Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Tokyo línan
Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik
30 ÁRA Elín Ósk er Vest-
mannaeyingur en býr í Kópa-
vogi. Hún er leikskólakennari
að mennt og vinnur sem deild-
arstjóri á leikskólanum Baugi
í Kórahverfinu. Áhugamálin
eru hreyfing, útivist og ferða-
lög.
FJÖLSKYLDA Maki Elínar
Óskar er Ari Magnússon, f.
1992, golfkennari. Sonur
þeirra er Hörður Dan, f. 2021.
Foreldrar Elínar Óskar eru
María Guðbjörg Pálmadóttir,
f. 1959, grunnskólakennari,
búsett í Vestmannaeyjum, og
Hörður Óskarsson, f. 1957, d.
2015, viðskiptafræðingur.
Elín Ósk Harðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er engin ástæða til að láta
stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt.
Gönguferð út í náttúrunni myndi hjálpa til.
20. apríl - 20. maí +
Naut Að stinga höfðinu í sandinn flækir
málin bara enn frekar þegar til lengri tíma
er litið. Kannaðu málið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú munt verja skoðanir þínar af
miklum krafti í dag. Að lokum verður þú
einn ábyrgur fyrir útkomunni, og líka sá
sem hlýtur verðlaunin.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú færð að reyna sitthvað nýtt
sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Mundu
að hver er sinnar gæfu smiður.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þér finnst í mörg horn að líta á
heimilinu og ættir að láta það ganga fyrir
öðru. Hikaðu ekki við að tjá vini þínum
skoðanir þínar á því sem hann leitar til
þín með.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Allir sem umgangast þig eru þér
velviljaðir þessa dagana og þú undrast
það og finnst lífið ævintýri líkast. Mundu
að öllum orðum fylgir ábyrgð.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú heldur þig vita til hvers fólk ætl-
ast af þér – reyndar ertu viss um að geta
lesið hugsanir. Vertu samvinnuþýður.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú stendur nú á nokkrum
tímamótum og þarft að taka ákvarðanir,
sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þína.
Hafðu þetta hugfast.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er vel hægt að varðveita
einstaklinginn þótt í margmenni sé. Lítið á
broslegu hliðarnar. Hugrökk sál setur sig í
þín spor og í kjölfarið uppskerðu virðingu
viðkomandi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Settu það í forgang að verða
öðrum að liði því það gefur sjálfum þér
mest. Vandamálið hverfur um leið og þú
viðurkennir vanhæfni þessa einstaklings
og minnkar kröfurnar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Mundu að allt sem þú gerir
hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfan
þig og oft aðra líka. Segðu bara frá því.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú ert ekki nógu harður í sam-
skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á
og vera fastari fyrir. Nýttu þér lögmál að-
dráttaraflsins.
in fyrirtækis, Loftorku, sem var
stofnað árið 1962.
„Fyrirtækið hafði vaxið mikið svo
ekki var lengur gerlegt að fjarstýra
því meðfram annarri vinnu. Því
ákvað ég að söðla um og hefja störf
þar sem framkvæmdastjóri. Við
tóku spennandi tímar, meðal annars
við hönnun og þróun forsteyptra
húseininga. Í upphafi sinnti fyrir-
tækið einkum steinröragerð, steypu-
sölu og jarðvegsvinnu en árið 1981
hófum við framleiðslu forsteyptra
einingahúsa og breyttist margt við
það. Fyrirtækið stækkaði, byggðist
upp og varð leiðandi á þessum mark-
aði. Ég seldi fyrirtækið árið 2003 en
starfaði þar áfram. Keypti það aftur
Það sama haust settist Konráð á
skólabekk í Bændaskólanum á
Hvanneyri og lauk þaðan námi vorið
eftir. „Eftir námið á Hvanneyri
starfaði ég við eitt og annað. Einu
sinni hafði mig langað til að læra að
verða læknir en var nú að reyna fyr-
ir mér á öðrum vígstöðvum. Fór á
vertíð, bæði í Vestmannaeyjum og
Hafnarfirði, og vann við smíðar í
Bifröst svo eitthvað sé til talið.“
Konráð hóf störf hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga í Borgarnesi 1. sept-
ember 1957 og vann þar um árabil,
síðast sem stöðvarstjóri bifreiða-
stöðvar félagsins. Um áramótin
1975-’76 lauk hann farsælum ferli
hjá kaupfélaginu og hóf rekstur eig-
K
onráð Andrésson er
fæddur á Hólmavík 7.
