Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 ✝ Kristín Ósk- arsdóttir, hús- móðir í Reykjavík, fæddist 9. maí 1923 á Hellu, Beruvík, Snæfellsnesi. Hún lést á líknardeild Landspítalans 19. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Pétrún Þórarinsdóttir frá Ólafsvík, f. 1891, d. 1961, og Óskar Gíslason frá Tröð í Eyrarsveit, f. 1889, d. 1977. Kristín dvaldi oft sem ung hjá móðurforeldrum sínum, Jensínu Jóhannsdóttur, f. 1858, d. 1933, húsfreyju og Þórarni Þórarinssyni hreppstjóra á Sax- hóli, Beruvík. óskírður drengur, f. 1932, d. 1932, og Sigurvin Reynar, f. 1934. Eiginmaður Kristínar var Ingi Þórðarson, f. 17.8. 1921, d. 27.2. 2000, bóndi í Hrauk í Þykkvabæ og síðar húsvörður hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Keldnaholti. Kristín og Ingi eignuðust eina dóttur, Sigrúnu Ósk, f. 1945, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni, f. 1943. Þau eiga eina dóttur, Vil- borgu R., bókasafns- og upplýs- ingafræðing, f. 1973, búsett í Svíþjóð, gift Aðalsteini Gunn- laugssyni lækni, f. 1973, og eiga þrjár dætur; Emilíu, f. 1997, Sig- rúnu Helenu, f. 2003, og Rósu Birgittu, f. 2005. Ingi og Kristín áttu einnig fósturdóttur, Evu Hovland, f. 1969, búsett á Egils- stöðum, gift Birni Sigtryggssyni og eiga fjögur börn, Sigtrygg Örn, Stefán Inga, Snjólaugu Ósk og Dagbjörtu Lilju. Útför Kristínar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Systkinahóp- urinn var stór, 15 alls: Júlíus Fjeld- sted, f. 1914, d. 1992, Þórarinn Jens, f. 1915, d. 2009, Jensína Guð- rún, f. 1916, d. 2001, Guðríður Fjóla, f. 1917, d. 2010, Gísli Ágúst, f. 1919, d. 1946, Björg Jósefína, f. 1921, d. 1926, Kristín Lilja, f. 1923, d. 2022, Jóhanna Laufey, f. 1924, d. 2019, Skarphéðinn Þórarinn, f. 1926, d. 1991, Sigurbjörg Unn- ur, f. 1927, Guðmundur Ing- ólfur, f. 1929, d. 2020, Jósefína Arndís, f. 1930, d. 2006, Kristinn Guðbjartur, f. 1931, d. 2007, Tengdamóðir mín Kristín Lilja var sjöunda barn þeirra Óskars og Petrúnar, Beruvík á Snæfellsnesi, en þau hjónin eign- uðust alls 15 börn á 19 árum sem öll komust á legg nema sonur sem lést skömmu eftir fæðingu og dóttir á fimmta ári. Foreldrar Kristínar gengu í hjónaband 1913, bjuggu fyrst á Hellissandi en fluttu 1921 í gamalt torfhús á Hellu, Beruvík. Óskar byggði síð- ar, á sama stað, stærra hús úr torfi og grjóti og klæddi timbri en það hús hafði fjögur rúm í stað þriggja í því eldra. Hjónin fluttu 1939 að Ingjaldshóli, síðar á Akranes og að lokum til Reykja- víkur. Foreldrar Kristínar voru sögð ólík að eðlisfari, Petrún fé- lagslynd, söngelsk, glaðlynd og góð hannyrðakona en Óskar stór- lyndur og harður í skapi en gest- risinn og á stundum glettinn, ávallt vinnusamur, úrræðagóður og handlaginn. Hann stundaði sjómennsku af dugnaði og ósér- hlífni og lenti stundum í sjávar- háska. Það má segja að líf Kristínar hafi oft verið erfitt og knappur kostur á svo mannmörgu heimili og uppeldisaðstæður frábrugðn- ar nútímaaðstæðum. Kristín minntist þess helst úr æsku að hún hefði oft dvalið hjá móðurfor- eldrum sínum á Saxhóli í Beruvík og talaði oft um hvað amma hennar var henni góð. Hún sakn- aði þess helst að geta ekki aflað sér menntunar. Hún