Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Röðin Þarna kemur saman fólk frá öllum heimshornum og af ýmsu sauðahúsi. Allt á það þó sameiginlegt að vera á höttunum eftir þjóðarréttinum góða sem best er að njóta undir berum himni. Arnþór Birkisson Aldrei hafa fleiri ver- ið á flótta í heiminum eða rúmlega 80 millj- ónir manna. Málefni fólks á flótta er því stórt umræðuefni í Evrópu allri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur auðvitað aukið þennan vanda stórkostlega. Á síðustu árum hefur engin póli- tísk samstaða ríkt um málefni útlendinga og ítrekað hefur ráðherra verið rekinn til baka með frumvarp um breytingar á útlend- ingalögum. Nýverið fór allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í ferð til Noregs og Danmerkur til að kanna stöðu útlendingamála þar og hvers eðlis pólitíska umræðan er þar. Hlutfallslega sækja mun fleiri um alþjóðlega vernd hér á landi en í hin- um ríkjum Norðurlandanna, sem verður að teljast sérkennilegt út frá stærð og legu landsins. Árin 2019, 2020 og 2021 voru umsóknir á Norð- urlöndunum hlutfallslega flestar hér á landi, næstflestar í Svíþjóð og mun færri í hinum löndunum. Sama þróun virðist vera á þessu ári. Á árinu 2021 voru 23 umsóknir um alþjóðlega vernd á hverja 10.000 íbúa hér á landi á með- an þær voru 11 á hverja 10.000 íbúa í Svíþjóð. Óhætt er að segja að í Noregi og Danmörku ríki töluverð pólitísk og samfélagsleg sátt um málaflokkinn. Á báðum stöðum er lagt mikið upp úr hlutverki þess alþjóðakerfis sem um- sóknir og veiting alþjóðlegrar vernd- ar er. Mikilvægt er að umsækjendur fái réttláta og vandaða málsmeðferð, sem auðvitað hefur líka verið kapps- mál okkar. En þegar þeirri máls- meðferð er lokið hafa Norðmenn og Danir öfluga og skilvirka endursend- ingastefnu fái umsækjandi synjun um alþjóðlega vernd. Norskir og danskir þingmenn töluðu um þá stefnu sem mikilvægan hluta kerfisins og þar virðist ekki verða sama ólga og hér á landi þegar kemur að brottvísun þeirra sem hlotið hafa synjun. Á síðustu árum hefur verið áber- andi hér á landi hversu hátt hlutfall umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur þegar hlotið vernd í öðru Evr- ópuríki. En Ísland sker sig úr hvað þetta varðar með séríslenskar reglur fyrir umsækjendur í þeirri stöðu. Er eðlilegt að Ísland geri það? Eru þeir sem hlotið hafa vernd í öðru Evrópu- ríki í neyð og óttast um líf sitt og frelsi – en það er neyðin sem verndar- kerfið er sniðið utan um. Sveitarfélögin og aðlögun að íslensku samfélagi Þegar fólk fær svo vernd á Íslandi er mikilvægt að vel sé tekið á móti þeim, þeim hjálpað að læra á íslenskt samfélag, börnum hjálpað að aðlagast skóla og frístund, þeim kennd ís- lenska auk almennrar aðstoðar. Norðmenn hafa gert þetta mjög vel og þar leika sveitarfélögin lykilhlut- verk. Sveitarfélögin fá greiðslur frá ríkinu með hverjum einstaklingi sem þau þjónusta og það er þeirra hagur að veita sem besta þjónustu. Því bet- ur sem aðlögunin gengur því betra fyrir einstaklingana, skólana, at- vinnulífið og samfélagið allt. Ég tel einsýnt að við getum lært af frænd- um okkar í Noregi hvað þetta varðar. Enda ljóst að mikil þörf er á því að sveitarfélögin taki virkan þátt í því að taka á móti flóttamönnum. Það hafa þau mörg gert mjög vel og eru ófáar góðar sögur af kvótaflóttamönnum sem hingað hafa komið. Nauðsynlegt er að nýta þá þekkingu og reynslu flóttamönnunum, sveitarfélögunum og okkur öllum til heilla. Dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi Síðastliðin 100 ár eða svo hefur lífskjörum á Íslandi fleygt fram. Samhliða þeirri þróun hafa lífslíkur