Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Gígjan okkar er þögnuð. Farin í hina hinstu för eftir næst- um 90 vel lifuð ár. Það er athyglisvert að hún hafi heitið þessu nafni. Gígja var fiðluleikari og framúr- skarandi fiðlukennari við Barna- músíkskólann, sem síðar hét Tón- menntaskólinn. Þeir voru ófáir hæfileikaríku fiðlunemendurnir sem blómstruðu í höndum hennar. Já, það er eins og nafnið hafi búið hana Gígju til. Ekki bara hvað starfsferil snertir, því að hún var okkar gígja í fjölskyldunni. Spilaði sig inn í allra hjörtu með björtum tónum lífskrafts síns, góðvilja, ein- beitni og viljastyrks. Hún var yngst í hópi sex systra, allar söng- elskar og fallegar. Mamma mín var sú elsta og Gígja sú yngsta. Af Gígja Jóhannsdóttir ✝ Gígja Jóhanns- dóttir fæddist 15. nóvember 1932. Hún lést 19. sept- ember 2022. Útför hennar fór fram 6. október 2022. þessum systrahópi átti ég tvær mömmur, mína eigin og músíkmömmuna Gígju. Ég myndi segja að hún hefði stýrt minni leið inn á tónlistarbrautina, fyrst í Barnamúsík- skólann og eftir það í Tónlistarskólann. Hún var alltaf til staðar í ákvarðana- tökum. Gaf mér nótur að mikilvæg- um píanóverkum, sá til þess að ég gæti æft mig á gott hljóðfæri. Hún hlúði að og það eru engin orð sem geta lýst þakklæti mínu. Það verð- ur skrýtið að koma til Íslands og geta ekki hringt á dyrabjöllunni á Kleifarveginum til að heilsa upp á Gígju. Ég kveð hana með miklum söknuði en hef hana sterkt í hjarta- stað, þar sem hún er umvafin birtu. Megi hún hvíla í friði. Við fjölskyld- an hér í Ríó de Janeiro vottum Jó- hanni Friðgeiri og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir. ✝ Einar Gunn- laugsson fædd- ist í Glerárþorpi á Akureyri 8. júlí 1933. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 13. sept- ember 2022. Eftirlifandi eig- inkona Einars er Sólveig Kristjáns- dóttir, f. 6. sept- ember 1935, en sambúð þeirra varði í 68 ár og bjuggu þau alla tíð á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Ómar, f. 14. febrúar 1954, maki Guðný S. Guðlaugsdóttir, börn Einar og Soffía. 2) Helga, f. 2. júní 1955, maki Jostein Ingulfsen, börn Inga og Vala. 3) Ester, f. 19. nóv- ember 1960, maki Nói Björnsson, börn Helga Sólveig, Karen og Björk. 4) Kristján, f. 7. apríl 1969, maki Ásta Björk Matthías- dóttir, börn Leifur og Ísak. Barnabarnabörnin eru 12 og fleiri á leiðinni. Útför Einars fór fram í kyrr- þey að hans ósk hinn 23. sept- ember 2022. Ég hef þekkt heiðursmanninn Einar Gunnlaugsson allt frá unga aldri sem einstaklega traustan og heilsteyptan einstakling í fjöl- skyldunni. Það var alltaf jafn mikil reisn og glæsileiki yfir Ein- ari til hinsta dags, þá orðinn 89 ára. Hann hafði einstaklega flotta líkamsbyggingu, hár, grannur og teinréttur, og bar sig ávallt áberandi vel. Hann var skarpleitur og með dökk rann- sakandi augu. Hann stundaði reglulega útiveru og göngutúra um Akureyrarbæ og nágrenni og gekk til dæmis ævinlega til og frá vinnu í hinum enda bæjarins í áratugi hvernig sem viðraði. Ein- ar eignaðist fyrst bíl á efri árum og notaði hann lítið nema til lang- ferða. Honum fannst hollara að ganga. Einar vann lengst af sem verkstjóri eða framleiðslustjóri hjá verksmiðjunni Lindu á Ak- ureyri meðan hún var starfrækt. Hann var afbragðs íþrótta- maður á yngri árum og keppti í frjálsum íþróttum fyrir Þór og var þá m.a. þekktur og marg- verðlaunaður afreksmaður í langhlaupum. Einar notaði aldrei áfengi eða tóbak. Ég kynntist Einari fyrst mjög ungur þegar þau Dolla frænka (Sólveig), kona hans til lífstíðar, leigðu