Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 16-32 NETVERSLUN www.gina.is Sími 588 8050 - vertu vinur Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Óðinsgata 8A, Reykjavík, fnr. 200-5798 , þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðendur Erkiengill ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 11. október nk. kl. 11:00. Reykjavíkurvegur 27, Reykjavík, fnr. 202-9133 , þingl. eig. Steinunn Lukka Sigurðardóttir og Orri Páll Dýrason, gerðarbeiðendur Nova hf., Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur - vatns og fráveita sf., þriðjudaginn 11. október nk. kl. 13:30. Reykjavíkurvegur 27, Reykjavík, fnr. 202-9134 , þingl. eig. Orri Páll Dýrason og Steinunn Lukka Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Nova hf., þriðjudaginn 11. október nk. kl. 13:40. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 6. október 2022 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:00 - Morgunspjall, heitt á könnunni milli 9-11 - Zumba Gold 60+ kl.10:30 - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10:10, Grandavegi 47, kl.10:15 og frá Afla- granda 40 kl.10:20 - Jafnvægisæfingar kl.10:30 - Bingó kl.13:30 - Kaffi kl.14:30 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Verið velkomin Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í Árskóga 6-8 kl. 16:30-17:15. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Bíósýn- ing kl. 13:00. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30- 15:30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könn- unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00. Prjónakaffi frá kl. 10:00-12:00. Kóræfing kl. 13:00-15:00 Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9 til 11.15 bocciaæfing. Kl. 9 til 11.30 = Postulínsmálun. Kl. 13 til 15.30 tréskurð- ur. Kl. 16.15 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9:00. Fluguhnýtingar kl. 13:00. Gleðigjaf- arnir kl. 13:30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.Útskurður og tálgun kl. 9-12. Boccia kl. 10 - 11. Hádegismatur kl. 11:30.Tónleikar/samsöngur með Bjarna Hall kl. 13:00 Hraunsel Biljardstofan opin frá kl. 8:00-16:00 Línudans kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Ganga í Kaplakrika er alla daga kl. 8:00-12:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:00. Lífsorkuleikfimi með Björgu Fríði kl. 10:00. Stólaleikfimi með Björgu Fríði kl. 11:10. Bridge kl. 13:00. Skák, skrafl, sequence kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Pílukast í Borg- um kl. 09:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrk- leikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Hannyrða- hópur kl. 12:30. Bridge kl. 12:30.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Skrautskriftanámskeið kl. 13:00. Góða helgi. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofunni 09:00-10:00 - Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10:30-11:30 - Dansleikfimin með Auði Hörpu er svo frá 12:50-13:20 - Opin handverksstofa frá 13:00- 16:00 - BINGÓ er inni í matsal frá 13:30-14:30 - Á föstudögum er svo vöfflukaffi strax að loknu BINGÓI kl.14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar. Seltjarnarnes Kaffikrókur frám kl. 9.00. Minnum á breyttan tíma á söngstundinni. Hvetjum fólk til að kíkja í Gallerý Gróttu á Eiðistorgi á myndlistarsýningu Ninnýjar. Opið alla daga. - $*& $!,')"#+(%") ✝ Helga S. Thorsteinsson fæddist í Reykja- vík 20. ágúst 1952. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 24. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Kristín Þór, f. 19. september 1924, d. 28. júlí 2002, og Þorsteinn Thorsteinsson, f. 14. júlí 1919, d. 10. apríl 2006. Hálfsystkini Helgu sam- feðra eru Dóra Thorsteinsson, f. 1965, Geir Thorsteinsson, f. 1967, og Sigurður Jóhann Thorsteinsson, f. 1973, d. 2010. Hinn 9. maí 1975 giftist Helga Jóni Helga Jónssyni, f. 9. júlí 1953. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Kristín, f. 1975. Börn hennar eru Andri Snær, f. 2001, Harpa Rut, f. 2006, og Þórunn Ása, f. 2008. 2) Sólveig, f. 1977, gift Sig- urjóni Sigurjóns- syni. Börn þeirra eru Salka Sól, f. 2003, Helga Sig- rún, f. 2004, Vig- dís Björt, f. 2011, og Máney Katla, f. 2013. 3) Saga, f. 1978, gift Ólafi Loftssyni. Börn þeirra eru Margrét Helga, f. 2006, Freyja, f. 2008, Jón Ari, f. 2011, og Iðunn, f. 2016. Helga og Jón bjuggu í Hafnarfirði stærstan hluta sinnar hjúskapartíðar þar sem Helga starfaði sem bókasafns- og upplýsingafræðingur til ársins 2008. Útför Helgu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 7. október 2022, klukkan 13. Fáein orð til að minnast frænd- systur okkar sem nú er flutt í bili til fegurri strandar þar sem hún finnur hvíld og hressingu eftir löng og ströng veikindi. Við systk- inin frá Sælundi (Skjólbraut 9) og Kópavogsbraut 4 í Kópavogi eig- um öll ljúfar og fallegar minningar um Helgu Sigríði. Við höfum alla tíð litið á hana sem yngstu systur okkar, enda kom hún kornung inn í líf okkar, deildi með okkur mis- jöfnum örlögum í lengri og skemmri tíma. Hún var gleðigjafi okkur öllum. Stundum var hún kölluð Helga Sigríður tvítanna, síðrassa, toj, toj Thorsteinsson, enda var hún um tíð með kanínu- framtennur og gat verið dálítil skvetta. Hún eignaðist yndislegan eiginmann, Jón Helga. Gæfan gaf þeim gull í dætrunum þremur, Guðlaugu Kristínu, Sögu og Sól- veigu, sem veittu geislandi bros- um sínum út í heiminn og endur- gáfu foreldrum sínum góða og dygga tengdasyni og barnabörn. Við nutum þess að fylgjast með þeim þótt úr nokkurri fjarlægð væri eins og gengur. Kristín Þór, móðir Helgu Siggu, var móður- systir okkar. Hér sitjum við nú eftir og söknum elsku fallegu syst- ur okkar. Um leið og við sendum fjölskyldu Helgu Siggu innileg- ustu samúðarkveðjur þökkum við forsjóninni fyrir að gefa okkur „litlustu“ systur okkar hana Geggis. Hún hvíli í friði. Bæn Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér, en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. Abelína Hulda, Hrafn Andrés, Hildur, Helga og Gunnar Guð- rúnar- og Harðarbörn. Að vera amma er eitt af þessum stóru verkefnum í lífinu. Við Helga urðum sameiginlegar ömm- ur 12. júní 2001. Þegar Andri Snær kom í heiminn. Leið okkar lá því oft saman á æskuárum unga mannsins sem dafnaði vel umlukin ást. Hann var fyrsta ömmubarn Helgu og Jóns og því kærkominn. Hjá okkur var ungi maðurinn fimmta barnabarn okkar svo við vorum komin í æfingu en ávallt voru þau öll velkomin. Börnin okkar, þau Guðlaug og Svein- björn, giftu sig svo með aðstoð okkar allra í sveitarómantík að Hjarðarfelli í Dölum. Nokkru síð- ar kom svo Harpa Rut í heiminn og rúmum 2 árum síðar kom svo Þórunn Ása í þennan fallega hóp sem við ömmurnar deildum sam- an og voru afmæli og stærri við- burðir ávallt með ömmum og öf- um og fjölskyldum, en hópur Helgu hélt áfram að stækka þar til hópurinn hennar fyllti heila stofu. 