Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 4
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé-
lags- og vinnumarkaðsráðherra, seg-
ir að kostnaður við móttöku flótta-
fólks sé kominn langt fram úr því
sem gert var ráð fyrir í fjárlögum.
Hann sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í gær að tekið yrði tillit til
þessa umframkostnaðar í frumvarpi
til fjáraukalaga. Heildarfjárheimild
til útlendingamála á þessu ári var
áætluð 4.098 milljónir króna. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2023 er gert ráð fyrir 4.266 millj-
ónum króna til málaflokksins.
Langt fram
úr áætlun
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Guðni Einarsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Umsóknir um alþjóðlega vernd á
Íslandi á þessu ári voru orðnar
2.894 þann 28. september síðastlið-
inn. Frá árinu 2015 voru þær næst-
flestar árið 2016 eða 1.135 allt árið
og 1.096 árið 2017. Umsóknir voru
frá 800 og upp í 878 á ári, fyrir ut-
an árið 2020 þegar þær voru 654.
Það ár voru miklar ferðatakmark-
anir vegna kórónuveirufaraldurs-
ins.
Stríðið í Úkraínu hefur valdið
þungum straumi flóttafólks hingað
til lands. Það sem af er þessu ári
bárust langflestar umsóknir í mars,
skömmu eftir að stríðið braust út,
og voru þær 678.
Frá byrjun ársins 2022 og fram
til 28. september sóttu 1.719 Úkra-
ínumenn um vernd á Íslandi.
Næstfjölmennasti hópur umsækj-
enda um vernd á þessu ári voru
Venesúelamenn eða 588. Umsækj-
endur þaðan voru 360 allt árið í
fyrra. Þriðji stærsti hópur umsækj-
enda á þessu ári kemur frá Palest-
ínu, samtals 124 fram til 28. sept-
ember sl.
Hlutfallslega flestar á Íslandi
Alls var samþykkt 2.121 umsókn
um alþjóðlega vernd hér á landi á
fyrstu átta mánuðum ársins 2022.
Það gerir 5,56 samþykktar um-
sóknir á hverja þúsund íbúa lands-
ins sem er töluvert hærra hlutfall
en annars staðar á Norðurlöndum
á sama tímabili. Munar heilum
27,6% milli Noregs og Íslands, en
það er jafnframt mesti munurinn.
Næstflestar samþykktar um-
sóknir um alþjóðlega vernd á
hverja þúsund íbúa var í Dan-
mörku. Vekur það nokkra athygli
vegna þess hve ströng lög gilda um
málaflokkinn þar í landi. Skýringin
er sú að danska þingið samþykkti
lög í vor sem veitti úkraínsku
flóttafólki sérmeðferð vegna inn-
rásar Rússa. Alls hafa verið sam-
þykktar 27.942 umsóknir Úkra-
ínumanna á tímabilinu og eru það
tæplega 97% allra samþykktra um-
sókna.
Svipaða sögu er að segja af Nor-
egi en þar má rekja 22.841 sam-
þykkta umsókn til Úkraínu, sem er
um 96% allra samþykktra umsókna
um alþjóðlega vernd þar í landi.
Hlutfallið er hins vegar nokkru
lægra í Svíþjóð. Þarlendis hafa
42.362 umsóknir Úkraínumanna
verið samþykktar, sem er tæplega
89% allra samþykktra umsókna.
Samþykktum umsóknum hér á
landi fjölgaði í síðasta mánuði og
voru þær fyrir árið í heild orðnar
2.449 þann 28. september síðastlið-
inn. Það gerir samþykktar umsókn-
ir 6,42 á hverja þúsund íbúa. Í Sví-
þjóð voru þær komnar yfir 50
þúsund að september meðtöldum
og er hlutfallið þar komið í 4,79.
Munurinn milli Íslands og Svíþjóð-
ar jókst því í september og munar
nú heilum 34%.
Tölur fyrir samþykktar umsóknir
í september í Noregi og Danmörku
eru væntanlegar síðar í október.
Umsóknum um vernd fjölgar mikið
- Töluvert fleiri sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum - Fjöldi
hælisleitenda á Íslandi á þessu ári hefur þegar slegið öll fyrri met - Þungur straumur frá Úkraínu
Umsóknir um alþjóðlega vernd
Fjöldi umsókna á Íslandi 2015-2022* eftir þjóðerni
Úkraína Venesúela Albanía
Írak
Makedónía
Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi 2003-2022*
Fjöldi samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd
á hverja 1.000 íbúa
2.000
1.500
1.000
500
0
600
400
200
0
300
200
100
0
150
100
50
0
500
375
250
125
0
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
'03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
'15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
4,55 4,36
4,89
5,56
2.894
871
654
1.135
*Til l og með 31. ágúst 2022
Svíþjóð Noregur Danmörk Ísland
Íbúafjöldi, þús. 10.494 5.456 5.911 381
Samþ. umsóknir 47.731 23.787 28.874 2.121
– á 1.000 íbúa 4,55 4,36 4,89 5,56
Heimildir: Hagstofur og útlendingastofnanir landanna
1. janúar til
31. ágúst
2022
Samanburður á
Svíþjóð, Noregi,
Danmörk og
Íslandi
Fjöldi umsókna
eftir þjóðerni
2022*
Úkraína 1.719
Venesúela 588
Palestína 124
Annað 350
1.719
588
13
262 137 470
0
48
356
87
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Frumvarpi dómsmálaráðherra til
breytingar á lögum um útlendinga
(alþjóðlega vernd) er m.a. ætlað að
„samræma löggjöf og framkvæmd
þessara mála við umgjörð annarra
Evrópuríkja, einkum annarra
Norðurlanda,“ segir í greinargerð.
