Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
✝
Gyða Þór-
arinsdóttir
fæddist á Brjáns-
læk á Barðaströnd
11. maí 1923. Hún
lést 23. september
2022 á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn
J. Einarsson, f. 3.
september 1897, d. 23. maí
1989, og Guðný Jónsdóttir, f.
4. apríl 1896, d. 12. september
1986.
Systkini Gyðu voru Elín, f.
1925, d. 2013; Jón, f. 1926, d.
2015; og Ragnhildur, f. 1934,
d. 2017.
Ýri. 3) Eyjólfur, f. 1956, maki
Nanna K. Guðmundsdóttir.
Dætur þeirra eru a) Katrín
Ósk, sem á tvö börn, Eriku
Ósk og Birki Snæ, og b) Hlín.
4) Þórarinn, f. 1958, maki
Kristín Jónsdóttir. Sonur
þeirra er Andri Snær. 5) Val-
borg, f. 1963, maki Þór Þráins-
son. Synir þeirra eru a) Stefn-
ir og b) Vignir.
Gyða fluttist með foreldrum
sínum frá Eyri í Gufudalssveit
til Reykjavíkur árið 1930 og
bjuggu þau lengst af á Egils-
götu.
Gyða lauk námi frá Kenn-
araskólanum og starfaði sem
kennari, húsmóðir og versl-
unarmaður. Gyða og Guð-
mundur fluttu á Háveg í Kópa-
vogi árið 1950. Gyða bjó síðan
í Hamraborg frá 1987 þar til
hún fór á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð árið 2010.
Útför Gyðu fer fram í Kópa-
vogskirkju í dag, 7. október
2022, klukkan 13.
Hinn 25. nóv-
ember 1945 giftist
hún Guðmundi
Eggerti Þorsteins-
syni, ættuðum frá
Ytri-Þorsteins-
stöðum, Haukadal
í Dalasýslu, f. 15.
janúar 1915, d. 27.
september 1972.
Börn þeirra eru:
1) Einar, f. 1947,
dóttir hans og
Kristínar Kristinsdóttir er
Halla Kristín sem á eina dótt-
ur, Úlfhildi. 2) Alda, f. 1950,
maki Kristófer V. Stefánsson.
Börn þeirra eru a) Stefán, sem
á tvö börn, Kolbrúnu Öldu og
Jón Valgeir, og b) Gyða (látin)
sem átti eina dóttur, Melkorku
Ég minnist móður minnar,
Gyðu Þórarinsdóttur, fyrst og
fremst sem skarpgreindrar og
glæsilegrar konu með kærleiks-
ríkt hjarta. Í lífi hennar, eins
og okkar allra, skiptust á skin
og skúrir, en góðu stundirnar
voru þó til muna fleiri en hinar.
Hún var líkamlega hraust fram
eftir öllum aldri og lést í hárri
elli. Síðustu árin þjáðist hún af
sívaxandi minnisleysi af völdum
heilabilunar og dvaldist af þeim
sökum í vernduðu umhverfi á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Börnin voru fimm,
barnabörnin átta, og þegar hún
kvaddi þennan heim voru
barnabarnabörnin orðin sex.
Eitt barnabarnanna, nafna
hennar, lést úr miskunnarlaus-
um sjúkdómi fyrir átta árum,
langt fyrir aldur fram.
Ég átti því láni að fagna að
samband okkar mæðgina var
alla tíð einstaklega gott. Ég get
ekki sagt að ég muni mikið eft-
ir barnæsku minni, en þó finnst
mér ég enn skynja hlýjuna og
ástúðina sem móðir mín sýndi
mér ungum. Sú væntumþykja
hélst reyndar óbreytt þau sjö-
tíu og fimm ár sem við áttum
sameiginleg á þessari jörð.
Með aldrinum varð mér
smám saman ljóst að þótt móð-
ir mín væri ákaflega sterk að
eðlisfari átti hún sínar við-
kvæmu hliðar. Hún hafði þó
ávallt fulla stjórn á miklu skapi
og var ákveðin en mild sem
uppalandi. Ég man til dæmis
ekki eftir því að hún segði
nokkurn tímann við mig
styggðarorð. Þegar henni mis-
líkaði eitthvað sagði hún mér
frekar dæmisögu um barn eða
ungling sem lent hafði í svip-
uðum aðstæðum, uppgötvað
villu síns vegar og lært af því.
Yfirleitt þurfti ekki meira til
þess að undirritaður sæi að sér.
