Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! M.BENZ EQA 250+ LONG RANGE Nýskráður 01/2022, ekinn 10 Þ.km, rafmagn (540 km drægni) , sjálfskiptur, Electric art innrétting, AMG stýri.Raðnúmer 254965 00 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Eigum laus sölustæði fyrir bílinn þinn! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson M.BENZ EQA 250 POWER Nýskráður 09/2021, ekinn aðeins 8 þ.km, rafmagn (429 km drægni). 19“ AMG álfelgur, Næturpakki, dráttarkrókur, AMG line innan og utan. Raðnúmer 254163 00 M.BENZ A 250e AMG-LINE Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins 4 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, drægni 69 km), sjálf-skiptur (8 gíra). Apple CarPlay, Android Auto, Night pack (Næturpakki), AMG line innan og utan o.fl. Raðnúmer 253736 00 „HANN SAGÐIST VERA AÐ GRAFA EFTIR RAFMYNT.“ „ÉG ÞARF AÐ FINNA ÚT ÚR ÞVÍ HVERNIG ÉG KEM Í VEG FYRIR AÐ ÞAÐ FARI Á HLIÐINA ÞEGAR ÞAÐ HÆTTIR AÐ RÚLLA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa hjartað með í för og hann í huga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ELSKA AÐ LESA! HVAÐ MEÐ ÞIG? MIKIÐ VÍST MÁLSHÆTTIR ÚR PÁSKAEGGJUM TELJAST MEÐ, ER ÞAÐ EKKI? ÉG VIL NÚ EKKI KVARTA EN BÆÐI HNÍFURINN OG SKEIÐIN ERU ÓHREIN! LÁTTU MIG UM ÞETTA! ÞJÓNN! KONUNA MÍNA VANTAR GAFFAL! Börn Konráðs og Margrétar eru Birna Guðrún, f, 20.1. 1958, blaða- maður, sjúkranuddari og félags- vísindamaður, búsett á Hvanneyri. Eiginmaður hennar er Brynjar Hall- dór Sæmundsson, bifvélavirki. Þau eiga fjögur börn. Ingibjörg Adda, kennari og skólastjórnandi, búsett á Felli í Reykholtsdal, er næst í röð- inni, f. 10.1. 1961. Maki hennar er Gunnar Ásgeir Gunnarsson, um- sjónarmaður fasteigna, þau eiga fjögur börn. „Maður heyrði gjarnan að tvíburar eignuðust aldrei tvíbura en það er nú samt reyndin með mig, segir Konráð með kómískum svip og heldur áfram: „Það liðu nú engir fjórir klukkutímar á milli fæðingu minna tvíbura, en þau eru fædd 19.2. 1963. Konráð, sem býr í Borgarnesi, viðskiptafræðingur og löggiltur end- urskoðandi, er 15 mínútum eldri. Eiginkona hans er Arna Einars- dóttir viðskiptafræðingur og kenn- ari, þau eiga þrjú börn. Svo er það hinn tvíburinn, Jóhanna Margrét, sjúkraþjálfari sem býr í Reykjavík. Hennar maki er Guðjón Helgi Eg- ilsson viðskiptafræðingur. Þau eiga eina dóttur. Örverpið okkar er Andrés Kristinn, framkvæmda- stjóri, búsettur í Reykjavík, f. 13.6. 1968. Hann á fjögur börn með Ástr- íði Hönnu Jónsdóttur.“ Systkini Konráðs eru Sæunn, fv. framkvæmdastjóri, f. 20.11.1930, Guðrún, sem áður er getið, fv. skrif- stofustjóri, Ari Gísli, f. 25.9. 1938, d. 12.11. 1950, Guðleif Bára, fv. verk- efnisstjóri, f. 19.6. 1941, Anna María, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, f. 5.8. 1948, og Arnheiður Gíslína, þroskaþjálfi, f. 6.11. 