Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Tveir karlmenn á þrítugsaldri, sem grunaðir eru
um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi, hafa
báðir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæslu-
varðhald næstu tvær vikurnar. Þetta staðfesti
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við mbl.is
síðdegis í gær.
Mennirnir voru leiddir fyrir dómara hvor í sínu
lagi í gær og var samþykkt að þeir skyldu áfram
sæta varðhaldi og vera í einangrun. Mennirnir
hafa báðir setið í einangrun frá því þeir voru hand-
teknir 21. september síðastliðinn. Þeir kærðu úr-
skurð héraðsdóms til Landsréttar.
Lögmenn mannanna hafa gagnrýnt það hve
lengi þeir hafa verið í einangrun en í samtali við
mbl.is fyrr í vikunni sagði Ólafur að talin væri þörf
á einangrun vegna rannsóknarhagsmuna í málinu.
Ekki væri gerð krafa um einangrun nema það
væri tilefni til. Lögregla gæti svo aflétt slíkum
takmörkunum ef ekki væri talin þörf á þeim
lengur.
Verða báðir áfram í einangrun
- Tveir karlmenn úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um að hafa
skipulagt hryðjuverk - Kærðu úrskurðinn til Landsréttar - Verða í einangrun
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Héraðsdómur Annar mannanna fluttur á brott eftir að hann var leiddur fyrir dómara í gær.
Lokadagur bólusetningarátaks fyrir íbúa höfuð-
borgarsvæðisins 60 ára og eldri er í dag. Vel hef-
ur gengið að bólusetja að undanförnu og hvetur
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjúkrunar, alla 60 ára og eldri sem enn
eiga eftir að fá bólusetningu til að mæta. Opið er
milli klukkan 11-15 og hægt er að fá þriðja eða
fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19,
bóluefni við inflúensu eða hvort tveggja.
Morgunblaðið/Eggert
Sprauturnar á lofti í síðasta sinn í dag
Búast má við röskun á siglingum
gamla Herjólfs á milli lands og Eyja
næstu daga og jafnvel að ferjan
þurfi að sigla eftir sjávarföllum inn
í Landeyjahöfn. Skipið leysir Herj-
ólf af hólmi á meðan hann er í slipp
en gamla skipið ristir dýpra en það
nýja og þarf því betri aðstæður til
siglinga.
Dýpkunarskipið Álfsnes hefur
verið notað við dýpkun í og við
Landeyjahöfn að undanförnu en
spilið, sem sér um að lyfta dælurör-
inu, bilaði í fyrrakvöld. Þurfti skip-
ið að fara í viðgerð en reynt verður
að koma því í lag eins fljótt og hægt
er, að því er fram kemur á vef
Vegagerðarinnar. Í gær var vonast
til að hægt yrði að hefjast handa að
nýju við að dýpka höfnina um
kvöldið. Miðað við ölduspá ætti að
vera hægt að dýpka hana í dag og á
morgun. „Ef allt gengur að óskum
ætti þá að vera komið gott dýpi í
höfninni fyrir Herjólf III,“ segir á
vef Vegagerðarinnar.
Björgun ehf. keypti Álfsnes til
landsins til þess að geta boðið í
dýpkun Landeyjahafnar þar sem
Vegagerðin gerði kröfur um öfl-
ugra skip en áður hefur verið not-
að. Í frétt Vegagerðarinnar segir
að Álfsnes hafi staðið undir vænt-
ingum. Það sé töluvert afkasta-
meira en eldri dýpkunarskip Björg-
unar.
Fram hefur komið að Herjólfur
verður í slipp í Hafnarfirði næstu
þrjár vikurnar. Þar verða unnin
hefðbundin viðhaldsverk sem ekki
er hægt að vinna á meðan skipið
siglir samkvæmt stífri áætlun.
Þarf að sæta sjávarföllum
Ljósmynd/Vegagerðin
Dýpkun Dæluskipið Álfsnes er mun öflugra en skipin sem notuð hafa verið.
- Ekki búið að dýpka nóg í höfninni fyrir gamla Herjólf
Skýrslutökur yf-
ir þremur sak-
borningum í
morðmálinu á
Ólafsfirði stóðu
yfir í gær og í
fyrradag. Þá hef-
ur réttarkrufn-
ing farið fram á
hinum látna.
Ekki er vitað
hvenær niður-
stöður hennar
liggja fyrir en það getur tekið
nokkrar vikur að sögn lögreglu.
Rannsókn lögreglu miðar að því
að leiða í ljós hvað átti sér stað þeg-
ar morðið var framið en enn eru
ýmsir þættir málsins óljósir.
Þrennt var úrskurðað í vikulangt
gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra fyrr í vikunni.
Tveir sakborningar kærðu úr-
skurðinn til Landsréttar og stað-
festi Landsréttur gæsluvarðhald
yfir öðrum síðdegis í gær en ekki
yfir hinum. Sá var látinn laus í kjöl-
farið.
Karlmaður á fimmtugsaldri var
stunginn með eggvopni í heimahúsi
á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags.
Lífgunartilraunir báru ekki árang-
ur og var hann úrskurðaður látinn á
vettvangi. veronika@mbl.is
Einum
sleppt
úr haldi
- Tvennt situr enn
í gæsluvarðhaldi
Ólafsfjörður Málið
hefur fengið á bæj-
arbúa í vikunni.
Línuskipið Jökull ÞH-299, sem GPG
Seafood gerir út, strandaði í inn-
siglingunni í höfninni á Raufarhöfn
um klukkan fjögur á miðvikudag.
Var því björgunarskipið Gunnbjörg
kallað út.
Brugðist var skjótt við, en veður
var vont – mikið rok og töluverð
rigning þegar skipið strandaði, að
því er fram kemur í tilkynningu á
Facebook-síðu björgunarsveit-
arinnar Pólstjörnunnar.
Festur var taumur í Jökul og dró
Gunnbjörg hann af strandstað.
Gengu björgunaraðgerðir svo vel
að Jökull var kominn að bryggju
um klukkan fimm.
Ljósmynd/Landsbjörg
Aðgerðir Vel gekk að draga Jökul af
strandstað í höfninni á Raufarhöfn.
Gunnbjörg dró Jökul
fljótt af strandstað