Ég man heldur ekki til þess
að henni hafi fallið verk úr
hendi. Hún var með afbrigðum
vandvirk og að loknum dag-
legum og oft tímafrekum hús-
móðurstörfum settist hún iðu-
lega við sauma- eða
prjónaskap. Þar afkastaði hún
miklu, eins og afkomendur
hennar geta borið vitni um. Ef-
laust hefur það hjálpað að hún
var lærður handavinnukennari.
Styrkur móður minnar kom
berlega í ljós við ótímabært
fráfall föður míns, Guðmundar
Þorsteinssonar, árið 1972. Þau
höfðu gengið í hjónaband 27 ár-
um áður, skömmu eftir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Við dauða hans var hún 49 ára
og þurfti nú að afla heimilinu
tekna. Hún tók sig því til og fór
út að vinna, lengst af í verslun
bróður síns. Með eðlilegu að-
haldi og útsjónarsemi tókst
henni á örfáum árum að snúa
algjörlega við erfiðri fjárhags-
stöðu heimilisins.
Móðir mín bar mikla um-
hyggju fyrir afkomendum sín-
um, fylgdist með daglegu lífi
þeirra og aðstoðaði þau í blíðu
sem stríðu. Hún hélt nánu sam-
bandi við foreldra sína á meðan
þau lifðu, sem og ýmsa fjar-
skyldari ættingja. Samband
hennar við systkini sín var ein-
stakt og fallegt, og þau studdu
hvert annað með ráðum og dáð.
Þá lagði hún áherslu á að
rækta vináttu við föðurfjöl-
skyldu okkar systkinanna. Hún
hélt góðu sambandi við vinkon-
ur sínar frá Kennaraskólaárun-
um, Valborgu, Jennu og Ingi-
björgu, og milli þeirra ríkti
djúp og einlæg vinátta.
Með brottför móður minnar
úr þessu lífi höfum við afkom-
endur hennar orðið fyrir sárum
missi. Megi minning hennar lifa
sem lengst.
Einar.
Þegar við minnumst mömmu,
tengdamömmu og ömmu kemur
strax upp í hugann krafturinn
og ósérhlífni hennar. Hún var
ávallt til í að aðstoða og leið-
beina eins og hún hafði tök á.
Hún sá til þess að menntun og
lærdómur væru í forgrunni og
engin leið var að komast hjá
því að læra heima. Þegar ég
hafði lokið námi, sótt mér
meistararéttindi og viðraði þá
hugmynd að stofna mitt eigið
fyrirtæki þá studdi hún þá
ákvörðun mína þó ungur ég
væri.
Hún rak stórt heimili á Há-
veginum, fimm börn og ein fyr-
irvinna, eftir að pabbi varð
bráðkvaddur 1972. Þá sýndi
hún hversu sterk hún var og
leiddi fjölskylduna út úr þeim
erfiðleikum.
Hún var mikil handavinnu-
kona og eftir hana liggja mörg
listaverk og fatnaður hjá okkur
fjölskyldumeðlimum.
Hún hélt ávallt góðu sam-
bandi við foreldra sína og
systkini og var í sambandi við
þau daglega. Á sumrin dvaldi
fjölskyldan langdvölum í sum-
arbústaðnum í Hveragerði. Á
þeim tíma þótti mér það frekar
leiðinleg dvöl nema þegar
systkini hennar komu með
börnin og dvöldu hjá okkur. Í
seinni tíð hafa þessar stundir
þó orðið verðmætari í minning-
unni.
Hún hafði mikinn áhuga á
veðurfari og var nokkuð veð-
urhrædd að mínu áliti. Lýsti
þetta sér aðallega í áhyggjum
af ferðalögum mínum, sumar
sem vetur, um hálendi landsins,
sama hvernig viðraði. Þannig
að oft á tíðum var dregin upp
glansmynd af veðrinu þegar
hún hringdi til að kanna hvern-
ig gengi, svo hún héldi ró sinni.
Fyrir daga farsímans vílaði
hún ekki fyrir sér að hringja í
gegnum fjarskiptaþjónustu
Gufunesradíós til að kanna
hvort ég fengi nóg að borða og
væri vel klæddur. Þessar
hringingar voru þá lítið gleði-
efni en lýsa vel umhyggju
hennar fyrir velferð sinna nán-
ustu.
Seinna, þegar gigtareinkenni
fóru að segja til sín hjá mér, þá
var hún sannfærð um að það
væri vosbúðinni um að kenna
sem ég hefði upplifað á þessum
ferðum mínum, þótt ég reyndi
að segja henni að ég minntist
þess ekki að hafa verið kaldur
og blautur.