aukist ásamt því að barneignir hafa dregist saman. Með bættum lífs- gæðum, aukinni þjónustu og hlut- fallslega færri vinnandi höndum hafa opnast tækifæri fyrir erlenda ríkis- borgara að sækja landið heim til að vinna og búa hér til fjölskyldu og líf til lengri tíma. Ísland er sem betur fer aðili að Evrópska efnahagsvæð- inu (EES) sem þýðir að við erum op- inn vinnumarkaður fyrir þær 500 milljónir manna sem í ríkjum EES- búa. Þannig geta íbúar ríkja EES dvalið hér í lengri eða skemmri tíma, starfað og tekið þátt í samfélaginu okkar. Þetta hefur svo sannarlega komið sér vel fyrir okkur Íslendinga og ekkert síður þá sem vilja sækja Ísland heim til náms eða þá Íslend- inga sem vilja læra eða starfa í öðr- um EES-löndum. En fyrir þá sem búa utan ríkja EES og langar að flytja til Íslands, þá getur sú leið verið mjög torfær og jafnvel ófær. Ákveðnar leiðir eru opnar fyrir umsóknir um tímabundið atvinnuleyfi og ber þar helst að nefna tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekk- ingar. Hins vegar er mun erfiðara að sækja um atvinnuleyfi ef ekki er hægt að flagga sérfræðingavottorði. Væri ekki eðlilegra að liðka til í regluverki okkar þannig að fólk geti sótt hér um dvalar- og atvinnuleyfi þó það sé ekki ríkisborgar EES- landanna? Á sama tíma myndi álagið léttast af verndarkerfinu okkar sem gæfi okkur aukið svigrúm til að sinna því fólki betur. Bryndís Haraldsdóttir »Væri ekki eðlilegra að liðka til í regluverki okkar þannig að fólk geti sótt hér um dvalar- og atvinnuleyfi þó það sé ekki ríkisborgarar EES-landanna? Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður allsherjar- og menntamálanefndar þingsins. Útlendingamál Tæpast hefur nokkur önnur þjóð en Íslend- ingar öðlast sjálfstæði fyrir þjóðararfinn. Eftir að hafa verið hluti af danska kon- ungsríkinu frá Kalmar- sambandinu töldu Ís- lendingar á útskerinu sig á alls engan veg vera hluti af danska rík- inu og eiga ekkert sam- eiginlegt með herraþjóðinni. Vissulega fóstraði herraþjóðin ís- lenska stúdenta við nám í Kaup- mannahöfn. Nokkrir þessara stúd- enta launuðu fóstrið með því að yrkja ættjarðarljóð, sem voru með nokkr- um öðrum hætti en dróttkvæði Egils og Eddukvæði ókenndra skálda. Ekkert þessara ættjarðarljóða varð þjóðsöngur. Íslenski þjóðsöng- urinn gæti fremur verið þjóðsöngur himnaríkis en ríkis í mannheimum, enda þurfti að fara til Skotlands til að semja lagið. Björgun þjóðararfs Árni heitinn Magnússon reyndi að bjarga því sem bjargað varð af forn- um handritum. Á Íslandi var engin aðstaða til þess að geyma þjóðararf- inn. Í kjalsog Árna kom Jón heitinn Árnason og hann safnaði saman bá- biljum, hindurvitnum og draugasög- um til að sanna það að Íslendingar ættu svipaðan arf og þjóðir Evrópu, sem voru að mynda ný þjóð- ríki á nítjándu öld. Íslenskur þjóðar- arfur er meira en fornar bókmenntir. Íslenskur þjóðararfur er jafnvel fornar sjónmenntir. Og þjóðararfur hefur orðið til á þeim tíma sem við höfum lifað. Bókmenntir Halldórs Kiljans Laxness eru einnig þjóðararfur. Líf og bókmenntir skáldsins eru rannsóknarefni. Ekki veit ég hvort skáldinu líkar það að verk hans séu til útflutnings- vöru en skáldið vildi vera virt að verð- leikum utanlands og auðvitað verða virt um heim allan. Davíð Sch. Thor- steinsson lét þau orð falla að skáldið tæki sér langt fram í markaðs- setningu. Það er nefnilega hægt að markaðs- setja menningu. Ekki síst dægur- menningu. Annar þjóðararfur Á síðustu öld varð til nýr þjóðar- arfur, til hliðar við þau handrit sem með erfiðismunum tókst að fá frá Kaupmannahöfn. Frumherjar ís- lenskrar myndlistar á síðustu öld voru