Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Olísdeild karla
ÍBV – Stjarnan ..................................... 36:27
Grótta – FH .......................................... 27:30
KA – ÍR ................................................. 38:25
Staðan:
Valur 5 5 0 0 156:125 10
ÍBV 5 3 2 0 188:146 8
Fram 5 2 2 1 137:135 6
Haukar 4 2 1 1 112:109 5
KA 5 2 1 2 143:140 5
Grótta 5 2 0 3 139:135 4
Stjarnan 5 1 2 2 141:146 4
FH 5 1 2 2 136:143 4
ÍR 5 2 0 3 141:175 4
Afturelding 4 1 1 2 104:103 3
Selfoss 4 1 1 2 111:118 3
Hörður 4 0 0 4 114:147 0
Meistaradeild karla
A-riðill:
Magdeburg – Wisla Plock .................. 33:27
- Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8
mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi
Magnússon var ekki með af persónulegum
ástæðum.
_ Vezsprém 8, París SG 6, Magdeburg 6,
Wisla Plock 4, Dinamo Búkarest 3, GOG 3,
PPD Zagreb 2, Porto 0.
B-riðill:
Pick Szeged – Aalborg ....................... 29:41
- Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Elverum – Barcelona .......................... 30:46
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir
Elverum.
Kielce – Kiel ......................................... 40:37
- Haukur Þrastarson skoraði eitt mark
fyrir Kielce.
_ Barcelona 8, Aalborg 6, Nantes 6, Kielce
6, Kiel 4, Celje Lasko 2, Pick Szeged 0, El-
verum 0.
Þýskaland
RN Löwen – Minden............................ 37:25
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 3 mörk fyrir
Löwen.
Hannover-Burgdorf – Hamburg ....... 28:27
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Erlangen – Bergischer ....................... 30:27
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen. Arnór Þór Gunnarsson skoraði
ekki fyrir Bergischer.
Danmörk
Viborg – Skanderborg........................ 33:29
- Steinunn Hansdóttir skoraði 3 mörk fyr-
ir Skanderborg.
Frakkland
Toulouse – Ivry .................................... 32:31
- Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna
meiðsla.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Úlfarsárdalur: Fram – Valur............... 19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Kórinn: HK – KA U.............................. 19.30
Safamýri: Víkingur – Fjölnir............... 19.30
Ásvellir: Haukar U – Kórdrengir ............ 20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fjölnir/Fylkir – Grótta..... 18.30
Varmá: Afturelding – ÍR ..................... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Ásvellir: Haukar – Höttur ................... 18.15
Keflavík: Keflavík – Tindastóll ........... 20.15
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur........... 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Ármann............ 19.15
Akranes: ÍA – Hamar........................... 19.15
Höfn: Sindri – Þór Ak .......................... 19.15
Álftanes: Álftanes – Selfoss................. 19.15
1. deild kvenna:
Akureyri: Þór Ak. – Hamar/Þór ......... 19.15
Í KVÖLD!
FH vann sinn fyrsta sigur í Olís-
deild karla í handbolta á leiktíðinni
í gærkvöldi er liðið heimsótti
Gróttu og vann þriggja marka sig-
ur í 5. umferðinni, 30:27.
Grótta var með 17:14-forskot í
hálfleik en FH-ingar voru betri í
seinni hálfleiknum. Úrslitin þýða að
Hörður er eina liðið sem er enn án
sigurs í deildinni.
Markaskor FH-inga dreifðist vel
því Birgir Már Birgisson, Jakob
Martin Ásgeirsson og Ásbjörn Frið-
riksson gerðu fimm mörk hver fyrir
Hafnarfjarðarliðið. Lúðvík Arn-
kelsson gerði sjö fyrir Gróttu.
ÍBV lítur vel út í upphafi tímabils.
Eyjamenn eru taplausir í öðru sæti
með átta stig, eftir sannfærandi
36:27-sigur á Stjörnunni á heima-
velli. Leikurinn var nokkuð jafn,
þar til síðasta korterið er ÍBV stakk
af og sigldi öruggum sigri í höfn.
