Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Evrópudeild karla A-RIÐILL: Arsenal – Bodö/Glimt ............................. 3:0 - Alfons Sampsted lék í 88 mínútur með Bodö/Glimt. Zürich – PSV Eindhoven......................... 1:5 _ Arsenal 6, Bodö/Glimt 4, PSV Eindhoven 4, Zürich 0. B-RIÐILL: Rennes – Dynamo Kiev ........................... 2:1 Fenerbahce – AEK Larnaca................... 2:0 _ Fenerbahce 7, Rennes 7, AEK Larnaca 3, Dynamo Kiev 0. C-RIÐILL: HJK Helsinki – Ludogorets Razgrad .... 1:1 Roma – Real Betis.................................... 1:2 _ Real Betis 9, Ludogorets Razgrad 4, Roma 3, HJK Helsinki 1. D-RIÐILL: Malmö – Union Berlín.............................. 0:1 Braga – Royal Union St.Gilloise ............. 1:2 _ Royal Union 9, Braga 6, Union Berlín 3, Malmö 0. E-RIÐILL: Omonia Nikósía – Manchester Utd ........ 2:3 Sheriff Tiraspol – Real Sociedad ............ 0:2 _ Real Sociedad 9, Manchester United 6, Sheriff 3, Omonia 0. F-RIÐILL: Midtjylland – Feyenoord ........................ 2:2 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland. Sturm Graz – Lazio .................................. 0:0 _ Feyenoord 4, Midtjylland 4, Lazio 4, Sturm Graz 4. G-RIÐILL: Olympiacos – Qarabag............................ 0:3 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Freiburg – Nantes ................................... 2:0 _ Freiburg 9, Qarabag 6, Nantes 3, Olym- piacos 0. H-RIÐILL: Rauða stjarnan – Ferencváros................ 4:1 Mónakó – Trabzonspor............................ 3:1 _ Ferencváros 6, Mónakó 6, Trabzonspor 3, Rauða stjarnan 3. Sambandsdeild karla A-RIÐILL: Hearts – Fiorentina ................................. 0:3 Rigas FS – Istanbul Basaksehir ............. 0:0 _ Istanbul Basaksehir 7, Fiorentina 4, He- arts 3, Rigas FS 2. B-RIÐILL: Silkeborg – FCSB Búkarest ................... 5:0 - Stefán Teitur Þórðarson lék í 76 mínútur með Silkeborg og skoraði eitt mark. Anderlecht – West Ham .......................... 0:1 _ West Ham 9, Anderlecht 4, Silkeborg 3, FCSB Búkarest 1. C-RIÐILL: Lech Poznan – Hapoel Beer Sheva ........ 0:0 Villarreal – Austria Vín............................ 5:0 _ Villarreal 9, Lech Poznan 4, Hapoel Beer Sheva 2, Austria Vín 1. D-RIÐILL: Slovácko – Nice......................................... 0:1 Köln – Partizan Belgrad.......................... 0:1 _ Partizan Belgrad 5, Nice 5, Köln 4, Slo- vácko 1. E-RIÐILL: Dnipro-1 – Vaduz...................................... 2:2 AZ Alkmaar – Apollon Limassol............. 3:2 _ AZ Alkmaar 9, Dnipro-1 4, Vaduz 2, Apollon Limassol 1. F-RIÐILL: Molde – Shamrock Rovers...................... 3:0 - Björn Bergmann Sigurðarson hjá Molde er frá keppni vegna meiðsla. Gent – Djurgården ................................... 0:1 _ Djurgården 7, Molde 4, Gent 4, Sham- rock Rovers 1. G-RIÐILL: Sivasspor – Ballkani................................. 3:4 Slavia Prag – CFR Cluj ........................... 0:1 _ Ballkani 4, Sivasspor 4, Slavia Prag 4, CFR Cluj 4. H-RIÐILL: Pyunik Jerevan – Zalgiris Vilnius .......... 2:0 Basel – Slovan Bratislava ........................ 0:2 _ Basel 6, Pyunik Jerevan 6, Slovan Brat- islava 4, Zalgiris Vilnius 1. Undankeppni HM kvenna Umspil, undanúrslit: Portúgal – Belgía...................................... 2:1 _ Portúgal mætir Íslandi á heimavelli. Wales – Bosnía................................. (frl.) 1:0 _ Wales mætir Sviss á útivelli. Skotland – Austurríki.......................(frl.) 1:0 _ Skotland mætir Írlandi á heimavelli. 0-'**5746-' Subway-deild kvenna Keflavík – Haukar ................................ 75:66 Valur – ÍR.............................................. 84:67 Staðan: Keflavík 3 3 0 258:196 6 Haukar 3 2 1 247:190 4 Njarðvík 3 2 1 244:240 4 Valur 3 2 1 230:190 4 Breiðablik 3 1 2 181:237 2 Grindavík 3 1 2 213:229 2 Fjölnir 3 1 2 217:232 2 ÍR 3 0 3 170:246 0 Subway-deild karla Þór Þ. – Breiðablik ........................... 