Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
„Ég var eiginlega í smá sjokki, á góð-
an hátt. Það var svo ótrúlega fallegt
að sjá svona marga,“ sagði Hrefna
Tryggvadóttir, forseti Nemenda-
félags MH, í samtali við mbl.is, eftir
fjölmenn mótmæli fyrir framan MH í
gærmorgun. Ætla má að fleiri hundr-
uð hafi verið samankomin fyrir fram-
an skólann þegar mest var. Bæði
nemendur úr MH og fleiri skólum.
Nemendur gengu út úr tímum
klukkan 11 til að sýna þolendum kyn-
ferðisofbeldis stuðning og söfnuðust í
kjölfarið saman fyrir framan aðalinn-
gang skólans, þar sem ræðuhöld fóru
fram.
Tilgangur mótmælanna er að
reyna að knýja fram breytingar á við-
bragðsáætlun allra skóla, þannig að
tekið sé á kynferðisbrotum af sömu
alvöru og öðru ofbeldi.
Ánægjulegt að sjá Ásmund
Hrefna segir það skipta miklu máli
að finna að það sé hlustað. Það hafi því
verið ánægjulegt að Ásmundur Einar
Daðason, mennta- og barnamálaráð-
herra, hafi mætt á mótmælin.
„Það er mjög gott að hann hafi
komið og hlustað á það sem við höfum
að segja. Þetta tókst mjög vel. Þannig
að nú bíðum við bara eftir að sjá ein-
hverjar breytingar eiga sé stað. Við
vonum að hann hafi tekið þetta til
sín.“
Ásmundur tók til máls á mótmæl-
unum, sagði bæði stjórnvöld og skóla-
meistara vera að hlusta og þau vildu
gera betur. Þá baðst hann afsökunar
á því að ekki hefði verið hlustað í öll
þessi ár.
Hrefna segir vissulega mikilvægt
að fá afsökunarbeiðni en það sé alls
ekki nóg. „Aðalmálið, og það sem fólk-
ið vill, er að sjá breytingar.“
Hún hefur trú á því að þessi mikli
kraftur og samstaða nemenda muni
skila sér í breytingum til batnaðar.
„Við munum halda áfram að hafa
hátt og ekki láta þagga niður í okkur.
Þá held ég að við munum sjá einhverj-
ar breytingar. Ég hef trú á því. Við
megum alls ekki hætta að tala um
þetta núna þó hann hafi komið og
sagst vera að hlusta á okkur.“
Hrefna segir framhaldsskólanema
víða um land hafa gengið út úr tímum
til að sýna þolendum kynferðisofbeld-
is stuðning. Þannig voru samstöðu-
mótmæli á Laugarvatni og Akureyri.
„Munum halda áfram að hafa hátt“
- Fjölmenn mótmæli í MH til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning - Ráðherra lét sjá sig
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Nemendur MH og fleiri skóla fjölmenntu fyrir utan skólann í gær.
Mikið ber í milli í tillögum annars
vegar Umhverfisstofnunar og hins
vegar Skotvíss um fjölda leyfilegra
veiðidaga á rjúpnatímabilinu sem
er framundan. Umhverfisstofnun
hefur lagt til við umhverfis-, orku-
og loftslagsráðherra, sem tekur
lokaákvörðun í þessu, að rjúpna-
veiði verði heimil í nóvember, frá
og með föstudögum til og með
þriðjudögum á því tímabili. Einnig
að veiðar hefjist á hádegi. Sömu-
leiðis að veiða megi frá 2. til 4. des-
ember, það er föstudag til sunnu-
dags. Alls yrðu þetta þá 24 dagar.
Upphafleg tillaga Umhverfis-
stofnunar var um 21 rjúpnaveiðidag
í nóvember sem Skotvís gat ekki
samþykkt. Fé-
lagið óskaði þess
að fá alls 68 daga
og að veiði yrði
að lágmarki leyfð
seinustu helgina
í október og þá
fyrstu í desem-
ber. Lágmarks-
krafan hefur ver-
ið halda áfram að
fjölga dögum
enda eru, að mati félagsins, lítil
tengsl milli fjölda leyfðra daga og
þess, hversu oft menn fara til
veiða.
„Hið gamla tímatal í rjúpnaveiði
miðaðist við 15. október til 22. des-
ember. Við viljum að leyfilegir
veiðidagar innan þess tímaramma
séu sem flestir,“ segir Áki Ármann
Jónsson, formaður Skotvíss. Sókn-
ardagar flestra veiðimanna á tíma-
bilinu í dag séu kannski 3-4 og al-
mennt hafi þeir tileinkað sér
hófsemi í veiðum og virðingu í um-
gengni við náttúruna.
Veður ráði svo veiðimenn
tefli ekki á tvær hættur
„Sölubannið hafði mikið að segja
og hefur veiðin dregist saman um
helming eða meira frá því fyrir 20
árum,“ segir Áki Ármann. „Mikil-
vægt er í því ljósi að leyfilegir
veiðidagar séu sem flestir. Menn
fara þá til veiða þegar veðurútlit er
gott í stað þess að tefla á tvær
hættur. Varpstofn rjúpu í vor var
nokkuð góður en vonbrigði að við-
koman var ekki nógu góð á NA-
landi en veiðistofninn er bara
reiknaður út frá þeim tölum. Hafi
viðkoman verið betri annars staðar
þá lítur bara nokkuð vel út með
veiði á þeim svæðum og heildar-
stofnstærð þá vanmetin sem því
nemur. Hins vegar hefur Skotvís
þungar áhyggjur af stofninum NA-
lands og við hvetjum veiðimenn þar
til að hlífa stofninum sem mest í
haust svo þessi kröftuga uppsveifla
sem mældist í vor haldi áfram.“
sbs@mbl.is
Rjúpnaveiðitímabilið verði 68 dagar
- Hófsemd í sókninni, segir Skotvís - Umhverfisstofnun varfærin - Stofninum sé hlíft á NA-landi
Áki Ármann
Jónsson
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpa Varpstofn rjúpu á landinu í
vor var almennt nokkuð góður.
Veturinn gerir nú vart við sig, en í gær var hvít jörð til að
mynda á Siglufirði, þar sem þessi mynd var tekin. Þá var
snjór yfir í Fljótum og Sléttuhlíð í Skagafirði. Hins vegar var
auð jörð í byggðunum inn með Eyjafirði. Annars staðar á
landinu var föl á nokkrum fjallvegum, svo sem á Steingríms-
fjarðarheiði vestra og á Fjarðarheiði austur á landi. Snjó-
koma þegar tæp vika er liðin af október þarf ekki að koma á
óvart en allt eins er líklegt að snjóinn taki upp fljótlega. Á
höfuðborgarsvæðinu er Esjan ágætur kvarði á veðurfar. Hún
er nú orðin hvít í efstu brúnum og aldrei fór svo að skaflinn
frægi í Gunnlaugskarði hyrfi alveg á árinu þó jafnvel hefði
verið búist við því á tímabili.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Jörðin hvít á Siglufirði og víðar á 6. degi októbermánaðar