Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Sími 587 1717
www.sulatravel.is
Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík
KARÍBAHAF 16.-28. febrúar 2023
ALLT INNIFALIÐ
Í ÖLLUM SIGLINGUM
EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT
Free at Sea
FIR ATLANDSHAF
FRÁ NEW YORK
19. apríl til 9. maí 2023
Y
KARÍBAHAF
17.-29. nóvember 2022
UP
PSE
LT
RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ
11.-23. ágúst 2023
JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF
14.-26. desember 2023
MIÐJARÐARHAF
14.-26. maí 2023
GRÍSKA EYJAHAFIÐ
FRÁ FENEYJUM
1.-14. ágúst 2023
LONDON
REYKJAVÍK
3.-15. júní 2023
Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga
Nánar á www.sulatravel.is
Þjóðarsorg ríkti í Taílandi í gær eftir
að fyrrverandi lögregluþjónn réðst
inn í leikskóla í Nong Bua Lam Phu-
héraði og myrti þar 35 manns, þar á
meðal 22 börn, og særði tólf til við-
bótar. Árásarmaðurinn hélt að því
loknu heim til sín, þar sem hann
myrti einnig eiginkonu sína og barn
áður en hann svipti sig lífi. Árásin er
talin ein sú mannskæðasta í sögu
Taílands.
Árásarmaðurinn, sem taílenskir
fjölmiðlar nefndu Panya Khamrab,
mætti til leikskólans vopnaður
haglabyssu, skammbyssu og hnífi,
og hóf hann skothríð um kl. 12:30 að
staðartíma, eða 5:30 að íslenskum
tíma. Lýstu sjónarvottar aðkomunni
að leikskólanum sem hrikalegri, þar
sem fórnarlömb mannsins lágu á víð
og dreif.
Hinn 34 ára gamli Panya var fyrr-
verandi varðstjóri í lögreglunni, en
hann var settur í leyfi í janúar og
rekinn í júní fyrir vímuefnanotkun.
Átti hann að mæta í dag fyrir rétti til
að svara fyrir vímuefnabrot sín.
Damrongsak Kittiprapat, ríkis-
lögreglustjóri Taílands, sagði í gær
að skammbyssan sem Panya notaði í
árásinni hefði verið keypt löglega og
skráð, en að hún hefði ekki verið lög-
regluvopn. Byssueign þykir almenn
í Taílandi, en um 10 milljónir skot-
vopna eru skráðar í landinu, þar sem
um 70 milljónir búa.
Prayut Chan-O-Cha, forsætisráð-
herra Taílands, hefur fyrirskipað að
rannsókn málsins verði hraðað.
„Þetta ætti ekki að gerast, svona
hlutir eiga alls ekki að fá að gerast,“
sagði Prayut. Sendi hann samúðar-
kveðjur sínar til fórnarlamba árás-
anna.
AFP/Skjáskot
Leikskólinn 23 börn voru á meðal
fórnarlamba árásarmannsins.
37 látnir eftir
árás á leikskóla
- Ein versta árás í sögu Taílands
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að
sigrast á innrás Rússa til að koma í
veg fyrir „að rússneskir skriðdrekar
sæki til Varsjár eða aftur til Prag“ og
hvatti hann ríki Evrópu til þess að
senda Úkraínumönnum enn meiri
stuðning. Ummæli Selenskís féllu í
ávarpi sem hann flutti í gegnum fjar-
fundarbúnað á stofnfundi hins svo-
nefnda „Stjórnmálabandalags Evr-
ópu,“ (e. European Political Comm-
unity), sem haldinn var í Prag.
Bandalagið er hugarfóstur Emm-
anuels Macrons Frakklandsforseta,
sem orðaði fyrr á árinu nauðsyn þess
að mynda samstarfsvettvang sem
gæti náð til fleiri lýðræðisríkja Evr-
ópu en þeirra sem vildu vera innan
Evrópusambandsins. Leiðtogar 44
Evrópuríkja mættu til Prag í gær fyr-
ir fundinn, og sagði Macron að sam-
koman sýndi þá samstöðu sem ríkti
meðal ríkja álfunnar gagnvart innrás
Rússa í Úkraínu.
„Markmiðið er fyrst og fremst að
deila sameiginlegum skilningi á stöð-
unni sem hefur áhrif á Evrópu okkar,
og einnig til að semja sameiginlega
áætlun,“ sagði Macron í ávarpi sínu í
upphafi fundar.
Liz Truss, forsætisráðherra Bret-
lands, og Recep Tayyip Erdogan, for-
seti Tyrklands, mættu einnig til fund-
ar auk leiðtoga Evrópusambands-
ríkjanna 27. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á
fundinum, en einnig voru þar leiðtog-
ar Albaníu, Armeníu, Aserbaídsjan,
Bosníu, Georgíu, Kósóvó, Liechten-
stein, Moldóvu, Norður-Makedóníu,
Noregs, Serbíu, Svartfjallalands og
Sviss.