100:111 KR – Grindavík ............................ (frl.) 83:88 ÍR – Njarðvík........................................ 83:77 Valur – Stjarnan ................................... 76:84 086&(9,/*" Arnar Guðjónsson er kominn í þjálfarateymi danska karlalands- liðsins í körfuknattleik, sem aðstoð- arþjálfari. Hann mun þó sinna áfram sínu aðalstarfi sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Arnar þjálf- aði um árabil í Danmörku og var um skeið aðstoðarþjálfari hjá Aby- höj frá Árósum. Þar var aðalþjálf- ari Allan Foss en hann var í gær kynntur til leiks sem nýr landsliðs- þjálfari Dana og Arnar vinnur því með honum á nýjan leik. Arnar var í nokkur ár aðstoðarþjálfari ís- lenska karlalandsliðsins. Arnar í lands- liðsteymi Dana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Danmörk Arnar Guðjónsson fer á gamalkunnugar slóðir. Stefán Teitur Þórðarson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark í Evrópukeppni fyrir Silkeborg þegar danska liðið vann óvæntan stórsigur, 5:0, á FCSB Búkarest frá Rúmeníu í Sam- bandsdeildinni í fótbolta í gær- kvöld. Hann kom liðinu í 4:0 á 58. mínútu með góðu vinstrifótarskoti eftir fallega sókn. Alfons Sampsted lék í 88 mínútur með Bodö/Glimt sem tapaði 3:0 fyr- ir Arsenal í Evrópudeildinni í Lond- on. Norska liðið er samt í öðru sæti í sínum riðli keppninnar. Fyrsta Evrópu- mark Stefáns Morgunblaðið/Eggert Mark Stefán Teitur Þórðarson skor- aði fallegt mark fyrir Silkeborg. HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Sandra Erlingsdóttir, 24 ára lands- liðskona í handbolta, skipti í sumar úr liði Aalborg í Danmörku og yfir til Metzingen í Þýskalandi. Um stórt stökk er að ræða því hún lék í dönsku B-deildinni með Aalborg á meðan Metzingen er í geysisterkri efstu deild Þýskalands. „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög góðir. Það er alveg nóg af æf- ingum hjá Þjóðverjanum,“ sagði Sandra glaðbeitt við Morgunblaðið, fyrir landsliðsæfingu í TM-höllinni í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Henni gekk afar vel með Aalborg og var valin besti leikmaður liðsins bæði árin sem hún lék með því. Þá var Álaborgarliðið í toppbaráttu bæði tímabilin með Söndru innan- borðs, þótt ekki hafi náðst að vinna sér inn sæti í efstu deild. „Við höfum verið að æfa mjög vel hjá Metzingen. Undirbúnings- tímabilið var mjög gott en á sama tíma strembið. Það var mjög gott að byrja tímabilið. Við erum búnar að spila þrjá leiki, höfum verið óheppn- ar með meiðsli en vonandi fer að styttast í að allar komi til baka og að við verðum klárar. Það gerist von- andi eftir nokkrar vikur,“ bætir Eyjakonan við. Miklu meira æft í Þýskalandi Hún segir hlutina öðruvísi í Þýskalandi en hún vandist í Dan- mörku og að álagið sé mun meira. Það sé ekki endilega af hinu góða. „Þetta er allt öðruvísi. Í Dan- mörku eru færri æfingar en allt á 120 prósent á meðan Þjóðverjinn vinnur rosalega mikið með því meira, því betra. Það er helsti mun- urinn,“ sagði Sandra og játar því þegar hún er spurð hvort liðið hafi æft tvisvar til þrisvar á dag á meðan á undirbúningstímabilinu stóð. „Já, alla daga, það er svolítið þannig,“ sagði hún og hélt áfram: „Rann- sóknir nú til dags segja að magnið skiptir ekki endilega máli, heldur ákefðin í hvert sinn, en maður hlust- ar bara og gerir það sem manni er sagt,“ sagði Sandra kímin. Settu margir spurningarmerki Hún er ánægð með að hafa tekið smærra skref á ferlinum þegar hún yfirgaf Ísland og fór í dönsku B- deildina. Þar fékk hún að spila mikið og bæta sig, sem að lokum skilaði sér félagaskiptum í eina sterkustu deild Evrópu. „Ég er mjög ánægð með þetta skref,“ sagði Sandra, sem lék með ÍBV og Val hér á landi. „Þetta var hálfgert milliskref. Það settu margir spurningarmerki við að ég hafi ekki farið í efstu deildina, en toppurinn á 1. deildinni í Danmörku er mjög góð- ur. Þetta var frábært milliskref fannst mér og það hjálpaði mér núna að taka næsta skref,“ sagði hún. Eins og Sandra kom inn á hefur Metzingen leikið þrjá