmenn mótmæli voru við Menntaskólann við Hamrahlíð í gær þegar nemendur gengu úr tím- um til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning. Tilgangur mótmælanna er að reyna að knýja fram breytingar á viðbragðsáætlun allra skóla, þannig að tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru og öðru ofbeldi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, var meðal viðstaddra og tók til máls. »6 Morgunblaðið/Eggert Munu áfram hafa hátt og krefjast breytinga Icelandair Cargo fær tvær Boeing 767-breiðþotur sem búið er að breyta fyrir fraktflutninga. Vélarnar bjóða upp á þann möguleika að fjölga áfangastöðum fyrir fraktflutn- inga. Þannig mun félagið fljúga til þriggja áfangastaða í Bandaríkj- unum frá og með næsta mánuði, til New York, Chicago og Los Angeles. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir í samtali við Morgunblaðið að hægt sé að gera Ísland að tengimið- stöð í fraktflugi yfir Atlandshafið, rétt eins og Icelandair hafi gert í far- þegaflugi. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við erum ekki eingöngu að horfa til vöruflutninga til og frá Íslandi, heldur einnig yfir hafið,“ segir Gunnar Már. »12 Flug Ný flugvél Icelandair Cargo. Icelandair Cargo fær stærri vélar - Hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.