Þegar við hjónin hófum bú-
skap og lentum í húsnæðis-
vandræðum bauð hún okkur að
búa hjá sér tímabundið en tók
af okkur loforð að hún þyrfti
ekki að elda eða þvo fyrir okk-
ur. Hún bjó snilldarlega til
mátulega mikið svigrúm á
heimilinu þannig að unga parið
naut sín vel og sambúðin var
árekstralaus. Þetta var ógleym-
anlegur tími og okkur mjög
kær.
Þær voru margar og góðar,
heimsóknir okkar í Hamra-
borgina, þar sem alltaf var boð-
ið upp á skemmtilegt spjall og
kræsingar úr bakaríinu eða
Nóatúni. Í sjónvarpinu var
hægt að horfa á raunveruleika-
sjónvarp, beina útsendingu úr
myndavélum bílageymslunnar.
Á ákveðnum aldri þótti Andra
þetta mjög spennandi á að
horfa og farið var í sérstakar
ferðir til ömmu til að sýna
bestu vinunum þetta frábæra
sjónvarpsefni.
Á Sunnuhlíð tók við annar
raunveruleiki og heimsóknirnar
á þann góða stað urðu margar
á langri dvöl. Síðustu mánuð-
ina, eftir að fór að draga af
henni, voru þær þungbærar og
erum við þakklát fyrir að hún
hafi fengið hvíldina.
Hvíl í friði elsku mamma og
takk fyrir allt. Góða ferð og
góða heimkomu í himnaborg.
Þórarinn Guðni, Kristín
og Andri Snær.
Hún Gyða frænka, föðursyst-
ir mín, var elst fjögurra systk-
ina sem öll eru nú látin. Gyða
varð 99 ára og dvaldi síðustu
árin að Sunnuhlíð í Kópavogi.
Ég kynntist Gyðu sem ungur
drengur enda dágóður umgang-
ur í fjölskyldunni, mikið um alls
konar boð á þessum tímum.
Mér eru jólaboðin að Háveg-
inum sérstaklega minnisstæð,
enda svignuðu borðin þar und-
an alls konar kræsingum en þó
fannst mér enginn gera betri
loftkökur en Gyða frænka. Þær
voru í sérflokki og sérstöku
uppáhaldi.
Síðar á lífsleiðinni fór Gyða
að vinna hjá foreldrum mínum í
versluninni Vörðufelli. Þar unn-
um við saman í mörg ár. Gyða
vann baka til í versluninni við
að setja alls konar matvörur í
pakkningar samviskusamlega.
Hún vigtaði í poka og verð-
merkti, allt frá skyri og niður í
rúsínur en þetta gerði hún all-
an daginn af einstakri natni,
dugnaði og elju.
Ég var unglingur á þessum
árum, töluvert stríðinn og
uppátækjasamur. Gyða lenti oft
í mér og ég átti ekki gott með
að halda aftur af mér því hana
kitlaði mikið. Nánast í hvert
einasta skipti sem ég gekk
fram hjá henni þá notaði ég
tækifærið og kitlaði hana. Þrátt
fyrir þennan óþolandi ósóma
minn skipti hún aldrei skapi og
hélt alltaf ró sinni. Og þrátt
fyrir þessa síendurteknu stríðni
þótti henni vænt um mig og við
vorum miklir vinir.
Gyða sótti vinnu sína alltaf
með strætó og ég minnist þess
aldrei að hún hafi mætt of
seint. Hún beið við dyrnar á
undan öllum, alltaf stundvís.
Dugnaðurinn í vinnunni var eft-
irtektarverður, hún var sífellt
að og tók sér varla kaffipásur.
Gyða er ein besta manneskja
sem ég hef hitt á lífsleiðinni og
hún kenndi mér margt. Ég sá
hana aldrei skipta skapi og
heyrði hana aldrei tala illa um
annað fólk. Gyða frænka var
einstök kona.
Ég votta aðstandendum inni-
lega samúð um leið og ég kveð
yndislega frænku mína með
söknuði. Hvíl í friði elsku vin-
kona.
Sævar Jónsson.
Gyða
Þórarinsdóttir
Sesselja Þórdís
Ásgeirsdóttir bar
nöfn ömmu sinnar í
móðurætt, Sesselíu
Einarsdóttur, og
ömmu sinnar í föðurætt, Þórdísar
Ásgeirsdóttur frá Knarrarnesi.
Strax eftir skírn hennar var hún
kölluð Dísella.