Frumvarpið er á þingmálaskrá og
því á leið fyrir þingið í fimmta sinn.
Frumvarpið tekur á brýnum við-
fangsefnum, eins og því hvenær
taka skuli umsókn um alþjóðlega
vernd til efnislegrar meðferðar og
málsmeðferðar umsókna frá um-
sækjendum sem þegar hafa hlotið
alþjóðlega vernd í öðrum Evrópu-
ríkjum.
Í greinargerð kemur fram að
málum þeirra sem sóttu um vernd
hér, en höfðu einnig fengið al-
þjóðlega vernd í öðru Evrópuríki,
fór að fjölga 2018. Það ár voru 16%
umsækjenda með vernd í ríkjum
eins og Grikklandi, Ítalíu og Ung-
verjalandi en einnig í Þýskalandi,
Frakklandi, Möltu, Svíþjóð og
Sviss. Hlutfall þessa hóps fór í 24%
árið 2019 og um 52% árið 2020. Það
lækkaði í 21% árið 2021.
Öðruvísi lagaumhverfi hér
„Sambærilegar tölur sjást hvergi
hjá öðrum Evrópuríkjum. Hjá sum-
um þeirra eru slík mál svo fátíð að
þau eru ekki sérstaklega skráð sem
slík í tölvukerfum ríkjanna,“ segir í
greinargerðinni.
Þessi mikli fjöldi umsókna frá
einstaklingum, sem þegar höfðu
fengið vernd í öðru Evrópuríki, er
rakinn til þess að lagaumhverfi og
framkvæmd laga hér á landi séu
frábrugðin löggjöf og viðmiðum ná-
grannaþjóða okkar.
„Annars vegar leggur ákvæði 2.
mgr. 36. gr. útlendingalaga þær
skyldur á stjórnvöld að taka mál
einstaklinga, sem hlotið hafa al-
þjóðlega vernd í öðru ríki, til efnis-
meðferðar ef útlendingurinn hefur
slík tengsl við landið að nærtækast
sé að hann fái hér vernd eða sér-
stakar ástæður mæla annars með
því. Hins vegar hafa mörg vernd-
armál fengið efnismeðferð hér á
landi þar sem stjórnvöld ná ekki að
afgreiða og framkvæma ákvarð-
anir innan lögbundins frests,“ segir
í greinargerðinni.
Íslenskum stjórnvöldum ber því
að taka Dyflinnar- og verndarmál
til efnismeðferðar ef meira en tólf
mánuðir hafa liðið frá því að um-
sókn um alþjóðlega vernd var lögð
fram og tafir hafa ekki verið á
ábyrgð umsækjanda.
Íslendingar taka þátt í Dyflinn-
arsamstarfinu, sem lýtur að því að
ákveða hvaða aðildarríki Scheng-
en-samstarfsins ber ábyrgð á efn-
islegri umfjöllun umsókna um al-
þjóðlega vernd. Þá eru íslenskar og
evrópskar reglur samofnar vegna
samvinnu Íslands og Noregs við
ESB, þar á meðal vegna Dyflinn-
arsamkomulagsins.
„Þykir því nauðsynlegt að taka
mið af regluverki í öðrum Evr-
ópuríkjum á þessu sviði, einkum til
að komast hjá ósamræmi og óvissu
um hvernig eigi að framfylgja lög-
um sem varða málsmeðferð um-
sókna um alþjóðlega vernd. Rík
sérstaða og frávik varðandi máls-
meðferð einstakra hópa ásamt
frjálsri för um svæðið ýtir undir þá
þróun að hingað komi mikill fjöldi
einstaklinga sem þegar hefur sótt
um vernd í öðrum Evrópuríkjum í
meiri mæli en stjórnsýslan ræður
við.“
Þá segir í greinargerðinni að
hátt hlutfall umsókna á Íslandi frá
fólki með vernd í öðru Evrópuríki
hafi verið notað sem dæmi innan
Schengen og hjá stofnunum ESB
um þær hættur sem geta komið upp
þegar ríki setja sér sérstakar máls-
meðferðar- og undanþágureglur.
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Brottvísun hælisleitenda með vernd í öðrum löndum er mótmælt.
Lög um hælisleitendur hér frá-
brugðin lögum nágrannalanda
- Ísland tekið sem dæmi um hættuna sem fylgir sérstökum undanþágureglum
Umsóknir flóttafólks um vernd á Íslandi
Fimm, sem synjað var um alþjóðlega
vernd hér á landi, hefur verið fylgt
til Grikklands frá 29. ágúst, sam-
kvæmt verkbeiðnum hjá stoðdeild
ríkislögreglustjóra. Engin börn voru
þar á meðal. Þá hefur 17 öðrum ver-
ið fylgt til annarra landa á sama
tímabili.
„Þá hafa 35 einstaklingar fengið
endanlega niðurstöðu sinna mála hjá
Útlendingastofnun og stoðdeild er
að undirbúa að fylgja þeim til Grikk-
lands. Unnið er að því að upplýsa öll
þessi 35 um fyrirhugaða fylgd en
átta af þeim hafa ekki fundist í bú-
setuúrræðum eða annars staðar og
gætu verið enn á landinu eða komin
úr landi,“ segir í svari frá ríkislög-
reglustjóra. Af þessum 35 er ein fjöl-
skylda með tvö börn.
Unnið er að fleiri fylgdum á næst-
unni en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir
og er háður breytingum. Tekið er
fram að stoðdeild gefi fólkinu alltaf
kost á því að yfirgefa landið án lög-
reglufylgdar.
Fylgd 35
undirbúin