Arnór Viðarsson og Rúnar Kára-
son gerðu átta mörk hvor fyrir ÍBV
en markahæsti leikmaður leiksins
var Stjörnumaðurinn Hjálmtýr Al-
freðsson með níu. Stjörnumenn
unnu sinn eina sigur í deildinni til
þessa í 1. umferðinni og hafa læri-
sveinar Patreks Jóhannessonar
valdið vonbrigðum.
Á Akureyri keyrði KA yfir nýliða
ÍR og vann þægilegan 38:25-sigur.
KA-menn voru með undirtökin all-
an tímann. Dagur Gautason gerði
tíu mörk fyrir KA og Gauti Gunn-
arsson níu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gegnumbrot FH-ingurinn Leonharð Þorgeir Harðarson sækir að marki
Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Andri Þór Helgason og Akimasa Abe verjast.
Loksins sigur
hjá FH-ingum
hefur ekki verið birt en samkvæmt
leikjaplani á vef Handknattleiks-
sambands Evrópu verða leikir Vals
sem hér segir:
25.10. Valur – Aix
1.11. Benidorm – Valur
22.11. Valur – Ystad IF
19.11. Flensburg – Valur
6.12. Ferencváros – Valur
13.12. Valur – Ferencváros
7.2. Aix – Valur
14.2. Valur – Benidorm
21.2. Valur – Flensburg
28.2. Ystad IF – Valur
Valsmenn eiga að spila í Olís-
deildinni 21. og 28. október, 7., 14.
og 18. nóvember og 3., 9. og 17. des-
ember. Þeir eiga því fyrir höndum
fjórtán leiki á 57 dögum, spila á
Íslands- og bikarmeistarar Vals
spila sex leiki í Evrópudeild karla í
handknattleik á sjö vikna tímabili
frá 25. október til 13. desember.
Fjóra síðustu leikina spila þeir á
fjórum vikum í röð frá 7. til 28.
febrúar.
Dregið var í riðla í Evrópudeild-
inni í gær en þar leika 24 lið í fjór-
um sex liða riðlum. Fjögur lið úr
hverjum riðli komast í sextán liða
úrslitin sem verða leikin í mars.
Valsmenn mæta Aix, liði Krist-
jáns Arnar Kristjánssonar frá
Frakklandi, Flensburg, liði Teits
Arnar Einarssonar frá Þýskalandi,
Benidorm frá Spáni, Ystad IF frá
Svíþjóð og Ferencváros frá Ung-
verjalandi. Formleg niðurröðun
fjögurra daga fresti. Á þeim tíma
eru ferðalög til Spánar, Þýska-
lands, Ungverjalands, Ísafjarðar og
Vestmannaeyja. vs@mbl.is
Valur spilar 14 leiki
á 57 dögum fyrir jól
Morgunblaðið/Eggert
Valur Snorri Steinn Guðjónsson hef-
ur nóg að gera næstu vikurnar.
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann
84:76-útisigur á Íslandsmeisturum
Vals í 1. umferð Subway-deildar
karla í körfubolta í gærkvöldi.
Sigurinn var sætur fyrir Stjörn-
una, en Valur vann einvígi liðanna í
átta liða úrslitum úrslitakeppninnar
á síðustu leiktíð og leik liðanna í
Meistarakeppni KKÍ á dögunum.
Litháinn Julius Jucikas var stiga-
hæstur hjá Stjörnunni með 24 stig, í
sínum fyrsta leik með liðinu. Króat-
inn Ozren Pavlovic gerði 21 stig í
sínum fyrsta leik með Val.
Tvenn óvænt úrslit litu dagsins
ljós í Breiðholti og Þorlákshöfn. ÍR,
sem margir spá falli, vann sterkan
83:77-heimasigur á Njarðvík í Skóg-
arseli. Tylan Birts byrjar vel með
ÍR, en hann gerði 23 stig og tók 14
fráköst fyrir ÍR-inga á meðan Ded-
rick Basile skoraði 21 fyrir Njarð-
vík.