Alexander De Croo, forsætisráð-
herra Belgíu, sagði hina góðu mæt-
ingu vera þýðingarmikla. „Öll ríki
heimsálfunnar eru hér nema tvö,
Hvíta-Rússland og Rússland. Þannig
að það sýnir hversu einangruð þau tvö
eru,“ sagði De Croo.
Þó að tilgangur Macrons með
myndun bandalagsins sé að sýna sam-
stöðu og finna leiðir til að ríki innan og
utan ESB geti samræmt viðbrögð sín,
er ljóst að ýmsar deilur, stórar sem
smáar, ríkja á milli einstakra þjóða er
sendu fulltrúa sína í gær.
Stefnt að öðrum fundi
Fundinum lýkur í dag, en stefnt er
að því að leiðtogar ríkjanna fundi
tvisvar á ári, og verði fundarstaðurinn
til skiptis í ríkjum innan og utan Evr-
ópusambandsins. Stefnt er að því að
halda framhaldsfund eftir hálft ár í
ríki utan sambandsins, og hafa stjórn-
völd í Bretlandi og Moldóvu þegar
boðist til þess að vera gestgjafar.
Það þótti viss sigur fyrir Macron að
Bretar skyldu samþykkja að taka
þátt í fundinum, en þeir höfðu meðal
annars lagt til að nafninu yrði breytt í
„samráðsvettvang“ (e. forum), frekar
en bandalag, en nafngiftin minnir
mjög á nafngift Efnahagsbandalags
Evrópu, fyrsta fyrirrennara Evrópu-
sambandsins.
Truss sagði hins vegar í grein í
breska dagblaðinu Times að hún
fagnaði þessum nýja „samráðsvett-
vangi“ en að hann gæti ekki komið í
stað G7-ríkjanna eða Atlantshafs-
bandalagsins.
Undirbúa verðþak á olíu
Fundurinn í Prag var haldinn sama
dag og Evrópusambandið kynnti
hertar refsiaðgerðir sínar gegn Rúss-
um, en þetta voru þær áttundu í röð-
inni sem sambandið grípur til í kjölfar
innrásarinnar.
Samþykktu aðildarríkin að herða á
viðskiptabanni sínu við Rússland, sem
og að setja fleiri Rússa á svartan lista
vegna „innlimunar“ Rússlands á fjór-
um héruðum Úkraínu, sem Vladimír
Pútín Rússlandsforseti staðfesti í
fyrradag.
Þá snúast refsiaðgerðirnar einnig
um að undirbúa væntanlegt verðþak á
rússneska olíu, en þær aðgerðir munu
ekki taka gildi fyrr en sjö helstu iðn-
ríki heims hafa fundað og samþykkt
hvernig slíkt verðþak verði útfært.
Þrír fallnir eftir eldflaugaárás
Selenskí fordæmdi einnig í ræðu
sinni í Prag eldflaugaárásir Rússa á
borgina Saporisja í gærmorgun, en að
minnsta kosti þrír fórust þegar Rúss-
ar skutu eldflaugum á íbúðablokk í
borginni. Sagði Selenskí að Rússar
hefðu fyrst skotið einni eldflaug, og
svo annarri til að hitta þá, sem komu á
vettvang til þess að sinna leit og
björgun. Sjö særðust í árásunum, þar
af eitt ungbarn. Dmítró Kúleba, utan-
ríkisráðherra Úkraínu, sagði í gær að
tilgangur árásanna hefði verið að sá
fræjum óttans meðal Úkraínumanna,
en að það myndi ekki takast.
Þá lýsti Úkraínuher því yfir að
hann hefði frelsað rúmlega 400 fer-
kílómetra í gagnsókn sinni í Kerson-
héraði í vikunni. Sagði Natalía Gume-
níuk, talskona suðurhers Úkraínu, að
á því svæði væru um 30 þorp og bæir
sem hefðu verið undir hersetu Rússa í
nokkra mánuði.
Kírill Stremousov, varaleppstjóri
Rússa í Kerson-héraði, sagði hins
vegar í gær að Rússaher hefði náð að
stemma stigu við gagnsókninni og að
engin ástæða væri fyrir óðagot.
Sendir skilaboð um samstöðu
- Leiðtogar nær allra ríkja Evrópu funduðu í Prag - Selenskí segir Úkraínu verða að sigra í stríðinu
til að verja Evrópu - ESB herðir á aðgerðum - Rússar skutu eldflaugum á íbúðablokk í Saporisja
AFP/Joe Klamar
Leiðtogafundur Þjóðarleiðtogar frá 44 ríkjum Evrópu funduðu í gær í Prag, höfuðborg Tékklands.
AFP/Dimitar Dilkoff
Saporisja Úkraínskir slökkviliðsmenn bera út lík eins þeirra þriggja sem
fórust í eldflaugaárás Rússa á íbúðablokk í borginni Saporisja í gær.