fór ung í vinnumennsku og þar lágu leiðir til Þykkvabæjar í Rangárvalla- sýslu þar sem hún kynntist og giftist Inga Þórðarsyni bónda- syni í Hrauk. Árið 1962 fluttu þau til Þorlákshafnar þar sem Kristín starfaði við fiskvinnslu og Ingi við sjálfstæðan vörubílaakstur. Árið 1967 lá leiðin til höfuðborg- arinnar þar sem Ingi starfaði lengst af sem húsvörður en Krist- ín vann m.a. við eftirlitsstörf á gæsluvöllum og rak um tíma, ásamt manni sínum, dvalarheim- ili fyrir drengi við Tjarnargötu. Þau hjónin voru bæði dugnað- arforkar, ósérhlífin og sjálfstæð- issinnar sem lögðu áherslu á að einstaklingurinn ætti að standa á eigin fótum og afla sér og sínum lífsviðurværis, en á sama tíma voru þau ávallt reiðubúin að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Kristín var mjög ákveð- in kona sem kom fram af hrein- skilni við samferðafólk sitt, vildi hafa reglu á hlutunum líkt og for- feður hennar. Hún talaði ætíð vel um foreldra sína og systkini og hallaði ekki tali um aðra. Hún var nákvæm og talnaglögg, sem m.a. kom fram er hún sá um fjárreiður okkar hjónanna á námsárum okkar í Svíþjóð 1973-1982. Hún var einkar lagin spilamanneskja, hafði unun af bingó, félagsvist og gömlu dönsunum. Það var Kristínu mikið áfall er Ingi greindist með erfiðan lungnasjúkdóm sem leiddi hann til dauða á 79. aldursári en Krist- ín var þá 77 ára gömul. Hún bjó eftir það ein í íbúð þeirra hjóna í Safamýri en flutti síðan í íbúð fyrir eldri borgara við Bólstað- arhlíð. Kristín hefur lengst af verið heilsuhraust, gekk hnar- reist svo eftir var tekið og tók ekki önnur lyf en lýsistvennu sem hún hafði tröllatrú á. Á árinu 2017 greindist hún með mergæxli sem leiddi til andláts hennar 5 ár- um síðar. Það verður sjónarsviptir þegar svo sterk og ákveðin kona hverf- ur á braut. Hvíl í friði, kæra tengdamóðir. Kristján Sigurðsson. Elsku amma okkar, langamma og tengdaamma Kristín Lilja Óskarsdóttir er fallin frá eftir nokkurra ára veikindi sem þó voru lítt áberandi í viðmóti henn- ar gagnvart fjölskyldu og vinum. Hún var ávallt reiðbúin að spila á spil, fara í klæðaverslanir eða göngutúra með fjölskyldunni og þær voru ófáar peysurnar og sokkarnir sem við fengum til að hlýja okkur á veturna. Það er þungt að lýsa því hér hversu mik- ill söknuður okkar er vegna frá- falls elsku ömmu Stínu, eins og hún kallaðist á okkar heimili. Á þeim 20 árum sem við fjöl- skyldan höfum búið erlendis hef- ur ást hennar á okkur og ekki síst dætrum okkar alltaf verið ómet- anlegur kraftur í lífi okkar. Þrátt fyrir fjarlægðina öll þessi ár mynduðust þannig einstök tengsl á milli hennar og fjölskyldunnar. Þó svo að 82 ár skilji á milli hennar og yngstu dóttur okkar var hún engum lík við að velja fal- legar gjafir handa þeim öllum sem ávallt hittu í mark, þar á meðal tískufatnað sem foreldr- arnir hefðu ekki átt séns í að velja jafn vel. Þar að auki átti hún alltaf góð ráð til þeirra um allt milli himins og jarðar sem þær munu eiga að og bera með sér alla ævi. Hún amma Stína var þannig sérstök í huga okkar og mun ávallt vera fyrirmynd okkar fjöl- skyldunnar. Við munum sakna spilastundanna og skemmtilegu spjallstundanna sem alltaf voru líflegar og hressilegar. Þín