Í Þorlákshöfn hafði Breiðablik
betur gegn Þór, 111:100. Blikarnir
náðu forskotinu snemma leiks og
héldu því út allan leikinn. Everage
Richardson átti glæsilegan leik fyrir
Breiðablik, skoraði 28 stig og tók 9
fráköst. Pablo Hernández gerði 28
fyrir Þór.
Þá gerði Grindavík góða ferð í
Vesturbæinn og vann 90:83-sigur á
KR. Leikurinn var hnífjafn, þar til
kom í framlenginguna en þar voru
Grindvíkingar sterkari. David Azore
skoraði 31 stig fyrir Grindavík og
Jordan Semple gerði 24 fyrir KR.
Stjarnan kom
fram hefndum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frostaskjól Bandaríkjamaðurinn David Zore hjá Grindavík skýtur að körfu
KR í gærkvöldi. Roberts Freimanis hjá Vesturbæjarliðinu er til varnar.
Valur hafði betur gegn nýliðum ÍR,
84:67, í úrvalsdeild kvenna í körfu-
bolta í Origo-höllinni í gærkvöld.
Valskonur voru með 44:39-forskot í
hálfleik og var munurinn áfram
fimm stig þegar fjórði og síðasti
leikhlutinn fór af stað. Þá stungu
Valskonur af og unnu að lokum
sannfærandi sigur.
Kiana Johnson átti glæsilegan
leik fyrir Val, skoraði 22 stig, tók
10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði 14
stig. Greeta Uprus skoraði 21 fyrir
ÍR og Jamie Cherry skoraði 15.
Nýliðarnir stóðu
lengi í Val
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflug Kiana Johnson átti góðan leik
með Val gegn ÍR í gærkvöld.
Portúgal verður andstæðingur Ís-
lands í úrslitaleik umspilsins um
sæti á heimsmeistaramóti kvenna í
knattspyrnu 2023 eftir að hafa sigr-
að Belgíu 2:1 í gær. Carole Costa
skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.
Leikurinn fer fram í Pacos de Fer-
reira, í nágrenni Porto, á þriðju-
daginn kemur, 11. október, klukk-
an 17. Portúgal lék á EM á
Englandi í sumar og komst þangað
þegar Rússum var vísað úr keppni.
Liðið gerði 2:2-jafntefli við Sviss en
tapaði 2:3 fyrir Hollandi og 0:5 fyr-
ir Svíþjóð.
Úrslitaleikurinn
er gegn Portúgal
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
HM Leikurinn gegn Portúgal fer
fram á þriðjudaginn kemur.
Eiður Smári Guðjohnsen steig í gær til hliðar sem þjálf-
ari karlaliðs FH í knattspyrnu í kjölfar þess að hann var
stöðvaður af lögreglu vegna ölvunar við akstur eftir æf-
ingu fyrr í vikunni.
Í fréttatilkynningu sem knattspyrnudeild FH sendi frá
sér eftir fundahöld í gær segir að Eiður hafi í samráði
við stjórn deildarinnar ákveðið að stíga til hliðar og
hann biðji um svigrúm til að vinna í sínum málum. Þar
segir að báðir aðilar vonist eftir því að sú vinna verði
árangursrík og að Eiður snúi aftur í þjálfarateymi FH í
náinni framtíð.
Eiður Smári, sem áður kom til FH sumarið 2020, sneri
aftur til félagsins á miðju yfirstandandi tímabili og tók við þjálfarastarfinu
á ný eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari karlalandsiðsins á árinu
2021. Þar urðu mál tengd áfengisneyslu þess valdandi að KSÍ ákvað að
nýta sér uppsagnarheimild í lok síðasta árs.
Sigurvin Ólafsson var ráðinn aðstoðarþjálfari með Eiði í sumar og mun
stýra FH-liðinu á lokaspretti Bestu deildarinnar. Þar er FH í afar harðri
fallbaráttu, er í næstneðsta sætinu, og mætir Leikni úr Reykjavík í algjör-
um lykilleik í Kaplakrika á sunnudaginn kemur.
Eiður Smári stígur til
hliðar sem þjálfari FH
Eiður Smári
Guðjohnsen