Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 ÞÚ FÆRÐ BOSCH BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is Degi B. Eggertssyni hefur tekist vel að temja Einar Þor- steinsson, sem er farinn að hljóma nákvæmlega eins og Dagur. Einar tók þátt í því í vikunni að fella til- lögu sjálfstæðismanna um uppbygg- ingu í Geldinganesi. Spurður að því í Morgunblaðinu í gær, hvort aukin byggð á þéttingar- reitum hefði hækk- að íbúðaverð, svar- aði hann því til að verðið hefði hækkað mikið í öllum sveit- arfélögum vegna mikillar eftir- spurnar. „Það er vandinn,“ segir hann nú og bætir við að í faraldrinum hafi losnað um fjár- magn vegna lágra vaxta. - - - Einar færði ekki fram þessar skýringar á mikilli hækkun húsnæðisverðs í aðdraganda kosn- inganna í vor. Þá sagði hann að hátt húsnæðisverð væri að mestu til komið vegna stefnu borgarstjórn- armeirihlutans í húsnæðismálum. Hann sagði borgina ekki hafa kom- ið til móts við mikla eftirspurn og að hún hefði einblínt um of á þéttingu byggðar. - - - Hann sagði þá að með óbreyttum meirihluta yrði „áframhald- andi neyðarástand á húsnæðis- markaði“. Nú talar hann, eins og Dagur hefur gert lengi, um að framundan sé „mesta uppbygging á íbúðarhúsnæði í sögu borgarinnar“. - - - Spár Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar og Samtaka iðnaðar- ins segja allt aðra sögu. Samkvæmt þeirri spá mun draga verulega úr framboði fullbúinna íbúða í borg- inni á næstu tveimur árum, en það hljómar auðvitað miklu betur að uppbyggingin framundan sé sögu- legt þrekvirki. Einar Þorsteinsson Söguleg umskipti STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ ,,Stjórnvöld hafa skýr markmið um að auka sam- keppnishæfni menningar og skapandi greina á Ís- landi og auka útflutningstekjur af þeim. Það er mikill meðbyr með íslenskri tónlist og tónlistar- iðnaði og þar skipta endurgreiðslurnar vegna hljóðritunar á tónlist miklu máli,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Ráðherra kynnir nú í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um áframhaldandi stuðning og endur- greiðslur vegna hljóðritunar á tónlist. Lögin eru sambærileg við endurgreiðslur sem kvikmynda- gerð nýtur og stefnir ráðherra að því að þau verði framlengd til fimm ára. „Í frumvarpinu er að finna umfjöllun um þróun endurgreiðslna frá gildistöku laganna, þróun á tónlistarútgáfu á Íslandi og mat á þeim árangri sem hlotist hefur af endurgreiðslukerfinu með hliðsjón af upprunalegum markmiðum laganna. Sú umfjöllun bendir til þess að endurgreiðslukerf- ið hafi haft hvetjandi áhrif á tónlistarútgáfu á Ís- landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur einnig fram að samhliða framlagningu þessa frum- varps sé ráðuneytið að vinna að útfærslum sem lúta að því að endurgreiða hluta framleiðslukostn- aðar við gerð tónlistarmyndbanda á Íslandi. Endurgreiðslur verði framlengdar - Stuðningur við hljóð- ritun á tónlist næstu 5 ár Morgunblaðið/Eggert Tónlist Stuðningur og endurgreiðslur þykja hafa gefið góða raun síðustu ár og framhald verður á. „Við teljum að hér í Eyjum séu kjöraðstæður fyrir rafmagnsbíla,“ segir Grímur Hergeirsson, lög- reglustjóri í Vestmannaeyjum. Fulltrúar Blue Car Rental ehf. og lögreglustjórans í Vestmanna- eyjum hafa gert samning um leigu á rafbíl til embættisins, sem skráð- ur verður til neyðaraksturs, merkt- ur og með tilheyrandi búnaði. Leig- an er tilraunaverkefni sem líklegt þykir að verði öðrum fyrirmynd. Bíllinn er að öllu leyti rafknúinn og er af gerðinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Að taka bílinn í útgerðina er hluti af grænum skrefum í opinber- um rekstri, það er að draga úr um- hverfisáhrifum sem kostur er. Sævar Sævarsson hjá Blue Car Rental segir ánægju í fyrirtækinu með að hafa verið falin þátttaka í þessari tilraun. Nýorkubílum í flota Blue Car Rental hafi verið fjölgað á síðustu árum og haldið verði áfram á þeirri braut. Þá vinni fyrirtækið að ýmsum umhverfisvænum verk- efnum, eins og svigrúm er til. Nýi lögreglubíllinn í Eyjum er rafknúinn Afhending Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, og Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í lögreglunni í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.