10 barnabörn á fáum árum var henni mikill gleðigjafi og var hún ótrúlega dugleg að sinna stóra hópnum sínum. Síðustu samveru- stundir í stóru verkefnunum okk- ar var ferming Þórunnar Ásu sem er sameiginlegt ömmubarn og Freyju sem eru systradætur nú í vor. Sú mikla sorg og missir sem dætur Helgu og barnabörnin ganga nú í gegnum er mikil. Afi Jón mun halda utanum þau með sinum kærleika um leið og hann er að vinna úr sinni sorg. Áratuga hjónaband og sameiginlegt líf er nú brotið. Kæra fjölskylda. Við Þórhallur sendum ykkur einlæga samúð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Runólfsson. Helga S. Thorsteinsson Öðlingurinn Þórður í Sindra er kvaddur í dag. Þórður Einars- son hefur fylgt okk- ur afkomendum Þórhöllu Bjarnadóttur og Sigurjóns Ár- mannssonar á Húsavík, rétt eins og bræðurnir sex – synir þeirra – og skipað sama sess í hjarta okkar og þeir, enda eini tengda- sonur afa og ömmu. Þess var ætíð beðið í ofvæni þegar fréttist að Þórður og Dóra frænka kæmu brátt í hina ár- vissu sumarferð sína norður og tilhlökkunin mikil að fá þau og frændsystkin okkar, Ásgeir, Bjarna, Jakobínu og Ásmund. Heimsóknunum fylgdi ávallt ferskur blær að sunnan, veislur og gleðskapur. Þórður var með skemmtilegri mönnum. Heimsmaður eins og sagt var. Ljúfmennskan og glettnin og brosið sem fylgdi svo augun urðu að tveimur strikum, löðuðu fólk að honum og sköp- uðu honum þennan sjálfsagða sess innan fjölskyldu okkar. Þórður Einarsson ✝ Þórður Ein- arsson fæddist 21. október 1930. Hann lést 17. sept- ember 2022. Útför hans fór fram 6. október 2022. Er þá ótalin gestrisnin á Stekkjarflöt, hvar ég bjó um tíma hjá þeim á námsárum mínum. Seint verður full- þökkuð hlýjan og ástúðin sem móðir mín naut hjá systur sinni, Þórði og þeim öllum þegar hún þurfti að dvelja syðra, oft langdvölum. Þórður var sælkeri og naut þess að lifa lífinu – elskaði að gera sér glaðan dag, fá gesti og galdra fram góðan mat með Dóru sinni, sem ljúfar veigar fylgdu. Útivist með fjölskyld- unni, skíðaferðir hér heima og í Ölpunum, með góðum vinum voru hluti lífsins. Á góðum stundum í Garða- bænum var maður ósjaldan kall- aður fram í þvottahús þar sem gullin aukaglaðning beið manns í litlu staupi. Svo fylgdi langt ahhh…, glettna brosið og blikk með öðru auga. Eftir missi Dóru sinnar, allt of snemma, sýndi hann sömu ræktarsemi og fyrr, hélt áfram heimsóknum norður og góðu sambandi við okkur sem syðra bjuggum. Þórður var einstakur elju- maður, sá alstaðar tækifæri og þurfti alltaf að vera að skapa, framleiða eitthvað og smíða eins lengi og hann hafði tök á að vinna við fag sitt, járnsmíðina, sem líf hans hafði alla tíð snúist um sem einn af Sindrafjölskyld- unni. Aldrei dugði neitt hálfkák né smátt í sniðum hjá Þórði. Sýning á tugum málverka eft- ir hann var t.d. sett upp á Hrafn- istu aðeins örfáum mánuðum eftir að hann fór að mála. Við opnunina spurði ég hann – hátt í níræðan – hvort hann hefði stundað þetta lengi. Svarið var dæmigert fyrir hugarfar Þórðar og hnyttni: „Já, já, alveg í þrjá mánuði!