hjá okkur ömmu Jórunni í Brekkugötu 35, í sinni fyrstu bú- skapartíð. Alla tíð síðan höfum við Einar átt náið samband og innileg fjölskyldutengsl. Sólveig (Dolla), eftirlifandi kona hans, er dóttir Helgu Guðmundsdóttur ömmusystur minnar og Kristjáns Albertssonar. Þau bjuggu lengi á Sigurhæðum við Akureyrar- kirkju og þar var Dolla næstelst þeirra Sigurhæðarsystra fjög- urra og orðin vel stálpuð þegar ég fæddist. Þar sem ég var hálf- gerður heimagangur á heimili þeirra Helgu og Kristjáns á barnsaldri kom það dálítið í hlut Dollu frænku að huga að og hafa taumhald á mér. Þannig er fjöl- skyldutenging mín við Einar Gunnlaugsson. Síðan hefur vaxið upp hópur af afkomendum þeirra sem ég hef átt góð tengsl við. Einar var mér einhvern veginn svo náinn og trúverðugur að ég valdi hann sem svaramann minn þegar ég gifti mig skömmu eftir stúdentspróf. Alla tíð hef ég verið mjög velkominn á vinalegu heim- ili þeirra Einars og Dollu og sam- skipti milli fjölskyldnanna verið mikil og einlæg. Einar byggði á sínum tíma fallegt einbýlishús í Álfabyggð 8. Seinna fluttu þau í raðhús á einni hæð við Einilund. Ég hef leitast við að heimsækja þau Einar og Dollu þegar ég hef verið á Akureyri og átt með þeim margar ánægjulegar stundir gegnum tíðina. Við Einar höfðum ávallt nóg að ræða um þegar við hittumst en hann fylgdist vel með öllu og hafði vissulega ákveðnar skoðanir á flestu í þjóð- félaginu. Mjög gjarnan ræddum við um orkumálin hér og annars staðar í víðu samhengi og vildi hann vita hvernig ýmsu þar væri háttað. Einar var mikið snyrti- menni eins og heimili þeirra bar með sér og þar kunni hann vel til verka og létti dyggilega undir með Dollu eftir að heilsu hennar hrakaði. Ég þakka Einari fyrir samfylgdina á lífsleiðinni og einnig fyrir alla velvild og hjálp- semi við aldraða ömmu mína gegnum tíðina. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Dollu og fjölskyldu. Guðmundur Pétursson. Einar Gunnlaugsson ✝ Erla Ársæls- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. júní 1930. Hún lést á Landakoti 20. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Hansína Árný Magnúsdóttir húsmóðir, f. 12. janúar 1904 í Vest- urhúsum í Vest- mannaeyjum, d. 16. september 1980, og Ársæll Grímsson bóndi, f. 9. janúar 1901 í Ný- borg á Stokkseyri, d. 23. febr- úar 1998. Systkini Erlu voru: Maggý Jórunn, f. 9. apríl 1927, d. 18. september 2016; Margrét, f. 2. desember 1928, d. 23. apríl 1990; Hannes, f. 29. nóvember 1931, d. 26. apríl 1949; Grímur, f. 17. nóvember 1940, d. 29. nóv- hanna, f. 3. nóvember 1961, maki Lúðvík Þorvaldsson, börn þeirra eru a) Salvör Gyða, f. 2. júlí 1984, maki Árni Birgisson og eiga þau fjögur börn, b) Ið- unn, f. 4. júlí 1991, maki Krist- inn Þorri Þrastarson og eiga þau tvö börn, c) Þorvaldur, f. 5. febrúar 1999. Í Vestmannaeyjum bjó Erla til ársins 1946 þegar fjölskyldan fluttist að Húsatóftum við Grindavík og frá 1948 buggu þau á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Erla og Gunnar hófu hjúskap sinn á Sólvallagötu 22 en þaðan fluttu þau í Garðabæinn árið 1962 og bjuggu þar öll sín hjú- skaparár. Erla flutti í Hafnar- fjörð árið 1991 en síðustu æviár sín bjó hún í Gullsmára 11 í Kópavogi. Erla vann ýmis störf utan heimilis ásamt því að vera hús- móðir og sinna manni sínum í veikindum hans síðustu æviárin. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu hinn 28. sept- ember 2022. ember 2008. Erla giftist 18. nóvember 1954 Gunnari Magnúsi Björnson, f. 18. nóvember 1930, d. 24. mars 1986, for- eldrar hans voru Dagmar Eyvind- ardóttir og Gunnar Björnson. Börn þeirra eru: 1) Dag- mar, f. 7. maí 1954, sambýlismaður Rikharð Bess Júlíusson, börn hennar eru a) Erla Lind, f. 4. júlí 1977, og á hún fjögur börn, b) Jón Gunnar, f. 30. október 1986, og á hann eitt barn. 2) Ársæll, f. 5. júlí 1957, d. 15. júní 1987, maki Erla Inga Skarphéðinsdóttir, börn þeirra eru a) Sara Ósk, f. 3. des- ember 1980, og á hún eitt barn, b) Skarphéðinn Örn, f. 8. ágúst 1982, d. 14. mars 2012. 3) Jó- Símtalið um að Erla frænka hefði kvatt þessa jarðvist kom ekki á óvart. Hún kvaddi síðust nánustu fjölskyldumeðlima af kynslóðinni á undan minni og mér leið eins og síðasta landfestin mín brysti. Verandi yngri systir mömmu minnar þá hefur hún fylgt mér alla ævi og á ég ógrynni ómet- anlegra minninga sem tengdust henni. Að sumu leyti var upplag þeirra systra ólíkt, en samband þeirra var einstakt þar sem fal- legustu eiginleikar beggja nutu sín. Blanda af systra- og vin- kvennasambandi með tilheyrandi einlægni, samheldni, gáska, tryggð, umhyggju, góðvild og ekki síst trúnaði. Í öllum veikind- um mömmu var Erla ótrúleg og algerlega ómetanleg; ég held það hafi t.d. ekki liðið sá dagur sem mamma var á spítala að Erla vitj- aði hennar ekki. Metnaður Erlu lá fyrst og fremst í fjölskyldu hennar og fal- legu heimili þeirra Gunnars sem bar húsmóðurhæfileikum henn- ar, snyrtimennsku og reglusemi ótvírætt vitni ásamt því að þau væru höfðingjar heim að sækja. Samband þeirra hjóna einkennd- ist af gagnkvæmri virðingu, væntumþykju og kærleika, sem birtist bæði í daglegum samskipt- um þeirra og ekki síst í því hvern- ig þau tókust á við erfið veikindi og hvernig hún af mikilli ástúð hjúkraði honum, meira og minna heima við, árum saman. Erla hugsaði vel um sína og fram á síð- asta dag fylgdist hún grannt með lífshlaupi afkomenda sinna sem hún var ákaflega stolt af. Það gaf svo sannarlega oft á bátinn á siglingu Erlu um Lífsins haf. Margir tröllslegir brotsjóir riðu yfir, en alltaf hélt hún sigl- ingunni áfram af æðruleysi og þrautseigju, eins og hún átti kyn til. Erla bar harm sinn í hljóði og bar tilfinningar sínar ekki á torg frekar en aðrir fjölskyldumeðlim- ir – við erum ekki alin upp við það. Þegar ég sat við rúmið henn- ar um daginn, hélt um hnýtta, vinnulúna hönd hennar og við ræddum um fólk, lífs og liðið, og hvort og þá hvað tæki við að lok- inni þessari jarðvist, þá bar m.a. á góma hvernig henni hefði tekist að sigla í gegnum brotsjóina. Svarið var: „Ég hef alltaf haft svo góða í kringum mig; manninn minn, börnin, systkini … og barnabörnin, ég má ekki gleyma þeim. Þau eru alveg sérstök, svo góð við mig. Já, bara allir.“ Þegar aldurinn færðist yfir óskaði maður þess að Erla fengi notið ævikvöldsins. Það voru að mestu minniháttar ellikvillar sem hrjáðu hana, þó ekki meira en svo að hún sá sjálf hjálparlaust um heimilishaldið og fór flestra sinna ferða á eigin bíl. Það var áfall þegar hún fyrir fjórum árum greindist með sama sjúkdóm og lagði mömmu að velli. Í fyrstu virtist ganga vel en snemmsum- ars kom í ljós að lúmskt meinið hafði grafið svo um sig að ekki yrði við ráðið. Frá barnsaldri stóðu dyr henn- ar mér ávallt opnar og ég fékk að njóta hennar hlýja hjartalags. Við lögðum okkur fram um að rækja samband okkar og sam- skipti, sem voru okkur dýrmæt. Ég er þakklát að hafa fengið og getað tjáð henni hversu mikils virði hún var mér og mínum alla tíð og frá innstu hjartans rótum þakkað henni samfylgdina auglit- is til auglitis áður en hún kvaddi. Hafi elsku Erla hjartans þökk, hún sofi rótt, við sjáumst