Ég kom í heiminn tveimur dög-
um á undan henni og afi og amma
okkar beggja voru þá komin frá
Húsavík til að taka á móti henni,
en óvænt kom ég tveimur mán-
uðum of snemma á undan. Þegar
ég náði fullorðinsárum urðum við
það náin, að hún varð sem eldri
systir mín. Í æsku var hún svo
langt á undan okkur flestum,
Sesselja Þórdís
Ásgeirsdóttir
✝
Sesselja Þórdís
fæddist 16. jan-
úar 1941. Hún and-
aðist 27. september
2022. Útför hennar
fór fram 6. október
2022.
barnabörnum Þór-
dísar og Bjarna
Benediktssonar á
Húsavík, í þroska. Í
minningu minni
voru þær nöfnur lík-
ar um margt og tók-
ust á við líkt hlut-
skipti. Amma mín
var borin uppi af
manni sínum með
mikilli ást og virð-
ingu, en þegar hrun
kreppunnar og eignir útgerðar-
mannsins urðu að engu tók hún
forystu um hag stórrar fjölskyldu
með frumkvæði í ferðaþjónustu
og búskap. Sjö ára var mér komið
til þeirra sumarlangt og man um-
hyggju hennar til allra, einnig
hvernig hún gekk til kirkju og allt
varð heilagt í kringum hana. Elsta
Þórdísin, hún Dísella, af svo
mörgum Þórdísum barnabarna
hennar, átti alla kosti hennar í
álíkum viðfangsefnum. Hafði for-
ystu um margt, einkum kven-
leggsins um að hittast, gleðjast og
hlæja.
Hörður G. Albertsson eigin-
maður Dísellu, mikill fram-
kvæmdarmaður og brautryðj-
andi um útflutning fiskafurða,
bar hana á höndum sér eins og
drottningu og öll börnin þeirra
og hans með fyrri konum, sem
Dísella varð sem kærleiksrík
önnur móðir. Þegar kaupendur
afurða brugðust skuldbindingum
sínum á seinni árum þeirra
misstu þau allar sínar eignir. Þá
tók Dísella við sem fram-
kvæmdastjóri heimilisins með
mikilli útsjónarsemi. Fjárfesti í
lítilli eign sem stækkaði við
næstu kaup. Varð fyrirvinna
heimilisins í þeirri vinnu sem hún
kunni best frá sjálfboðastarfi hjá
Hringnum og víðar, að hugsa um
eldra fólk, fyrst á hjúkrunar-
heimili við Vitatorg og síðar með
eldra fólki í Háteigskirkju. Þar
varð hún næstum eins og prestur
við hlið prestanna. Heimsótti
eldra fólk í prestakallinu, kom á
ýmissi félagsþjónustu í safnaðar-
heimilinu og gekk til messunnar
með sömu helgi, virðingu og trú
og Þórdís amma hennar. Gagn-
kvæm ást hjónanna er mér minn-
isstæð í brosi þeirra þegar þau
litu hvort til annars og stóru
rauðu rósirnar sem Hörður
ræktaði í kringum heimilið og
kirkjuna, sem hann færði henni
svo léttur í fasi með þakklæti til
hennar.
Allt er frá fjölskyldu minni til
þakkar. Dísella gladdi okkur á svo
mörgum samverustundum. Kom
til guðsþjónustu í fjölskylduat-
höfnum, tók á móti börnum okkar
sem eigin og sendi þeim föt og
gjafir, sem þau voru alltaf jafn
spennt að opna.
Þegar ég kom til hennar á
hjúkrunarheimilið Grund á þessu
ári fann ég þrá hennar til endur-
funda og þakklæti til barna sinna
og afkomenda, til vina og ætt-
ingja, sem hún var svo stolt af.
Kveðjur flyt ég þeim öllum fyrir
að hafa átt þessa drottningu um-
hyggju í lífi sínu. Kveðja mín til
Dísellu eru orð Jesú Krists er
hann sagði í dæmisögu sinni um
hinn trúa þjón: „Gakk inn til fagn-
aðar herra þíns.“
Halldór Gunnarsson.
Við vorum 20 systkinadæturn-
ar í Bjarnahúsi og var Dísella sú
elsta af okkur. Þegar við vorum
börn hittumst við hjá afa og
ömmu á Húsavík og síðar öll jól á
Marbakka hjá Ásgeiri og Rósu,
foreldrum Dísellu. Það var auð-
vitað mikið fjör á Marbakka, því
fyrir utan okkur frænkurnar
voru 26 systkinasynir. Svo leið
tíminn, Marbakki hélt ekki leng-
ur utan um barnaskarann og á
örfárra ára fresti var leigður sal-
ur þar sem allir hittust en þá var
fjöldi afkomenda afa og ömmu
farinn að teljast í hundruðum.