1950. Konráð segist una sér vel í litlu íbúðinni sinni, en þau hjónin seldu einbýlishús sitt nokkru áður en Mar- grét lést og keyptu þjónustuíbúð. Hann fær fólkið sitt í heimsókn og sum langafabörnin koma reglulega og þá er gjarnan tekið í spil og skellt í eina eða tvær vöfflur. „Ég reyni svo að ganga á hverjum degi, les svolítið og fylgist með umheiminum. Öðru hverju fer ég í bíltúra eða spjalla við systur mínar í tölvunni. Inn á milli vinn ég mér svo í haginn með því að útbúa mat og meðlæti í frysti- kistuna. Ég er þokkalega sjálfbjarga er kemur að matseld og bakstri. Það er mér mikils virði.“ Konráð Jóhann Andrésson Krístín Pétursdóttir vinnukona á bæjum við Ísafjarðardjúp Samúel Magnússon vinnumaður við Ísafjarðardjúp Pálína Samúelsdóttir húsfreyja í Súðavík og víðar Sigurður Óli Sigurðsson sjómaður í Súðavík og víðar Krístín Sigurðardóttir húsfreyja á Hólmavík og í Borgarnesi Ólöf Oddsdóttir húsfreyja í Hvítanesi og víðar Sigurður Stefánsson sjómaður í Hvítanesi í Ögursveit og víðar Kristín Júlía Kristmundsdóttir húsfreyja í Steinsbúð í Fróðársókn Þórður Oddsson vinnumaður í Fróðársókn, Snæf. Jóhanna Þórðardóttir húsfreyja og vinnukona í Ólafsvík og á Patreksfirði Konráð Konráðsson sjómaður í Ólafsvík og Stykkishólmi Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Stykkishólmi Konráð Konráðsson sjómaður í Stykkishólmi Ætt Konráðs Andréssonar Andrés Konráðsson sjómaður og bóndi á Hólmavík og í Borgarnesi Á Boðnarmiði sést hvar Hólm- fríður Bjartmarsdóttir hallar sér upp að myndarlegri vörðu, væntanlega í Aðaldalshrauni. Hún yrkir: Nú er úti veður vont verður blautur skórinn. Þá er að vekja upp þingeyskt mont og þamba bjórinn. Þó hreystin væri sjálfsagt sönn sem í arf við fengum. Alla nagar tímans tönn því tíminn gleymir engum. Svo elli kerlu úrillt geð ei mig beiti hörðu. Úr tómum flöskum henni hleð til heiðurs, minnis-vörðu. Ármann Þorgrímsson yrkir um loftslagsbreytingar: Afleiðingar allir sjá orsakirnar kunnar lifa illa ljósin á lömpum samviskunnar Guðmundur Arnfinnsson yrkir sléttubönd, hringhent, „Sér grefur gröf“: Pútin fellur vafinn vömm, voða brellinn sóði. Sútin hrellir Rússa römm, roðna vellir blóði. Öfugt Blóði vellir roðna, römm Rússa hrellir sútin. Sóði brellinn voða vömm vafinn, fellur Pútin. Hlymrekur handan orti: Í Botni var Borðeyrar-Stjana og bjó við sín hænsni að vana. Það var oftast nær frí, hana undraði á því hversu örfáa langaði í hana. Rögnvaldur Rögnvaldsson á Ak- ureyri, oft nefndur kammerherra, orti: Hún var háleitust hvar sem hún stóð og háfættust meðan hún óð elginn um bæinn samt endaði ’ún daginn á endanum lárétt og hljóð. „Raunvísindi“ eftir Hrólf Sveins- son: Að vatn geti frosið í frosti er fráleitt, að minnsta kosti því trúi ég síst. Hitt tel ég alls víst að tunglið sé gert úr osti. „Vangaveltur gáfumanns“ eftir Hjálmar Freysteinsson: Þegar ligg ég í leti láréttur á mínu fleti er ég löngum að spá í líkurnar á hvort latari orðið ég geti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mörg og misjöfn er varðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.