október 1932. „Við
verðum víst níræð í
þetta sinn, Guðrún
systir mín og ég,“ segir Konráð í
upphafi spjallsins og heldur áfram:
„Ég er sem sagt tvíburi og hún er
eldri, fæddist fjórum tímum á undan
mér. Ég vildi leyfa henni að baða sig
í sviðsljósinu, því ég hef nefnilega
alltaf verið svo kurteis, „damerne
først“ eins og þar stendur,“ segir
Konráð sposkur.
Foreldrar Konráðs, þau Kristín
Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 12.1.
1912, d. 1.7. 2009, og Andrés Kon-
ráðsson, bóndi og verkamaður, f.
15.9. 1906, d. 4.5. 1994, bjuggu á
Hólmavík. Þar slitu flest börn þeirra
barnsskónum, gengu í skóla og
lærðu að veiða massadóna, marhnút,
niður á bryggju. „Ég hafði gaman af
því að vera í skóla og langaði að
læra. Að fá að fara að Núpi í Dýra-
firði og þreyta þar landspróf varð
mér gleðiefni. Það var gefandi tími
og margs að minnast. Jafnframt
dreymdi mig um frekari menntun en
forlögin gripu í taumana. Mæðiveiki
í fé tók sig upp á Hólmavík og faðir
minn veiktist í baki og átti óhægt um
vinnu. Í veröld sem var reyndi ég að
leggja mitt lóð á vogarskálarnar við
þær aðstæður.“ Árið 1951 ákváðu
foreldrarnir síðan að flytja frá
Hólmavík að Jafnaskarði í Stafholts-
tungum í Borgarfirði.
eftir hrunið, árið 2009, en seldi end-
anlega 2014, sestur þá í hinn helga
stein, sem svo hefur verið kallaður.“
Fjölskylda
„Hún er í símanum, stúlkan með
dimmu röddina,“ sagði elsta systirin
stundum þegar dularfulla huldu-
meyjan, Margrét Björnsdóttir,
hringdi til að reyna að ná í kærast-
ann. Hann fær blik í auga þegar
sokkabandsár þeirra hjóna eru rifj-
uð upp. „Við kynntumst árið 1957,
Margrét eiginkona mín og ég, en
hún lést 21.2. 2022. Hún fæddist
28.4. 1933, ólst upp í Efra-Seli í
Landsveit á Rangárvöllum, var völ-
undur í höndum sem að mestu vann
heima. Foreldrar hennar voru Björn
Bjarnason, bóndi, f. 29.11. 1902, d.
27.8. 1998, og Guðrún Lilja Þjóð-
björnsdóttir, húsfreyja, f. 7.5. 1896,
d. 3.8. 1972. Eins og fyrr greinir þá
settum við okkur niður í Borgarnesi,
byggðum þar hús hvar börnin okkar
fæddust,“ mælir Konráð brosandi og
bætir við að þau hjón hafi ávaxtað
sitt pund þokkalega. „Börnin okkar
eru fimm, öll fædd heima, nema það
elsta. Barnabörnin eru 16 og barna-
barnabörnin orðin 28. Það þarf eig-
inlega orðið sal til að halda jólaboðin.
Okkur Margréti fannst það reyndar
hvorki slæmt né leiðinlegt að horfa á
hópinn okkar, allt þetta yndislega og
vel gerða fólk sem út frá okkur er
komið. Það er ríkulegra ævistarf en
ýmislegt annað.“
Konráð Andrésson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 90 ára
Stórfjölskyldan Samankomin í 80 ára afmæli Konráðs.
Tvíburi eignaðist tvíbura
Afmæli Margrétar Kristín móðir Konráðs, tvíburarnir og Margrét 70 ára.
Hjónin Margrét og Konráð á ferðalagi í Róm árið 2009.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Hörður Dan Arason fædd-
ist 17. október 2021 kl. 13.14 á Land-
spítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.550
g og var 48 cm langur. Foreldrar hans
eru Elín Ósk Harðardóttir og Ari
Magnússon.
Nýr borgari