er sárt saknað, kæra besta amma Stína, blessuð sé minning þín. Vilborg Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Gunnlaugsson og dætur. Kristín Lilja Óskarsdóttir Ég átti blóðpabba sem vildi aldrei neitt með mig hafa og ég leit aldrei á hann sem pabba minn og þekkti hann ekkert. Svo gerðist ég lukkunnar pamfíll þriggja ára gömul þegar móðir mín kynntist þessum einstaka og frábæra manni sem ég hef alltaf litið á sem blóðpabba minn og hann leit á mig sem blóðdóttur sína. Hann var mjög góður og skemmtilegur og hafði margar sögur að segja, ákveðinn, stríðinn á góðan hátt, fluggáfaður, blíður og ástríkur, vildi öllum vel og vildi alltaf gott gera, vel máli farinn, mjög snyrtilegur og alltaf góð lykt af rakspíranum hans, vatns- greiddur og vildi alltaf líta vel út. Hann stóð með mér eins og klettur eins og móðir mín þegar ég veiktist, stóð með mér í blíðu og stríðu gegnum súrt og sætt. Hann var alltaf svo góður og yndislegur við mig, alltaf að kyssa og knúsa mig, gerði mér aldrei mein. Hann innritaði mig í dansskóla þegar ég var sjö ára og skráði mig í fimleika ásamt mömmu. Stefán Brynjólfsson Helga Ósk Kúld ✝ Stefán var fæddur 6. október 1942. Hann lést 4. ágúst 2021. Útför hefur farið fram. Helga Ósk Kúld fæddist 28. júní 1942 í Reykjavík. Hún lést 21. sept- ember 2017. Útför hennar fór fram 2. október 2017. Pabbi var sjómaður þegar ég var krakki og keypti mikið af út- lensku sælgæti sem ekki var kom- ið í búðir hér, hann keypti hjól handa mér í útlöndum og dúkkur sem enginn krakki átti nema ég. Það var vinsælt hjá krökkum að koma til mín og fá sælgæti og leika sér með dót sem bara ég átti. Hann kenndi mér að hjóla, reima skóna og spila og vorum við alltaf að hlaupa í kappi. Við fórum oft á bryggjuna til að skoða skipin því hann var svo fróður um skipin og margt annað og hafði unun af því að segja sína fróðleiksmola af sjónum því hann hafði ferðast um öll heimsins höf. Mamma og pabbi keyptu trillu og margar voru veiðiferðirnar og mamma smurði þetta fína nesti. Mörg voru ferðalögin um allt land og margar sumarbústaðaferðir og eitt sinn eltum við sólina og end- uðum á Akureyri. Oft fórum við út að borða. Pabbi var mikill dýra- vinur og áttu mamma og pabbi kisuna Prins í 19 ár. Ég og pabbi vorum bestu vinir og ég heimsótti móður mína og föður á hverjum degi og hafði aldrei áhuga á að vera með öðru fólki því þau voru bestu vinir sem ég hef á ævinni kynnst. Ég hafði mikla gleði af að kaupa rakspíra handa pabba og greiða honum eins og ég gerði líka fyrir mömmu. Mikið hlakka ég til þegar minn tími kemur og þau koma að sækja mig. Þú ert besti pabbi í heimi. Takk fyrir að koma inn í líf mitt og bjarga mér og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, alla ástina, hamingjuna, vináttuna, þá bestu sem ég hef upplifað eins og með mömmu. Ég varð aldrei söm án þín og mömmu en við gerðum sáttmála, pabbi minn. Þó að ég segðist vilja svipta mig lífi vegna minna veik- inda þá lofaði ég þér svo heitt, pabbi minn, að gera það ekki. Og mikið ertu stoltur af mér núna á himni af því sem ég lofaði, að detta ekki í það ef þú skyldir fara á und- an mér. Og mikið ertu ánægður með mig þar sem ég hef