síðar. Hanna Björk. Amma var góð amma, einstak- lega góð. Hún naut þess að fylgj- ast með okkur barnabörnunum vaxa úr grasi. Hún fylgdist náið með því sem við tókum okkur fyr- ir hendur og var mjög umhugað um velferð okkar. Eftir að barna- barnabörnin bættust við var áhuginn ekki síðri. Henni fannst þau öll yndisleg og naut þess að fá heimsóknir frá okkur. Þá var iðu- lega búið að dúka upp heljarinnar veisluborð með veitingum sem myndu sæma heilli fermingar- veislu. Amma hafði mikinn áhuga á bakstri og var fram á síðustu misseri að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir sem hún naut þess að bjóða upp á. Beið síðan spennt svars hvernig smakkaðist. Þegar ég hugsa til baka til æskunnar þá er amma partur af mörgum ljúfum minningum. Hún kenndi mér að spila, saumaði alls konar flíkur á dúkkurnar mínar og dekraði við mig í mat og drykk. Eins þegar ég var lasin heima á æskuárunum þá brást það ekki að amma birtist í heim- sókn að gleðja mig með sætind- um eða lítilli gjöf en fyrst og fremst gladdi það mig mikið að fá hana í heimsókn. Þegar ég var 15 ára eignaðist ég bróður sem kom í heiminn mun fyrr en gert var ráð fyrir. Til að stytta biðina eftir að fá að hitta krílið var ég mikið hjá ömmu og sátum við saman á kvöldin og hekluðum og prjónuðum sokka og vettlinga handa litla bróður. Mér þykir einstaklega vænt um þessa minningu. Nánast í hvert skipti sem við hittumst rifjaði amma þetta upp og hlýnaði okkur báðum um hjartarætur. Amma var fædd í Vestmanna- eyjum og bjó þar til ársins 1946 þegar fjölskyldan fluttist á Hval- eyri með stuttri viðkomu í Grindavík áður. Hún hugsaði allt- af hlýlega til Vestmannaeyja. Hún fór með systur sinni í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað 17 ára gömul og minntist oft þeirra tíma með gleði. Amma kynntist afa, Gunnari M. Björnssyni, fljótlega upp úr tvítugu og giftu þau sig 18. nóv- ember árið 1954. Það var mikill uppáhaldsdagur í þeirra lífi og skírðu þau til að mynda börnin sín öll 18. nóvember. Afi dó fyrir aldur fram árið 1986 eftir langa baráttu við MS. Amma hjúkraði honum í fleiri ár þar til hann fór á spítala síðustu árin sín. Það lifnaði alltaf yfir ömmu þegar hún minntist á afa og líf þeirra saman sem var greinilega mjög kærleiksríkt. Þau eignuðust þrjú börn, Dag- mar, Ársæl, sem lést af slysförum 29 ára gamall, og mömmu mína, Jóhönnu. Amma var dugleg kona og ein- staklega hörð af sér að mörgu leyti. Lífið lék hana ekki alltaf mjúkum höndum. Hún missti mann sinn eftir langa sjúkralegu og kæran einkason sinn ári síðar af slysförum. Þessi ár voru erfið og mikil sorg fyrir ömmu og fjöl- skylduna alla. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta ömmu aftur, spjalla við hana, smakka nýja kökuuppskrift hjá henni eða taka í spil en ég ylja mér við ljúfar minningar um einstaklega góða ömmu. Amma er komin á betri stað eftir erfiða síðustu mánuði í veik- indum en ég er viss um að afi hef- ur beðið eftir henni í draumaland- inu og þar hittir hún allt sitt kæra fólk sem hún hefur saknað mikið. Góða ferð elsku amma mín og takk fyrir allar ljúfu stundirnar sem ég átti með þér. Salvör Gyða Lúðvíksdóttir. Erla Ársælsdóttir ✝ Sigrún Jóna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. desember 1946. Hún lést á Slagelse sygehus í Dan- mörku 2. september 2022. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir húsmóðir, f. 15. maí 1922, d. 21. júlí 2000, og Jón Daníelsson vélstjóri í Reykjavík, f. 7. apríl 1920, d. 7. mars 1947. Sigrún Jóna útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1968 og fór síðan í framhaldsnám til Dan- merkur og starfaði hún við hjúkrun í Dan- mörku alla sína starfsævi. Síðustu árin var hún yf- irhjúkrunarkona á Ellipse hospital. Árið 1972 giftist Sigrún Jóna Sam Jul Jörgensen, f. 1950, d. 2008, þau skildu. Hinn 6. mars 1990 giftist Sigrún Jóna Steen Nielsen, f. 20.10. 1949, d. 15.12. 2020. For- eldrar hans voru Poul Frede Niel- sen, f. 18.11. 1922, d. 1987, og Birg- itte Nielsen, fædd Oddershede, húsfreyja, f. 16.9. 1926, d. 2013. Útför fór fram í kyrrþey. Sigrún var systirin sem ég kynntist ekki að neinu viti fyrr en ég varð fullorðinn. Hún var 13 ár- um eldri og var ekki samfeðra okkur hinum systkinunum. Þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gamall fór hún 17 ára gömul í hús- stjórnarskóla í Danmörku. Þegar hún kom til baka að námi loknu bjó hún ekki alltaf heima hjá okk- ur. Hún var í mjög góðu sambandi við föðurfjölskyldu sína þrátt fyrir að hafa aldrei kynnst föður sínum, þar sem hann féll frá þegar hún var aðeins þriggja mánaða gömul. Hún lærði hjúkrunarfræði úti á landi og þegar hún lauk því námi fór hún til Danmerkur í fram- haldsnám. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Sam Jul Jörgensen. Sem „fullorðinn“ 18 ára flutti ég til Danmerkur og bjó hjá þeim í nokkra mánuði. Þar kynntist ég fyrst stóru systur minni. Eitt af því fyrsta sem Sigrún sagði við mig þegar hún tók á móti mér í flugstöðinni var: „Villi, nu er vi i Danmark og så snakker vi kun dansk.“ Sigrún reyndist mér afar vel og reyndi að ala mig upp þar sem foreldrum mínum hafði ekki tekist. Það var ekki einungis að læra dönsku eins fljótt og auðið var, heldur líka meðal annars að borða allan þann mat sem hún bar á borð. Hún var afbragðskokkur. Það var ekki auðvelt til að byrja með vegna þess hve framandi þessi matargerð var fyrir mig, grænmeti, baunir og alls konar krydd sem ég hafði aldrei kynnst fyrr. Amma sagði alltaf að græn- meti væri fyrir kanínur og þannig var ég uppalinn. Ég er mjög þakk- látur fyrir allt sem hún kenndi og aðstoðaði mig með. 1980 flutti ég til Svíþjóðar. Ári seinna fór ég með Hönnu frænku og Bóbó sem þá bjuggu í Trollhätt- an í ferðalag til Kaupmannahafnar í heimsókn til Sigrúnar sem var þá nýlega tekin saman við Steen. Þar kynntumst við honum og nýrri út- gáfu af Sigrúnu. Hún var orðin mun afslappaðri og næstum því „bóhemskur hippi“. Maður fann vel að þau höfðu það gott saman. Ég og systkini mín heimsóttum þau árlega og nutum gestrisni þeirra. Það voru margar góðar stundir sem koma í huga manns þegar ég skrifa þessar línur. Sig- rún og Steen ferðuðust nokkrum sinnum til Íslands þar sem hún kynnti honum okkar fallega land. Fyrir sjötugsafmæli Sigrúnar ferðuðumst við systkinin öll með fjölskyldur til að halda upp á af- mælið með henni og Steen. Þetta var yndisleg heimsókn sem við nutum vel. Eftir þessa heimsókn var það einungis síminn sem við notuðum til samskipta. Seinustu árin, sérstaklega eftir að Steen féll frá í desember 2020, voru Sigrúnu ekki auðveld sökum heilsubrests. Við, íslenska fjöl- skylda Sigrúnar, viljum þakka stjúpdætrum hennar, Katarine og Dorte, fyrir allan stuðninginn og aðstoðina sem þær veittu henni. Sérstakar þakkir fær vinkona hennar og nágranni, Erna Peder- sen, sem var til staðar oft á dag til að passa að Sigrún hefði það gott og aðstoðaði hana á allan mögu- legan og ómögulegan hátt. Með þessum orðum kveð ég Sigrúnu og óska hennar góðrar ferðar í sum- arlandið. Vilhjálmur Jón Guðjónsson. Sigrún Jóna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.