Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 32
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS HAUST ÚTSALA 10-25% af öllu í verslun! 30-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Í OUTLET! 40% AFSLÁTTUR AF OUTLET SÆNGURVERUM *Afsláttur á ekki við um vörur í *umboðssölu „Bach fyrir börnin“ nefnist dagskrá sem Friðrik Vign- ir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, flytur í kirkjunni í dag kl. 10.30. Dagskráin, sem er sér- staklega ætluð nemendum 6. bekkjar Mýrarhúsa- skóla, er hluti af Kirkjulistahátíð Seltjarnarneskirkju sem á 30 ára afmæli á þessu ári. Friðrik mun segja frá Johanni Sebastian Bach, spila valin orgelverk eft- ir hann, þar sem hann notar hinar ýmsu raddir orgels Seltjarnarneskirkju, og útskýra fyrir nemendum bæði verkin og hvernig orgelraddirnar eru valdar. Meðal annars verður tímataka í einu verki Bachs. Þá spilar Friðrik 663 nótur sem eru í 1. þætti Fantasíu í G-dúr og reynir að spila þáttinn á sem skemmst- um tíma. Í lokin spilar Friðrik tvö orgelverk eftir tónskáldið P.D.Q. Bach, þar sem hann mun fá nemendur til að koma upp og leika á valin ásláttarhljóðfæri sem eru notuð í þessum tveim verkum. Þó dag- skráin sé miðuð við 6. bekkinga eru gestir og gangandi hjartanlega vel- komnir líka. „Bach fyrir börnin“ og fleiri í Sel- tjarnarneskirkju í dag kl. 10.30 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, fór í sumar úr næstefstu deild í Danmörku og gekk til liðs við eitt af bestu liðum Þýskalands, Metzingen. „Þetta er töluvert erfiðara, en ég er mjög stolt af því að hafa tekið þetta stökk,“ segir Sandra í viðtali við Morgun- blaðið í dag. »26 Sandra tók stórt stökk á ferlinum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikið líf er í kringum Láru Rúnars, tónlistarkonu með meiru. Hún sendi frá sér plötuna 7, sjöundu breiðskífu sína, þann 7.7. í sumar, átti fertugs- afmæli á þriðjudag og heldur upp á tímamótin með útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld og afmælisveislu í kjöl- farið. „Fyrir skömmu kom í ljós að 7. október væri laus í Iðnó. Það fannst mér táknrænt í ljósi sjöunnar og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, fagna tvöfalt.“ Lára er kennari í jógasetri sínu, Móum stúdíói. „Ég kenni meðal annars möntrusöng, fjöldasöng á ýmsum tungumálum,“ segir hún. Tónlistin sé alltumlykjandi og söng- urinn daglegt sköpunarverk. „Ég nota tónlistina mikið, bæði möntru- söng, spunasöng og hljóðheilun, þar sem söngskálar og fleira kemur í stað hefðbundinna hljóðfæra. Þessi háttur hjálpar fólkinu inn í slökunarástand og ég fæ mikla út- rás í tónlistinni. Þess vegna hef ég haft minni þörf fyrir að standa á sviði eins og ég hef gert undanfarin 20 ár.“ Tónlistin hefur fylgt Láru alla tíð. Hún stundaði píanó- og söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs og braut- skráðist í klassískum söng 2006. Hún byrjaði snemma að semja og syngja með föður sínum, Rúnari Þórissyni í Grafík, og kom fram á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands skömmu eftir aldamótin. Þar heyrði Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, í henni og bauð henni að taka upp plötu. „Þá fór boltinn að rúlla,“ segir hún og rifjar upp góðar stundir í körfu- boltanum, en hún var meðal annars útnefnd „efnilegasti leikmaður Breiðabliks“ skömmu áður og segist eiga mjög góðar minningar úr körf- unni. Innrás „Lög og textar koma til mín án þess að ég fái nokkru um það ráðið,“ segir Lára. „Ég stjórna því á engan hátt og ræð ekki við þessa innrás!“ Hún sé með hljóðfæri úti um allt heima hjá sér og grípi í þau þegar andinn komi yfir hana. „Ætli þetta sé ekki einhver innri tjáningarþörf,“ segir hún um sköpunina. „Þegar kallið kemur sest ég gjarnan við pí- anóið og byrja að semja. Samt held ég alltaf að ég sé hætt að taka upp og gefa út tónlist, en þá fer þetta náttúrulega ferli af stað.“ Fyrsta plata Láru varð að veru- leika 2003. Síðan hafa plötur hennar verið gefnar út 2006, 2009, 2012, 2015, 2019 og 2022. „Það tekur mig að minnsta kosti ár að byrja á nýrri plötu,“ útskýrir hún. Núna sé hún að vinna að verkefni, þar sem hún fléttar jógamöntrukennarann og tónlistarkonuna saman í eitt. „Draumurinn er að gera verk eða plötu sem tengir þetta saman.“ Á plötunni 7 eru tíu frumsamin lög og textar, sem Lára vann í sam- starfi við Arnar Guðjónsson, tónlist- armann og upptökustjóra. Hún hef- ur í raun ekkert fylgt henni eftir, nema hvað hún söng nokkur lög á tónleikum með Jónasi Sigurðssyni á Borgarfirði eystri, skömmu eftir út- gáfuna. „Öll lögin á plötunni verða spiluð í fyrsta sinn á tónleikunum í Iðnó og ég hef á tilfinningunni að það verði jafnframt í síðasta sinn, sem ég flyt þau öll opinberlega,“ segir Lára en hægt er að kaupa miða á heimasíðu hennar (shop.mo- arstudio.is). Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir Útgáfutónleikar Lára Rúnars tónlistarkona hefur í nógu að snúast og slær tvær flugur í einu höggi í Iðnó í kvöld. Innri tjáningarþörf - Útgáfutónleikar Láru Rúnars verða í Iðnó í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.