verið edrú síðan á afmælisdegi móður minn- ar og konu þinnar, 28. júní 2021. Ég horfði í þín fallegu augu og sór að vera stóra og sterka stelpan þín. Þín dóttir sem elskar þig jafn heitt eins og þú myndir faðma sólina og sterkar en þúsund fílar. Mamma var besta mamma sem uppi hefur verið. Og þegar minn tími er kominn mun hún koma og taka á móti mér á betri stað en til er hér á jörð. Dugleg, skemmtileg og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom, snyrtileg og vel tilhöfð alla daga, ákveðin og lét enga vaða yfir sig, hló og talaði mjög skemmtilega svo eftir var tekið. Hún var svakalega góð móðir og ég var litla dekurrófan hennar. Hún klæddi mig fallega og við vor- um alltaf perluvinkonur og verð ég aldrei söm eftir að hún fór af jörð. En ég veit að hún fylgir mér og hjálpar hér á jörð. Ég veiktist 11 ára gömul eftir mikið einelti af krökkum. Þá stóð hún eins og klettur við hliðina á mér. Ég fermdist með hárkollu og var með hana í fjögur ár sem var mjög erfitt fyrir mig og gerði hún allt til að láta mér líða betur, keypti bara föt á mig í tískuversl- unum og ég féll inn í hóp hjá krökkum þó að ég væri öðruvísi af því að ég var með hárkollu. Svo liðu árin og ég eignaðist barnið mitt 28. júlí 1995 og mikið var móðir mín alltaf góð við mig. Svo skeði svo hræðilegur hlutur sem er vegna þess að ég lenti í miklu rugli og veiktist enn alvar- legar. En alltaf stóð mamma sem klettur við hliðina á mér. Svo náði ég mér upp og ég varð mjög trúuð og móðir mín kom alltaf með mér í kirkju. Við höfðum yndi af því, ég og móðir mín, að vera saman og gera ýmsa hluti saman. Við vorum á námskeiðum í kirkjunni og fór- um í bíó og mamma gisti oft hjá mér og við vorum að gera stelpu- hluti saman og dekra hvor við aðra (andlitshreinsun og nudd) og ég hlakkaði mikið til. Við gátum lesið hugsanir hvor annarrar af því að við vorum svo tengdar, eins og ég og pabbi, og við vorum svo lík andlega. Ég hlakka mikið til þegar hún kemur að sækja mig þegar minn tími kemur. Þín dóttir sem elskar þig jafn heitt eins og þú myndir faðma sól- ina og sterkar en þúsund fílar. Guðlaug Helga Stefánsdóttir. Okkur systur langar að minnast kærrar æskuvin- konu sem féll frá allt of fljótt. Lilja var fyrsta vinkonan sem við eignuð- umst ungar að árum. Hún bjó í húsinu við hliðina á okkur í Vatnsholtinu. Mikill og góður vinskapur myndaðist strax sem hélst alla tíð síðan. Lilja var að- eins eldri en við og var okkur fyr- irmynd. Hún miðlaði af reynslu sinni og kenndi okkur ýmislegt. Sem dæmi má nefna að hún kenndi þeirri eldri okkar að reima skó. Við brölluðum ýmis- legt saman, fórum á skauta og í bíó. Við áttum sameiginleg áhuga- mál en við lærðum til að mynda allar á hljóðfæri. Lilja var ein- staklega hæfileikarík og naut þess að spila öll uppáhaldsdæg- urlögin á hljómborðið sem sungin voru af Ellý Vilhjálms, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Ragga Bjarna og Hauki Morthens. Þá var Lilja öfl- ug íþróttakona, bæði í sundi og frjálsum. Það var gaman að fylgj- ast með henni á þeim vettvangi en ófáir verðlaunapeningar og bikarar skreyttu herbergið henn- ar. Það var mikill missir fyrir okk- ur þegar Lilja flutti í