“ Katla dáðist sérstaklega að málverki af síldarstúlkum sem hann þá var búinn að lofa tengdadóttur sinni. Skömmu síðar fékk ég orð um að hann langaði til að hitta okkur áður en við færum, en þá bjuggum við í Kaupmannahöfn. Eftir skemmtilega stund að vanda leysti hann Kötlu út með mynd af síldarstúlkum sem hann hafði málað handa henni. Myndin hangir nú í króknum hennar heima. Minning þessa öðlings lifir með okkur sem vorum svo lán- söm að kynnast honum. Alltaf hætti manni til að bæta Dóru við þegar nafn hans var nefnt, svo samofin voru þau hjónin lífi manns, allt til þessa dags. Nú á það aftur við. Við Katla og Palli og Tiphaine í Beijing, sendum Ásgeiri, Bjarna, Jakobínu og Ásmundi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Pálsson. Blik í auga og bros á vör lýsa vel Þórði móðurbróður mínum. Hann var einn af þessum ómiss- andi jákvæðu og sjarmerandi týpum í lífinu sem ég var lánsöm að fá að vera samferða. Honum var margt til lista lagt, frábær járnsmiður, gúrme kokkur, flinkur skíðamaður en umfram allt góður og umhyggjusamur fjölskyldumaður. Ég minnist með hlýju allra þeirra gleðistunda sem okkar fjölskyldur áttu saman, oftar en ekki sunnudagskaffi sem endaði með kvöldverði á Stekkjarflöt- inni þar sem við krakkarnir fengum athygli og ómælt pláss. Foreldrar okkar lögðu grunn að áratuga vináttu okkar frænd- systkina. Ég er Þórði ævinlega þakklát fyrir vinskapinn og að leyfa frænku sinni iðulega að fljóta með í skíðaferðir í Skála- fellið eða Hveradali. Nú er frændi kominn á fljúg- andi fart í himneskum skíða- brekkum með Dóru sinni. Ég sendi Ásgeiri, Bjarna, Jakobínu, Ásmundi og fjölskyld- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningar um góðan mann lifa. Ragnhildur Zoëga. Ég finn ekki orð- in, samt hrannast þau upp bak við all- ar minningarnar og myndina af elsku Gurru minni sem er svo ljóslifandi í huga mér. Eitt orð kallast þó sífellt á við djúpa sorg og sáran söknuð. Það Guðrún Hauks- dóttir Schmidt ✝ Guðrún Hauks- dóttir Schmidt fæddist 1. sept- ember 1955. Hún lést 23. september 2022. Útför hennar fór fram 6. október 2022. er þakklætið sem ríkir yfir öllu þessu konungsríki tilfinn- inganna, og sterk- ust er ljóslifandi myndin af Gurru með rauða hárið, hlýja faðminn, glöðu lundina, ævin- týraþrána og alla stóru draumana um næstu verkefni á dagskrá hennar. Ég er svo þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman í Jyde- rup í október 2014, í danska bænum hennar sem síðan varð líka minn bær! Ómetanleg vin- áttubönd hnýtt á miðjum aldri. Vinátta sem byggðist á sam- kennd og skilningi. Djúp samtöl á móðurmálinu sem við elskuð- um báðar, uppátæki, útstáelsi, grín, gaman og hlátrasköll, gjarna yfir góðum mat og vín- glasi. Mér hlotnuðust sjö dásam- leg vináttuár og síðan það átt- unda í skugga krabbameinsins sem dró hana til dauða á tæpu ári. Hennar er sárt saknað í bæn- um okkar og danskir vinir hittast í dag, á jarðarfarardeginum, á uppáhaldskaffihúsinu hennar, Café Forsinket, til að heiðra minningu hennar. Rauðhærðu orkubombuna með stóra brosið og hlýju nærveruna vantar í bæjarmyndina. Ég fylgi Gurru til grafar frá Lindakirkju í dag, en hún lifir í hjarta mér og huga. Sálin henn- ar kvaddi friðsæl þetta jarðlíf. En eitt er víst og það er ég sann- færð um, að aftalan okkar frá desember 2021 stendur. Ég á núna dásamlegan orkuengil á himnum, sem ótrauðlega mun kippa í þræði þegar ég þarf á að halda, svo ég þarf engu að kvíða. Fjölskyldunni votta ég einlæga samúð mína, missir þeirra er mikill en minningin um dásam- lega, kærleiksríka, litríka, sterka framkvæmdakonu, dóttur, mömmu, ömmu, systur, mág- konu, vin og orkubombu mun lifa! Þannig komu þau þegar skrifa þurfti, orðin sem röðuðu sér upp í setningar, orð hlaðin þakklæti, hjúpuð minningum. Takk fyrir allt og allt! Þorgerður Mattía Kristiansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.