deildarleiki á tímabilinu til þessa. Úr þeim hefur liðið náð í tvö stig. Hún er því enn að aðlagast nýju liði, í nýju landi. Sandra þekkir þó til Þýskalands og þýska handboltans, því hún bjó í Berlín á meðan faðir hennar, Er- lingur Richardsson, núverandi þjálf- ari karlaliðs ÍBV, þjálfaði karlalið Füchse Berlin. Þá steig hún sín fyrstu skref í meistaraflokki með Berlínarliðinu í efstu deild Þýska- lands, þegar hún var kornung. Eitt af fimm bestu liðunum „Upplifunin af deildinni til þessa hefur verið mjög fín. Þetta er aðeins öðruvísi bolti og stelpurnar sterkari. Þetta hefur samt verið mjög fínt. Deildin er spennandi og margir mjög góðir leikmenn. Þetta er tölu- vert erfiðara en ég er mjög stolt af því að hafa tekið þetta stökk. Þetta lið er eitt af fimm bestu í deildinni og ég er mjög ánægð,“ sagði Sandra. Hún segir væntingarnar hjá Metzingen miklar og það fylgi því pressa að leika með liðinu. Metz- ingen vill vera í fremstu röð og í það minnsta berjast um eitt af þremur efstu sætunum. „Algjörlega. Þau vilja að maður sýni sitt allra besta í öllum leikjum og á öllum æfingum. Það er pressa á okkur að vinna leikina, því við vilj- um komast í Evrópukeppnina. Þá þarf maður að vera í topp þremur. Maður finnur alveg fyrir pressunni á að vinna leiki,“ sagði leikstjórn- andinn. Sandra og Díana Dögg Magn- úsdóttir, Eyjakonan í liði Sachsen Zwickau í sömu deild, eru góðar vin- konur. Þær eru báðar frá Vest- mannaeyjum og eru auk þess liðs- félagar í landsliðinu, en Díana er einu ári eldri. Sandra ræddi við hana áður en hún tók þetta skref. Þá spilaði inn í að landsliðsmaðurinn Daníel Þór Ingason, kærasti Söndru, leikur með Balingen í Þýskalandi. „Við Díana erum fínar vinkonur og ég var búin að tala við hana. Ég þekki líka sjálf að vera í Þýskalandi. Svo hjálpaði það að kærastinn minn er að spila þarna nálægt. Það var því mjög erfitt að neita þessu skrefi,“ útskýrði Sandra. Veit lítið um Ísrael Ísland mætir Ísrael í undan- keppni heimsmeistaramótsins í tveimur leikjum á heimavelli í byrj- un nóvember. Sandra viðurkennir að hún viti lítið um ísraelska liðið. „Ég verð því miður að segja að ég veit rosalega lítið. Við höfum mest verið að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ég býst við að við förum að einbeita okkur meira að þeim þegar við komum næst saman. Við ættum að vera sterkara liðið og þetta eru leikir sem við viljum fá sigra út úr,“ sagði Sandra Erlingsdóttir. Mjög stolt af þessu skrefi - Sandra Erlingsdóttir fór úr dönsku B-deildinni í eitt af sterkustu liðum Þýskalands - Miklu meira æft í Þýskalandi - Frábært milliskref í Álaborg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Sandra Erlingsdóttir í leik gegn Svíum á síðasta ári. Sandra er á leið í leiki með landsliðinu gegn Ísrael dagana 5. og 6. nóvember. Danijel Dejan Djuric sóknarmaðurinn ungi hjá Víkingum var besti leik- maðurinn í 23. umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk með viður- eign Víkings og Vals í fyrrakvöld. Þar kom Danijel inn á sem varamaður og skoraði tvívegis í mögnuðum 3:2 sigri Víkinga sem voru 0:2 undir fram á 70. mínútu leiksins. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína en þá ein- kunn fengu líka Framararnir Fred Saraiva og Jannik Pohl, eftir sigurleik þeirra gegn Leikni, en þeir eru í úrvalsliði 23. umferðar ásamt Danijel. Lið- ið má sjá hér fyrir ofan en þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið um- ferðar er eingöngu skipað leikmönnum sem hafa áður verið valdir í liðið. 23. umferð í Bestu deild karla 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Kristijan Jajalo KA Pablo Punyed Víkingur Jannik Pohl Fram Gísli Eyjólfsson BreiðablikFred Saraiva Fram Patrik Johannesen Keflavík Danijel Dejan Djuric Víkingur Dusan Brkovic KA Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV AdamÆgir Pálsson Keflavík Dagur Dan Þórhallsson Breiðablik 6 2 2 2 2 3 4 4 5 55 Danijel bestur í 23. umferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.