Byggðar- endann. Við héldum samt alltaf góðu sambandi, heyrðumst og hittumst reglulega. Áttum við eftirminnilegar stundir saman í Byggðarendanum og síðar í Of- anleitinu en það var alltaf mikil upplifun að heimsækja Lilju. Foreldrar hennar tóku á móti okkur opnum örmum og var stjanað í kringum okkur. Þau voru einstaklega hlý og góð í okk- ar garð. Það var mikið áfall fyrir Lilju þegar þau féllu frá, fyrst pabbi hennar og síðar mamma. Hún átti hins vegar mjög góða að þar sem bræður hennar og fjöl- skyldur þeirra stóðu alltaf þétt við bakið á henni og voru til stað- ar fyrir hana. Þá var það mikil gæfa fyrir hana að kynnast Kára. Þau voru samhent og nutu þess að vera saman og varð hann strax góður vinur okkar. Það var nota- legt að koma í heimsókn til þeirra og sjá hvað þau voru að sýsla saman. Lilja var alla tíð hrein og bein og mjög ákveðin. Við lærðum fljótt að það þýddi ekkert að snúa henni. Hún var umhyggjusöm og skipti heilsa annarra hana máli. Alltaf spurði hún hvernig mamma okkar hefði það og bað að heilsa henni. Frá því að við kynntumst Lilju höfum við skipst á jólagjöfum auk þess sem hún sendi mömmu alltaf kerti. Það verður því mikil breyting þessi jól. Við munum sakna Lilju. Við sendum ástvinum hennar, Kára ✝ Lilja Péturs- dóttir fæddist 17. ágúst 1964. Hún lést 14. september 2022. Útför hennar fór fram 6. október 2022. og bræðrum hennar Jakobi og Viðari og fjölskyldum þeirra, samúðarkveðjur. Kristín og Anna Þóra. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja’ er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú. Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Ég hef verið að fresta því að skrifa þessi minningarorð. Það leið oft nokkur tími á milli þess sem við töluðumst við, og ef ég af- neita í hjarta mínu að Lilja frænka mín sé dáin, þá gæti ég gæti blekkt mig til að halda að svo væri ekki. Ég varð undrandi og hrygg þegar bróðir hennar hringdi í mig með þær fréttir að Lilja væri dáin. Ég vissi sem hjúkrunar- fræðingur að barátta hennar væri tvísýn en sem frænka Lilju hélt ég í vonina. Hjúkrunarfræð- ingurinn sá slöngur og dren sem héldu voninni á lífi en gáfu einnig vísbendingar um ósigurinn. Ég spurði frænku mína hvern- ig baráttan gengi og svar hennar var: „Það gengur bara vel.“ Í starfi mínu hef ég margoft séð að trúin flytur fjöll og því ber ekki að vanmeta hana. Hjúkrunarkonan ég sá bar- áttuandann í ofurþreyttum lík- ama sem ekki gat unnið orr- ustuna. Reynsla mín í starfi hefur gefið mér þá fullvissu að tími jarðvistar okkar er ekki undir okkur kominn. Í bók lífsins eru dagar okkar taldir. Lilja mín, ég þakka þér fyrir allar góðar minningar úr æsku okkar og á fullorðinsárum. Ég mun minnast þín með hlýju í hjarta þar til við mætumst við gullna hliðið. Þín frænka og æskuleikfélagi, Hulda. Lilja Pétursdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu okkar og langömmu, HULDU MARINÓSDÓTTUR, Grenimel 19, Reykjavík. Marinó Einarsson Margrét S. Hansdóttir Árni Vilhjálmsson Einar Helgi Marinósson Karolina Durek Birkir Marinósson Alenka Zak Hulda Árnadóttir Atli Björn Þorbjörnsson Sólveig Árnadóttir Tryggvi Hákonarson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.