Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Veröldin var
ekki í alla
staði gæfu-
legri á nýliðinni tíð
en hún er nú. En
um sumt má segja
að þá hafi hún
komið til dyranna
eins og hún var klædd, í sam-
anburði við líðandi stund. Ein-
ræðisríkin sem flest voru
kennd við frelsi og dýrð alþýð-
unnar voru, að eigin sögn,
musteri frjálsrar umræðu,
enda leituðu þau uppi sann-
leikann á öllum sviðum. Og
undir það ýttu valdamenn,
enda voru þar á fleti hinir
tæru og óspilltu umboðsmenn
fólksins, sem nutu ekki aðeins
vinsælda úr þeirri átt að verð-
leikum, heldur óskeikuls trún-
aðar og trausts. Þetta sýndu
hverjar kosningarnar af ann-
arri.
Fólkið þurfti ekki að vera í
logandi óvissu um hvað væri
satt og hvað logið. Trúnaðar-
menn þess bjuggu haganlega
um það efni. Sannleikurinn
var bara einn og því varla til-
efni til að efast. Kæmi efinn
samt upp, og að tilefnislausu,
gafst þeim sem í hlut áttu
ákjósanlegt tækifæri til að
leita sannleikans á víðáttu-
sléttum Síberíu, eða öðrum
sambærilegum svæðum, þar
sem yfirvöld lögðu allt upp í
hendur leitandi manns, fæði
og klæði og vinnu frá morgni
til kvölds, en allt þetta var
æðsti draumur íslenskrar al-
þýðu lengi, en fékkst ekki
vegna leiðtogaskorts af þessu
tagi.
Vestrænir leiðtogar í stjórn
og stjórnarandstöðu þráttuðu
á þeirri tíð alla daga um hvað
væri satt og rétt og hverjir
væru hagsmunir þjóðar. Og
þeir drógu upp gjörólíkar
myndir af „ástandinu“ og því
varla furða þótt almenningur
fengi á tilfinninguna að óhugs-
andi væri að sannleikurinn
ætti nokkurn kost og sjálfsagt
líklegast að frambjóðendur
væru allir handhafar lyginnar,
í einni eða annarri mynd. Vest-
rænir valdamenn voru því
skiljanlega í verulegri hættu
að falla eftir stutta valdatíð
vegna óánægju almennings,
sem birtist í óskipulagðri um-
ræðu út og suður og loks í al-
mennum kosningum.
Alþýðulýðveldin héldu líka
kosningar, en munurinn var sá
að þar voru heilsteyptir fram-
bjóðendur sem hægt var að
kjósa. Í þrjá áratugi mátti lesa
einstaka elsku allra í garð
Stalíns, leiðtoga Sovétríkj-
anna, en þetta endurspegluðu
kosningarnar sem hann tók
þátt í með öfundsverðum
hætti. Aðeins einu
sinni fékk hann
114% atkvæða í
kosningum í sínu
kjördæmi, en í
annan tíma var
hann oftast með
nærri 98-99% at-
kvæða, sem var óneitanlega
glæsilegt, þótt hann væri einn
í kjöri, sem getur hafa hjálpað.
Í sögulegu samhengi urðu
Sovétríkin ekki langlíf. Þau
tórðu svo sem einn manns-
aldur. Eða nærri tvo ef miðað
var við lífslíkur þar í eilífðar-
sælunni. Kína er enn í bana-
stuði og hefur um þessar
mundir búið við sinn komm-
únisma svipaðan tíma og sá
sovéski entist. En þar hefur
óskoruð stjórnmálastefnan
sveiflast og átt sín erfiðu skeið
og nokkru hefur ráðið um þró-
un á einstökum árum hver
leiddi og réð. Nú er þjóð-
félagsblandan orðin önnur en
áður var. Kína er enn „alræð-
isríki fólksins,“ sem flokk-
urinn ávaxtar, hvað völd,
skipulag og birtingarmynd
sannleikans varðar. Her og
lögregla hafa svo það svigrúm
sem þarf, svo að ekki er veru-
leg hætta á að farið sé alvar-
lega út af brautinni. Kapítal-
isminn er ekki lengur
algjörlega út undan. Inn-
fluttur kapítalismi í aðlagaðri
mynd hefur verulegt svigrúm
og sama gildir um þann inn-
lenda. Þar eru nú þegar miklir
efnamenn með ríkuleg tengsl
inn á við og út á við og eru kín-
verskir miljarðamæringar
þegar orðnir fleiri en slíkir eru
í Bandaríkjunum. Kína hefur
ekki lagt undir sig lönd í þeim
skilningi sem einhverjir kynnu
að hafa óttast. En útþenslan er
gríðarleg og víða borið niður
og hafa kínverskir umboðs-
menn notið miklu meira svig-
rúms en annarra þjóða menn
hafa mátt búast við þar.
