Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir 7. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 142.56 Sterlingspund 161.71 Kanadadalur 104.75 Dönsk króna 18.995 Norsk króna 13.48 Sænsk króna 13.036 Svissn. franki 144.76 Japanskt jen 0.9871 SDR 183.71 Evra 141.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.8186 faraldurinn geisaði. Aftur á móti hefur félagið ekki flogið áður til Los Angeles með reglubundnum hætti. „Los Angeles er spennandi áfangastaður fyrir fraktflutninga og 767-breiðþoturnar gera okkur kleift að fljúga þangað,“ segir Gunnar Már, spurður nánar um það. „Þar er til dæmis sterkur mark- aður fyrir ferskar sjávarafurðir, hvort sem er villtan fisk eða úr ört vaxandi fiskeldi hér á landi. Að sama skapi felast tækifæri í því að flytja grænmeti og ávexti til Ís- lands, svo tekin séu dæmi. Í hvoru tilviki eru vörur að komast á milli staða á nokkrum klukkutímum í stað nokkurra daga áður. Þá eru líka stór kvikmyndaverkefni að koma hingað til Íslands og í þeim verkefnum þarf að flytja töluvert magn af búnaði og tækjum, sem væri annars flókið að flytja með öðrum leiðum. Þetta eru bara nokk- ur dæmi um vörur og þjónustu sem við sjáum tækifæri í.“ Mikil markaðssetning Spurður nánar um hina áfanga- staðina, New York og Chicago, nefnir Gunnar Már að Chicago sé sterkur markaður með tengiflug fyrir vöruflutninga, sem eigi reynd- ar einnig við um New York. Þá hafi félagið flutt töluvert magn sjávaraf- urða til New York í gegnum tíðina í farþegaflugi og hægt sé að auka framboð þangað enn frekar með fraktvélum í áætlunarflugi. Þá mun Icelandair Cargo halda áfram að fljúga til Liège í Belgíu, sem er einn stærsti flugvöllur fyrir fraktflutninga í álfunni. Aðspurður segir Gunnar Már að vel komi til greina að fjölga áfangastöðum í Evrópu ef tilefni er til. Þar má nefna áfangastaði í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi sem allir eru sterkir vöruflutningamarkaðir. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við erum ekki ein- göngu að horfa til vöruflutninga til og frá Íslandi, heldur einnig yfir hafið,“ segir Gunnar Már. „Við höfum markaðssett þjónustu okkar víða á undanförnum misser- um og fengið góðar viðtökur við því. Við erum með góðar tengingar víða um heim og Icelandair er með gott orðspor í flugheiminum, þannig að það opnar dyr og auðveldar okkur að nálgast mögulega viðskiptavini.“ Vöruhúsið nútímavætt Samhliða breytingum á flota og áætlunarflugi Icelandair Cargo stendur yfir vinna við að nútíma- væða og stækka vöruhús félagsins á Keflavíkurflugvelli sem verður eftir breytingu um 10 þúsund fermetrar. Að sögn Gunnars Más er gert ráð fyrir því að með nýjum tækjum og betra skipulagi aukist afkastageta húsnæðisins um allt að 50%. Spurð- ur um nýjan tæknibúnað nefnir Gunnar Már sem dæmi að verið sé að setja upp nýja kæla og aðstöðu til að auðvelda lyfjaflutninga, þar sem ákveðin lyf eru viðkvæm fyrir hitastigi. „Allt er þetta gert í þeim tilgangi að efla starfsemi félagins í flutningi á fjölbreyttum vörum yfir hafið,“ segir Gunnar Már að lokum. Breiðþotur nýttar í fraktflug Mynd/Aðsend Fraktflug Boeing 767-breiðþota í litum Icelandair Cargo. Þær taka um 50% meira magn en Boeing 757-vélarnar sem eru nú þegar í rekstri félagsins. - Segir að Ísland geti orðið tengimiðstöð í fraktflugi eins og í farþegaflugi - Hefja flug til Los Angeles - Gott orðspor Icelandair opni dyr og auðveldi markaðssetningu - Horft til fleiri áfangastaða Áætlað raunvirði á sölu Origo á hug- búnaðarfyrirtækinu Tempo er um 35 milljarðar króna. Origo seldi meiri- hluta í félaginu í árslok 2018 til bandaríska tæknifjárfestingarsjóðs- ins Diversis Capital og í fyrrakvöld var tilkynnt um sölu á þeim hlut sem eftir stóð, um 40%, til sama aðila. Áætlaður söluhagnaður Origo vegna viðskiptanna nú er um 22 milljarðar króna. Athygli vekur að söluandvirði hlutarins á miðvikudagskvöld er næstum því jafn mikið og heildar- markaðsvirði Origo-samstæðunnar, sem við lok markaða á miðvikudag var um 30 milljarðar króna. Gengi Origo rauk upp í Kauphöllinni í gær og hafði hækkað um tæp 18% við lok markaða, í viðskiptum fyrir tæpan hálfan milljarð. Markaðsvirði félags- ins jókst því um rúma fimm miljarða á einum degi. Gengi bréfa í Origo hafa nú hækkað um 14,6% frá áramótum en tæp 39% á einu ári. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlutafélög Jón Björnsson hefur verið forstjóri Origo frá 2022. Virði Origo rauk upp - Markaðsvirði Origo jókst um rúma fimm milljarða í viðskiptum gærdagsins Beoing 767-vélarnar tvær bætast við þær tvær Boeing 757- fraktflutningavélar sem þegar eru til staðar í flota félagsins. Þó bera 767-breiðþoturnar hvor um sig rúmlega 50% meira af frakt en nú- verandi floti en gert er ráð fyrir að 757-vélarnar verði teknar úr notkun á næstu tveimur árum. Tæplega 70% af öllum vöru- flutningum Icelandair Cargo fara alla jafna fram í gegnum farþega- leiðakerfi Icelandair. Spurður um hvort það hlutfall muni minnka með tilkomu breiðþotna sem eru útbúnar undir fraktflutninga segir Gunnar Már að það kunni að verða breyting á því, en heilt yfir sé framboð félagsins til vöru- flutninga að aukast. „Icelandair hefur fjölgað Boeing 737 MAX-farþegavélum í flota sín- um og það liggur fyrir að þær taka ekki jafn mikla frakt og 757- vélarnar gera. Aftur á móti eigum við ekki von á því að sjá mikla minnkun í þeim flutningum sem fara fram í gegnum leiðakerfi Ice- landair. Sumar vörur munu færast yfir í skipulagða áætlun Icelandair Cargo en aðrar koma í staðinn. Við munum því áfram nýta leiðakerfi Icelandair fyrir fraktflutninga,“ segir hann. Heildarframboð í fraktflugi eykst BREYTING Á FLOTA ICELANDAIR CARGO Viðskipti BAKSVIÐ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Icelandair Cargo tók í síðustu viku á móti Boeing 767-breiðþotu sem búið er að breyta fyrir fraktflutn- inga. Von er á annarri slíkri vél síð- ar í þessum mánuði. Þá verður leiðakerfi Icelandair Cargo jafnframt breytt og áformar félagið að hefja reglubundið frakt- flug á milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu upp úr miðjum nóvem- ber. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri Icelandair Cargo, segir í samtali við Morgunblaðið að stefnt sé að því að sækja inn á nýja markaði með 767-breiðþotunum. „Ísland er staðsett á einum öfl- ugasta fraktmarkaði í heimi og fyrir okkur liggja tækifæri til að efla reksturinn enn frekar og stíga inn á nýja markaði,“ segir Gunnar Már. Hann nefnir sem dæmi fiskeldi, sem er ört vaxandi grein hér á landi, til dæmis á suðvesturhorni landsins, sem mun þurfa á skilvirkum flutn- ingum að halda til að koma afurðum á markað erlendis. „Við sjáum einnig að netverslun er að aukast mjög hratt í heiminum og við teljum að það verði mikil eftirspurn eftir fraktflugi, bæði til og frá Íslandi en einnig á svonefnd- um Atlantshafsmarkaði, þ.e. flutn- ingum á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Við sjáum því fyrir okkur að búa til tengimiðstöð (e. hub) á Ís- landi fyrir fraktflutninga yfir hafið, rétt eins og Icelandair hefur gert með farþegaflug sitt.“ Þrír áfangastaðir vestanhafs Með nýju leiðakerfi Icelandair Cargo hefst flug til þriggja áfanga- staða í Bandaríkjunum; JFK-flug- vallar í New York, Ohara í Chicago og LAX í Los Angeles. Icelandair Cargo hefur áður flogið til New York en ekki í áætlunarflugi í nokk- ur ár. Þá flaug félagið reglulega með lækningavörur frá Kína til New York, með millilendingum í Evrópu, á meðan kórónuveiru- Gunnar Már Sigurfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.