Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA Telegraph CHRISTIAN BALE MARGOT ROBBIE JOHN DAVID WASHINGTON CHRIS ROCK ANYA TAYLOR-JOY ZOE SALDAÑA MIKE MYERS MICHAEL SHANNON TIMOTHY OLYPHANT ANDREA RISEBOROUGH TAYLOR SWIFT MATTHIAS SCHOENAERTS ALESSANDRO NIVOLA AND ROBERT DE NIRO WITH RAMI MALEK R ithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson hefur sent frá sér sína fjórðu skáldsögu og ber hún hinn óvenjulega titil Kákasus-gerillinn. Þar eru aðalpersónurnar tvær. Bára hefur frá því í æsku verið með á heilanum öll þau efni sem maðurinn innbyrðir, allt frá kaffi yfir í hörð fíkniefni, og hana langar að gera hlað- varp um málefnið. Hinn hálf- mexíkóski Eiríkur Mendez heillast ungur af ljósmyndun. Það er eitthvað við myrkra- herbergið sem lokkar hann til sín. Heimilis- aðstæður hans eru um margt flóknar og hann á erfitt með að finna fótfestu í líf- inu, öðruvísi en með hjálp mynda- vélarinnar. Í rannsóknarvinnu sinni fyrir hlað- varpið leitar Bára Eirík uppi, mörg- um árum eftir andlát hans. Henni hafði verið bent á að saga hans gæti verið áhugaverð, enda var hann bendlaður við sjamanisma og til- raunir með ofskynjunarlyf. Og þann- ig rekst hún á grein um Kákasus- -gerillinn, enn eitt efnið sem vekur áhuga hennar. Með hjálp þessa gerils eða svepps má framleiða súrmjólk sem sögð var allra meina bót og naut mikilla vin- sælda fyrir fjórum eða fimm ára- tugum. Þessi efniviður er skemmtilega skringilegur. Það er gaman að Jónas Reynir skuli grafa fram Kákasus- gerilinn sem er líklega mörgum gleymdur. Þó er ekki fjarri lagi að ætla að ýmsir lesendur bókarinnar hafi einmitt átt gamla frænku sem sór þess heit að Kákasus-gerillinn væri allra meina bót eða jafnvel drukkið súrmjólkina sjálfir. Þessar pælingar ríma mjög vel við leitina að hinu fullkomna lífi, sem er jafn áberandi nú og þá, þar sem tísku- bylgjur ráða því oft á tíðum hvaða efni við innbyrðum og í hvaða formi. Eitt leiðir síðan af öðru og leit Báru að svörum verður til þess að sögur þeirra Eiríks fléttast saman. Sagt er á víxl frá Báru og Eiríki og frásögnin nær mjög góðum takti þannig að hún virðist fljúga áfram. Í fyrsta hluta bókarinnar fer sögu- maðurinn á hundavaði yfir upp- vaxtarár Eiríks og Báru til þess að draga upp mynd af því hvers vegna þau eru eins og þau eru. Það, hve hratt er farið yfir sögu og það hvernig sögumaðurinn er blátt áfram í frá- sögn sinni, skapar ákveðna fjarlægð við sögupersónurnar, strax frá upp- hafi, sem gerir lesandanum erfitt að ná tengingu við þær. Það er til dæmis erfitt að skilja hvaðan þessi stjórn- lausi áhugi Báru á efnum sprettur. En við komumst sífellt nær Báru eftir því sem líður á verkið. Eiríki kynnumst við líka en hann er framan af svolítil ráðgáta og það er kannski með vilja gert, Bára þekkir hann jú ekki nema af afspurn og því mögu- lega ætlunin að okkur lesendunum finnist hann svolítið fjarlægur og þar með forvitnilegur eins og henni. Þessi fjarlægi stíll fer verkinu í raun vel. Þar er keyrt áfram á vanga- veltum um hvernig við sjáum heim- inn. Gerð er tilraun til þess að ögra hugmyndum manns um hvað er rétt, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt. Með því að halda ákveð- inni fjarlægð við persónurnar hvetur höfundurinn lesandann til þess að taka þeirra sjónarhorni, þeirra sann- leika, með fyrirvara. Í verkinu kemur nefnilega fram einhver fersk og forvitnileg sýn á heiminn. Jónas Reynir framlengir hugmyndir Báru um það af hverju við mannfólkið erum svona upptekin af alls konar efnum með því að máta þær við lífshlaup Eiríks og Báru sjálfrar. Ástæðan virðist vera tvíþætt hið minnsta. Annars vegar þráum við einhvers konar flótta frá raunveru- leikanum. Sumir flýja í hörð efni á meðan aðrir, eins og Eiríkur Mendez á yngri árum, flýja í myrkra- herbergið. Hins vegar reynir fólk að öðlast einhverja stjórn yfir lífi sínu, reynir að finna eitthvað sem telur því trú um að það fái við eitthvað ráðið. Og oftar en ekki virðist vera um að ræða samþættingu á þessu tvennu. Jónas Reynir er höfundur sem hef- ur eitthvað fram að færa og honum liggur mikið á hjarta. Það skín í gegn í Kákasus-gerlinum sem er spreng- fullur af forvitnilegum hugmyndum. Þær ná hápunkti við sögulok og á því augnabliki verður ljóst hvað heildar- mynd verksins er sterk. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hugmyndir „Jónas Reynir er höfundur sem hefur eitthvað fram að færa og honum liggur mikið á hjarta. Það skín í gegn í Kákasus-gerlinum sem er sprengfullur af forvitnilegum hugmyndum,“ segir um nýjasta verk höfundarins. Fersk og forvitnileg sýn Skáldsaga Kákasus-gerillinn bbbbm Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Mál og menning, 2022. Innbundin, 233 síður. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Fólk, sem hefur gaman af því að dansa og hreyfa sig, sem og annað fólk með forvitna líkama, er boðið velkomið á dansandi bókasafn með dansaranum Patrycju Baczek í Borgarbókasafninu í Grófinni til 11. október. Er dansviðburður þessi hluti af Stofunni í safninu en mánaðarlega er ný útgáfa af henni stofnuð. Stofan er tímabund- ið rými innan bókasafnsins þar sem áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla, óháð tungu- málum. „Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því,“ eins og því er lýst í til- kynningu. Stofan er á fimmtu hæð safnsins í Grófarhúsi. Frekari upplýsingar má finna á vef safnsins, borgarbokasafn.is/ stofan og einnig viðtal við Baczek. Dansandi bóka- safn í Grófinni Dansandi Patrycja Baczek. Í tilefni af því að Skáld.is hefur opnað nýja og betri vefsíðu er boðið til fagn- aðar í Gunnars- húsi að Dyngju- vegi 8 á morgun, laugardag, kl. 14. Ritstýrur og aðrir velunnarar kynna vefinn og síðan stíga á stokk skáldkonurnar Ragnheiður Lárus- dóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir og Jóna Guðbjörg Torfadóttir og flytja fáein ljóð. Að því loknu er hverri konu frjálst að lesa upp ljóð eftir sig. Skáldkonur eru hvattar til að koma með bækur sínar og bjóða til sölu á góðu verði eða til að skiptast á bókum. Öll eru velkomin. Kvennafagnaður í Gunnarshúsi Eyrún Ósk Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.