Þýskir valdamenn, á borð
við Merkel, fyrrverandi kansl-
ara, töldu sig eins konar
galdramenn pólitískrar nýald-
ar og landsmenn keyptu það
þegar þeir tóku að kaupa varn-
ing, hvort sem það var gas eða
olía, og „gerðu þar með Rúss-
land efnahagslega háð sér“
eins og þeir hvísluðu þá sín á
milli og klöppuðu sér á bakið.
En í ljós kom að þessi pólitísku
stórstirni reyndust börn en
ekki björgunarmenn á heims-
vísu. Sá vandi er opinber nú
þegar.
En sami vandi gagnvart
Kína er ekki í umræðunni, þótt
hann sé sennilega þegar orð-
inn á sumum sviðum alvarlegri
en nú blasir við nægilega
mörgum.
Það má nokkuð læra
af því hvernig Pútín
leikur sér með sína
helstu viðskipta-
vildarvini}
Rétt að hafa vara á
Í
þessari viku hefur hlé verið gert á
þingstörfum út af svolitlu sem nefnist
kjördæmavika. Þrátt fyrir að nýbúið
sé að kalla saman þing eftir um
þriggja mánaða hlé. Það sama er
einnig gert í febrúar, þegar nýbúið er að kalla
þing saman eftir um mánaðar jólahlé. En hver
er eiginlega tilgangur þessarar kjördæma-
viku, og af hverju eru þingmenn alltaf í hléi
frá Alþingi?
Tilgangur kjördæmaviku er sá að þing-
menn geti farið í kjördæmi sín og hitt fólk.
Geta þingmenn ekki hitt allt þetta fólk í þing-
hléinu? Jú, en raunin er sú að áður fyrr þurftu
þingmenn í raun og veru að hitta fólk svona
stuttu eftir þingsetningu til þess að kynna ný
þingmál fyrir fólki. Þetta fyrirkomulag var
nefnilega sett á fót þegar eina leiðin til þess að
senda inn umsögn um þingmál var að póstleggja bréf.
Það var einfaldlega fljótlegast fyrir þingmenn að heim-
sækja fólk á fundi í heimahéraði, til að kynna mál sín og
sérstaklega mál annarra.
Kerfið er semsagt hugsað þannig að þing er kallað
saman og þingmenn leggja fram málin sín. Það þarf að
ræða þau í fyrstu umræðu á þingi og senda þau svo til
umsagnar. Svo þarf að bíða í tvær til þrjár vikur þangað
til umsagnir berast. Á meðan sat þingið auðum höndum
og því var alveg jafn gagnlegt að senda þingmenn aftur
heim þangað til umsagnir skiluðu sér og hægt væri að
halda áfram að vinna að þingmálunum, nú
með umsögnum frá hagsmunaaðilum, sér-
fræðingum og almenningi.
Í dag eru málin miklu fleiri. Samskiptin
hraðari. Verkefni þingsins fjölbreyttari … en
samt er enn kjördæmavika. Einfaldlega af
því að þannig var það áður.
En sem betur fer er kjördæmavika meira
en bara biðtími eftir umsögnum. Þingmenn
fara í mjög gagnlegar ferðir um allt land og
hitta sveitarstjórnir, stofnanir, fyrirtæki og
fólk. Einmitt til þess að ná tengingu vegna
hinna ýmsu mála sem brenna á fólki.
Úr þessum ferðum verða til þingmál, fyr-
irspurnir og ábendingar um það sem betur
má fara. Kjördæmavika er svo miklu meira
en bara frí fyrir þingmenn, þó einhverjum
kunni að virðast það utan frá. Ég hef verið á
stanslausum fundum í Reykjavík, Hveragerði, Selfossi
og á Höfn í Hornafirði það sem af er þessari kjördæma-
viku. Ég skrifa þennan pistil eftir miðnætti af því að það
var enginn annar tími í dagskránni sem bauð upp á svig-
rúm til greinaskrifa. Aðrir í þingflokki Pírata fara á
Vestfirði, Suðurnes og víðar. Því miður komumst við
ekki út um allt á einni viku og ég veit að margir sakna
okkar og við þeirra. En það er alltaf næsta kjördæma-
vika. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kjördæmavika
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
armi í deilunum innan miðstjórnar
ASÍ. Svo mikið atkvæðaafl er í fé-
lögunum sem þau standa fyrir að
ekki er við því að búast að mót-
framboð eigi mikla möguleika, það
er að segja ef bakland þeirra held-
ur.
Má geta þess að Landssam-
band íslenskra verslunarmanna,
sem Ragnar Þór er í forystu fyrir,
er með 91 fulltrúa á þinginu og
Efling stéttarfélag, undir forystu
Sólveigar Önnu, er með 54 fulltrúa.
Eru þessi tvö félög með nærri
helming þeirra 300 fulltrúa sem
eiga seturétt á þingi Alþýðu-
sambandsins.
Þá eru komnar fram tilnefn-
ingar til þeirra ellefu fulltrúa sem
kjósa þarf í miðstjórn ASÍ. Þar er
litið til ýmissa þátta, svo sem
starfsgreina og búsetu.
Mörg sóknarfæri
„Já, ég held að forystan geti
alveg orðið samheldin í kjölfar
þingsins, ef þetta verður nið-
urstaðan,“ segir Kristján Þórð-
ur þegar hann er spurður um
framhaldið og bætir við: „Ég er
almennt tilbúinn til að vinna
með fólki að málefnum
sem skipta máli fyrir
verkalýðshreyfing-
una. Ég tel að það
séu mörg sóknar-
færi fram á við.“
Vonast eftir sterkri og
samheldinni forystu
Miðstjórn ASÍ leggur fram nokkrar
ítarlegar tillögur fyrir þing sam-
bandsins. Meðal þeirra eru tillögur
um kjaramál og vinnumarkað,
efnahag, kjör og skatta, framtíðar-
vinnumarkað, húsnæðismál og líf-
eyrismál.
Í tillögu um jafnréttismál eru,
auk áherslu á að leiðrétta kerfis-
bundið vanmat á störfum þar sem
konur eru í meirihluta, beinar til-
lögur um aðgerðir gegn kynferðis-
legu áreiti eða ofbeldi. Lagt er til
að sett verði á laggirnar þol-
endamiðað úrræði fyrir
launafólk sem orðið hefur
fyrir kynferðislegu ofbeldi
eða áreiti í vinnutengdu
umhverfi. Einnig sameig-
inlegt fagráð verkalýðs-
hreyfingarinnar sem taki á
móti málum þar
sem félagslega
kjörnir fulltrúar
eru meintir
gerendur.
Fagráð sett
á laggirnar
FJÖLDI TILLAGNA
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sterkari saman Slagorð ASÍ-þings fyrir fjórum árum þegar Drífa Snædal
tók við formennskunni hefur ekki alveg gengið eftir en er í fullu gildi.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
K
omandi þing Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ)
fer fram við sérstakar
aðstæður. Drífa Snædal
forseti sagði af sér vegna deilna
innan forystunnar og verður ný
forysta kjörin undir lok þingsins.
„Það dylst engum að róstu-
samt hefur verið innan okkar raða
og hefur baráttan því miður óþarf-
lega oft verið inn á við,“ segir
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
sem gegnir embætti forseta ASÍ
fram að kosningum á þinginu, en
hann tók við í febrúar þegar Drífa
Snædal sagði af sér. Spurður hvað
hann vilji sjá koma út úr þinginu
segist Kristján vonast til að ný for-
ysta verði samstíga og sterk eftir
þingið. Að umræður á þinginu
styrki málefnastarfið fram á við og
gefi nýrri forystu sterka leiðsögn.
Spurður um deilurnar í foryst-
unni segir Kristján Þórður að
styrkur ASÍ sé mikill þegar Al-
þýðusambandið komi fram sem
einn hópur og vilji breyta hlut-
unum. Það sé mikilvægt.
Ný forysta kjörin
Þing Alþýðusambandsins hefst
á mánudag og stendur fram á mið-
vikudag. Eftir hádegi síðasta þing-
daginn verða ályktanir afgreiddar
og ný forysta kjörin. Kosnir verða
forsetar og miðstjórn til tveggja
ára.
Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR stéttarfélags, býður sig
fram í embætti forseta ASÍ, Krist-
ján Þórður Snæbjarnarson, for-
maður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, býður sig fram sem 1.
varaforseti en því embætti hefur
hann sinnt í rúm tvö ár, Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Efl-
ingar stéttarfélags, býður sig fram
sem 2. varaforseti og Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðs-
félags Akraness og formaður
Starfsgreinasambandsins, býður
sig fram sem 3. varaforseti.
Ekki hafa fleiri framboð verið
gerð opinber en hægt verður að til-
kynna um framboð á þinginu
sjálfu. Stuðningsyfirlýsingar og
áskoranir hafa gengið á milli
margra þeirra sem bjóða sig fram,
svo sem Ragnars Þórs, Sólveigar
og Vilhjálms sem koma úr sama