um margt jafnfætis samferða- mönnum sínum í öðrum löndum. Hið upphafna landslag var óður íslenskra málara til ættjarðarinnar og íslenskr- ar menningar. Og lesið hef ég að þeg- ar Gunnlaugur Blöndal málaði best hafi hann staðið jafnfætis ítalska mál- aranum Amedeo Modigliani. Sporgöngumenn frumherjanna kynntust meginstraumum í myndlist á síðustu öld. Tilraunir þeirra í strangflatarlist (geometrískri ab- straktlist) og öðrum tilraunum með lit gegn lit, til að ná fram hreyfingu í kyrrstæðum fleti, standa vel í saman- burði við það sem gerðist í Evrópu og í Bandaríkjunum. Nema hvað mark- aðssetningin tókst ekki. Og ekki þarf að leita að höfundi Njálu í hinum nýja þjóðararfi. Sókn í safnamenningu Nú hefur íslenska ríkið keypt hús- næði í miðbænum fyrir stjórnar- stofnanir. Enda óskiljanlegt hvernig sjálfstætt ríki getur verið leiguliði með stjórnarstofnanir. Þegar kaupin voru kynnt var þess sérstaklega getið að í húsinu yrðu sal- ir fyrir íslenska samtímalist. Þá er kominn upp blettur þar sem tónlist er kynnt í Hörpu og myndlist í næsta húsi. Og þegar Landsbankinn flytur úr sínu endurreisnarhúsi frá tuttugustu öld opnast nýtt tækifæri fyrir sýning- arhúsnæði fyrir frumherja íslenskrar myndlistar. Húsnæðið í Austurstræti gæti gefið ótrúleg tækifæri til að kynna Íslendingum og umheiminum íslenska myndlist, svo fremi að stjórnvöld sjái til þess að húsnæðinu verði ráðstafað með þeim hætti. En réttlæti er afgangsstærð. Þess vegna er dómstólum holað niður í tilfallandi húsnæði. Því miður var hús Listasafns Ís- lands við Fríkirkjuveg þegar of lítið fyrir þjóðlistasafnið þegar það var tekið í notkun. Oft heyrist því haldið fram að ferðamenn sæki til Íslands vegna náttúru landsins. En ferðamenn sækja einnig í menningu. Þeir ferða- menn eru til sem „safna“ óperu- húsum, tónlistarhúsum og listasöfn- um. Gjafir Listasafn Íslands hefur fengið ótal gjafir. Nýlega var listaverkagjöf Markúsar Ívarssonar vélsmiðs kynnt í smiðjunni hans. Fyrr á þessu ári veitti safnið móttöku listaverkasafni Ingibjargar og Þorvaldar í Síld og fiski. Íslandsbanki hf. gaf verk sín til að þjóðin gæti notið þeirra, en ekki til geymslu. Þessi söfn voru ekki gefin til „geymslu“. Söfnin voru gefin til varð- veislu og til sýningar. Til þess að þjóðin og umheimurinn fái notið þess besta í myndlist. Og svo þarf Listasafn Íslands að eignast sérhannað varðveislu- húsnæði. Varðveisla og miðlun eru óaðskiljanlegir þættir þjóðararfs. Aðhald Það getur ekki gengið að reka ríkissjóð á „aðhaldi“ árum saman. Vera kann að ýmsum þyki nóg um umfang ríkisins. En eftirsókn eftir þjónustu ríkisins, í heilbrigðismálum og menntamálum svo málefni séu nefnd, er ekki á undanhaldi í „að- haldi“. „Aðhald“ getur aldrei verið stefna í efnahagsmálum. Iðjusemi og sparsemi er markmið. Píanó og brauð Eitt sinn gleymdi þekktur maður tónleikamiðanum sínum heima. Og sagði við dyravörðinn: „Ég gleymdi miðanum heima. Á píanóinu. Ef þér eruð svo músíkalskir að þér þekkið píanó.“ Það er nefnilega svo að þjóðir með þjóðsöng og sagnaarf lifa ekki af brauði einu saman. Kúltúrneysla vex með velmegun. „Ekkert á jörðinni er eins yndis- legt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hest- arnir eru sofnaðir í túnunum.“ Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur, sem þurfa að hittast til að öðlast sjálfstæði. Vilhjálmur Bjarnason » Það er nefnilega svo að þjóðir með þjóð- söng og sagnaarf lifa ekki af brauði einu sam- an. Kúltúrneysla vex með velmegun. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Sjálfstæði og þjóðararfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.