Við frænkurnar vorum upptekn-
ar í barneignum og öðru hvers-
dagslegu vafstri og hittumst lítið
sem ekki neitt. Svo gerðist það í
janúar 1999 að Björg Kjartans
var að jarðsyngja son sinn og þá
hittust allar frænkurnar og tóku
tal saman í erfidrykkjunni. Það
var þá sem Dísella stóð upp og
sagði að þetta léti hún ekki við-
gangast, að við hittumst ekki
nema á sorgarstundu eins og
þessari. Nú skyldi þetta breytast.
Hún leigði lítinn sal í Torfunni
niðri í miðbæ og þar hittumst við
allar, eða þær sem voru á land-
inu. Dísella stakk upp á því að við
segðum í stuttu máli sögu okkar,
hvað við hefðum verið að bralla
síðustu áratugi og hver af annarri
sagði frá eiginmönnum, börnum,
skilnuðum og öðru sem gengið
hafði á í lífinu. Það var okkur auð-
velt að opna hjarta okkar og
segja frá gleði og sorgum þar
sem þessi órjúfanlegi strengur
sem myndaðist í æsku var enn til
staðar. Síðan þá höfum við
frænkurnar átt óteljandi dýr-
mætar stundir saman, við höfum
ferðast vítt og breitt, bæði til út-
landa og nú hin síðari ár hérlend-
is undir fararstjórn Þórdísar
Arthurs. Við gátum létt á okkur
ef við áttum í erfiðum málum en
mest var þó hlegið, það þarf ekki
mikið til að koma okkur öllum í
risahláturskast þar sem tárin
trilla af gleði. Í febrúar 2009 fór-
um við að heimsækja Tordisi
Gudrunu í Arendal í Noregi, fyrir
brottför í Keflavík gaf Dísella
okkur öllum fjólubláa slaufu í
hárið, eftir það hættum við að
tala um okkur sem frænkur, við
urðum Slaufurnar og Dísella
varð að sjálfsögðu Eðalslaufan.
Fyrir þetta viljum við þakka Dís-
ellu, alla gleðina og samstöðuna
sem hún færði okkur. Minningin
um Eðalslaufuna í hópnum mun
lifa með okkur áfram. Við vottum
börnum Dísellu og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Þórdís Arthurs, Þórdís
Stefáns, Alda Ólöf,
Kristín, Solveig, Þórdís
Kjartans, Margrét,
Björg Kjartans, Sæunn,
Ásta Kjartans, Þórdís Ósk,
Ólafía Þórdís (Lóadís),
Ásta Jóns, Tordis Gudrun,
Ásdís Rósa, Guðrún,
Björg Baldurs.
Það er sárt að kveðja hjart-
kæra vinkonu eftir áratuga vin-
áttu. Það verður þó ekki fram hjá
því litið að síðustu ár hafa verið
vinkonu minni afar erfið vegna
heilsuleysis og þá reynist dauðinn
líkn með þraut.
En nú er að dvelja við góðu og
dýrmætu minningarnar. Þær eru
óteljandi og yfir þeim léttleikinn
og skemmtilegheitin sem ein-
kenndu Díssellu. Hún hafði sér-
lega góða lund, var söngelsk, fé-
lagslynd og til í alls konar
vitleysisgang á okkar yngri árum.
Minnisstæð er heimsóknin til
hennar til London og Bury St.
Edmonds við upphaf fyrsta
þorskastríðsins. Þar var fátt látið
ógert, allt frá heimsókn á djass-
klúbb Ronnie Scotts til hátíðar-
sýningar í Covent Garden. Síðar
tóku við hjá okkur ábyrgðarfyllri
hlutverk með börn og bú.
Díssella rak stórt og barn-
margt heimili af miklum myndar-
skap, börnin og heimilið voru
hennar heilögu vé. Hún tók einnig
þátt í ýmsum félagsstörfum og lét
góðgerðarmál til sín taka.
Annáluð var gestrisni þeirra
Harðar og veislur þeirra vegleg-
ar.
Við skólasystur úr Verzló hitt-
umst mánaðarlega og höfum gert
lengi og fjölmennari hópur skóla-
systkina nokkrum sinnum á ári.
Við höfum saknað Díssellu úr
hópnum nú um nokkurt skeið.
Hún var drifkraftur meðal okkar
lengi og við þakklát fyrir það.
Góð vinkona er kært kvödd og
ég sendi innilegar samúðarkveðj-
ur til systkinanna Helga, Harðar
Þórs, Þórdísar, Gumma og Ingu
og fjölskyldna þeirra.
Guðbjörg R.
Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar